Tíminn - 04.05.1962, Side 8
Krefjast auk-
inna afurðalána
Vegna þess að niður féll í prent-
«n hér í blaðinu hluti af ályktun
þeirri, sem aðalfundur Mjólkurbús-
Flóamanna samþykkti einróma frá
Guðmundi Guðmundssyni á Efri-
Brú, þykir rétt að' birta ályktunina
í heild aftur:
„Aðalfundur Mjólkurbús Flóa-
manna haldinn í Aratungu 17. apríl
1962 leggur ríka áherzlu á, að rík-
isstjórnin hlutist til um, að Seðla-
bankinn veiti 67% lán út á afurðir
landbúnaðarins, eins og áður var,
og að viðskiptabankarnir véiti við-
bótarlán eins og tíðkazt hefur með'
sjávarafurðir.
Bendir fundurinn á, að' þetta er
bændum mjög nauðsynlegt, svo að
ekki dragist eins lengi og nú er,
að þeir fái greitt andvirði afurða
sinna.“
Framboð Framsókn-
armanna úti á larafi
Listi Samvinnumanna á Sel-
fossi er þannig skipaður:
1. Sigurður Ingi Sigurðsson,
oddviti.
2. Skúli Guðnason, formaður
verkalýðsfélagsins.
3. Guðmundur Jónsson,
skósmiður.
4. Arndís Þorbjarnardóttir,
frú.
5. Hjalti Þorvarðarson,
rafveitustjóri.
6. Bergur Þórmundsson,
mjólkurfræðingur.
7. Grímur E. Thorarensen,
kaupfélagsstjóri.
8. Iðunn Gísladóttir,
frú.
9. Jón E. Sigurmundsson,
kennari.
10. Hjalti Þórðarson,
járnsmiður.
11. Kristján Guðmundsson,
rennismiður.
12. Einar E. Elíasson,
trésmiður.
13. Margrét Gissurardóttir, frú.
14. Frímann Einarsson,
verkamaður.
Til sýslunefndar:
1. Hjalti Gestsson, ráðunautur.
2. Valdrmar Pálsson, gjaldkeri.
Listi Framsóknarmanna í Borg
arnesi við sveitarstjórnarkosning-
amar er þannig skipaður:
Þórður Pálmason, kaupfél.stjóri.
Guðmundur SigurðsSon, kennari.
Guðmundur Ingimundarson. bas-
arameistari.
Halldór E. Sigurðsson sveitarstj.
Karl Hjálmarsson, símstjóri.
Gestur ICristjánsson, deildarstj
Aðalsteinn Björnsson, bifr.stj.
Pétur Albertsson, bóndi.
Guðmundur Jónsson, bifvéla-
virki.
Bjarni G. Sigurðsson, ýtustjóri.
Konráð Andrésson, verkamður.
Georg Hermannsson, skrifst.m.
Andrés Þórarinsson, bifr.stj.
Eggert Guðmundsson, bóndi.
Þá hefur einnig verig ákveðið
framboð Framsóknarmanna til
sýslunefndarkjörs, og er Sigurð-
ur Guðbrandsson, mjólkurbússtj,
aðalmaður, en Páll Guðbjartsson,
gjaldkeri, til vara.
Framboðslisti frjálslyndra kjós
enáa á Seltjarnarnesi:
Hreppsnefndarkosningar:
1. Jón Grétar Sigurðsson,
lögfræðingur, Melabraut 3.
2. Jóhannes Sölvason,
viðskiptafr., Lindarbr. 2.
3. Eyjólfur Kolbeins,
verkamaður, Kolbeinsstöðum.
4. Hafsteinn Guðmundsson,
prentsmstjóri, Lindarbr. 2-A.
5. Baldvin Sigurðsson,
afgr.maður, Melabraut 47.
6. Félix Þorsteinsson,
húsasmíðam., Ytri Grund.
7. Vigdís Sverrisdóttir,
húsfrú, Skólabraut 37.
8. Ingi S. Erlendsson,
mælingamaður, Melabr. 44.
9. Kristján Pálsson,
húsasmíðam., Miðbraut 26.
10. Þorsteinn Guðbrandsson,
forstjóri, Nýju Grund.
Sýslunefndarkosningar:
Aðalmaður: Sigurður Jónsson,
lögfræðingur, Melabraut 3.
Varamaður: Jón Grétar Sigurðs-
son, lögfræðingur, Melabr. 3.
Framsóknarfélag Seltjarnarness
býður ekki fram sérstakan lista í
þessum hreppsnefndarkosningum,
en styður lista frjálslyndra kjós
enda, H-listann.
Framboðslisti Framsóknar-
manna á Hornafirði:
1. Ásgrímur Halldórsson
kaupfélagsstjóri.
2. Hannes Erasmusson,
sjómaður.
3. Óskar Helgason, símastjóri.
4. Þórhallur Kristjánsson,
vélstjóri.
5. Pétur Sigurbjörnsson,
vélvirki.
Framboðslistinn á Hofsósi —,
sá eini, sem —fram kom:
Þorsteinn Hjálmarsson, Afl.
Níels Hermannsson, Fr.
Valdemár Björnsson, Ab.
Friðbjörn Þorkelsson, Fr.
Jóhann Eiríksson, Sj.
og varamenn.
Sýslunefnd: Geirmundur Jóns-
son, Fr.
Vinstri manna listi á Hnífs-
dal:
1 Guðmundur H. Ingólfsson,
verkamaður, Hnífsdal.
2. Hjörtur Sturlaugsson,
bóndi, Fagrahvammi.
3. Helgi Björnsson,
framkvæmdastjóri, Hnífsdal.
4. Guðmundur Matthíasson,
bóndi, Fremri-Húsum í Arríard.
5. Lárus Sigurðsson, skipstjóri.
Hnifsdal.
6. Hinrik Ásgeirsson,
sjómaður, Hnífsdal.
7. Marviu Kjarval,
bóndi, Heimabæ í Amardal.
framandi heimi. — Það sem hún
gat ekki með tungumáli sínu gert,
það megnaði hún með blýantinum
og litunum: Hún gat opnað hug
sinn og hjarta.
Það var nokkru eftir þennan
eftirminnilega morgun, þegar blý-
anturinn og litirnir breyttu harmi
og hryggð dóttur minnar í fögnuð
og hamingju, að ég rakst á ein-
kennilega bók í óhrjálegri forn-
verzlun. Bókar'heitið vakti strax
forvitni mína, en bókin hét „Hin
nýju vísindi litanna og formanna“.
Ég keypti þessa bók og hún hafð'i
sannast sagna furðulegan boðskap
að flytja. Hún kynnti rannsóknir,
sem fram höfðu farið á hinum
mikla þætti lita- og formskynjun-
arinnar í þroska mannsins og
hugsunarhætti.
Ef til vill voru ályktanirnar, sem
dregnar voru af þessum rannsókn-
um hæpnar sumar hverjar og hið
sama tillögur, sem komið var á
framfæri. Sem dæmi: Lagt var til,
að komið væri á fót sérstökum
menntastofnunum, sem hefðu það
eitt hlutverk að fræða um eigindir
og áhrif litanna og formanna á
mannlega sál. — Það var líka til-
laga um heilsuhæli, sem ætti að
veita mönnum lækning og heilsu-
bót með því að beita töfrum og
undrum litanna.
Fram hjá hinu varð aftur á móti
ekki gengið, að gripið var á merki-
legu rannsóknarefni og athygli
vakin á töfraheimi, sem alltof lítill
gaumur er gefinn, ekki sízt af okk-
ur, sem fáumst við uppfræðslu
barna og ungmenna og viljum á
okkar hátt leggja grundvöll að
hamingju þeirra og velferð.
Allt þetta, sem nú hefur lítillega
verið frá greint, fékk sérstaka
undirstrikun, er mér á síðastliðn-
um vetri barst upp í hendur sýn-
ingarskrá yfir myndlistarsýningu
skólabarna í Bretlandi, sem efnt
var til að tilhlutan enska tímarits-
ins The Sunday Pictorial. Sú sýn-
ingarskrá og sá tilgangur, sem
þeirri sýningu var ætlaður, var hin
raunverulega ástæða til, að við sem
stöndum að ritstjórn tímaritsins
Samvinnunnar, leituðum eftir sam-
starfi við forráð'amenn þessa barna-
skóla um keppni þá í myndskreyt-
ingum, sem hér gefur að líta árang-
urinn af.
Víst er rétt, að myndskreytingar-
keppni okkar er með öðru sniði
og þar við miðað, sem hægt reynist
mögulegt án lengra og ýtarlegra
undirbúnings en um gat verið að
ræða að svo komnu máli. Keppni
okkar var af miklum dugnaði og
glæsibrag skipulögð af Örlygi Hálf-
dánarsyni, deildarstjóra og blaða-
manni við Samvinnuna og Jens
Kristleifssyni, teiknikennara við
Laugalækjarbarnaskólann með
miklum stuðningi og velvilja skóla-
stjórans, Gu'ðmundar Magnússonar.
Eiga þeir allir heiður og þakkir
skildar fyrir keppnina og sýning-
una.
En mig langar þrátt fyrir það að
GuSmundur Sveinsson, ritstjóri Samvinnunnar, afhcndir verðlaun.
v*
Tímaritið Samvinnan hefur
efnt til verðlaunasamkeppni í
barnaskólum í Reykjavík um
teikningar við námsefni. Var
þátttaka mikil og árangur
basði góður og athyglisverður.
Síðustu dagana í apríl var efnt
til sýninqar á myndum úr sam-
keppni bessari í Laugalækjar-
skólanum og sóttu hana mörg
hundruð manns. Vakti sýning-
in verðskuldaða athygli. Hér
birtast ræður þær, sem Guð-
mundur Magnússon, skóla-
stjóri og Guðmundur Sveins-
son, ritstjóri Samvinnunnar,
fluttu við opnun sýningar-
innar.
Ræða GuSmundar
Sveinssonar
Herra skólastjóri, kennarar
nemendur og aðrir áheyrendur.
Ég hef líka sjálfur orðið fyrir
þeirri persónulegu reynslu að fá
áþreifanlega sönnun fyrir, hvers
virð'i myndlistin er litlu barni, þeg-
ar hún verður því nær einasti veg-
urinn til að tjá hug sinn og túlka
tilfinningar.
' Fyrir tveim árum dvaldi ég
vetrarlangt í framandi landi með
dóttur rnína, sem þá var nýkomin
á skólaskyldualdur. Ég setti þessa
dóttur því í skóla. Hún skildi ekki
orð í því tungumáli, sem kennari
hennar og skólafélagar töluðu. Ég
man vel fyrsta morguninn, þegar
ég fór með hana í skólann og
kynnti henni þessa nýju og fram-
andi stofnun. Ég las hryggðina og
kvíðann úr svip hennar, þegar hún
var sett við eitt borðið og hún upp-
götvaði, að hún nam ekkert orð af
því, sem kennarinn eða sessunaut-
ur hennar var að reyna að segja
við hana. — Það komu tár fram í
augu hennar, og hún leit hjálpar-
vana til mín. Þá greip kennarinn
til þess ráðs, sem á stuttri stundu
breytti harminum og kvíðanum í
gleði og eftirvæntingu. Hann fékk
henni teikniáhöld, örk og liti. Það
færðist bros yfir andlit litlu stúlk-
unnar. Hér var henni fengið á dul-
arfullan hátt verkefni, sem hún
réð við og gat tengt hana þessum
Það er mér mikil ánægja að vera
hér viðstaddur opnun þessarar sér-
kennilegu myndlistarsýningar, sem
haldin er til að kynna árangur, sem
náðst hefur í keppni í myndskreyt-
ingu lestrarefnis skólabarna og
tímaritið Samvinnan efndi til.
Barnateikningar hafa mér lengi
verið hugstætt rannsóknarefni,
ekki sízt fyrir þá sök, að ég hafði
um eitt skeið sérstakan áhuga fyrir
lífi og list svissneska málarans og
teiknarans Pauls Klee. Klee mun
líklega hafa verið sá listamaðurinn
í Evrópu á síðustu áratugum, sem
af hve mestum sannfæringarkrafti
leitaðist við að vekja athygli á
listsköpun barnanna. Hann taldi,
að hinir fullorðríu gætu til hennar
sótt mikinn lærdóm og eggjun.
Var það skoðun Klee’s að list barn-
anna varpaði nýju ljósi yfir sjálft
eðli listarinnar og hlutverk og
mætti því með nokkrum rétti kall-
ast eins konar lykill að því merki-
lega menningarfyrirbæri, sem list-
jin — og þá í þessu tilfelli mynd-
llistin — er.
VERÐLAUNAHAFAR
1. Árni Gunnarsson, 11 ára C, Kisa fer til s.iós.
2. Benóný Viggósson, 10 ára A, Bílar.
3. Guðmundur Bárðarson, 10 ára C, Kirkjuhvoll.
4. Haraldur Arnliótsson, 10 ára B, Sagan af Hlina
kóngssyni.
5. Kristbjörg Guðjór.sdóttir, 11 ára A, Sveinn Dúfa
6. Magnús Guðmundsson, 10 ára B, Sagan af Hlina
kóngssyni.
7. Magnús Halldórsson, 10 ára A, Bílar.
8. Margrét S. Gunnarsdóttir, 11 ára A, Sveinn Dúfa.
9. Óli H. Jónsson, 11 ára B, Baðstofa og eldiviður.
10. Rannveig Baldursdóttir, 10 ára C Kirkjuhvoll.
11. Sigurður S. Pálsson, 10 ára A, Bílar.
12 Snorri Skaftason, 11 ára D, Grímseyingurinn og
bjamdýrið.
13. Torfi Matthíasson, 10 ára B, Sagan af Hlina kóngssyni.
14 Valgerður Gunnarsdóttir, 11 ára B, Baðstofa og
eldiviður.
15. Valur Valdemarsson, 11 ára C, Kisa fer til sjós.
TIMIN-N, föstudaginn ,4. maí 1962