Tíminn - 04.05.1962, Side 2

Tíminn - 04.05.1962, Side 2
LJOSGEISLI ER HENNAR SKUGGI Ljósgeislinn eltir hana um veru, sem leikur með líkama sviðið, þessa litlu, yndislegu sínum, . lætur hreyfingarn- ; 1 '' L ar tala, en segir aldrei orð með vörunum. Sorgin, gleðin, ástin býr í hreyfingum henn- ar. Hún hugsar með fótum og höndum. Einmanaleikinn býr í einni léttri höfuðhneig- ingu. Vonin hleypur með henni yfir sviðið — og Ijós- geislinn fylgir eftir, eins og skugginn fylgir eiganda sín- um. Hún fór í fyrstu kennslustund- ina í ballett, þegar hún var átta ára að aldri, og hún skrifaSi und- ir fyrsta samninginn, þegar hún var fimmtán ára. í dag er Dulce Anaya aðaldansmærin við Bavari an rikisóperuna í Munich. Dulce Anaya fæddist á Cuba og ólst upp í Havana. Faðir henn- ar var Þjóðverji. Átta ára gömul hóf hún nám við Sociedad Pro Arte Musical, þar sem George Milenoff var hennar fyrsti kenn- ari. Síðan lá leiðin til New York, þar sem hún stundaði m.a. nám með Anatole Oboukhov og Pierre Vladimiroff. Hún var enn aðeins nemandi í listinni, þegar hún DULCE ANAYA dansaði í fyrsta skipti sólódans. Það var í ballettinum „Petro- uchka“ eftir Stravinski. Hún þótti mjög efnileg. Þegar Dulce Anaya var aðeins fimmtán ára, fékk hún fyrsta at- vinnutilboðið, og kom það frá American Ballett Theatre. Hún tók tilboðinu. Síðar réðst hún til Ballet de Cuba, þar sem dönsuðu margir frægir dansarar, eins og t.d. Igor Youskevitsch, Alonso, Melissa Hayden og Nicholas Mag allanes. Þessi ballettflokkur ferð ' aðist um og sýndi víða í Mið- og Suður-Ameríku. Við þennan dans flokk varð hún sólódansmær og síðar aðaldansmær. Árið 1957 kom hún svo til Ev- rópu. Það var ballettflokkurinn við Wúrttemberg ríkisleikhúsið í Stuttgart, undir stjórn Nichol- as Beriozoff, sem varð svo lán- samur að fá hana í sinn hóp. Framhald á 15 síðu í nútíma ballettinum „La Buffonata" eftlr Wilhelm KHImayer, dansar Dulce Anaya sjö hlutverk. Dulce Anaya og Adolfo Andrade í „Giselle" ViÐAVANGUR Hver er kaupmátfur Saunanna? Kaup Dagsbrúnarverka- manns er aðeins 89 aurum hærra nú en fyrir 3% ári, þrátt fyrir 5 vikna verkfalls baráttu í fyrrasumar. Samkvæmt útreikningum, sem Torfi Ásgeirsson hagfræ® ingur, fulltrúi Alþýðnsam- bands íslands í kauplagsnefnd gerði, hefur kaupmáttur tíma- kaupsins verið þannig, miðað við grunntöluna 100: f febrúar 1960 99 stig; í maí 1961 84 stig; í apríl 1962 83 stig. Þrátt fyrir nokkra kauphækk un á sl. sumri, hefur dýrtðin tekið þau risaskref siðan, að kaupmáttur launa verkamanns ins er minni nú en í maí í fyrra, þegar verkföllin hófust. Þaunig endasf verka- manninum vinnufekj- urnah f janúarhefti Hagtíðinda eru birtar njyustu tölur yfir út- gjöld „vísitölufjölskyldunnar“ yfir árið eins og þgu eru með núverandi verðlagi. Tölurnay í dæminu hér á eftir eru teknar úr Hagtíðindum, nema hús- næðiskostnað'urinn. Hann er hér áætlaður 8% af núver- andi byggingarkostnaði íbúðar, BRÉF FRA fflOMAS MANN Fátt jafnast á við dagbæk- ur og bréf mikilla lista- manna, þegar upplýsa skal leyndardóminn um einkalíf þeirra og innsta eðli. Þar er uppspretta upplýsinga um það, sem þeim stóð næst, hvað veitti þeim gleði og hvað olli þeim sársauka. Þar er lykillinn að persónuleika þeirra. Thomas Mann er meðal þeirra bókmenntajöfra, sem Evrópa 20. aldarinnar er svo hreykin af. Verk hans eru spegilmynd af þessari öld. Og svo lánlega vill til, að fjölmörg bréf, sem þessi mikli rithöfundur reit í lifanda lífi, hafa varðveitzt og hefur nú hluti þeirra verið gefinn út. Það er dóttir rithöfundarins, Erika Mann, sem staðið hefur að út- gáfu á safni bréfa þeirra, er fað- ir hennar reit á árunum 1889 til 1936. Annað bindi er í undirbún- ingi, sem mun hafa að geyma bréf frá 1936 og allt fram til dauða skáldsins. Lesandanum finnst sem hann hafi dottið inn í ævintýri, honum finnst það, sem hann les, koma sér við persónulega, og honum skilst við lesturinn, að þessi mikli maður hafði til að bera þann hæfileika að helga sig þeim sem honum þótti vænt um. En bréf, eins og bækur, eru ör- lögum háð. Til allrar óhamingju hefur fjöldi bréfa, sem Thomas Mann skrifaði eiginkonu sinni, Katja, bæði í tilhugalífi þeirra og hjónabandi, týnzt algjörlega. Skömmu áður en hann fór frá Þýzkalandi, skildi hann þessi bréf eftir í vörzlu lögfræðings síns til þess eins að komast að því, að þau voru öll týnd, þegar hann sn?ri heim aftur eftir “.'íð. Hefði hann ekki haft þann hátt á að vefja sínum eigin lífsþræði saman við söguþráð bóka sinna, og hefði hann ekki beðið eigin- konu sína um afrit af bréfum þeim, sem hann skrifaði henni ár ið 1904 — hann þarfnaðist þeirra við samningu sögunnar „Royal Highness“ — þá hefði ekki ein lína af þeirra bréfaviðskiptum varðveitzt. Bréfin í þessari bók, sem nú hefur verið útgefin, ná yfir lang an kafla í lífi Thomas Mann. Þar er að finna bréf, sem Mann skrif- aði, þegar hann var skóladreng- ur. Svo kemur hvert nafnið öðru frægara: Hermann Hesse, útgef- andi hans Samuel Fischer, Sig- mund Freud, Maximilian Hard- en, Gerhart Ilauptmann, hljóm- sveitarstjórarnir Arthur Nickisch og Bruno Walter, Frank Wede- (Framhald á 15. síðu) sem er um grunnmáli. 1. Matvörur 2. Hiti og rafm. 3. Fatnaður 4. Ýmis vara og þjónusta 5. Húsnæði 90 fermetrar að kr. 30.078.23 kr. 5.256.91 kr. 12.944.30 kr. 15.594.01 kr. 34.700.00 Samtals kr. 98.573.45 Þótt verkamaður vinni 8 stundir á d,ag í 300 daga ári, liefur hann samt ekki nema kr. 54.576.00 í árslaun. Ha,nn vantar því um 44 þúsund kr. til aff laun hans lirökkvi fyrir lífsnauðsynjum. Til þess a'ð ná endunum saman verða flestir að lengja vinnudaginn, eigi þeir kost á aukavinnu, spara vig sig og fjölskyldu sína í fötum og fæði og búa í því ódýrasta húsnæði, sem völ er á. Og þó hrekkur þetta ekki til. Byggingamál Hér á landi munu hlutfalls- lega fleiri verkamenn eiga sína eigin íbúð en annars stað- ar í heiminum. Fyrst og fremst er þetta að þakka lögunum um verkamannabústa'ði og bygg- ingasamvi.nnufélög, sem Fram- sóknarflokkurinn beitti sér fyr ir að sett voru. En einnig er þetta því ag þakka, aff Fram- sóknarflokkurinn hefur bæði á Alþingi og í ríkisstjórn miðaff störf sín og stefnu við það, a'ð sem flestir ættu þess kost að eignast þak yfir höfuðið. Hvaða áhrif hefur nú „við'reisn in“ haft á byggingamálin? Hagstofa íslands fylgist með byggingarkostna'ði á hverjum tíma og reiknar hann út í stig um. f október 1958 var vísifcala byggingarkostnaðar 1192 stig; í október 1960 var hún 1434 stig, og í marz 1962 var vísi- tala byggingarkostnaðar komin upp í 1676 stig. Ncmur hækkunin frá dögum vinstri stjórnarinnar 484 stig- um. Ef byggingarkostnaðurinn er reiknaður á rúmmetra og miðaff við meðalstærð íbúða svo sem Hagstofia fslands ger ir, lítur dæmið þannig út, að (Framhald á 4. siðu) 2 TIMINN, föstudaginn 4. maí 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.