Tíminn - 18.05.1962, Page 7

Tíminn - 18.05.1962, Page 7
Ulgetsndi: FRAMSOKNARFLOKKURINN FramKvæmdastjóri Tómas Arnason Ritst.iórar Pórarinn Þórarinsson 'ábi Andrés Krist.jánsson. .lón Helgason og lndriói O Þorsteinsson FuMtrúi ritst.iórnar Tómas Karlsson Auglýs tnaastióri Egill Btarnason Ritst.iórnarskrifstofur i Edduhúsinu. afg-eiflsJa auglýsinaar og aftrar skrifstotur • Bankastrætr 7 Rima.r 1831)0- 1830S Aualvstngasimr 19523 Afgreiðslusimr 12323 Askriftairg.i kt 55 a man innanl I lausasölu kr 3 eint - Prentsmiðjan Edda h.t - álefnaleg uppgjöf Oft hafa íhaldsblöðin gefizt upp við málefnalegar um- ræður en þó aldrei iafn fullkomlega og nú. „Viðreisnin11 heyrist ekki lengur nefnd á nafn í íhalds- blöðunum. Álíka mikil þögn er um stjórn Sjálfstæðis- flokksins á Reykjavíkurbæ. Jafnvel teikningum af fyrir- huguðum framkvæmdum, sem mjög hefur verið hampað fyrir kosningar, hefur nú að mestu verið stungið undir stól. Þannig er alveg gefizt upp við að ræða lands- og bæjarmálin. Slíkt myndi vissulega ekki gert, ef íhaldið teldi mál- stað sinn góðan í þeim efnum. í stað umræðna um lands- og bæjarmálin, eru íhalds- blöðin nú full af æsiskrifum um gamlar og nýjar lyga- sögur, sem brugðið er á loft til þess .að draga athyglina frá „viðreisninni“ og stjórninni á Reykjavíkurbæ. Mest ber þar á þeirri lygasögu, sem íhaldið hefur hampað við flestar kosningar síðan 1937, að Framsóknarmenn sæktust eftir að mynda þjóðfylkingu með kommúnistum! Af nákvæmlega sama toga er sprottinn áróðurinn um Framsóknarmenn sem „óvini Reykjavíkur“ og um „yfir- gang“ SÍS. Kjósendur eiga vissulega að geta dæmt auðveldlega um málefnalega stöðu þess flokks, sem þannig gefst aiveg upp við að ræða stefnu sína og störf, og býr til hreinar Gróusögur til að draga athyglina frá þeim. Tvöfaldur ótii Æsiskrif íhaldsblaðanna, sem snúast fyrst og fremst um Framsóknarflokkinn, stafa af tvöföldum ótta. í fyrsta lagi óttast Sjálfstæðisflokkurinn eflingu Fram- sóknarflokksins. M. a. vegna þess verði íhaldsmeirihlutan- um tryggt aukið aðhald í borgarstjórn Reykjavikur. í öðru .lagi óttast íhaldið, að kommúnistar missi svo fylgi, að þeir verði ekki lengur stærsti andstöðuflokkur- inn i borgarstjórninni og eftir það verði örðugra að nota .þá sem Grýlu, þegar það á við, eða að nota þá til sam- starfs, þegar það þykir henta betur. Af þessum ástæðum stafa hin taumlausu æsiskrif íhaldsblaðanna um Framsóknarflokkinn, En þau munu engu breyta. Fleiri og fleiri gera sér ljóst, að bæði íhaldið og kommúnistar þurfa að minnka. Einmitt æsiskrif íhaldsblaðanna munu hjálpa til.að gera mörgum þetta ljósara en áður. Kosið um „viðreisn“ Þótt íhaldsblöðin þegi um „viðreisnina" o.g kjaraskerð- inguna nú, munu þau vissulega ekki gera það, ef svo ótrú- lega tækist til, að stjórnarflokkarnir fengju sæmileg úrslit í kosningunum. Slík úrslit yrðu talin sigur fyrir „viðreisnina“ og stuðningur við kjaraskerðinguna. Eftir það myndu stjórn- arflokkarnir verða enn ósvífnari í þessum efnum en áður. Þess vegna mega ekki þeir. sem eru andvígir kjara- skerðingarstefnunni, ljá stjórnarflokkunum lið í þessum kosningum. Þeir, sem eru andvígir kjarabótastefnunní, eiga fyrst og fremst að efla aðalstjórnarandstöðuflokkinn. Fram- sóknarflokkinn. Það myndi veita stjórnarflokkunum að- hald, sem þeir tækju eftir og virtu. | John Dansiruo: menn í Laos hafa gert landaríkjunum mjög erfitt fyrir Seinustu afburðir geta greitt fyrir myndun óháSrar stjórnar þar. KQMMUNISTUM og hlutlaus- um hefur tekizt aff ná fótfestu í nálega öllum norð-vestur hluta Laos undanfarnar vik- ur. Markalínurnar milli umráða svæða þeirra og Vientianestjórn arinnar hafa ekki einungis tek- ið breytingum, heldur hafa stjórnarandstæðingar víða sótt fram um 150 kílómetra. Þeir sækja fram með Me kong-ánni, þ.e.a.s. meðfram landamærum Thailands. Heita má, að meginhluti landsins sé á valdi stjórnarandstæðinga, að undantekinni borg konungs, Lu ang Prabang, og stjórnarborg- inni Vientiane, auk nokkurra svæða um mitt landið og í suð- urhluta þess. ÞVÍ VAR HALDIÐ fram í flest um fréttaskeytum frá vestræn- um heimildum, að stjórnarand- stæðingar hefðu rofið vopna- hléð. Sannleikurinn er þó sá, að á þessu ári hafa báðir aðilar hvað eftir ar.nað hegðað sér öndvert ákvæðum vopnahlés- samninganna. Um baráttuna í norðurhluta landsins hinar síð- ustu vikur er það að segja, að það var tvímælalaust ríkisstjórn in (hægri menn), sem þar braut ákvæði vopnahléssamningsins Hún safnaðj liði til árása við Nam Tha, sem hún svo missti í vikunni sem leið, en þar gerðu stjórnarandstæðingar árás og sóttu svo fram þaðan. Við síðustu atburði hefur að- =taða ríkisstjórnar Boun Oum fursta — og valdamesta manns hennar. Phumi Novasan hers- höfðingja, — veikzt til muna. Stjórnin hefur ekki aðeins glat- að miklu a herstvrk sínum. heldur einnig beðið mikinn álitshnekki, bæði út á við og inn á við, ÞAÐ MÁ TELJAST táknrænt um ástandið, að stjórninni þótti óhjákvæmilegt að halda því fram í vikunni sem leið, að veruleaur kínverskur herstyrk- ur hefði lekið þátt í hernaðar- átökunum í norðurhluta lands- ins. Þetta er nýr hlekkur í langri ósannindakeðju borgara- legu stjórnanna í Laos. Allt til þessa heíur það verið sjálfsagt viðbragð, að hrópa hátt um mikla þátttöku herja frá Viet- nam, þegar rikisstjárnin hefur farið halloka. Jafnoft hafa Bandaríkjamenn og aðrir orðið að mótmæla þessum staðhæfing um. Nú er aðstoðin sögð koma frá Kína og enn verða Banda- ríkjamenn að mótmæla því. -Tilkynningar Laos-stjórnar- innar eru orðnar frægar fyrir öf.gar og það er vegna þess, að aðstaða stjórnarinnar er veik. Vegna þessa hefur hún lagt út á hálli ís en ella i flestum efn- um. ÁRIÐ SEM LEIÐ var stjórnin í mikilli hættu stödd. Stefna Bandaríkjanna hafði breytzt og þau höfðu tekið upp beina þáít töku í aðgerðum gegn stjórnar- andstæðingum. í kjölfar þessa fylgdi mikil keppni # í aðstoð milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkianna. Ýmsir erfiðleikar urðu á vegi og hver „kreppan“ NOSAVAN af annarri skall á áður en ný- kjörna forsetanum, Kennedy, tókst að losa stefnu Bandaríkj- anna að nokkru leyti við bein brot á hlutleysissamningnum um Laos, sem hófust í Genf 1954. þó að stjórn Bandaríkj- anna skrifaði ekki undir þá samninga. Kennedy lýsti yfir því, að Bandaríkin mundu viðurkenna hlutlaust Laos og koma yrði á fót samsteypustjórn, með þátt- töku Bou Oum, hlutlausa furst- anum Suvanna Phuma — sem átti að vera forsætisráðherra — og Suvanna-Vong, leiðtoga kommúnista. En þetta reyndist auðveldara í framsögn en framkvæmd. — Bandaríkjamenn reyndu að breyta stefnu sinni, en með þvi veiktu þeir aðstöðu sína, og S það lagið var undir eins gengið hvaðanæva að. Loks tókst að koma á vopna- hléi með samkomulagi milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. En þá komu í Ijós ósigr- andi erfiðleikar á stjórnarmynd un. Deilan stóð einkum um ráð- herraembættin, þ.e.a.s. völdin í landinu Bou Oum — eða rétt- ara sagt Novasan — neitaði af- dráttarlaust að láta af hendi nokkra ráðherrastöðu, sem þýddi valdaafsal hans. NOVASAN hélt fast við þessa stefnu sína og hún hefur hindr- aJ myndun samsteypustjórnar allt til þessa, eða í heilt ár, og haldið borgarastyrjöldinni gang andi. Það, sem gerði honum þetta kleift, var m.a. sú hernað- arlega hvíld, sem Sovétríkin og Bandaríkin veittu honum með samkomulagi sínu um vopnahlé. Stefna Bandaríkjanna hefur hefur verið áberandi hvarflandi þetta tímabil og borið vott um mikinn taugaóstvrk út af hugs- anlegri framvindu mála annars staðar í Suð-austur-Asíu Að því er varðar forseta Bandaríkj- anna og nánustu ráðgjafa hans, þá virðast þeir hafa viljað sjá, hverju fram yncfi og vonast í lengstu lög eftir. að dvínandi á hugi drægi úr andstæðingum stjórnarinnar og héldi þeim í skefjum. Valdamenn í Wash- ington bundu miklar vonir við víðtæka samninga við stjórn Sovétríkjanna. Kennedy forseti varð fyrir sömu reynslu og fyrirrennari hans í viðskiptunum við menn eins og Svngman Rhee í Suður- Kóreu, Chang Kai-Shek á For- mósu og fleiri. Novasan hafði verið veittur svo mikill styrk- ur og uppörvanir, að Banda- ríkjamönnum reyndíst mjög erf itt að knýja hann til breyttrar stefnu. Hann sat við sinn keip, ' vildi ekki afsala sér völdunum og hélt áfram að bióða Banda- víkjamönnum byrginn. HERNAÐARYFIRVÖLD í Bandaríkjunum höfðu mikla meðaumkun með Novasan og ríkisstjórnin var lengi vel slík í aðgerðum sínum, svo hógvær- lega sé að orði komizt. Novasan neytti aðstöðu sinnar, og það var ekki fvrr en í febrúar i vet ur, að stjórn Bandaríkjanna herti alvarlega á með því að stöðva efnahagsaðstoðina við • Laos. Þetta hefur ekki enn komið að notum. Stjórnin hafði fullar hendur fjár til að bvria með. og hún hefur ekki hikað við að f”'inda af stað nýrri verðbóleu- skriðu. Auk þessa hefur Bou Oum heimsótt Thailand. Suður- Kóreu. Suður-Vietnam og Burma. til þess að afla stefnu sinni aukins stuðnings. Banda- ríkjamenn hafa því — allt fram að þessu — orðið að eiga viðræður á laun við Ieiðtoga uppreisnarr.-.anna til og frá um Laos. til bess að l“?sia áherzlu á, að valdhöfunum í Washing- ton væri alvara með hlutleysi Laos og kröfuna um myndun sam ct evpust jórnar. Meðan á þessu stóð hóf Nova- san liðssamdráttinn í Nam Tha — og því er komið. sem komið e;-. ÞETTA ER uggvænlegt ástand, bæði fyrir stjórnina í Vientiane og stjórn Bandaríkjanna, sem hafði þó fengið dýrmætt tóm til athugana árið sem leið. Nú verður hún að áfrýja til stjórn- ar Sovétríkjanna. og krefjast þess. að ún hafi hemil á stjórn arandstæðingunum í Laos. Sam- tímis verður að þvinga Novasan í snatri til samninga, áður en Ieikurinn er alveg tapaður. ef það er þá ekki þegar orðið. Stefna Bandaríkjanna snýst um það. að þagga niður hrópin um hættuna í Laos. um leið og undirbúnar eru hersvningar um hverfis næsta nágrenni. sem er háð áhrifum frá framvindu mála í Laos. þ.e. Thaiiandi Sarit Thanarit, marskálkur Thailands og forsætisráðþerra. hefur lengi stutt Vientiane- stjórnina bæði leynt og Ijóst. Hann er frændi Novasan og veit vel, hvað afleiðingar það gæti haft fyrir hans eigin stjórri ef Vientiane-stjórnin félli og óvin urinn héldi óhindraðiir ;ifrom meðfram Mekong-ámii. Sami ótti veldur því, að Bavrdaríkja- men. ;rípa til her?vn>rga til styrklar stjórninrii í Tn.iilr.ndi. Framhald á uls 15 T f MI N N, föstudaginn 18. maí 1962 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.