Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.04.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKUSiNN FramJivæmdastióri: Tómaí- Arnason RiUt.iórar porarmn Þórarinsson 'ábi Andrés Knst.iánsson. Jón Helgason oa indriði G Þorsteinsson Kullfcrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs ingast.ióri- Egill Bjarnason Ritstiórnarskrifstofui í Edduhúsinu afgreiðsla auglýsingar og aðrar skriistotut i Bankastræti 7 Símar: 18300— 18305 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðslusimi 12323 Áskrifta.rgj kr 55 á mán innanl 1 lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.t, -_'______ Framsóknarflokkurimi og kosningarnar Sú var tíðin, að Framsóknarflokkurinn hafði sig lítt í frammi í kaupstöðum og kauptúnum. Alþýðuflokkurinn var stofnaður nær samtímis honum og hélzt lengi vel góð samvinna milli flokkanna á þeim grundvelli, að Alþýðu- flokkurinn sneri sér aðallega að málum bæjanna, en Framsóknarflokkurinn að málum sveitanna. Á þessum árum studdi Framsóknarflokkurinn yfirleitt öll þau mál, sem Alþyðuflokkurinn barðist fyrir í bæjunum og veitti verkalýðshreyfingunni óbeinan og beinan stuðning. Þannig studdi Framsóknarflokkurinn að setningu togara- vökulaganna, fyrstu almannatryggingalaganna og verka- mannabústaðalaganna, allt gegn harðri andstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Svo fór þó, að þetta samstarf flokkanna rofnaði og Alþýðuflokkurinn slitnaði meira og minna úr tengslum við fólkið í bæjunum og varð minnkandi flokkur þar. Framsóknarflokkurinn hóf því starf þar í vaxandi mæli og tók upp umbótamerkið, sem var fallið úr höndum Al- þýðufloksins. Framsóknarflokkurinn hefur síðan verið sí- vaxandi flokkur í bæjunum, einkum þó seinasta áratug- inn. Um skeið var reynt að halda fram þeirri firru með nokkrum árangri, að fólk í sveitum og bæjum gæti ekki unnið samán. Einkum var þetta gert í málgögnum þess flokks, sem kennir sig þó við „allar stéttir“. Að sjálfsögðu er þetta hreinn misskilningur. Bændur, verkafólk og milli- stéttir eiga um flest gagnkvæmra hagsmuna að gæta. Að- alfylgi erlendra umbótaflokka byggist einmitt á sameigin- legum stuðningi þessara stétta, t.d. demokrata í Banda- rikjunum og Alþýðuflokksins 1 Noregi. Umbótastefna Framsóknarflokksins, sem miðar að því að styrkja efnalegt sjálfstæði og framtak hinna mörgu ein- staklinga, er jafnt í þágu fólks í bæjum og sveitum. ís- lenzkt þjóðfélag þarfnast líka stéttasamvinnu öðrum þjóð- um fremur, sökum fólksfæðar, og því þurfa stéttirnar til lands og sjávar að fylkja sér saman í einn flokk, sem berst jafnt gegn öfgum einkaauðvalds og kommúnisma. Þessi flokkur er Framsóknarflokkurinh öllum öðrum flokkum frerpur. Þetta sjá nú fleiri og fleiri og því ganga Fram- sóknrmenn sigurvissir til kosninganna 27. maí næstk. Sparnaður, sem segir sex Undanfarið hafa stjórnarflokkarnir stært sig af því, að þeir hafi lagt niður Innflutningsskrifstofuna, þar sem unnu um 30 manns, og fært þau störf sem hún annaðist, yfir til bankanna, þar sem ríki hinn mesti sparnaðarandi, enda hafi nú kostnaðurinn við Innflutningsskrifstofuna sparazt að mestu. í reynd hefur þetta þó orðið þannig, að starfslið gjald- eyrisbankanna (Seðlabankans, Landsbankans og Útvegs- bankans) hefur fjölgað um 100 manns síðan Innflutnings- ski’ifstofan var lögð niður. Þessi starfsmannafjölgun staf- ar að vísu ekki öll af því, að þeir hafi tekið við störfum Innflutn.skrifstofunnar, heldur einnig af ýmissi annarri útfærslu, sem orðið hefur á störfum þeirra vegna hins nýja efnahagskerfis, er núv. stjórn hefur tekið upp. Það er þannig staðreynd, að hið nýja efnahagskerfi hefur aukið starfslið gjaldeyrisbankanna um 100 manns, eða um þrefalda þá fækkun, sem fékkst við það að leggja Innflutningsskrifstofuna niður! tote :h nmmaits ytja stöivar til V.-Berlínar Willy Brandt teiur slíkt vænlegt til a@ treysta stöðu borgarinnar WILLY BRANDT, borgarstjóri, er fyrsti framámaður Þjóð- verja, sem mælir með flutn- ingi aðseturs Sameinuðu þjóð- anna til Vestur-Berlínar. Uppá stunga hans hér í blaðinu hefur örvað þá fulltrúa, hvaðanæva að, sem ég hef talað við um málið. Þeir játa, að hugmyndin sé skynsamleg og gæti flýtt fyrir því, að blár og hvítur fáni Sam einuðu þjóðanna blakti yfir miðdepli hins klofna Þýzka- lands. En hún gæti áunnið meira. Hún kynni að gera enda á sextán ára gömlum vandræð- um Austurs og Vesturs út af umsátrinu um Berlín. Yfirstjórn einhverrar grein- ar af starfsemi Sameinuðu þjóð anna væri tákn um nærveru 104 meðlimaríkja, 101 fleira en hernámsríkin eru nú (Bandarík in, Bretland og Frakkland). Það kynni að vera meira en Rússar kærðu sig um að' fást við. Nærvcra svo margra rikja yrði ekki aðeins til þess, að fjarlægja hættuna á þeirri valdatöku Rússa, sem við öll óttumst. Sérfræðingar Samein- uðu þjóðanna telja, að hún drægi til muna úr ýfingum Rússa í lofti yfir aðflutnings- leiðinni til Berlínar. EIN alvarleg hindrun er þó í vegi fyrir staðsetningu skrif- stofu Sameinuðu þjóðanna í Berlín, — þ.e. Sovétríkin. Sam- einuðu þjóðirnar gætu varla setzt að í Vestur-Berlín, ef Sov étríkin stæðu gegn því. Það yki aðeins á kalda stríðið og kæmi í veg fyrir að sá megin- tilgangur næðist, sem fyrir Willy Brandt vakir. Fyrir skömmu síðan orðaði Krustjoff sjálfur þá hugmynd, að allar aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna flyttu til Berlínar. Á þetta setti hann þó mjög frá- hrindandi verðmiða, þ.e., að hersveitir Bandarikjanna, Bret lands og Frakklands hyrfu á brott úr borginni. Þar með væri fjarlægt það eina afl, sem hefur gert frjálsri Berlín fært að haldast við í miðju hafi kommúnismans, 110 mílum inn an við járntjaldið. Þetta þýddi, að Vestur-Berlín og öll aðal- stjórn Sameinuðu þjóðanna væru ofurseldar miskunn Sov- étríkjanna, og Vestunældin þrjú, sem hlut eiga að máli, litu ekki við slíku áformi. Krustjoff ‘hefur samt sem áður opnað leið til samkomu- lagsumleitana. Hann hefur einn ig nýlega nefnt þann mögu- leika, að flytja hluta af starf- semi Sameinuðu þjóðanna, með því skOyrði, sem samkomu lag yrði um. Það gerði hann á einkafundi með tveimur full- trúum frá vinstri armi brezka Verkamannaflokksins. Þetta kæmi heim við uppástungu Willy Brandts borgarstjóra. EG HEF spurt valdamenn í stöðvum Sameinuðu þjóðanna, hvaða greinar starfseminnar kæmi til greina að flytja til Vestur-Berlínar. Þeir komu með þessar uppástungur: 1. Flytja allar aðalstcðvar Þinghús og skrifstofubygging S.Þ. í New York, þar sem aöal- stöSvar samtakanna eru nú. samtakanna í Evrópu, .sem nú eru til húsa í hinum gömlu stöðvum Þjóðabandalagsins í Genf. Þar starfa ýmsar alþjóð- legar stofnanir, sem fást við margvísleg efni, svo sem fjár- hagsleg vandamái hinnar klofnu Evrópu, ópíumeftirlit og flóttamannahjálp. Fjárhagsáætl un starfseminnar nemur um 10 milljónum dollara á ári og starfsmenn eru 774. 2. Flytja eina eða fleiri sér- stofnanir samtakanna, sem að- setur hafa í Genf og öðrum borgum. Hér kæmu til greina stofnanir, sem fást t.d. við al- þjóðasamvinnu um kjarnorku- mál, póstþjónustu og ákvarðan- ir um notkun bylgjulengda við útvarp. Þriðja uppástungan er senni- legust. Þar er gert ráð fyrir, að flytja hluta af aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf, fremur en þær allar. f þessu væri fólgin minni áhætta, en aflaði þó sömu reynslu á því, að hve miklu leyti mætti treysta ábyrgð kommúnista, og gæti undirbúið flutning allrar starfseminnar smátt og smátt. Háttsettur starfsmaður Sam- einuðu þjóðanna sagði mér, að Efnahagsnefnd Evrópu væri lík legust til flutnings. Hún er einn mikilvægasti þátturinn í starfseminni í Genf og ein þeirra fáu alþjóðastofnana, þar sem finna má fulltrúa Austurs og Vesturs í sama herberginu. ÁÐUR en af flutningi gæti orð- ið, yrðu Sameinuðu þjóðirnar að ganga frá samningi um vinnuhelgi starfsmanna, frjáls- an aðgang, samgöngur og flutn inga. En við hvern eiga Sam- einuðu þjóðirnar að semja um Vestur-Berlín? Stjórnir þríveld anna og stjórn Willy Brandts semdu auðvifað um réttindi starfsmanna Sameinuðu þjóð- anna í Berlín. En þessar stjórn- ir gætu ekki tryggt aðgang að Vestur-Berlín. Sérstakan samning þyrfti að gera við Rússland eða Austur- Þýzkaland, eða bæði. Rússland gæti tryggt aðgang, því að her sveitir þess eru í Austur-Þýzka- landi. En Sovétstjórnin mundi vilja láta Austur-Þýzkaland und irrita samninga, svo að brúðu- stjórn þess gæti áunnið sér við- Telefunken-bygglngin i Vestur- Berlín — eln hinna mörgu ný. tízkulegu stórbygginga, sem hafa risiS þar upp eftir stríSIS. SAMNINGUR Sameinuðu þjóð'- annað við Austur-Þýzkaland, staðfestur af Sovétríkjunum, hlyti — hvernig, sem að vaéri farið — að þýða að Rússar tryggðu Vestur-Berlín meira ör yggi en ella í skiptum fyrir nokkra viðurkenningu Austur- Þýzkalandi til handa. Sú nærvera Sameinuðu þjóð- anna í Vestur-Berlín, sem Willy Brandt hvetur svo eindregið til, felur í sér mikla möguleika. Vesturveldin og Rússar geta ekki ráðið til lykta vandann uin Vestur-Berlín, en Sameinuðu þjóðirnar kynnu að geta gert það fyrir þau. Ef þeim auönnð- ist það, færi að hlána í kalda stríðinu. (Þýtt úr The Week Mage.zico, sunnudagsbiaði New York Herald Tribune). urkenningu sem lögmæt stjárn. Við og bandamenn okkar — sér í lagi Vestur-Þjóðverjar — neitum að semja við Austur- Þjóðverja, einmitt af sömu á- stæðu og Sovétstjórnin vill láta semja við þá. STARFSMENN Sameinuðu þjóðanna, sem ég ræddi við um þetta atriði, sögðu það hugsan- lega lausn, að láta Sameinuðu þjóðirnar undirrita samn ng- ana við Austur-Þjóðverja í stað Vesturveldanna. Einn mjög hátt settur starfsmaður gerði ráð fyrir, að Bandaríkin og flestir bandamenn þeirra gengju að þessu. Vestur-Þjóðverjar æptu auð- vitað hástöfum, en fulllrúar Sameinuðu þjóðanna hafa hvað eftir annað minnt mig á, nð þeir hafi sjálfir gert verdunar- póst- og samgöngusamninga við Austur-Þýzkaland. Þeir gætu því varla orðið mjög ákveðnir í andstöðunni gegn því, að Sam einuðu þjóðirnar gerðu það sama og þeir hafa sjálfir gert Lögfræðilegir „læknar'* I stöðvum Sameinuðu þjóðanna bentu á, að „pilluna", sem Vest ur-Þjóðverjum væri ætlað að gleypa, mætti „hylja“ með því, að semja við Austur-Þýzkaland sem „verandi" ríki, én ekki „lögmætt“ ríki. Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar viðhaft svipaðar aðferðir í vopnahlés- samningum við kommúnistank ið Norður-Kóreu. ■oas T í M I N N, sunnudagur 29. apríl 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.