Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 12
8$ ára (•' '7im 'iald ef 8 sí5u Viðbrigðin eru feikn ólík að koma úr þeim víðageim og inn í þrönga dalskoru. Þetta fékk Björn að reyna. Sárar kvalir leið hann í fyrstu og óyndi og sennilega mun mjóu hafa munað að hann sigraði í þeirri hörðu glímu. En lof sé hamingjunni að við töpuðum ekki þeim ágæta félaga. Björn Daníelsson. var okkar liæstur á líkamsvöxt, næstum þriggja álna maður á góðu alda- mótamáli sagt, sem íslenzk æska skilur ekki nú. Hann bar sig vel, var beinn og samsvaraði sér vel á allan vöxt, gekk djarft og frjáls- mannlega fram venjulega með veifandi handleggi og raulaði fyr- ir munni sér eins og glaður Svíi. Horfði oft fast í augu þeirra, er hann ræddi við eða hlustaði á og sagði hispurslaust sitt álit á hverju máli gegnum heiðskíra einlægni, sem blikaði út.úr svip hans og huga. Það er hugljúft nú í ellinni að minnast þess, hve trúmennska og samvizkusemi voru Birni sam- gróin á okkar samverustundum. Ég segi það ekki af neinu mein- ingarlausu skjalli, heldur af náinni kynningu. Björn var farsæll náms- maður og mér virtist hann jafnvíg ur, hvort heldur hann glímdi við verklega eða bóklega námið, öllu var sjálfsagt að gera sömu skil. Þar kom fram trúmennskan og sam vizkusemin. Vera má þó, að íslenzk- an hafi verið honum einna hug- þekkust Um ajdamótin var móður- málið víða um land talsvert dönsku blandið og ekki sízt þar vestra. Minn maður hafði sterka löngun að þrífa til og gera endurbætur. Þess vegna létu alls konar mállýzk ur, sem stundum létu til sín heyra, afar illa í eyrum hans. í félagsmál- um okkar innan skólans var hann venjulega fremstur, sjálfkjörinn forsöngvari, var mjög söngvinn. Ég minnist söngsins með ánægju. Hann var formaður bindindisfél. tóbaks og áfengis með sönnum áhuga. Hann var ritstjóri Mána, sem út kom á veturna til æfinga fyrir skólapilta. Hann var lífið og , sálin í að æfa íslenzku glimuna og aðrar íþróttir. Þannig hvíldi á hon um sem forystumanni mikið af okkar hugðarefnum og það var eins og þegjandi samþykkt okkar skólabræðra hans að bezt væru málin komin í hans fórum. Og því segjum við eins og Kári forðum: „Lítt dró enn, undan vid þik, ok ert þú vor fræknastur". Hann skrifaði sérstaklega góða og læsilega rithönd. Björn útskrifaðist úr Ólafsdals- skóla vorið 1905 með 1 einkunn (fast við ágætiseinkunn). Að því i loknu lagði hann land undir fót og nam ekki staðar fyrr en austur á Fáskrúðsfirði. Fáskrúðsfirðing- um leizt vel á manninn og töldu hann til margs nothæfan. Aðallega vann hann þar að jarðabótum og barnakennslu. Kennarastörf hefur hann stundað þar í 34 ár. í stjórn Kf. Fáskrúðsfirðinga frá stofnun 1933—1949, formaður búnaðarfél. Fáskrúðsfirðinga um mörg ár. Sóknarnefndarmaður um langt skeið. Hreppsnefndarmaður Búða hrepps 1913-1918, Keldunesh. 1919 —1930. Svona mætti lengi telja, sem sýnii], að Björn hefur haft margt með höndum, sem mér hefur ekkert komið á óvart. Björn er kvæntur Guðnýju Elísa betu Einarsdóttur Jónssonar skó- smiðs á Búðum og konu hans Emilíu Friðriksdóttur. Börn þeirra á lífi: Baldur, verzlunarmaður, Búð um, Fáskr. og Hrefna,, Akranesi. Að lokum: Á 80 ára afmælinu sendi ég vini mínum Birni Daníelssyni og fjöl- skyldu hans mínar innilegustu árn aðarkveðjur — óska að ævikvöld öldungsins megi verða bjart og hlýtt. Emil Tómasson. I „Symar manneskjur skilja abstraksjóna Ljábrýnsluvélar Vinsælu, þýzku ljábrýnsluvélarnar væntanlegar á næstunni. Verð kr. 1270.00 ^ARNI CESTSSON Vatnsstíg 3 Sími 17930 Jörðin Klungurbrekka á Skógarströnd á Snæfellsnesi er til sölu. Á jörð- inni eru m.a. nýlega byggð vönduð fjárhús fyrir 280 til 300 fjár ásamt 900 hesta heyhlöðu. Önnur hús á jörðinni eru gömul. Heyskapur allur tekinn á véltæku túni. Meðal hlunninda jarðarinnar er silungsveiði. Allar upplýsingar um jörðina, verð hennar og greiðsluskilmála veitir HÚSA- og SKIPASALAN, Laugavegi 18, III. hæð. Símar: 18429 og 18783 Jón Skaftason, hrl. Jón Grétar Sigurðsson, lögfr. Forstöðukonli, matráðskonu og kennara vantar að sumardvalarheimili Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands á Laugarási. Upplýsingar gefnar á skrifstofu R.K.Í., Thorvald- sensstræti 6, sími 14658. Stjórnin. Ung kona með tvö börn, óskar eftir ráðskonustöðu á góðu sveitaheimili í fjóra mánuði. Er vön sveitastörfum. Tilboð er greini fjölskyldustærð og launakjör .send- ist afgr. Tímans fyrir 9. maí, merkt: „1. júní— 1. okt.“ Framnaid a.t 9 siðu • — Oft á sumrin fer ég að Eskiholti, þar býr bróðir minn enn, svarar Hallsteinn, — þar kann ég vel við mig r.okkra daga, en svo .k'emur óyndi i mann. Það er engin rótfesta lengur. — En þó ég sé svona mikið fyrir sveitina, þá hafa mér alla tíð leiðst skepnur al- veg óskaplega, pu, þessi dýr. Nei, þá finnst mér manneskj- urnar eitthvað skárri en dýr- in. Sumar manneskjur skilja þó abstraksjón. Eg er ekki frá því, að sumir gömlu mennirnir hafi verið fyrir abstraksjón, þó þeir vissu ekki af því. Það trúir mér enginn Hallsteinn tekur nú aftur í nefið, hressilega. — Annars er ég ekki óánægð ur með neitt, segir hann, — en ég hef tekið eftir minni skap- gerð, hún er dálítið hættuleg. Það stafar af feimni í mér. Eg hef þannig framkomu og tals- máta, að það tekur mig enginn alvarlega. Það trúir enginn neinu, sem ég segi. Það heldur þetta sé eintómt grín. Enda á ég ósköp erfitt með að umgang ast fóllc, vil helzt vera einn einhvers staðar. Ef einhve. kemur í heim- sókn, þá vil ég helzt losna við þá og reka þá út. Eg held þó mikið upp á Hafstein og Sig- urð, ég hef ’íka gaman af Svav ari- Svo eru það bara litlu krakkarnir. En svo, þegar þau stækka, þá hætta þau að koma og fara á böllin í staðinn. Það er nú svo í mannlífinu. Foxvondur út í allt — Hvað má nú bjóða ykkur, kaffi eða sénever? Eg er alveg ógurlegur grútur, segir Hall- steinn svo. — Það kemur stundum yfir mig, að ég verð alveg foxvondur og illur. Það var verra, þegar ég var y". i. Eg verð bara foxvondur út í allt. En ég vinn það bara af mér, læt það ekki bitna á nein- um. Eg er yfirleitt vel kynnt- ur og yel liðinn með fólki, held ég. Enda yfirleitt skapgóður. Mér finnst, að þetta mannfólk og heimurinn temji mann nið- ur, heimurinn rífur mann í sig. Það er sosum ágætt. Og mér heyrist á mönnum, sem koma frá útlöndum, að við eigum hér bezta fólkið á íslandi. Sjálfur hef ég aldrei farið út fyrir land steinana og lítið ferðast um landið sjálft. En yfirleitt er ég ekki fyrir fólk. Kvenfólk og trúmál — Ekki einu sinni kvenfólk? Nú glottir Hallsteinn. — Þær koma hér auðvitað, svona nokki-ar, svarar hann, — og það eru stundum kallar að segja við mig: „Hallsteinn, af hvjarju ertu ekki með einhverj um almennilegum konum?“ Og þá svara ég: „Þeir halda nú fram hjá, sýnist mér, þó ð þeir séu giftir almennilegum konum“. Annars hef ég alltaf verið svoleiðis, að ef ég hef orðið skotinn í kvenmanni, þá hef ég forðazt hann. Það er nú svo í mínu mannlífi. — Annars e: þetta ekkert líf, ég hef til dæm is aldrei verið settur í kjallar- ánn. í mesta lagi hef ég stund ’im rifizt við konur. Það er nú ein hér fyrir sunn- an, ég fer stundum á kvöldir að rífast við hana Hún situr við og les í Biblíunni, hún er frelsuð. Eg var trúaður ungl- ingur, trúði þessu öllu. En nú trúi ég ekki. Það er stundum erfitt að vera trúlaus, en mér finnst mannlífið ekkert hafa með þetta að gera. Þetta trúaða fólk, það gerir lífinu svo vont, það styður allt íhaldið. Skildi ekkert í abstraksjón Og þessi kona„ sem ég er stundum að þvæla við, hún á sjö ára dóttur. Og blessað barn- ið situr og slautar í Biblíunni. Eg spurði konuna, hvort ekki væri erfitt fyrir barnið, að lesa þetta smáa letur. Nei, hún á að fara beint í Biblíuna. Og þessi kona hélt að auglýsingar væru frá andskotanum. Eins og auglýsingamáttur sé ekki nauð synlegur. Hvernig vissi hún um barnaskólann, ef hann væri ekki auglýstur, eða messur? Eg sagði nú þessari konu, að Guð hefði áreiðanlega ætlazt til þess að maður skildi eitthvað annað en Biblíuna. En þessi kona, hún skildi t.d. ekkert í abstraksjón. Náttúrulaus málverk Nei, þetta trúaða fólk, það er alltaf að rífast, allir þykjast hafa rétt fyrir sér. Og það stendur í móli baráttunni um betra líf. Og kvenfólk finnst mér, á að vera kvenfólk. Sumt kvenfólk leggur mann alveg flatan. Já, það er skrítið afl í mannlífinu þetta magn. Þegar Hallsteinn hefur feng- ið sér duglega í nefið, spyrj- um við hann um málaralistina. — Eg hef nú meira gaman af höggmyndum en málverkum. svarar hann, — en ég hef gam- an af að skoða litameðferðina hjá málurunum. En ég hef ekki náð í neina þekkingu og vil ekki gera það. Finnst það ekki í mínum verkahring að spekú- lera hvernig meistararnir vinna. En ég hef stundum verið að tala við listamennina um, að mér leiðist að sjá náttúrulaus málverk. Þá heldur fólk að ég sé að meina klámið, en ég meina allt annað. Eg kalla það náttúrulausa mynd, ef hún er ekki gerð af baráttu, baráttu og áhuga, jafnvel þótt mynd sé fal leg og sæt og gerð eftir kúnst- arinnar reglum, þá er hún nátt úrulaus, ef það vantar í hana | haráttuna. Bóndi og bóhem — Annars græðirðu ekkert á því að hlaupa með það í blöð- in, sem ég segi. Þetta er ósköp tómt líf að vera einhleypur alla ævi. En ég sé ekkert eftir því, þótt ég hafi ekki farið að búa til böm handa mannlífinu. Þú ættir heldur að fara og tala við hann bróður minn, sem býr í Eskiholti, hann hefur þó gert eitthvað fyrir þjóðfélagið. Þeir eru miklu merkilegri, kallarnir, sem eiga þessar digru kellingar og sæg af börnum. Síðan kveðjum við Hallstein Sveinsson úti fyrir húsdyrum daladrenginn, sem aldrei hefur lifað sig inn í áttirnar í Reykja vík, en skilur þó abstraksjón ina betur en flestir borgarbú- ar, passar sig með að eiga allt- ar neftóbak, og forðast þann kvenmann, sem hann verður skotinn í Hann er undarlegt sambland af íslenzkum sveita- bðnda og frakkneskum gang- sléttarbóhem. Jökull. Áburðarverðið (Framhalo ó 2 síðn’ burðarverksmiðjuna". Er það dá- lítið einkennilegt að lesa þetta. Það mætti líta svo á eftir því, að verksmiðjan sjálf hefði áburðar- verzluna. En þó er það svo að henni hefur aðeins verið falinn rekstur Áburðarsölu ríkisins. Sam kvæmt því er það alveg vafalaust að áburðarverzlunfn á að vera rek in af Áburðarsölu ríkisins, en ekki verksmiðjunni, en framkv.- stjórn áburðarsölunnar er hins vegar í höndum verksmiðjustjórn I arinnar. Hagnaður cða tap á á- burðarverzluninni hlýtur því aö tilheyra Áburðarsölu ríkisins einni. Landbúnaðarráðherra tókst ekki þrátt fyrir mikinn vilja, að fá AI- þingi til að leggja Áburðarsölu ríls insins að velli, og hlýtur hún því að hafa sérstakt reikningshald og fjárreiður óviðkomandi Áburðar- verksmiðjunni. Eg mun í annarri grein innari skamms, ræða nokkru nánar um áburðarverðið. Jón Ivarsson. 12 T I M I N N, sunnudagur 29. apríl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.