Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 5
áætlað, að hún komi út á næsta ári. Alþýðusambandinu var auðvitað fullljóst, þegar það tók við þessari gjöf, að henni fylgdi mikil ábyrgð, — sú ábyrgð, að hugmynd gefand- ans kæmist í framkvæmd. Það var því þegar farið að safna áskrifend- -um að þessari bók eftir áramótin og hafa verkalýðsfélögin um allt land starfað að söfnuninni og orðið vel ágengt. Hugmyndin er, að áskrifendur geti greitt bókina með afborgunum og verði hún þannig seld fyrirfram. Er vonazt til, að byggingarsjóð'urinn verði orðinn það mikill innan tveggja ára, að gerlegt verði að hefja byggingar- framkvæmdir. Það er auðvitað von okkar, að listunnendur og allir þeir, sem hafa áhuga á framgangi þessara mála, gerist áskrifendur að þess- ari bók og leggi þannig fram sinn skerf til byggingar listasafnsins, sem verður að öllum líkindum fyrsta listasafnið í Eyrópu, sem er í eigu verkalýðsfélaga; — Er búið að ákveða safninu 'stað? — Nei, ekki enn þá. En það er í athugun, hvar heppilegast myndi að hafa það, og umsókn hefur ver- ið lögð fyrir borgarstjórn. Safnið verð'ur að vera staðsett í strætis- vagnaleið, en þó ekki þar sem um- ferg er mikil og það, sem af henni hlýzt: Hávaði og vélastybba. Það verður að vera í fögru og kyrrlátu umhverfi, þar sem tært loft og gróður ræður ríkjum, svo að fólk geti notið náttúrunnar um leið og það nýtur listarinnar og þeirra menningarverðmæta, sem þessi væntanlega stofnun á að geta boð- ið upp á. Þessi stofnun yrði ekki Fyrsta alþýðulistasafn Ewrópu Enn einu sinni er 1. maí runninn upp með öllum sínum kröfuspjöldum, ræðuhöldum, fólksmergð og hornablæstri. Vinnandi fólk gerir upp reikn ingana við liðið ár og horfir fram til nýrra tíma með brostn ar vonir, nýjar og ófæddar. — En hvað sem líður sviknum loforðum og allri kjarabaráttu, þá hefur alþýðu íslands hlotn azt ein gjöf án allrar baráttu af hennar hálfu, sem vert er að hafa í heiðri á þessum degi: Gjöf Ragnars Jónssonar, — Listasafn Alþýðusambands ís- lands. Fréttamaður blaðsins fann for- stöðumann listasafnsins, Arnór Hannibalsson, að máli á dögunum í skrifstofu og geymslu safnsins að Laugavegi 18. — Hann sat við skrifborð sitt með útsýn yfir mið- bæinn og blá sundin á aðra hönd, en andspænis rekkverk mikið, þar sem málverk íslenzkra meist- ara standa hlið við hlið og bíða eftir þeim degi, þegar þau fá að snúa andlitinu að heiminum. — Hafa málverkin ekki góð á- hrif á þig? — Jú það- er ákaflega heilsu- samlegt að vera i návist þeirra, enda eru þau gerð fyrir mann- fólkið. — Hvernig eru framtíðarhorf- urnar viðvíkjandi safnbygging- unni? — Svo sem öllum er kunnugt var það hugmynd Ragnars, að Al- þýðusambandifl reisti byggingu og starfrækti í henni stofnun, þar sem þetta safn væri kjarninn. Hann tilkynnti jafnframt, að með málverkagjöfinni væiu gefin fimm þúsund eintök af mikilli og veg- legri listaverkabók, sem innihéldi yfirlit um sögu íslenzkrar mynd- listar og myndir af helztu verkum safnsins og ætti andvirði þeirrar bókar að renna til safnhússbygg- ingarínnar. Það er Björn Th. Björnsson, sem sér um útgáfu bók- arinnar. Hún verður hátt á fjórða hundrað síður — eða með öðrum orðum, stærsta listaverkabók, sem komið hefur út á íslenzku, og er ósvipuð Louisiana-safninu, sem er rétt utan við Kaupmannahöfn, þar sem fólk getur ríotið hvíldar frá önnum dagsins. Það safn sækja um 220—230.000 manns á ári, og er það sex sinnum meiii aðsókn en að ríkislistasafninu, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Jafnframt því, sem fólk mun geta skoðað listaverkin á safninu, verður lögð áherzla á ýmsar list- kynningar. Kaffistofa, bókasafn og lestrarsalur verða einnig í þessu Þannig bíSa listaverkin, hlið við hlið', þess, að fá að snúa andlltinu að helmlnum. sama húsi. — Þetta er í samræmi við viðhorf Ragnars til lista. Hann hefur alltaf lagt á það megin- áherzlu, að listin eigi ekki að vera byrgð undir mælikeri, heldur eigi hún að vera lifandi menningar- þáttur í lífi fólksins. Þetta viðhorf hans hefur meðal annars verið ráð- andi í Tónlistarfélaginu, enda hef- ur það unnið geysimikið starf í þágu lista og almennines. / — Er ætlunin að halda sýningar á málverkunum út um land í sum- ar? — Já,1 við höfum í hyggju að halda sýningar víða um landið, svipaðar þeirri, sem haldin var á Selfossi. Það er ætlun okkar að flytja þessi verðmæti, sem við höf- um yfir að ráða til fólksins. Sýn- ingin á Selfossi tókst mjög vel og hlaut mjög góðar undirtektir. |I sambandi við þá sýningu kom fram sú nýjung, að' fluttur var fyr- irlestur um íslenzka málaralist. Gerði það Björn Th. Björnsson, og jafnframt var sýnd snilldar vel Framhald a 15. síðu I dag verður loks opnað hið nýja verkamannahús við höfn ina, með ræðu borgarstjóra. Húsið stendur við Tryggvagötu vestan Loftsbryggju. rÆun hús- ið verða til sýnis almenningi kl. 6—9 e.h. á morgun. Bygging þessa húss hefur tek i'ð rúm þrjú ár, en það á sér miklu lengri forsögu. Árum saman báru fulltrúar minni- hlutans í bæjarstjórn fram til- lögur um að reist yrði nýtt verkamantiaskýli við höfnina. ¦Víeirihlutinn hundsaði þessar tillögur ár eftir ár. Þörfin var brýn og þessar tillögur fundu sterkan hljómgrunn meðal verkamanna og loks treysti í- haldið =;ér ekki til a'ð standa á móti þessum kröfum lengur oí, lét einn af fulltrúum sín-m. Einar Thoroddsen, skipstjóra sem nú heft. ve: ' látinn víkjr ?f .íanboðslistanii;:; >e"f> prair tillögu um verkamannahús. — Þannig er um 611 ftá '¦"¦am?.' hi" iSpta^-ins, tillö«urnar koma fyrst fram 'ijá minnihlut Tniir: og aðein ""p* ngri bar un. væra mei .i'iiutasvefni. ái... v,g síffcl'-.Tri hefur tekizt a?S f hinu nýja verkamanna- og fá íhaldið til að rum - f hin sj' nnahúsi er all stór veit- M!i::;i}i;:i;i:?:^i;y;'i!::!:i:::;:::!::i'::^;i!:^ I ingasala biðsalur fy tt verka- rúimtui. Einar Sveinsson arki- menn, sjóuiannastofa og gisti- tekt teiknaði húsið herbergi fyrir sjómenn met. 20 (Ljósnt. TÍMINN G.E.). TIMINN, þriðjudaginn 1. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.