Tíminn - 04.05.1962, Page 14
mmmm
m
andvígur, ag það verði fram-
kvæmt... Vegna hinnar nýju
Laval-stjórnar hafa allar aðstæð
ur okkar orðig mun erfiðari. Eg
gerði þeim Anthony Eden og for-
sætisráðherranum glögga grein
fyrir þeirri skoðun minni., en þeir
sögðust ekki óttast neinn aftur-
kipp frá Laval...
4. maí.... Herforingjafundur
viðvíkjandi lokaundirbúningi að
árás á Madagaskar, sem verður
gerð snemma í fyrramálið........
Vorum síðan boðnir til hádegis
verðar i Downing Strset 10 hjá
forsætisráðherranum, sem kom
litlu síðar frá Chequers. Hann
var í ágætu skapi, sennilega vegna
hinnar fyrirhuguðu árásar á Mada
gaskar...“
Þrátt fyrir mótspyrnu Frakka
tókst landgangan vel, en þrátt
fyrir það krafðist hún síns gjalds
eins og Brooke hafði séð fyrir,
vegna þess að Bretar gátu naum
ast sent her til aðgerða á austur-
og suður-höfunum, sem ekki voru
bráðnauðsynlegar, sökum aðkall-
andi þarfa á vörnum á Indó-
Burma landamærunum og vernd-
un Iraq-persísku olíulindanna
gegn árásum Þjóðverja. Verst var
þá hitt, að Ramillies, eitt af or-
rustuskipunum, sem verja áttu
Indlandshafið — var sökkt með
tundurskeyti frá japönskum kaf-
báti.
Það, sem mestu erfiðleikunum
olli, var, að hvorki Bretar né
Bandaríkjamenn gátu annað öll-
um þeim flutningum, er á þeim
hvíldu. Skipaskorturinn var Akk-
illesarhællinn á öllum áformum
þeirra. í mánuðunum maí og júní
sökktu kafbátar skipum fyrir þeim
er nam hálfri annarri miiljón
smálesta. Missir tankskipa var
sérstaklega hættulegur, þar sem
olía var aðalaflið í vélahernaði.
Á fyrsta fjórðungi ársins 1942
var tankskipum sökkt, sem nam
samtals 600,000 smálestum, á V-
Atlantshafinu. Þann 19. júní benti
Marshall hershöfðingi á það, að
næstum fjórða hluta þeirra skipa
sem hernum hafði verið úthlutað
fyrir júlí, hefði nú þegar verið
sökkt, að 20% af Puerto-Rica-
flotanu.m hefði verið tortímt og
að skipátjónið á Atlantshafi og
Karabíska-hafinu, af völdum kaf
báta væri nú mesta hættan, sem
ógnaði Bretum og Bandaríkja-
mönnum.“
ÞAÐ VAR ÞETTA, sem torveld-
aði svo mjög alla aðstoð við
Rússa og spillti sambandinu milli
hinna tortryggnu valdhafa í
Moskvu og vestrænu lýðræðisríkj-
anna. Báðir herirnir á austurvíg-
stöðvunum, sem naumlega höfðu
sloppið við tortímingu — Rússar
um haustið og Þjóðverjar um jól
in — höfðu með ýtrustu erfiðis-
munum lifað af einn versta og
harðasta vetur aldarinnar. Ógnir
hans og skelfingar voru meiri en
nokkur orð fá lýst. I Leningrad
þar sem fólkið dó í þúsunda tali,
sögðu hinir sigurglöðu, að íbú-
arnir lifðu á hlaupi. sem búið
var til úr mannakjöti. í apríl’hafði
Hitler fyrirskipag endurnýjaða
sókn jafnskjótt og jörð þiðnaði.
Og í miðjum maí gerðu Rússar til
raun til að stöðva sókn þýzka
hersins me.ð gagnsókn nálægt
Kbarkov.
í nokkra daga virtist hin öfluga
sumarsókn Þjóðverja ætla að drag
ast á langinn. „Eg fæ ekki séð,“
hafði Brooke skrifað Wavell þann
5. maí — „hvar Þjóðverjar ætla
að draga saman nógu mikinn og
æfðan her til þess að sigra Rússa
með stóráhlaupi og brjótast í
gegn til Kákasus.“
En enda þótt næstum helming-
ur af flugher Hitlers og u.þ.b.
fjórðungur af landher hans væri
upptekinn við hernám Vestur-
Evrópu eða að berjast við Breta
í Miðjarðarhafslöndu.num, þá von-
aðist hann til þess að geta um vet
urinn lagt undir sig Donetz iðn-
aðarsvæðið og kúbönsku kornakr
ana og með því að komast til ICák
asus og Kaspíahafs, náð á sitt vald
olíusvæðunum, sem Rússar gátu
ekki án verið. Átta þýzkar her-
deildir undir stjórn von Bocks
voru á milli Kursk og Kharkov,
en fyrir sunnan voru brjár her-
deildir undir stjórn von Man-
steins, sem áttu að hertaka flota-
stöðina í Sefastopol og Kerch-
skagann og halda síðan áfram eft
ir norðaustur ströndum Svarta-
hafsins.
Tilraun Rauða hersins til að
stöðva sókn Þjóðverja mistókst.
Þann 19. maí hóf von Bock gagn-
árás og umkringdi og felldi mik
i'nn hluta árásarliðsins. í bvrjun
júní byrjuðu Þjóðverjar áhlaun-
ið á Sebastopol. Rússnesku leið-
togarnir gerðu sér fulla grein fyr
ir hættunni og kröfðust þess sem
ákafast, að Vesturveldin efndu
loforg sín um vopnasendingu og
gerðu jafnframt tafarlaust innrás
í Evrópu. Jafnframt reyndu þeir
að þvinga Breta og Bandaríkja-
menn til að viðurkenna þær inn-
limanir. sem þeir höfðu fram-
kvæmt í byrjun stríðsins á kostn
að Póllands og baltnesku lýðveld-
anna Þann 21. maí, eftir hættu-
legt flug yfir víglínur óvinanna,
kom rússneski utanríkisráðherr-
ann. Molotov, til London á leið
sinni til New York - til þess að
ganga frá samningum við Breta.
Brooke var staddu.r á Norður-
írlandi, þegar Molotov kom, en
hitti hann daginn eftir við há-
degisverðarboð í Downing Street
10. „Ekki mjög áhrifamikill í út-
litif“ skrifaði Brooke í dagbók
sína. „og örlítið málhaltur. en
það leynir sér þó ekki að hann er
bæði kænn og gáfaður.“ Fjórum
dögum síðar, þann 2. maí, var
hann viðstaddur, þegar samning
urinn við Rússland var undirrit-
aður.
..Fór til hádegisverðar i rúss-
neska sendiráðið til þess að hitta
Molotov aftur. Minnisvert hádegis
verðarboð áður en undirritaður
var nýr, ensk-rússneskur samn-
ingur. Til hádogisverðar komu
forsætisráðherrann. Eden, Attlee,
Stafford Cripps, Oliver Lyttelton,
Evalt. Bevin, John Anderson o.
fl. Mörg mfnni og margar ræður.
Einhvern veginn vakti öll athöfn
in hroll hjá mér og styrkti mig í
þeirri trú, að mannkynig ætti enn
eftir að lifa margar aldir, áður
en hægt yrði að sem.ia um al-
heimsfrið . ..
10. marz 1942: Langur herfor-
ingjafundur, sem Mountbatten
tók í fyrsta skipti þátt í. Við rædd
um um það atriði, að veita Rúss
landi aðstoð með hernaðarað-
gerðum í Frakklandi... Engar á-
kvarðanir teknar.. ..
28. marz: Erfiður herforingja-
fundur. Paget og Sholto Douglas
voru þar báðir og Mountbatten.
Rætt var um leiðir og efni til að
mynda nýjar vígstöðvar. Eg hafði
horig fram þá kenningu, að til
þess að vesturvígstöðvarnar kæmu
ag gagni. þá yrði að flytja her
til baka frá Rússlandi. Að það
væri ómögulegt með þeim land-
her, sem vig hefðum yfir að ráða,
að knýja Þjóðverja til að hörfa
burt úr Rússlandi með landher
sinn, en við gætum kannske
komig því til leiðar, að þeir flyttu
flueherinn í burtu. En til þess
yrði landtaka að fara fram á
verndarsvæði okkar, þ.e. í ná-
enn meira bjó með því sjálfu.
Sumt af því átti eftir að vera
sólskinsblettur á lífsleiðinni. Það
hafði kynnzt fleiru en stritinu.
Það hafði komig á ókunna staði,
séð háttu manna í fjarsveitum,
litið fleira en heimahagana, hrif-
izt af léttu fótataki hestsins, sem
skilað því yfir torfærur og grýtt-
ar slóðir, jafnt sem rennislétta
mela og fagurgrænar grundir,
séð árnar liðast um landið, hæg
ar .blátærar og hógværar, eins og
sumrinu hæfði. Sumir lækirnir
voru horfnir með öllu, aðrir lædd
ust milli steina farvegarins, eins
og feiminn unglingur, sern vill
helzt láta sem minnst bera á ná-
lægð sinni. Andardráttur náttúr-
unnar var hægur og hlýr. Það
var sem mild, viðkvæm hönd væri
reiðubúin og miðlaði ástrík gjöf-
um umhyggjusamrar móður.
Á sýslumannssetrinu Ási var
það siður að heimilisfólki öllu
var boðið að ríða út fyrsta sunnu
dag eftir töðuhirðingu. Töðugjöld
in voru þar jafnan um leið og
taðan var alhirt. En svo var riðið
út næsta sunnudag á eftir. Alltaf
voru það einhverjir á heimilinu,
sem ekki notuðu sér þe.tta boð.
þó helzt gamalt fólk og einrátt
Þetta sumar var taðan alhirt
meg fyrsta móti. ,Það var árgæzk
unni að þakka. Fólkinu kom sam
an um að ríða á kirkjustað í ann
arri sýslu og vera þar við messu.
Og Kirkjuból varð fyrir valinu.
Stúdentinn, sem kenndi Þóroddi,
var sonur séra Jóhannesar. Og nú
hafði hann einmitt lokið tíma sín
um í Ási. Og þar, sem hann með
ljúfm'ennsku sinni, sem var slung
in unggæðishætti og glaðlegri
framkomu, hafði áunnið sér hylli
heimilisfólksins alls, þá hafði það
eins og komið af sjálfu sér, ag nú
skyldi hann reiddur úr hlaði.
Hann hafði sjálfur slegið því fram
í gamni, er um það var rætt,
hvert halda skyldi, að nú ættu
allir að koma með sér og hlýða
messu hjá pabba sínum. Leiðin
var ag vísu talsvert löng, en yfir-
ferðin gat ekki betri verið. Nokkr
ar umræður urðu um þessa uppá
stungu og fyrr en varði voru allir
sammála og ferðin ákveðin.
Sunnudagurinn rann upp, hlýr
og bjartur. Á sýslumannssetrinu
voru allir snemma á fótum, ærn-
ar mjólkaðar tveim tímum fyrr
en venjulega og allt var eftir því.
Ekki stóg á hestunum. Tólf manns
lagði upp í kirkjuferðina. Fimm
lausir hestar, og einn með nestis-
skrínur, hlupu fyrir. Þegar farið
var upp túngötuna, 'reig ráðsmað
urinn fyrst, þá Smalinn, stúdent-
inn, snúningapilturinn, vinnu-
menn þrír, tvær vinnukonur, vika
telpan og kærustuparið
Þrátt fyrir þennan mannsöfn-
uð var bærinn ekki tæmdur.
Heima voru'' sýslumannshjónin,
eldabuskan, Sólbjörg gamla, fjósa
karlinn, kaupamaðurinn og yngri
vikadrengurinn, sem hvorki hafði
föt né aðrar aðstæður til að fara,
og grét sitt hlutskipti í einrúmi
Við túnfótinn tók ráðsmaður-
inn ofan og minnti á ferðabæn-
ina. Allir sátu hljóðir, hver á sín
um hesti. Ráðsmaðurinn var
fyrstur til að signa sig Svo hver
af öðrum Svo var ferðinni hald
ig áfram. Hestarnir voru léttstíg
ir. veðrig indælt. gleði og von í
hverju andliti. Brött var hlíðin
upp frá bænum, en er komið var
upp á brúnina var hallinn lítill,
lá þá fram undan heiðin, víðáttu
mikil. Skiptust þar á gróðurlaus-
is ásar og breig sund, vafin grasi.
Nokkur stöðuvötn voru á víg og
dreif um heiðina. Eitt var þeirra
láng mest, hét það Stóravatn. Dró
heiðin nafn af því og nefndist
Stóravatnsheiði. Var vatn þetta
sem næst á miðri heiðinni. rann
á úr því, Stóravatnsá og féll hún
um samnefndan dal, Stóravatns-
árdal. En þangag var ferðinni
heitið. Ekki þótti Stóravatnsheiði
greið yfirferðar, og var sjaldan
farin. En nú, eftir langvarandi
þurrka, var hún auðveld og bros-
hýr eins og veðrið, breiddi faðm-
inn mót ferðafólkinu og skartaði
ilmþrungnum brekkum og yfir-
fullum berjalautum. Og voru að-
albláberin eftirsóknarveráust. Þó
að mikið lægi við að ná hádegis-
messunni á Kirkjubóli, gat fólkið
ekki stillt sig um að fara af baki
og grípa til bláberjatínslu, meðan
hestarnir blésu mæðinni, gripu
niður og jöfnuðu sig eftir fyrsta
áfangann. Allir voru í sólskins-
skapi. Álftirnar kvökuðu á vötn-
unum. Og þær sem voru á beit,
í flánum, með unga sína, lögðu
a rás til vatnanna, er þær vissu
manninn á næstu grösum. Hann
er í augum hinna villtu. hjarða
hætlulegasta skepnan, sem um ó-
byggðirnar fer. Kirkjugestirnir
voru þar engin undantekning. En
þessi ferðamannahópur sinnti
hvorki ránum né veiðiskap. Nema
ef berjatínsla færðist inn á þann
svarta lista Þar var náttúran
sjálf að gefa gjafir.’ fullþroskaða
ávexti, bragðljúfa og heilnæma
Það var áð i hvolfinu við Stóra
vatn Þar var gróðnrilmnrinn
sterkastur og berjaklasarnir mest
ir. „Áfram, góðir menn, tíminn
i BJARNI ÚR FIRÐI
túdentinn
leyfir ekki lengri bið.“ Þag var
ráðsmaðurinn, sem kallaði. „Sjá-
ið sólina. Hún er komin hátt á
loft." Allir litu til hennar. Enn
va»r hún nær austur- en suður-
himni. Allir hlýddu samt mögl-|
unarlaust Hestarnir voru sóttir,!
stúlkunum hjálpag á bak. Og|
senn var allur hópurinn kominn
á rjúkandi ferðina ofan með
Stóravatni og Stóruvatnsá, og
bráðum fór dalur að myndast,
Stórivatnsdalur, tóku þá við eyr-
ar með ánni eða grænir, þýfðir
valllendisbakkar. Voru þar sums
staðar leirflög og aurar, sem gátu
verig allt annað en skemmtilegir
þegar vorviðri gengu. En nú voru
allar ófærur auðfarnar, slettu
kannske hálfblautum leirklessum
þegar verst lét. En það var reið-
manninum ag kenna, sem dembd-
ist í ríki náttúrunnar, sem var
óvön þessháttar gapaskap af öðr-|
um en villtu stóði, en stóðið,
kærði sig kollótt, þó að á það
hryti. Maðurinn var þar viðkvæm
ari, og formælti ádrepunni, enda
þótt. hann hefði til hennar unnið
með tryppagangi sínum Hópnum
skilaði vej’ áfram, og glaðværðin
sat í öndvegi. Li’til blótsyrði urðu
gamanyrði, sem hresstu skapsmun
ina um leig og þau hrutu af vör
um. Ef ekki hjá þeim, sem hristu
þau fram úr sér, þá hjá hinum,
sem á hlýddu og sendu þau út í
tómið með andstæðunni; lifandi
gamansemi.
Eftir alllanga leig ofan dalinn
sást fyrsti bærinn. Þar stóðu söðl
aðir hestar, bundnir á streng á
hlaðinu. Sást á því, ag ferðahópn
um hafði tekizt að ná settu marki.
Úr þessu varð hann varla síðastur
til kirkjunnar. Stúdentinn, sem
nú reig fremstur, snéri hesti sín
um við, tók ofan og veifaði fyrir
heimabyggg sinni, sigri ferða-
fólksins og hinu ákjósanlega veðri
Las því öllu lof og dýrð, Og hróp
aði loks margfalt fagnaðaróp orð
um sínum til áherzlu.
„Er maðurinn að verða vit-
laus?“ sagði Áslaug vinnukona.
,,Er nokkuð vit í að láta svona á
ókunnum stað?"
„Þessi er háttur skólamanna,"
Ása mín,“ sagði ráðsmaðurinn.
Áslaug dæsti. Það var eina svar
ið, sem hún gat gefið. Og áfram
hélt hópurinn. Eftir því sem
neðar dró í dalnurn, fjölgaði býl-
unum og bæjarleiðirnar styttust.
14
T I M I N N , föstudaginn 4. maí 1962