Tíminn - 04.05.1962, Side 15

Tíminn - 04.05.1962, Side 15
Ræða Einars (Framhald af 6. síðu). fyrir hans forgöngu. Nægir í því sambandi að nefna lög um verka- mannabústaði, byggingarsamvinnu félög, lánadeild smáíbúða og hús- næðismálastofnun ríkisins, sem öll eru verk Framsóknarmanna ýmist einna eða í samvinnu við aðra. Væri freistandi að gera þessu efni betri skil en ég hef nú tíma til, en það verður að bíða, en ég vil eindregið hvetja alla reykvíska kjósendur til að kynna sér fortíð þeirra flokka, sam nú biðja um kjörfylgi, í húsnæðismálunum, það mun létta þeim valið. 7. Atvinnumál. Framsóknarmenn telja það grundvallarverkefni borg arstjórnar að tryggja að jafnan séu næg atvinnutæki í borginni, þau séu starfrækt og allir borgar- búar hafi næg verkefni við hagnýt störf. Ber í því sambandi einkum að leggja áherzlu á stórbætta að- stöðu útgerðarinnar við höfnina og í landi með byggingu fiskverkun arstöðva og hraðfrystihúsa eftir fyllstu þörfum. f annan stað geri borgaryfirvöldin allt sem í þeirra valdi stendur til að skapa iðnaði borgarinnar sem bezta aðstöðu með því að tryggja honum nægar byggingarlóðir og athafnasvæði á sem hagkvæmustum stöðum. Stilla þarf í hóf skattlagningu á atvinnu rekstur í borginni og gæta þess sérstaklega að greiða sem bezt fyr ir nýjum atvinnugreinum. Allir vita, að vegna slæmrar að stöðu og ills aðbúnaðar hefur út- gerð héðan úr Reykjavík dregizt saman að undanförnu og er nú orðin óeðlilega lítil miðað við fjölda borgarbúa, legu gagnvart fiskimiðum og fleira. Þá er einnig alkunna, að iðnaðurinn hefur búið hér árum saman við þröngan kost, liann hefur verið hornreka, enda þótt augljóst sé að hagsýnn og vel rekinn iðnaður er ein af undirstöð um hvers þjóðfélags og er nauð- sjrn að búa betur að þessari fjöl- mennustu atvinnugrein borgarbúa, en gert hefur verið til þessa. 8. Framsóknarflokkurinn telur að brýn nauðsyn sé að fjölga dag- heimilum og leikskólum í borg- inni, þar sem nú er svo komið hlutfalli milli launa og framfærslu kostnaðar að sívaxandi fjöldi mæðra verður að vinna utan heim ilis. í mörgum stórum og fjöl- byggðum borgarhverfum er nú hvorki dagheimili né leikskóli svo sem í Smáíbúðahverfi, Bústaða- hverfi og- Laugarneshverfk Eftir því sem borgin stækkar, fækkar hlutfallslega þeim bömum og ung lingum, sem eiga þess kost að kom ast á sveitaheimili yfir sumartím- ann. Telur flokkurinn að borgar- yfirvöldunum beri að gera allt, sem hægt er til að skapa eim unglingum, sem þurfa að dveljast í borginni yfir sumartímann, verk efni við þeirra hæfi. Auka þarf skólahúsnæði borgarinnar svo á næstu árum, að ekki þurfi að tvísetja í skólastofur, hvað þá þrí- setja, eins og nú er sums staðar. Byggt verði hús fyrir Verknáms- skólann, sem miðað sé við þarfir hans til verklegrar og bóklegrar kennslu og starfsemi skólans verði sem mest tengd atvinnuvegum landsmanna. 9. Skipuleggja þarf og koma í gott lag nægilega stórum skemmti garðasvæðum í borginni og búa þessi svæði vel, meðal annars með malbikun næstu gatna til varnar ryki. Með þessu og margs konar fegrun borgarinnar verði hún gerð ánægjulegur dvalarstaður til úti- vistar á öllum tímum árs, þannig að íbúar hennar þurfi ekki að leita út fyrir borgina að kyrrlátum stöð um í fögru umhverfi, eða eiga sér stakt sveitaheimili til að dvelja yfir sumartímann, sem aðeins þeim efnuðu er kleift. Þá þarf að koma upp stórbættri affstöðu fyrir æskufólk borgarinnar til þess að leggja stund á iðkun hollra íbrótta- svo sem með byggingu skautahall-' ar og fleiri og dreifðari íþrótta- leikvöngum af ýmsu tagi. Brýn ástæða, já, þjóðarnauðsyn, er að stemma stigu við kaffihúsa- og sjoppusetum unglinganna hér, með því að beina athafna- og æfin týraþrá þeirra inn á heppilegri brautir en nú eiga mestum vinsæld um að fagna og verður seint nógu vel að æskunni búið en aldrei of vel. 10. Framsóknarflokkurinn álítur það eitt allra mesta nauðsynjamál borgarinnar að bætt verði hið bráð asta úr þeim gifurlega skorti, sem hér er á sjúkrarými. Sjúkrahús- leysið hér í höfuðstaðnum er svo afskaplegt að til minnkunar er í menningarborg, og auk þess stór- hættulegt ef skæðan eða næman sjúkdóm bæri að höndum. Sjúkra- rými hefur ekkert aukizt héi; í höfuðstaðnum um langt árabil eða ekki síðan heilsuverndarstöðin, sem upphaflega átti allt öðru hlut- verki að gegna, var tekin í notkun fyrir legusjúklinga snemma á ár- inu 1957, en síðan hefur íbúatala bor.garinnar vaxið geysilega, svo sem kunnugt er. Augljóst er að við svo búið má ekki standa og sýnist einasta leið- in til bráðrar lagfæringar vera sú, að borgin taki lán til þess að ljúka byggingu bæjarsjúkrahússins í Fossvogi, sem byrjað var á fyrir nærri 10 árum og enn er aðeins fokhelt. Sjúkrahúsþörf Reykvik- inga er of knýjandi til þess að framkvæmdahraði Sjálfstæðismeiri hlutans dugi þar til úrlausnar, þar verður að hafa annan hátt á ef forðast á hreint öngþveiti. Þá þarf að stórbæta aðstöðu til sjúkdómsrannsókna og annarrar heilsugæzlu og auka þá læknaþjón ustu, sem borgarbúar hafa aðgang að, því mikið vantar á að hún sé þannig að viðunandi geti talizt. Góðir fundarmenn. Ég hef nefnt hér 10 atriði, sem við frambjóð- endur Framsóknarflokksins mun- um beita okkur fvrir í borgar- stjórn á næsta kjörtímabili. Ræðu timi minn er takmarkaður hér í kvöld og verð ég að láta þetta nægja. Það er þó miklu fleira, sem ástæða væri fyrir mig að nefna í þessu sambandi. Ég hefði t. d. gjarnan viljað tala um skóla- og menningarmál, félagsmál, vatns- veituframkvæmdir, skólp- og hol- ræsagerð, brunavarnir, fram- kvæmdaáætlun borgarinnar, stjórn skipun borgarinnar, byggingu ráð- hússins, rafmagnsmálin," verzlun- ina og sitthvað fleira, sem verður að bíða. Við Framsóknarmenn höf um fullan hug á því að leggja okkar lið hverju því máli, sem við teljum til heilla hórfa fyrir borg- ina og heitum því að starfa að málum í borgarstjórn eftir því sem vit og kraftar leyfa með hags muni heildarinnar fyrir augum. Okkar stefna er að vinna að lausn allra mála á grundveili félags- hyggju og samvinnu, og henni vilj um við reynast trúir á þessum vett vangi eins og hvarvetna þar sem við störfum að opinberum málum. í þeirri kosningabaráttu, sem í hönd fer, munu borgarmálefnin eðlilega sitja í fyrirrúmi og mest verða um þau rætt a.m.k. af hálfu okkar Framsóknarmanna. Tæpast verður þó hjá því komist að lands málabaráttan blandist þar eitthvað inn í, enda er flokkaskiptingin hér sú sama og á þjóðmálasviðinu. Nú- verandi ríkisstjórn hefur á valda- tímabili sínu skert lífskjör alls al- mennings svo mjög, að óhugsandi er að fólk geti látið þetta tækifæri alveg ónotað til þess að kvitta fyr ir kjaraskerðinguna á viðeigandi hátt við kjörborðið. Kaupmáttur launa er nú minni en hann hefur verið um langt árabil og afleiðing þess er sú, að fólk verður að vinna langtum meira en nokkru hófi gegnir til þess að sjá sér og sín- um farborða, en góðæri' til lands og sjávar bjargar því að enn er hægt að fá næga vinnu. En hvað stoðar að lögleiða 8 stunda vinnu- dag ef afraksturinn af honum 1 hrekkur ekki nema fyrir helmingi nauðsynlegra útgjalda? Er þá ekki alveg eins gott þegar svo er kom- ið, að viðurkenna bara hreinlega, að við erum að þessu leyti í sömu sporum nú og fyrir 60—70 árum, þegar verkalýðsfélögin voru að hefja baráttu sína? Ekki getur það verið hugmynd nútíma íslendinga um það ríki, sem þeir búa sig und ir að erfa. Þvert á móti á uppvax- andi kynslóð skýlausan rétt á því að uppbygging undanfarinna ára tuga og aukin framleiðslugeta, verði notfærð á þann hátt að auka skerf hins vinnandi fólks og bæta lífskjör þess. Stjórnarflokkunum tókst fyrir síðustu Alþingiskosningar að telja mörgum trú um að þeir gætu stöðv að dýrtíðina, og ýmsir hafa jafnvel haldið til skamms tíma, að jafn- vægi í kaupgjalds- og verðlagsmál um væri hér ríkjandi. En getur nokkur haldið það lengur, þegar vitað er hversu miklar hækkanir hafa orðið hér að undanförnu og fyrirsjáanlegt að allt kauþ hlýtur að stórhækka alveg á næstunni, eins og hlutfallið er hér nú milli iauna og framfærslukostnaðar. — Enda er nú þegar ein stétt, togara sjómenn í verkfalli og önnur verk- föll alveg yfirvofandi, sum þegar ! boðuð. Oft hefur það verið þrautalend- ingin hjá Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnariwsningum, þegar þeir hafa viljað komast hjá að verja gerðir sínar í Reykjavík, að víkja talinu að landsmálum og flygja baráltunni yfir á það svið. Ég efast satt að segja um, eins og nú háttar málum, að þeir kæri sig um það og eru því líklega mest ar líkur á því að íhaldið verði að flytja kosningabaráttuna út fyrir landssteinana að þessu sinni og heyja hana á erlendri grund. Slík er afkomendum víkinga og aðdá- endum hernaðar og hreystiverka að fornu og nýju að sjálfsögðu eng an veginn ósambaðið hlutskipti, en hvort fengsældin verður í réttu hlutfalli við tilburðina skal ósagt látið. Við Framsóknarmenn munum í þessari kosningabaráttu halda okk ur við þau verkefni, sem til úr- lausnar eru í borgarmálefnum Reykjavíkur, enda ærið viðfangs- efni, og munum alveg neita að láta draga okkur í dilka eftir afstöðu okkar til óskyldra mála, við erum talsmenn þjóðlegrar uppbygging- arstefnu og viljum leggja fram krafta ckkar til þess að vinna land inu og þjóðinni það gagn er við| megum, og efla gengi bcrgarinnar í okkar sem mest, til þess að Reykja vík geti með sóma skipað sinn virðuiega sess sem höfuðborg í; frjálsu og f”F- 'lrla ' • '1 i. Undanfarin ár og áratugir Hafa verið tímabil mikillar uppbygging ar og framfara í íslenzku þjóðlífi. Um landið þvert og endilangt hafa risið upp ný og glæsileg mann- virki og stórtæk framleiðslutæki til lands og sjávar flytja björg í bú í áður óþekktum mæli. Ekki hvað síst hefur orðið gjörbylting í Reykjavík, sem hefur á þessu tímabili breytzt úr litlum fiski- mannabæ í glæsiiega höfuðborg. Engum kemur þvi á óvart þótt Sjálfstæðismenn geti bent á ýmis legt, sem gert hefur verið hér i höfuðborginni, enda skylt að viður kenna að mörgu hefur verið til leiðar komið. Ekki eru það heldur svo litlir fjármunir, sem farið hafa gegnum borgarsjóð, að þess vegna hafi þurft að halda að sér höndum. Á síðasta kjörtímabili munu tekj ur hans t.d. hafa numið meira en einum milljarði króna. Borgarbú- ar hafa goldið útsvör sín og aðrar álögur ríflega af hendi. Ekki er það þó stjórnendum borgarinnar fyrst og fremst að þakka, sem hér hefur áfram miðað, heldur eiga íbúar Reykjavíkur þar mestan heiðurinn sjáifir. íbúar Reykjavíkur cru framsæk- ið og duglegt fólk, sem með elju, vinnusemi og atorku, hefur lyft hverju Grettistakinu af öðru í sókn sinni til velmegunar og bættra kjara. Og þeir eru framar öllu gott fólk sem vill fá að starfa að hugðarefnum sínum í sátt og samlyndi, búa í haginn fyrir borg ina sína og fyrir landið sitt. Þess vegna finnst mér í sann- leika sagt við Reykvíkingar eigum betra hlutskipti skilið en að búa við hlutdræga og athafnalitla borg arstjórn eins og þá sem nú stjórn ar. Borgarstjórn, sem er á eftir með allt, sem hún á að gera, þann ig að framkvæmdir fólksins standa á því að látin sé í té nauðsynleg aðstaða af opinberri hálfu. í sam- eiginlegum framkvæmdum, sem stjórnendur borgarinnar eiga að sjá um, hefur rikt deifð og drungi, sem stingur mjög í stúf við fram- takssemi borgaranna. Þetta þarf að breytast. Við þurfum að fá borgarstjórn sem starfar í anda þess dugnaðar sem einkennir at- hafnir einstaklinga og félaga hér í borg. Atkvæðatölur síðustu kosn inga gefa ekki fyrirheit um það, að Sjálfstæðisflokkurinn missi meirihlutann, því verður höfuðat- riði þessara kosninga að skapa sem sterkasta og jákvæðasta and- stöðu í borgarstjórn og neyða hina gömlu valdaklíku þannig til bættra stjórnarhátta. Þetta verður bezt tryggt á þann hátt að veita okkur Framsóknar- mönnum betra tækifæri en við höf um hingað til haft til áhrifa í borg arstjórn. Leiðin til þess er að sjálfsögðu að gera sigur B-listans sem allra mestan, og það skulu vera mín síð ustu orð hér í kvöld að heita á alla Framsóknarmenn að vinna nú vel þennan stutta tíma sem eftir er. Hafið samband við trúnaðar- menn flokksins í hverfunum og skrifstofuna, Tjarnargötu 26, sem alira fyrst. Fylkjum liði undir merkjum Framsóknarflokksins. Vinnum vel og drengilega. Þá er sigurinn vís. 79 af stðSiifni (Framhaid af 16 síðu) mikla áherzlu frá upphafi, að ís- ienzkir leikarar færu með hlut- verkin í þessari kvikmynd. Er það þá í fyrsta sinn sem sú samvinna kemst á, að starfskraftarnir verði íslenzkir að frátöldum leikstjóra og tæknim. við kvikmyndatöku. Balling er einn allra færasti kvikmyndaleikstjóri Dana, og hef- ur áður unnið að kvikmyndatöku á norðurslóðum, meðal annars í Hvalfirði og Meistaravík. Þá gerði hann mynd í Færeyjum, sem hefur hlotið mikla frægð. Er mikill feng- ur fyrir Edda Film að hafa fengið Balling til að stjórna kvikmyndun- inni á Sjötíu og níu af stöðinni. Eins og liggur í augum uþpi, er Edda Film ekki fjársterkt fyrir- tæki, og veldur fjárskortur nokkr- um erfiðleikum. Kvikmyndun er dýr, en forráðamenn Edda Film vona að úr þessu rætist og hægt verði að kvikmynda hér í júlí og ágúst í sumar. & sí$an kind, René Schickele og Stefan Zweig. Þar með eru aðeins fáein ir nefndir af þeim fjölda, sem Thomas Mann skrifaðist á við. í þessum bréfum koma stjórn- málaskoðanir hans glöggt' fyrir almennings sjónir. Sannfæring hans um, að ekkert gott gæti leitt af stjórn Hitlers, rak hann frá Þýzkaiandi. „í andlegu lífi Þýzkalands á ég dýpri rætur heldur en þeir, sem í þrjú ár hafa verið að velta fyr- ir sér, hvort þeir ættu að dirf- ast að svipta mig þjóðerni mínu í augsýn alls heimsins". Eftir birtingu þessa opinskáa bréfs dirfðust „þeir“ að svipta hann þjóðerninu. í dag getur -l:k ert komið í veg fyrir, að spádóm- ar hans og hugsanir komi fyrir almennings sjónir í bréfum þeim, sem til allrar hamingju hafa varðveitzt. Ljónagrín (Framhald af 16. síðu). býður Sigurður Benediktson upp á vísnaþátt og hefur sér til fulltingis Friðfinn Ólafsson, Guðmund Bene diktsson, Helga Sæmundsson og Jó- hann Fr. Guðmundsson. Á eftir vísnaþættinum flytur Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, ræðu, en tónlist annast Jón Þórarinsson á- samt Jakobi Hafstein og Þorsteini Hannessyni. Þá er hlé, en síðan flytur Helgi Sæmundsson, formað- ur Blenntamálaráðs, ræðu,. Brynj- ólfur Jóhannesson og Haraldur Á. Sigurðsson flytja leikþátt eftir hinn síðarnefnda, en alllangt er nú orðið síðan hann hefur látið í sér heyra. Að lokum flytur Jónas Sveinsson, læknir, kveðjuorð. — Hálftíma áður en skemmtunin hefst, mun Halldór. Pétursson mæta á staðnum og teiknar hann þá, sem hafa vilja, bæði áður en skemmtunin hefst og í hléinu. For saia aðgöngumiða verður í Bóka- verzlun Lárusar Blöndal á Skóla- vörðustíg og í Vesturveri, og munu þeir kosta um 75 kr„ Skemmtunin verður ekki endur- tekin. Gera má ráð fyrir, að marg- an langi að heyra og sjá, hvað fram fer í Háskólabíói á sunnu- daginn, og ættu sem flestir að tryggja sér miða í tíma. Jónas Guðmundsson , forstöðu- maður Bláa bandsins, var meðal viðstaddra í Þjóðleikhúskjallaran- um 1. maí. Þakkaði hann þá miklu viðurkenningu, sem Lionsklúbbur- inn „Þór“ sýnir Bláa bandinu með því að efna til þessarar glæsilegu skemmtunar í stærsta samkomu- húsi landsins til ágóða fyrir stofn- unina. Bláa bandið hefur nú starf- að í 7 ár, og hafa um 1500 manns notið aðstoðar þess á því tímabili, en stofnunin getur nú haft á sín- um snærum 61 manns á heimil- inu við Flókagötu og í Víðihlíð. 2. síðan Ári síðar hélt Munichborg há- tíðlegt áttundu aldar afmæli sitt. Við það tækifæri kom Dulce An- aya fyrst fram við Bavarian ríkis óperuna. Dansaði hún þá m.a. aðalhlutverkið í „Undine“ eftir Hans Werner Henze, og einnig dansaði hún sem uppspretta lífs- ins í ballettinum „L’Abime“ eft- ir Yves Bonnat. Upp frá því hef- ur Dulce Anaya starfað í Munich. VfSavangur í október 1958 kostaði hver rúmm. kr. 1145.90; í október 1960 kr. 1379.14, og í marz 1962 kostaði hver rúmrn. kr. 1607.61. Árið 1958 voru hámarkslán frá Húsnæðismálastofnun ríkis ins kr. 100 þúsund, en hafa nú verið hækkuð i kr. 150 þús- uud.- Hækkun á meðalíbúð, 320 rúmmetra, er frá árinu 1957 hvorki meiri né minni en 177 þúsund krónur, eða liækk unin ein saman 27 þúsund kr. meiri en lánin eru nú. Hversu margir verkamenn ætli hafi efnf á að eignast íbúð núna. íbróttir baksund 2:29.0 mín. 400 m. ein- staklingsfjórsund 5:25.0 mín. Hjá konum eru afrekin þannig: 100 m. skriðsund 1:07.0 mín. 400 m. skriðsund 5:10.0 mín. 100 m. bringusund 1:17.0 mín. 200 m. bringusund 3:00.0 og 400 m. ein- staklingsfjórsund 6:15.0 mín, — ’Vóttir heima, og því útilokað að fá hús- næði fyrir keppnina, og margir aðrir erfiðleikar, sem skapast myndu af kosningunum. Um júní mánuð var heldur ekki að ræða þar sem þátttakendur okkar á Norðurlandamótið í Danmörku fara utan fyrst í júní. Bridgesam bandið skrifaði því hinu enska og bað það að halda vnálinu vakandi með það fyrir augum, að af keppn inni gæti orðið í haust. 15 TÍMINN. föstudacinn 4. maí 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.