Tíminn - 13.05.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 13.05.1962, Qupperneq 7
Otgefandi FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjón Tómaí 4rnason Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Knstjánsson Jón Helgason og indrið) G Þorsteinsson FullLrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri- Egili Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur f Bankastræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsíngasími 19523 Afgreiðslusimi 12323 Áskriftargj kr 55 á mán innanl í lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. - Tryggjum borginni okkar betri stjórn Sjálfstæðismenn reyna oft að verja hina duglausu stjóm sína á bæjarmálum Reykjavíkur með því að benda á hina miklu uppbyggingu, sem orðið hefur'hér í bænum seinustu áratugina. Við nánari athugun munu menn sjá, að hún er eigi borgarstjórnarmeirihlutanum að þakka. Reykjavík á vöxt sinn og uppgang fyrst og fremst tvennu.að þakka. í fyrsta lagi hefur hún notið þess á margan hátt, að hún er höfuðborg landsins. I öðru lagi hefur hún notið þess, að hér hafa búið óvenjulega margir framtakssamir einstaklingar, eins og sést á því, að hér eru hlutfallslega fleiri íbúðir í einkaeign en í nokkurri annarri höfuðborg. Á nær öllum sviðum eru framkvæmdir borgarinnar á eftir framkvæmdum einstaklinganna. Þetta sýna göturnar, höfnin og skortur dagheimila og skóla, svo að nokkur dæmi séu tekin. Reykjavík hefur vaxið og eflzt vegna framtaks einstaklinga, þrátt fyrir dugleysi borgarstjórnar- meirihlutans. íhaldsblöðin segja að þetta geti ekki verið rétt, þvi að dugandi einstaklingar kjósi ekki duglitla stjórn. Þess er þó miður víða dæmi, t.d. í ýmsum stórborgum Ame- ríku, þar sem sami meirihluti hefur haldizt áratugum saman, þrátt fyrir lélega stjórn. Svo öflugur er meirihluti Sjálfstæðisflokksins nú, — en borgarstjóri þess hlaut 11 atkv. í borgarstjórn, þegar hann var kjörinn — að það heyrir til ólíkinda, að honum verði hrundið. En það er samt hægt að bæta stjórnina. Það er hægt með því að skapa honum aukið aðhald með því að efla hina jákvæðu andstöðu í borgarstjórninni. Reynslan sýnir, að slíkt verður ekki gert með því að efla Alþýðuflokkinn eða Alþýðubandalagið. Báðir þessir flokkar hafa brugðizt hlutverki sínu sem jákvæðir and- stöðuflokkar í borgarstjórninni. Slíkt verður aðeins gert með því að efla Framsóknarflokkinn, sem hvarvetna hefur reynzt traustasti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeir hafa leitt saman hesta sína. Tveir fulltrúar Framsóknarflokksins í borgarstjórn, myndu veita meirihlutanum öflugt, jákvætt aðhald og hvetja hann til bættrar stjórnar. Tryggjum því borginni okkar betri stjórn með því, að tryggja tveimur Framsóknarmönnum sæti í borgarstjórn- inni. Gunnar og barna- vagninn Stjórnarblöðin reyna stundum að hæla sér af því, að stjórnin hafi aukið fjölskyldubætur. svo að þær eru nú einnig greiddar með fyrsta barni. En ekki er allt, sem sýnist. Síðan Gunnar Thoroddsen varð fjármálaráðherra, hafa álögur þær, sem ríkið leggur á borgarana meira en tvöfaldazt, miðað við 1958. Sem lítið dæmi um skattlagningu Gunnars má nefna það, að af barnavagni, sem kostar kr. 5.750.00. tekur Gunnar kr.- 2.700.00 í ríkissjóð, en fjölskyldubætur vegna barns eru um 3000 kr. á ári. Annað dæmi er það, að af rafmagnseldavél, sem kost- ar kr. 6.950.00, nælir Gunnar kr. 2.885.00 í ríkissióðinn. Og af grautarpotti, sem kostar kr. 200.00, fær Gunnar kr. 79.50, 1 hlut ríkissjóðs. Jörgen Bast; Fræg kona, sem er sett í varð- haid vegna eiginmannsins Bídault og kona hans esga ævintýralegan feril aS haki GEORGE BIDAULT, fyrrver andi utanríkisráðherra Frakk- lands, flýði til útlanda fyrir skömmu, og samdægurs var frá því sagt í fregnmiðum, sem dreift var yfir París, að hann hefði tekið að sér forustu leyni hersins OAS í Frakklandi. — Franska öryggislögreglan hef- ™ ur nú tekið konu hans fasta, frú Suzanne Bidault. Stafar það auðvitað af ótta við, að hún standi í sambandi við mann sinn. Sumum kann að virðast það allharkalegt af yfirvöldunum að láta fangelsa konur eins og frú Salan og frú Bidault. En hafa verður það í huga, að stjórn byltingarmanna i Alsír grunar frönsk yfirvöld um græsku. Ef konur þessar væru látnar óáreittar, eins og á stend ur um menn þeirra, þá hlytu alsírskir uppreisnarmenn að taka það sem nýja sönnun fyrir linkind frönsku stjórnarinnar gagnvart OAS. Hér er ekki aðeins um að ræða tvær kunnar hefðarkon- ur, heldur eru þær taldar holl- ar mönnum sínum og vísar til að taka að sér mjög mikilvæg störf fyrir OAS. Þetta á alveg sérstaklega við um frú Bidault. ÞVI verður þó ekki neitað, að handtaka frú Bidault ber mikinn keim af harmleik. Sag- an um hana og George Bidault var eitt af fegurstu ævintýrun- um, sem gerðust á fyrstu árun um eftir stríðið. Ósennilegt er, að þá hafi nokkurn órað fyrir, að það ætti eftir að enda á þennan hátt. De Gaulle hershöfð ingja hefði sennilega enn síður grunað það en flesta aðra. Frú Bidault er hin merk- asta kona. Hún er dóttir óbersta frá Toulon og þótti snemma góðum gáfum gædd og alveg einstökum dugnaði. Á námsárum sínum lagði hún einkum stund á austurlenzk mál og var henni snemma falið mikilvægt, menningarlegt verk efni í Saigon á Austur-Indlandi. Þarna eystra hóf hin dug- lega ungfrú Suzanne Bertei blaðamennsku. Gerðist hún starfsmaður við ritstjórn hins áhrifamikla blaðs „Le Courrier Saigonnais", en á þessum árum var hún ákaflega framgjörn. Hún þafði einsett sér að ná frama í utanrikisþjónustunni, en allt fram að þeim tíma hafði engri franskri konu tekizt það, — nema „bak við tjöldin“, eins og sagt er. En ungfrú Bertel auðnaðist Iþetta. Hún var tekin í utan- ríkisþjónustuna og hækkaði jafnt og þétt í tign. 1930 var hún — aðeins 26 ára að aldri — skipuð yfirmaður einnar af menningardeildum utanríkis- ráðuneytisins. Þessu starfi gegndi hún 1940, þegar ósköpin dundu yfir Frakkland. Hún i fylgdi stjórn Petain til Vichy, ' mörgum kunningjum hennar til ■ mestu undrunar. Þar hélt hún t áfram að veita menningardeild f; utanríkisráðuneytisins forstöðu í þar til Frakkland fékk aftur if frelsi sitt. „HVERNIG getur staðið á því, að Suzanne gerir þetta“, % Frú Bidault. sögðu hinir gömlu vinir henn- ar, hver við annan. „Hún, sem ávallt hefur vérið glóandi af ættjarðarást". Og raunin varð sú, að margir af vinum hennar snéru alveg við henni bakinu. Þá grunaði ekki, að starf Suz- anne Bertel hjá Vichy-stjórn- inni var aðeins skálkaskjól, sem henni tókst sérlega vel að hagnýta. í raun og veru lék hún ger- samlega tveim skjöldum og var í stöðugri lífshættu. Hún var ekki einungis ungfrú Suzanne Bertel ráðuneytisstjóri, held- ur einnig „Suzy“, mjög mikil- virkur þátttakandi í andspyrnu hreyfingunni. Hún stjórnaði sinni deild sjálf og skrifstofa hennar var pósthús fyrir bréfa skipti milli andspyrnuhreyfing arinnar og aðalstöðva de Gaulle í London. En þarna var einnig miðstöðin fypir sambandið inn- byrðis milli hinna ýmsu deilda í Frakklandi sjálfu, og það var ef til vill enn mikilvægara. Það kom því í hlut ungfrú Suzanne Bertel að koma til skila fjölda bréfa frá og til leiðtoga andspyrnuhreyfingar- innar, „Xavier“. Hún þekkti hann ekki sjálfan, heldur að- eins dulnefnið hans. Hana gat sízt grunað, að bak við þetta nafn stæði hinn smávaxni menntamaður George Bidault. sem leiðtogi fjölda fólks, er barðist upp á líf og dauða. En það voru gáfur hans, kraftur og kjarkur, sem voru þess vald andi. ÞAÐ má þvi nærri geta, að de Gaulle og samstarfsmönnum hans datt sízt í hug að líta á ungfrú Suzanne Bertel sem svik ara. Það var nú eitthvað annað. Fyrst eftir að frelsið var feng ið var henni sýndur hver viður kenningarvotturinn af öðrum. Ilún varð meðlimur heiðursfylk ingarinnar, fékk stríðskrossinn og andspyrnuorðuna. í augum hennar sjálfrar mun það þó hafa verið mikilvægara, að henni var falin forusta í hinu endurreista utanríkisráðuneyti í París. Hún var fyrirmynd allra framgjarnra kvenna í Frakk- landi de Gaulle. Og hún var sannarlega fögur og glæsileg', þar sem hún sat í sinni rúmgóðu skrifstofu við Quai d’Orsay, þegar fund- um hennar og hins nýskipaða utanríkisráðherra George Bid- ault bar fyrst saman. Nú voru grímur andspyrnuhreyfingar- innar fallnar og því ekki að undra, þó að þau hefðu margs að minnast frá undangengnum átakaárum. Brátt tókst góð vinátta með þeim og síðar ást. Og einn góð- an veðurdag ákvað Bidault með sjálfum sér, að hann vildi held ur eiga töfrandi eiginkonu en töfrandi ráðuneytisstjóra. Hann bar því upp bónorð sitt og fékk já. Og brúðkaupið var haldið umsvifalaust, enda óróatímar. Það var hvorki tími til brúð- kaupsveizlu né brúðkaupsferð- ar. Vígslan fór fram milli tveggja ráðuneytisfúnda. EN RAUNIN varð sú, að George Bidault missti ekki al- veg ráðuneytisstjórann sinn. Hún var enn mjög góður að- stoðarmaður hans í önnum dags ins. Til dæmis var hún snill- ingur í því að fletta heima- blöðunum í flughasti og velja það úr, sem mestu varðaði fyr ir Bidault. Úrklippurnar lágu á skrifborðinu hans heima, þeg að har.n lagði af stað til ráðu- neytisins. Frú Bidault var einnig fyrir- myndar húsmóðir. Hún naut sín alveg sérlega vel á hinu mikla (en misheppnaða) friðar þingi í París 1946. Það hlýtur að hafa verið sérstakt lán að fá hina fögru frú Bidault sem sessunaut við veizluborð. Þá voru engar óþægilegar þagnir. Henni tókst snilldarlega að leiða samræðurnar og hafa vald á þeim. Nú var ekki lengur nein þurrð á vinum. De Gaulle var einn af nánustu vinum þeirra hjóna, bæði meðan hann réð ríkjum og eins eftir að hann dró sig í hlé. ÞVÍ MÁ heldur ekki gleyma, hve frú Bidault var manni sín- um mikil mannleg stoð. Það vita allir Frakkar, að taugar Bidault voru mjög úr lagi gengnar eftir þau erfiðu ár, sem hann starfaði í andspyrnu hreyfingunni, og til að styrkja þær varð honum tíðgripið til sinnar kæru hvítvínsflösku. — Vinir og kunningjar voru rnjög umburðarlyndir gagnvart þess- um litla veikleika „Bip“, eins og þeir kölluðu Bidault. En smám saman hætti þessi veik- leiki að vera svo sérlega Iítill og því neðar sem dró í flösk- unni, því meiri hætta var á að hann færi úr jafnvægi. (Framhald á 15. síðu) T í M I N N, sunnudagurinn 13. maí 1962. z

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.