Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 6
Það mun vera rétt, að nokkru fyrir þinglokin hafi einn elzti maðurinn í þingliði stjórnarflokkanna látið falla orð á þessa leið: — Eg er nú eiginlega ekki orðinn til neins, nema að sitja á þingi. í ummælum þessa aldna þingmanns kemur það vel í Ijós, að það er ekki mikið starf fyrir stjórnarþingmann að sitja á þingi. Til þess þarf ekki annað en að halda sig hæfilega nálægt þingsalnum og vera tilbúinn að greiða at- kvæði, þegar ríkisstjórninni þóknast að lá;ta fara fram atkvæðagreiðslur, en það mið ast við hentugleika ráðherr- anna. Öll mál, sem stjómin leggur fyrir þingið, eru und- irbúin og umsamin af henni áður en þau eru látin koma til meðferðar í þinginu. Stjórnarþingmenn fá þar engu að breyta, nema þá ein- hverjum minniháttar atrið- um. Tillögur andstæðinganna eru felldar, jafnt þær, sem eru sjálfsagðar og réttmætar og hinar, sem orka tvímælis. Valdalíti! stofnun Þegar litið er á þingstörfin frá þessari hlið einni, mun dómurinn um Alþingi því verða sá, að það sé orðið harla valdalítil stofnun. Méiri hlutinn er fyrirfram hand- járnaður og múlbundinn og því er það sannmæli, að vel má skipa hann mönnum, sem vegna hrumleika eru orðnir ófærir til annarra starfa. Rík isstjórnin er ekki aðeins bú- in að leggja framkvæmda- valdið alveg undir sig, heldur einnig löggjafarvaldið. Rétt er að láta það koma fram, að núv. ríkisstjórn ber ekki ein ábyrgð á þessu. Þetta hefur verið að gerast smátt og smátt á undanförnum ára- tugum. Sök núv. stjórnar er hins vegar sú, að hún hefur gengið lengra í þessum efn- um en nokkur fyrirrennari hennar hefur gert. Enginn þingmeirihluti hefur verið jafn þrælbundinn af ríkis- stjórninni og sá, sem nú sit- ur á Alþingi. Þegar að því kemur, að ís- lendingar setja sér nýja stjórnarskrá, hlýtur það að vera eitt af því, sem lögð verg ur megináherzla á, að endur- reisa vald Alþingis að nýju og gera löggjafarvaldið óháð ara framkvæmdavaldinu. Þar þarf að vera hæfileg aðgrein ing, því að ella vofir yfir sú hætta, að of mikið vald drag- ist á fáar hendur. Réttur minpihlwtans Þótt Alþingi sé valdalítil stofnun, ef litið er frá þeirri sjónarhæð, sem rætt er 'um hér á undan, er alrangt að telja það áhrifalaust með öllu. Áhrif þess felast nú fyrst og fremst í því, að stjórnar- andstaðan hefur þar aðstöðu til að koma fram gagnrýni á hendur stjórninni og halda uppi sókn fyrir umbótamál- um. Þannig skapar Alþingi minnihlutanum möguleika til áhrifa, sem hann hefði ekki ella. Fjölmörg dæmi má nefna því til sönnunar, aö Alþingi hefur þannig skapað minnihlutanum aðstöðu til að hafa óbeint meiri eða minni áhrif á stjórnarstefn- una. Af þessum ástæðum verð- ur Alþingi alltaf þýðingar- mikil stofnun, jafnvel þótt meirihlutinn þar sé handjám aður og múlbundinn. Alþingi tryggir þannig rétt og áhrif minnihlutans, en það, sem öðru fremur skilur milli lýð- öðru fremur skilur m'illi lýð- ræðis og einræðis, er einmitt það, að einræðið einskismet- ur og fótumtreður rétt þess, sem er í stjómarandstöðu. Alþingi er framar öllu öðru trygging þess, að stjórnarand staðan hafi möguleika til að njóta sín. Umbótamálum þok- að áleiðis Ef litið er yfir störf sein- asta þings, sést það glögglega, að á ýmsum sviðum hefur sókn stjórnarandstöðunnar borið talsverðan árangur. Að eins nokkur dæmi skulu nefnd: Ríkisstjórnin setti á síðastl. sumri bráðabirgðalög um lausaskuldir bænda. Efni þeirra var að útvega bænd- um skuldabréf, sem þeir gætii notað til greiðslu á lausa- skuldum, en þetta kom hins vegar að litlu gagní. þar sere sala bréfanna var ekki tryggð. Framsóknarmenn gagnrýndu þetta harðlega og varð það til þess, að stjórnin tryggði sölu bréfanna. Fyrir áramótin fluttu þeir Þórarinn Þórarinsson, Jón Skafta'Son og Halldór E. Sig- urðsson frv. um lántöku, sem notug yrði til að fullgera við- byggingarnar við Landspítal- ann, sem er mikið nauðsynja mál. Frumvarpið var sent landlækni til umsagnar, sem mælti með því. Þetta varð til þess, að í þinglokin flutti stjómin frumvarp um sama efni. Á þingi í fyrravetur flutti Þórarinn Þórarinsson frv. um aukna aðstoð við verka- mannabústaði og flutti það aftur I þingbyrjun nú, ásamt Jóni Skaftasyni og Ingvari Gíslasyni. Þetta varg til þess, að síðar á þinginu lagði stjórnin fram frv. um svipað efni. í byrjun þingsins fluttu Jón Skaftason og fleiri þingmenn Framsóknarflokksins frum- varp þess efnis að hækka íbúðalán Byggingars.jóðs úr FRÁ SETNINGU ALÞINGIS SÍÐASTL. HAUST 100 þús. kr í 200 þús. kr Þetta varð til þess að nokkru síðar flutti ríkisstjórnin frv. um að hækka íbúðalánin í 150 þús. kr. Þannig mætti nefna ýms fleiri mál, sem sýna það, hvernig ríkisstj órnin hefur ekki talið annað fært en að láta undan sókn stjórnarand- stæðinga fyrir ýmsum um- bótamálum, þótt hún í flest- um tilfellum hafi gengið of skammt. En betra er þó að fá nokkuð fram en ekki neitt. Yiðoámið gegn , viðreisninni” Ótalið er enn hið veiga- mesta, sem Framsóknarflokk urinn hefur komið fram sem stjórnarandstöðuflokkur, en óumdeilanlegt er, að barátta hans hefur knúið stjórnina til að fylgja ekki fram „við- reisnarstefnunni“, eins og hún var mörkuð í upphafi. Vegna hinnar hörðu bar- áttu Framsóknarflokksins gegn vaxljaokri „viðreisnar- stefnunnar", neyddist stjórn- in til þess strax í árslok 1960 að lækka vextina aftur sem svaraði helmingi vaxtahækk- unarinnar, sem var ákveðin fyrr á árinu. Þetta hefur dreg ig mjög úr samdráttaráhrif- um „viðreisnarstefnunnar“. Þá hefur barátta Framsókn arflokksins gegn því að dreg ið yrði úr framlögum til verk legra Jramkvæmda, tvímæla- laust borið þann árangur, að niðurskurður þeirra hefur orð ið miklu minni en ætlað var samkvæmt „viðreisnarstefn- unni“ upphaflega. Þetta hef ur einnig dregig verulega úr samdráttaráhrifum hennar. Þetta þrennt, ásamt batn- andi aflabrögðum, hefur át.t meginþátt í því að koma í veg fyrir þann stórfellda sam drátt og atvinnuleysi, sem hæglega hefði getað skapazt, ef „viðreisnarstefnunni" hefði verið fylgt, eins og hún var ráðgerð í upphafi. Gengisíækkunin afhiúpuð Ef litið er yfir störf nýlok- ins Alþingis, verður það ótví rætt athyglisverðast, að þar var svo greinilega sýnt fram á, að gengislækkunin í fyrra var með öllu óþörf, að ráð- herrarnir höfðu alveg gefizt upp við að réttlæta hana, þeg ar þinginu lauk. Þetta kom berlegast fram í eldhúsum- ræðunum. Andstæðingarnir sýndu fram á meg óhrekjan- legum rökum, að þær ástæð- ur, sem ríkisstjórnin og Seðla bankinn færðu fyrir gengis- lækkunni, væru með öllu hrundar til grunna á þann veg, að reynslan sjálf hefði af sannað þær. Hún hefði eink- um verið rökstudd með spá- dómum um léleg aflabrögð, sem engan stað hafi hlotið í veruleikanum. Atvinnuvegirn ir hefðu hæglega getað risið undir þeirri hóflegu kaup- hækkun, sem samið var um í fyrra, og hefði þeim grund- velli ekki verið hróflað, myndi nú ríkja hér jafnvægi í efnahagsmálum, góður vinnufriður og þjóðin getað horft vongóðum augum fram á við. Öllu þessu hefur gengis- lækkunin kollvarpað. Dýrtíð- in hefur magnazt stórlega að nýju. Fleiri og fleiri stéttir knýja fram kauphækkanir til þess að mæta kjaraskerð ingunni af völdum gengisfalls ins. Alger upplausn ríkir nú í launamálum, og rikisstjórn in hrekst þar eins og strá 1 i vindi. Einn daginn lofar hún, að hinir lægstlaunuðu skuli fá kjarabætur, en hin:i daginn stimpla blöð hennar það ábyrgðarleysi, ef minnt er á þetta loforð hennar. Yantrúin á framtak ^inna mörgu Sú stjóm, sem hefur skap að slíkan glundroða og geng islækkunin i fyrra hefur vald ið, er sannarlega ekki fær um ag stjórna. Því meiri ástæða er til þess að hnekkja stjórnarstefn unni, að þessi heimskulegi verknaður, gengisfellingin I fyrra, var ekki aðeins gerð af fávísi og hefndarhug, heldur einnig af þeim ásetningí að breyta alveg eigna- og tekju skiptingunni í landinu, þ. e. að endurreisa hér hjóðfélag „hinna gömlu og góðu daga“, þegar fáir voru ríkir og allur fjöldinn fátækur. Til þess að ná því marki eru gengisfell ingar bezta leiðin, því að þær gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. f öllum vest rænum löndum er nú keppzt við, nema á íslandi, að halda gengi gjaldmiðilsins sem stöð ugustu, og forðast genglsfell ingar eftir fremsta megni. í þessum löndum er líka vfir- leitt stefnt að því að bæta efnahag almennings. nema hér á íslandi, þar sem haldið er í þveröfuga átt. Það er trú stjórnarinn- ar, að þjóðfélaginu muni farn ast bezt undir handleiðslu fárra auðmanna og auðfé- laga. Stjórnin hefur ekki trú á framtaki hinna mörgu. — Þess vegna þrengir hún hag þeirra með gengisfellingum og dregur úr hver.s konar stuðningi við framtak hins ó- breytta borgara. Þessi stefna er ekki aðeins röng, heldnr þjóðhættuleg. Sökum fá- mennis þjóðarinnar, veltur hvergi meira á því en hér. að valinn maður sé í hverj.u rúmi. Þess vegna ber að styrkja sem mest sjálfsbjarg arviðleitni og framtak hlnna mörgu. Þess vegna þarf að hnekkja þeirri stjórnarstefnu sem nú er fylgt. og koma þannig í veg fyrir að kiara bætur hinna mörgu verði eyðilagðar með endurteknum gengisfeHingum. ‘ I t ' V s t, < t t t l . » • t N I I I II j j j»’ '.',11 I \ 6 T I M I N N, sunmidagur 29. apríl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.