Tíminn - 14.03.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.03.1962, Blaðsíða 12
Fóru utan í morgun Unglingalandsliðið í hand knattleik fór utan í morg- un með flugvél Flugfélags fslands til Eaupmannahafn- ar — en það tekur þátt í Norðrarlandameistaramóti, sem hefst á föstudaginn. — Öll Norðurlöndin senda lið' til keppninnar. Fyrsti leikur okkar verður við Svía í Köge á föstudaginn. Síðar sama dag leika strákarnir við Dani í Næstved og dag- inn eftir, laugardag, við Finna. Síðasti leikur ísl. liðsins verður á sunnudag við Norffmenn. Bjarnleifur tók þessa mynd af landslið inu s.l. föstudagskvöld eftir að það hafði gert jafntefli við A-landsliðið, sem var mjög gott afrek hjá því. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri Björn Bjarnason, Vík ing, Gylfi Hjálmarsson, ÍR, Rósmundur Jónsson, Víking, Hörður Kristinsson, Ár- manni, Kristján Stefánsson, FF — sá eini, sem leikið* 1 2 3 4 hef ur í A-!andsliðinu, Ámi Sam úelsson. Ánnanni og Lúðvík Lúðvíksson, Ármanni. — Fremri röð: Sigurður Hauks son, Víking. Steinar Hall- dórsson, Víking, Þorsteinn Björasson, Ármanni, Þórður Ásgeirsson, Þrótti, Sigurður Einarsson, Fram og Hans Guðmundsson, Ármanni. — Fararstjórar verða Axel Ein arsson, Valgeir Ársælsson, Frímann Gunnlaugsson, en einnig verður þjálfari lið's- ins með í förinni, Karl Bene diktsson. Bræðrabylta að Hálogalandi Einkennilegur atburður og stórvítaverður átti sér stað að Hálogalandi s.l. laugardags- kvöld. Er hér átt við val dóm- Systkinin sigr- uðu í svigkeppni Afmælisskíðamót íþróttafélags Reykjavíkur var háð á sunnudag- inn við hinn nýja skála félagsins í Ilamragili. Keppt var í svigi og sigurvegarar urðu hin kunnu syst- kin frá Ísafirðí — Jakobína og Steinþór Jakobsson, en þau keppa nú fyrir ÍR. Veður var ágætt, þegar keppnin fór fram og færi gott Keppt var í þremur flokkum, kar'laflokki, kvennaflokki og unglingaflokki. — Úrslit urðu þessi: Unglingaflokkur: 1. Júlíus Magnússon KR 2. Eyþór Haraldsson ÍR 3. Þórður Sigurjónsson ÍR Kvennaflokkur: 93,2 109,9 110,3 1. Jakobína Jakobsdóttir ÍR 106,3 2. Martha B. Guðm.d. KR 113,8 Karlaflokkur: 1. Steinþór Jakobsson ÍR 120,0 2. Hilrnar Steingrímsson KR 121,6 3. Guðni Sigfússon ÍR 125,8 4. Haraldur Pálsson ÍR 131,0 Jöfn keppni 8 ísafirði Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Firmakeppni Skíðaráðs ísafjarð- ar fór fram á sunnudaginn. 85 fyr- irtæki tóku þátt í keppninni. Fyrst varð Húsgagnaverzlun ísafjarðar, keppandi Gunnlaugur Einarsson á 30,2 sek. Nr. 2 Gylfi h.f., keppandi Einar Valur Kristjánsson á 30,6 sek. Nr. 3—4 NiðursuðuverksmiðJ an, keppandi Haukur Sigurðsson og Vörubílastöðin, keppandi Jónas Helgason á 30.8 sek. Nr. 5 Kögur h.f., keppandi Tryggvi Einarsson á 30,9 sek. og nr. 6 Flugfélag ís- lands, keppandi Matthías Sveins- son á 31,0 sek. — Sézt bezt af tím- unum, hve keppnin var jöfn. Þctta var forgjafarkeppni. — G. S. ara og framkomu forráða- manna dómarafélagsins og mótstjórnar í sambandi við leik Ármanns við Val í meist- araflokki kvenna. Samkvæmt leikskrá átti Gunn- laugur Hjálmarsson að dæma þenn an leik. Var hann mættur að Há- logalandi (og dæmdi reyndar næsta leik á eftir), en ekki til að gegna sínum skyldum samkvæmt leikskránni, heldur fékk hann bróð ur sinn, Gylfa, til að dæma leik- inn, svo að hann sjálfur gæti í næði skipt Valsstúlkunum inn á og stjórnað spili þeirra! Nú er það að segja um Gylfa Gunnlaugsbróður, að hann varð löglegur leikmaður íþróttafélags Reykjavíkur s. 1. fimmtudag, en fram til þess dags lék hann handknattleik og knattspyrnu með Knattspyrnufél. Val. Ekki eru þetta nýjar fréttir fyrir þá áhorfendur er sáu um- ræddan leik að Hálogalandi á laugardagskvöldið s.l. svo greini- lega sýndi Gylfi í dómarastöðunni hug sinn til síns „gamla“ félags, Vals. Þessi dómur í leiknum hefði hlotifí mikið lof, ef hann hefði komið fram sem sýnikennsla á dómaranámskeiði, sem dæmi um hvernig hlutdrægni gæti haft á- hrif á úrslit kappleiks (og í þetta sinn einnig á úrslit íslandsmeist- aramóts). En að láta slíkt koma fyrir í mikilvægum leik í Hand- knattleiksmeistaramóti íslands og það í meistaraflokki, er stórvíta- vert. Ekki skal farið út í þá sálma að rekja einstaka, og í flestum til fellum auðsæilega ranga dóma, til þess þyrfti lengri grein en þessa. Ef rétt er munað stendur í leik eða keppnisreglum að dómari skuli forðast að ræða við leik menn og^eða þjálfara kappliða í leikhléi Ekki var hún i fersku minni, eða ekki í hávegum höfð, þessi setning hjá þeim bræðrum, Gylfa og Gunnlaugi í þessu leik- hléi að minnsla kosti. En víkjum aftur að Gunnlaugi og dómarafélaginu. Samkvæmt leikskrá skyldi Gunnlaugur dæma tvo fyrstu leiki kvöldsins en um- sjónardómari kvöldsins, Daníel Benjamínsson, þann siðasta. Daníel var ekki mættur og að því er bezt var vitað enginn umsjónardómari í hans stað. Hefði legið beinast við að fenginn hefði verið dómari í stað Daníels en Gunnlaugur hefði dæmt sína leiki eins og til stóð. Nei, þjálfari Valsstúlknanna, Árni Njálsson, var ekki mættur, svo að GunnlaUgur varð að hlaupa í skarð ið fyrir hann, og fá Valsmanninn Gylfa sér til aðstoðar, og var það auðvitað bezt gert með því að láta hann dæma leikinn. Hver ber ábyrgð á þessum dóm- araskiptum? Það er allt of algengt að Hálogalandi, að áður tilkynntir dómarar mæti ekki til leiks og boða forföll. Hvert er starf um- sjónardómarans í slfkum tilfell- um? Vafalaust á stjórn Handknatt- leiksdómarafélags Reykjavíkur eft- ir að kóróna þetta með því að leggja blessun sína yfir gang mál anna. Frá lagalegu sjónarmiði er ef til vill ekkei’t við þetta að at- huga, en svona fádæma smekk- leysi, ber að víta harðlega, og ekki að láta aðra dæma mikilvæga leiki í handknattleiksmótum en þá sem hafa nægan þroslja til að bera. Treystir sér enginn til að hreyfa andmælum! vegna framkomu dóm- ara? Eru leikmenn algjörlega ofur seldir hverjum þeim dómara, sem Handknattleiksdómarafélag Reykja víkur, mótstjórn, umsjónardómar ar eða mótherjar senda þeim til höfuðs? Að lokum skal minnst á, að það þykir í hæsta máta kynlegt að á leikvöllum skuli ekki vera við- staddur einhver fulltrúi fram- kvæmdaaðila, að þessu sinni Hand knattleiksráðs Reykjavíkur. Orðhákr. ...Jismot ÍR í kvöld í kvöld fer fram síöasta af- mælismót ÍR í tilefni af 55 ára afmæli félagsins. Verður keppt í handknattleik og körfuknatt- leik að Háloga,landi og hefst keppnin kl. 8.15. í handknattleik leikur meist- araflokkur ÍR við íslandsmeist- ara FH, og getur það orðið skemmtilegur leikur, því að ÍR- liðið hefur styrkzt mikið að und anförnu, vegna þess, að nokkrir leikmenn úr öðrum félögum hafa gengið í ÍR. Þetta verður klukku tíma leikur. 1 körfuknattleik leikur meist- araflokkur ÍR við úrvalslið af Keflavíkurflugvelli — og ætti það að geta orðið mjög skemmti legur leikur jafnra liða, en ÍR- ingar hafa oft staðið sig vel gegn liðum af „vellinum“. í hléinu milli leikjanna mun drengjaflokkur úr ÍR undir stjórn Birgis Guðjónssonar sýna fimleika. Æðardúnsængur Æðardúnn — Hálfdúnn Sængurver — Koddaver Oúnhelt léreft Enska Patons ullargarnið, Fimm grófleikar — 30 litir — Litekta — Hleyp- ur ekki. Fermingarföt PÓSTSENDUM. Vesturgötu 12. Sími 1 35 70 TIMINN, miðvikudagir 14, marz 1962 12 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.