Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 1
Fólk er bellið að athuga, að kvöldsími blaðamanFTa er 1 830 3 SÖLUBÖRN Afgreiðslan í Banka* stræti 7 opnuð kl. 7 alla virka daga 97. tbl. — Sunnudagur 29. apríl 1962 — 46. árg: Okkur vantaði forsíðumynd í gær, og viti menn, þrír menn frá rann- sóknarlögreglunni komu í Skuggasund og fóru að leita að fingraförum í „súper spesíal" vagni, sem stolið hafði verið um nóttina, og þjóf- amir verið svo hugulsamir að skilja eftir undir veggnum hjá okkur. Þetta var svona ámóta og þegar rjúpan flaug inn um gluggann hjá kerlingunni forðum. — G.E. tók myndina, en hún sýnir Ragnar Vigni leita að fingraförum SNJÖR Á MARZ NTB—MOSKVU, 28. apríl. — Sovézkur visindamaður að nafni Nikolai Kozyreff segist hafa lagt fram sannanir fyrir þvi, að á reikistjörnunni Marz sé vatn í mynd snævar og íss. Kozyreff hefur rannsakað nokKrar litmyndir, sem voru teknar með 50-tommu hreið- um endurvarpssjónauka við stjarnfræðiturninn á Krimskaga 1954, er' Marz var í hagstæðri afstöðu. Hann segir, að ýms fyrirbrigði á Marz, sem valdið hafa miklum bollaleggingum, séu komin fram vegna smáagna, sem aukast, er nær dregur pólum reikistjörnunn- ar eða þegar hitinn lækkar. Hvíta kápan á pólunum er snjór, full- yrðir Kozyreff. I hálft ár að slökkva eld í Sahara Gassi Touil, 28. apríl. — í morgun tókst loks eftir meira en hálfs árs baráttu slökkviliðs að vinna bug á óhemjulegum eldi, sem hefur geisað við jarð gaslindirnar í Gassi Touil í Sa- hara-auðninni síðan 13. nóv- ember í fyrra. Eldtungurnar hafa allan þenn- an tíma stigið 180 metra upp í loftið, Var talið að jarðgasið undir auðninni mundi1 geta mat- að eldinn næstu 100 ár, ef ekki hefði tekizt að slökkva hann. MOLVUDU 40 RUDUR í SKÓLANUM SÍNUM TVENN HÁ- TÍÐAHÖLD! f gær sauð upp úr í 1. maí- nefndinni í Rvík Annars veg ar er meirihl. fulltrúaráðs verkalýðsfél. í Reykjavík, þ.e. stuðningsmcnn stjórnar- fiokkanna, en hins vegar minnihluti fulltrúaráðsins og stjórn Alþýðusambands ts- lands, þ.e. stjórnarandstæð- ingar. Það verða því tvenn hátíðahöld i Reykjavík á þriðjudaginn, því að báðir aðilar munu fyikja í kröfu- göngur og halda útifund. — btuðningsmenn stjómarflokk inna verða á Lækjartorgi, en stjórnarandstæðingar, sem mótmæia kjaraskerðingunni, við Miðbæjarskóiann. Munu báðir fundirnir haldnir á sama tíma. Eins og skýrf var frá hér í blaöinu, voru um 40 rúður í fimleikahúsi Gagnfræðaskóla Austurbæjar mölvaðar með grjótkasti um páskana. Rann- sóknarlögreglan hefur nú yfir heyrt þrjá 14 ára pilta, sem viðurkenna að hafa lagt hönd að verlci við rúðubrotin. Þeir eru allir nemendur í skólan- um. Tveir piltanna hafa sagt lögregl- unni, að þeir hafi verið að leika sér í körfubolta sunnan við skól- (Framhald á 3. síðu). KetiH ísborgar ber bómur ofurliði í fyrradag skýrði Tíminn frá því, að þeir Guðfinnur Þorbjörnsson, Guðmundur Kristjánsson og Bjarni Pálsson hefðu keypt ísafjarðartog- arann ísborgu og ætluðu að breyta honum í flutningaskip, Guðfinnur Þorbjörnsson fór vestur i fyrradag til þess að sækja togarann og flytja hann hingað suður, þar sem breyt. ingin verður gerð. í ísborginni er stór gufuketill sem vegur rúm 50 tonn. Þremenn- Ingarnlr hafa ekkert vlð þennan ketil að gera og hafa selt Síldar- verksmiðjum ríkislns hann á mjög hagstæðu verði, að því er Guðmund ur Kristjánsson skipamiðlori tjáði blaðinu i fyrradag. Ketlllinn verður settur upp f síldarverksmiðju norð ur í landi. En það er ekki hlaupið að þvi að flytja hann tll, vegna þess að ekki er hægt að taka hann sundur, og engin lyftubóma í landinu er nógu aflmikil til þess að lyfta honum frá borði. Er tallð líklegast, að sæta verði lagi og fá eltthvert Moore McCormick-línu-skipanna til þess að ná honum úr ísborginni, en þau skip munu hafa bómur, sem geta lyft frá 30—60 tonnum. Að líkindum verður ketilltnn þá látinn siga i sjó, síðan tekinn aftan í skip og dreglnn á sinn ákvörðunarstað, þvf þótt e.t.v. væri hægt að setja hann um borð í strandferðaskip, er ekki hægt að ná honum frá borði þaðan aflur! Nauðsynlegt er, að þetta gangl fljóft og vel, því síldarbræðslurnar verða að vera tilbúnar þegar sumar síldveiðarnar hefjast fyrir norðan, en það er eftir um það bil hálfan annan mánuð. — Svona mlklum þunga hefur aldrei verið lyft úr togara i einu lagi, að þvi er vitað er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.