Tíminn - 04.05.1962, Page 13
NING:
MIN
Sveinn Benediktsson
Sveinn Benediktsson frá Borgar
eyri í Mjóafirði andaðist að hein-
ili sínu, Lundi í Vestmannaeyjum,
16. apríl s.l., en var borinn til
hinztu hvíldar 26. sama mánaðar
frá Landakirkju í Vestmannaeyj-
um, þar sem hann var kvaddur
síðustu kveðju.
Sveinn Benediktsson fæddist á
Hánefsstöðum á Seyðisfirði 25.
janúar 1881 og var því rúmlega 81
árs, er hann lézt. Hann var sonur
merkishjónanna Margrétar Hjálm-
arsdóttur, Hermannssonar í Firði
í Mjóafirði, og Benedikts Sveins-
sonar, dóttursonar Benedikts Þor-
steinssonar prests á Skorrastað í
Norðfirði. Eru þetta þekktar ætt-
ir á Austurlandi. Þegar Sveinn var
á öðru ári fluttu foreldrar hans
að Steinsnesi í Mjóafirði og
hjuggu þar í nokkur ár, en fluttu
þá að Bor.gareyri í Mjóafirði og
bjuggu þar eftir það góðu búi.
Hafði Benediktíþar landbúnað og
útgerð, sem rekin var af miklum
dugnaði og fyrirhyggju, enda
þurfti búið mikils með. Þau Mar-
grét og Benedikt eignuðust 13
börn, sem öll náðu fullorðinsaldri
og voru þessi systkir. mjög mynd-
arleg. Ekki voru þeir gamlir Borg-
areyrarbræður, þegar þeir fóru _3
sækja sjóinn og færa björg í bú.
Sveinn varð snemma formaður á
árabát og svo á mótorbát, þegar
þeir komu. Sveinn var heppinn for
maður og ekki vantaði hann áræði
og dugnað, enda var sjórinn sótt-
ur af kappi. í þessu umhverfi ólst
Sveinn upp í stórum o'g glöðum
systkinahóp, sem voru vel gefin
og fengu góða uppfræðslu, eftir
því sem þá gerðist.
Sveinn hafði yndi af söng, enda
sungu þau mikið, hann og systkin
hans. Það var til þess tekið, hve
góður söngur var í Mjóafjarðar-
kirkju á þessum árum, og áttu þau
sinn þátt í því, þó fleiri ættu þar
góðan hlut að.
Þegar ungmennafélag var stofn-
að, 1909, varð hann þar virkur þátt
takandi. Sveinn vann mikið að
bindindismálum og gæzlumaður
barnastúkunnar var hann nokkur
ár, enda stakur reglumaður.
Sveinn var góður taflmaður. Þeg-
ar Mjófirðingar héldu sína alda-
mótahátíð vorið 1901, var á
skemmtiskránni meðal annars
manntafl með lifandi mönnum og
var Sveinn fyrir öðru liðinu og
vann hann glæsilegan sigur. Þó
var sá, sem á móti var góður tafl-
maður. Háð var þarna einnig
bændaglíma, og var Sveinn í því
liðinu, sem fór með sigur af
hólmi. Hann var ákaflega snöggur
i öllum hreyfingum og fylginn sér
að hverju sem hann gekk.
Sveinn kvæntist 5. maí 1912
Steinunni Þorsteinsdóttur, sem
reyndist honum góður lífsföru-
nautur og bjó honum gott og hlý-
legt heimili, enda mesta myndar-
og dugnaðarkona. Þau eignuðust
4 börn, en misstu eitt ungt. Þau,
sem upp komust, eru: Margrét,
sem gift er Þórarni Sigbjörnssyni
frá Vestmannaeyjum, þau bjuggu
fyrst á Borgareyri í Mjóafirði, en
eru nú búsett í Vestmannaeyjum;
Unnur, sem gift var Guðjóni
Björnssyni, en missti hann eftir
stutta sambúð, en giftist svo
seinna Sigurði Ólafssyni, og eru
þau búsett í Keflavík; Benedikt,
sem kvæntur er Þórdísi Kristins-
dóttur, Magnússonar, málarameist-
ara í Hafnarfirði, og eru þau bú-
sett í Hafnarfirði. Er þetta mesta
myndarfólk, eins og þau eiga kyn
til.
Þegar Sveinn var kvæntur, fór
hann að búa á Borgareyri á móti
föður sínum og hafði hann bæði
landbúskap og útgerð, sem hann
rak af kappi og dugnaði. Sveinn
var einn af þeim mönnum, sem
alltáf var sívinnandi. Hann gerði
miklar bætur á húsum og jarða-
bótamaður var hann mikill, sem
lengi mun sjást á Borgareyri. Það
var gott að koma til þeirra hjór.a,
þar var oft glatt á góðri stund.
Gestagangur var mikill, eins og
naqrri má geta, þar sem þau
bjuggu rétt við kirkjuna. Það
þótti mörguln gott að koma inn
eftir messu til þeirra hjóna. Mar-
grét, dóttir Sveins, og maður henn
ar, Þórarinn, fóru að búa á Borg-
areyri 1935, á móti honum og var
til þess tekið, hvað það sambýli
var gott á allan hátt. Haustið 1955
fluttu þau Margrét og maður henn
ar, Þórarinn Sigbjörnsson, til Vest
mannaeyja og flytja þau með þeim
Sveinn og Steinunn og voru eftir
það á heimili þeirra og var þar vel
að þeim búið.
Sveinn var sívinnandi eftir að
hann kom til Vestmannaeyja, eft-
ir því, sem heilsan leyfði til síð-
ustu stundar. Hann varð fyrir því
að missa heyrnina fyrir nokkrum
árum og gerði það honum erfiðara
fyrir að fýlgjast með, en þá var
eins og hann skynjaði, hvað mað-
ur var að segja við hann, og brosti
hann við manni.
Hann fékk hægt andlát, leið t
af eins og ljós, sem slokknar. Eg
og kona mín kveðjum þennan vin
okkar og þökkum margar glaðar
samverustundir.
Sveinn er einn af þeim, sem
gleymist ekki og skilur eftir. góðar
minningar að leiðarlokum.
Hvíli hinn framliðni í friíi.
Blessuð sé minning hans.
Jón I. Jónsson.
Húsnæði
Löggildingarstofu ríkisins vantar þann 14. n.k.
skrifstofu- og iðnaðarhúsnæSi, ca. 250 ferm.
Tilboð sendist fyrir 8. maí til löggildingarstofu
ríkisins, Skipholti 17, Reykjavík.
Benzín Pepp eykur sprengi-
kraftinn og eyðir sóti.
Benzín Pepp smyr cylinder-
veggina með sterkri slithúð.
Benzín Pepp er sett í tank-
inn um Ieið og benzín er
tekið.
Benzín Pepp fæst í smáglös-
um á flestum benzínsölustöð-
um.
Benzín Pepp sparar yður
dýrar viðgerðir
TEXAS REFINEEY
CORPORATION
Aðalumboð á íslandi:
EINAR EGILSSON,
Hverfisgötu 37
Símar: 18995 og 20155
Til sölu
Margs konar varahlutir í
DODGE CARIOL
baeði nýir og notaðir.
Viðgerðarverkstæði
Guðm. Valgeirssonar,
Auðbrekku,
sími um Möðruvelli.
Bíla og
bílpartasalan
Seljum og tökum í umboðs-
sölu bíla og bílaparta
BÍLA- og BÍLAPARTA-
SALAN
Kirkjuvegi 20,
Hafnarfirði.
Sími 50271.
TRÚLOFUNAR
H
R
I
N
G
A
R
ULRICH FALKNER
AMTMANNSSTÍG 2
Tifboð
óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í
Rauðarárporti mánudaginn 7. þ.m. kl. 1 til 3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5
sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
ÚTBOD
Tilboð óskast í að byggja ca. 620 m8 hús á
Blönduósi.
Uppdrátta og skilmála má vitja á skrifstofu
rafmagnsveitna ríkisins, Laugaveg 118, gegn 500
kr. skilatryggingu.
Rafmagnsveitur ríkisins.
HJÚLBARÐAR
Hinir velþekktu GIZLAVED HJÓLBARÐAR
jafnan fyrirliggjandi í ýmsum stærðum, fyrir
bifreiðar og dráttarvélar.
Verðið er ^mjög liagstætt.
Kaupfélag Rangæinga
TÍMINN, föstudaginn 4. maí 1962
13