Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 9
HaMsteinn Sveinsson stendur undir abstrakt-skreyttum húsgafli sínum hann ekki langt að sækja list- fengina, hann er bróðir Ás- mundar Sveinssonar, mynd- höggvara. Enda viðurkennir Hallsteinn, að sér þyki meira varið í höggmyndir en mál- verk. Höggmyndir á hann þó fáar, hefur þó fengizt sjálfur við að gera höggmyndir, en brotið þær jafnóðum. Þegar eldavélin kom — Við vorum ellefu systkin- in, segir Hallsteinn, — ég var þriðji yngstur. Ásmundur tíu árum eldri en ég. Sjálfur verð ég sextugur á næsta ári. Þá ætla ég að bjóða öllum málur- unum hingað og hafa bara . . . jæja, sleppum því. — Þú ert ættaður úr Döl- um? — Já, fæddur á Kolstöðum það er í Miðdölunum. Það var lítið kot en fólkið margt. Þar sá maður aldrei mynd, enda tiðkuðust ekki myndir í þá daga á íslandi. En þar var tals vert af bókum. Þarna bjuggum við í gömlu baðstofunni og ég — Við vorum öll lagtæk. Það voru alltaf stundaðar smíð ar heima, bræður mínir smíð- uðu rokka í fleiri ár og við strákarnir vorum látnir renna pílára í rokkhjólin. Heima var smiðja og einn bróðir minn, Finnur, smíðaði hestajárn. Eg hef smíðað allt frá því ég man eftir mér, mölvaði marga tommustokka og skar mig oft á hnífnum. — En Ásmundur er einn um listamennskuna. Lokaði sig inni — Annars hafði hann ekki meiri námsffæfileika en við systkinin, en hann var töluvert öðruvísi en við hin. Hann var heldur fáskiptinn og vildi vera einn og dunda fyrir sig. Hann átti erfitt með að vera með okkur í leikjum, lokaði sig inni og var þá að smíða, hann smíð aði báta og flugdreka og ann- að. Þó vildi hann skemmta sér. hann gat verið með í því. En hann var alltaf einangraður og fálátur. Fólki finnst nú hann tala hátt og mikið, það stafar Við Háaleitisveg stendur hús eitt f jarri öðrum húsum og er reist á grýttum mel. Það heitir Uppland. Á ann- arri álmu hússins horfir mannhæðarhár gluggi á höllum vegg mót vestur- himni og ókunnur vegfar- andi mætti ætla, að hér byggi listmálari, sem þyrfti mikla birtu. íbúi hússins heitir Hallsteinn Sveinsson, nær sextugur að aldri, ein- hleypur maður. Listmálari er hann ekki, en líf hans er þó tengt listinni á margan hátt og hann hefur jafnvel borið við að gera höggmynd ir, sem hann hefur þó brot- ið jafnóðum. Við komum að manulausu húsi og höfðum beðið nokkra stund, er við sjáum hvar hár maður, grannvaxinn kemur heim traðirnar, gengur lítið eitt álútur og hefur þrjú börn í eftirdragi. AAálverk, orgel og bækur — Átt þú þessi börn, Hall- steinn? jj* — Nei, þetta eltir mig bara. Börn eru góð, þangað til þau fara að vaxa. Eg skil ekki þetta unga fólk nú á dögum, það les bara hasarblöð og er á böllum, fjollar utan í hvort öðru á þess um böllum. Eg vil ékki láta sjá mig, þegar ég er að þessu. Og þetta unga fólk, það skilur ekki abstraksjón. Hallsteinn opnar dyrnar að verkstæði sínu og vísar okkur inn ásamt börnunum. Þar ægir saman ýmiss konar dóti og efni við, Hallsteinn hefur atvinnu af að búa til blindramma fyrir listmálara og innramma mál- verk. Inn úr verkstæðinu er gengið inn í tvö lítil herbergi, sem Hallsteinn hefur til íbúð- ar, að öðru leyti leigir hann út húsið. En hér er ekki í kot vís að þótt ekki sé víðara til veggja. Hér hanga málverk á veggjum, svo þétt, að ekki verð ur stungið nögl á milli. Auk Iþess er þar orgel og bókaskáp- ur, sem stendur á miðju gólfi, því að ekki veitir af veggpláss- inu. Skápurinn er með hagleik þeim gerr, að hann snýst um ás, enda ekki manngengt í kringum hann. Forafálegt út- varpstæki stingur mjög í stúf við nýtízkuleg málverkin, þetta eru nær eingöngu abstraktmál- verk eftir yngri kynslóðina, Snorra Arinbjarnar, Kristján Davíðsson, Nínu, Sigurð Sig- urðsson, Hafstein Austmann, Sverri Haraldsson, Braga, Scheving og fleiri og fleiri. Aldrei keypt mynd Hallsteinn býður okkur sæti í sófanum undir gríðarstórri mynd af Kristjáni Davíðssyni. Hann segir börnunum að draga af sér stígvélin. Fylgdarmaður blaðamannsins hafði brjóstsyk- ur og súkkulaði í fórum sínum og lifnar þá heldur yfir börn- unum. — Hefurðu mikið álit á svona gotti? spyr Hallsteinn með efasemdarbliki í augum. Svo dregur hann upp tóbaks- pontu sína og fær sér duglega í nefið. — Hvað áttu mörg málverk? — Eg hef aldrei talið það saman. Eg ætlaði nú að fara til þess, gera skrá yfir þetta. Ætli það séu ekki ein 40 málverk og teikningar. Annars hef ég ekki hugmynd um það. Það kom hér maður um daginn og vildi endi lega tryggja þetta, hann vildi tryggja það fyrir 200 þúsund. En ég hafði ekki efni á að borga iðgjaldið. Það var að segja maður við mig í morgun: Hvemig hefurðu eignazt öll þessi málverk? Eg svaraði því til, að ég hefði lifað á svo skemmtilegu tímabili. Eg hef aldrei keypt mynd. Eg er alltaf peningalaus. Eg hef fengið þetta í vinnulaun hjá málurunum, fæ að velja úr hjá þeim við og við. Peningarn- ir fara allir í efnivið, mat og fatnað og ég passa mig alltaf að eiga neftóbak. Og svo kaup- ir maður töluvert af sénever. En mynd hef ég aldrei keypt, ég hef þó hjálpað stöku manni. þegar mikið lá við. Bróðir Ásmundar — Þú heldur þér við yngri kynslóðina. — Já, ég hef aldrei kynnzt gömlu meisturunum, Ásgrími, Jóni og Þórarni gamla. Og Kjarval þekki ég ekki. Eg er allur í abstraksjóninni. Já, ab- straksjónin. Hallsteinn Sveinsson þykir einn traustastur meðal ramma- gerðarmanna hér í bæ, enda á man eftir hlóðaeldhúsinu, man þó ekki eftir reykjarbragði af matnum. Svo kom eldavélin, það þótti mikill viðburður. Það var meiri furðugripurinn, elda- vélin, í okkar augum. — Voru ekki fleiri en Ás- mundur listfeng af systkinun- um? af því, hvað hann var feiminn. En þarna á Kolstöðum var ann ars oft margt fólk, við fórum seint á fætur en vorum oft aö dunda lengi fram eftir á kvöld- in, þetta var lítið kot. Þegar ég var rúmlega tvítug- ur, fluttum við suður að Eski- holti á Mýrum. Mamma var ætt uð úr Borgarfirðinum. Það var árið 1925. Eg var heima enn í tíu ár, var fyrst vinnumaður hjá bræðrum mínum. Svo fóru karlarnir að taka mig og láta mig byggja hús. Svo var það árið 1940, þá fékk ég magasár, var hálfdauður maður. Þoldi enga erfiðisvinnu og fór þá að dunda við þessa innrömmun og flutti suður. Leggjasf á sansinn — Fyrsti málarinn, sem ég kynntist var Snorri Arinbjarn- ar, þar sá ég heilmikið af ab- straktmyndum og varð mikið hrifinn. En fólkið skildi ekki abstraksjónina. „Þetta er ein- hver strákaumingi, hann er að mála eitthvað, en þó er hann enginn málari,“ var sagt. Þetta sagði nú fólkið um hann Snorra Arinbjamar. Annars sé ég alltaf eftir því að hafa farið úr sveitinni, held- ur Hallsteinn áfram, — ég vildi alltaf vera í sveit. Hér í Reykjavík er ég alltaf hálf átta villtur, ég veit að vísu hvar átt- irnar eru, en ég hef aldrei lif- að mig inn í þær. Eg geng bara eftir þessum götum. Eg passa ekki inn í þetta. Manni fannst nú erfitt að púla hvern dag úti við erfiðis- vinnu. En eftir heiisubrestinn fannst mér stórillt að liggja alltaf inni og gera ekki neitt. Það er nú eitt í þessu mannlífi. Annars er heilsan sæmileg nú orðið. Nema timburmenn- irnir leggjast á sansinn, ég kalla það það. — Þú skreppur þá kannske í sveitina öðru hverju? (Framhald á 12. síðu) „ÞaS er bezt að maSur fari að vinna eitthvað" sc-gir Hallstelnn og tekur til höndum, og Ijósmyndarinn smelllr af. (Ljósm. Tímlnn GE) l|ífílTTWN, srannudagur 29. aprfli 1962. nvi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.