Tíminn - 23.03.1962, Page 13

Tíminn - 23.03.1962, Page 13
SJÖTUGUR: Guðjón Guðjónsson fyrrverandi skólastjóri An-nálar herma að góður vinur minn og heiðarlegur Húnvetning- ur, Guðjón Guðjónsson, fyrrv. skólastjóri í Hafnarfirði nái sjö- tugsaldrinum í dag. Eg vil því biðja blað þetta fyrir afmælis- kveðju til hans og bjóða hann vel- kominn í hóp okkar félaga sinna og starfsbræðra, sem náð hafa því aldursmarki að verða 70 ára. Við munum allir sammála um þá ósk, að Guðjón megi enn um langan aldur prýða hóp okkar og gieðja meg gáfum sínum, góðvild og léttri fyndni. Þessa kosti á afmæl isbarnið.alla í ríkum mæli og því tel ég hann jafnan með beztu og skemmtilegustu félögum mínum í kennarastétt. Hér er ekki ætlun mín að segja ævisögu Guðjóns. Til þess er hvorki tími né rúm í venju- legri blaðagrein. Eg verð ag láta nægja að vísa til okkar ágæta Kennaratals, enda Guðjón fyrir löngu þjóðkunnur maður. En vegna yngri lesenda biaðsins, vil ég geta þesS, að Guðjón er einn af þessum dugmiklu aldamóta- drengjum, sem ólust upp við kröpp kjör, en brutust til mennta af eigin ramimleik. Guðjón tók kennarapróf 1916 og hefur síðan verið opinber starfsmaður, kenn- ari nær fjóra áratugi og umsjón armaður fræðslumyndasafns rík- isins siðustu 8 árin og átt þátt í • að undirbúa nýja löggjöf um þau mál. Um aldarfjórðung var hann skólastjóri Barnaskóla Hafnar- fjarðar, mörg ár í stjórn Samb. ísl. barnakennara og formaður um skeið. Hann hefur átt sæti árum saman í stjórn ríkisútgáfu námsbóka, útvarpsráði og hefur nú eftirlit með sýningum kvik- myndahúsanna í Reykjavík (vara maður). Hann var og alllengi í stjórn Sumargjafar, í milliþinga nefndum um launamál og fl., sem of langt yrði hér upp að telja. — Eg nefni þetta til að sýna, að Guðjóni hefur verið sýndur cnik- ill trúnaður um dagana, þótt ekki hafi hann verig að sækjast eftir neinum vegtyllum, því að hann er mjög hlédrægur maður, helzt um of, finnst mér stundum. — En öll sín verk hefur Guðjón leyst af hendi með mestu prýði, því að hann er mjög fjölhæfur gáfumað- ur, ágætlega að sér til rnunns og handa, eins og sagt var áður fyrr. Guðjón mun hafa verið einn fyrsti kennari, sem kenndi drengj um handavinnu, enda afbragðs smiður. Hefur það komið sér vel fyrir hann nú seinni árin, þar sem hann, ásamt Gesti tengda- syni sínum hefur nú lokið við að byggja stórt og fallegt íbúðar- hús. Ónefnt er enn, að Guðjón er góður rithöfundur, sem skrifar ágætt mál og hefur næma tilfinn ingu fyrir meðferð þess. Hann var ritstjóri Æskunnar og Mennta mála í allmörg ár, hefur samið kennslubækur og þýtt á þriðja tug bóka bæði fyrir börn og full- orðna. Þeir, sem hafa hlýtt á út- varpssöguna, er hann las nýlega, heyrðu, að þar fór saman go,tt mál og góður flutningur. — Márg ar barna- og unglingabækur, sem Guðjón hefur þýtt, eru með beztu barnabókunum. Hann skilur börn in og þau hann, enda þótti hann afburðagóður kennari. Ef til viH ljóstra ég upp leynd armáli, þegar ég fullyrði, að Guð- jón sé ágætur hagyrðingur. En ég á svo mörg skemmtileg ljóð frá honum, að ég má til ag nefna þann hæfileika — en ekki þori ég að birta Ijóðin, eins og nú er í pottinn búið! Góðar vísur og glettin tilsvör samferðamannanna eru sannar- lega „salt í lífsins' graut“, á dag legri vegferg manna. Þess hef ég: oft notið í samvistum mínum við nefnt afmælisbarn, frá fyrstu kynnum okkar og þó einkum í fræðslumálaskrifstofunni. Þess vegna eru þessar fátæklegu lín- ur skrifaðar og þeim fylgja einn ig þakkir, kveðjur og heillaóskir frá öðru starfsfólki þeirrar stofn- unar til afmælisbarnsins, og hinn ar ágætu frúar hans, barna og annars skylduliðs á Laugarás- vegi 7. Ingimar Jóhannesson. ÞAÐ MÁ ÆTÍÐ TREYSTA GÆÐUNUM. Pökkunarstúlkur og karlmenn Óskast. Fæði og húsnæði. Mikil vinna. HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA sími 11 og 60 (í Reykjavík 19-4-20). Westinghouse heimilistæki Vandlátir velja Westinghouse SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA, Véladeild. þilplöfur nýkoennar PÁLL ÞORGEIRSSON Laugavegi 22 — Sími 16412 ÍSSKÁPAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR WESTINGHOUSE er heimsþekkt gæðavara. úr nylon og ryon í öllum stærðum ávallt fyrirliggj- andi. TEGUNDIR: Contineutal — Firestone Barum — Rússnesk. Gúmmívinnustofan Skipholti 35, Reyk Sími 18955 Stúlkur óskast Nokkrar stúlkur óskast til framleiðslustarfa og hreingerninga hjá Lyfjaverzlun ríkisins. Umsækj- endur komi til viðtals á Hverfisgötu 4, laugardag kl. 2—4 e. h. N auðungaruppboð það, sem auglýst var í 6. 7. og 8. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1962 á eignarhluta Fríðu Ágústsdóttur, Ásbraut 3 (5) (2 herbergja íbúð) fer fram á eign- inni sjálfri mánudaginn 26. marz 1962 kl. 14.15 samkvæmt kröfu Benedikts Sigurjónssonar hrl. 6. fl. , Bæjarfógetinn í Kópavogi. Járnsmiður Góður járnsmiður óslcast nú þegar í vélaverkstæði Vegagerðar ríkisins í Reykjavík. Uppl. veitir Erik Eylands, Borgartúni 5, sími 22492. T f M I N N, föstudagur 23. marz 1962. / I 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.