Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 3
Til vinstri á myndinni er Guöni 'Helgason, sjómaður frá EskifirSi. Á barnsaldri missti hann sjón á Ö5ru auga, og fyrlr nokkru var það skorið burt. Guðni hefur nú fengið ný'tt auga í stað þess. Að vfsu er það blint auga, en erfitt er að greina hvort augað er sjáandi. Lesendur geta reynt að gizka á það. Til hægri er Múller-Uri, sem smíðaði gerfiaugað, að smíða varaauga fyrir Guðna. (Ljósm.: TÍMINN, GE). Hefur OAS fyrlr- skipað vopnahlé? NTB—Algeirsborg, 1. júní. Orðrómur er nú á kreiki í Al- sír um það, að leyndarráð OAS-samtakanna hafi fyrir- skipað algert vopnahlé í Alsír a.m^k. fram á sunnudag, ef það mætti verða til þess, ð við ræður hæfust milli forkólfa OAS-samtakanna og FLN- stjórnarinnar. Sú dauðakyrrð, sem ríkt hefur í Algeirsborg í dag, styður þá skoðun, að fótur sé fyrir frétt þessari. Svo undarlega brá við í morg- un í Algeirsborg, að ekki heyrð- ist einn einasti skothvellur, og ekki var vitað til, að nokkur hryðjuverk hefðu verið framin. Telja fréttamenn ,að OAS-menn vilji nú samningaviðræður við FLN-stjórnina, og muni því sitja á sér fyrst um sinn og auka Árangurslaus klukkustund í gær var boðað til viðræðu- fundar í togaradeilunni. Aðilar höfðu skamma viðdvöl á fundin- um, eða nálega klukkustund án árangurs. Ekki hefur verið' minnzt á annan fund. þannig möguleikann á því, að viðræður geti hafizt. Síðustu dagana hafði sú fregn farið fjðii)inum hærra, að viðræður væru þegar hafnar milli OAS og FLN, en þeir sið- arnefndu vísað frétt þessari á bug og sagt, að hér væri aðeins um áróðursbragð OAS-mönnum. að ræða hjá Fulltrúi FLN í bráðabirgða- stjórninni í Alsír, Chawki Mo- stafai, hefur þrásinnis lýst því yfir, að slíkar viðræður yrðu ekki til neins. Býr til ný mannsaugu í fyrradag kom hingað til lands þýzkur augnsmiður, Muller-Uri, frá Stokkhólmi. Hann er sonur Albert Múller- Uri, sem kom hingað fyrir tveimur árum og vann hér að gerviaugngerð, en sú fjöl- skylda hefur stundað þessa list í heila öld og glerblástur allt frá árinu 1126. Miiller-Uri er hingað kominn á vegum Gísla Sigurbjörnssonar for- stjóra og í samráði við augnlækna hér í Reykjavík. Fréttamenn hittu ASÍ sýnir á Aknanesi Iðnaoarbankinn í nýtt hús Iðnaðarbanki íslands tók í gær í notkun hin nýju húsa- kynni sín að Lækjargötu 4. Teikningu að húsinu gerði Halldór H. Jónsson arkitekt. Hið nýja hús bankans er 5 hæðir og kjallari, flatarmál þess er 347 fermetrar. Bygging hússins hófst sumarið 1959 ,og í apríllok var kostnaður orðinn 11 milljónir króna- Bankinn notar til starfsemi Landhelgisbrjótur Varðskipið Óð'inn tók í fyrradag, kl. 16, brezka togarann Ross Stalk- er GY 527, að ólöglegum veiðum rúmlega eina sjómílu innan fisk- veiðitakmarkanna, út af Stokks- nesi. Varðskipið kom með logarann til Eskifjarðar í gærmorgun. Rétt- arhöld í máli skipstjórans munu væntanlega hafa hafizt þar í gær. sinnar kjallara, götuhæð og aðra hæð hússins. Á fimmtu hæð er eldhús og matstofa fyr- ir starfsfólk, en um síðustu ára- mót störfuðu 28 manns hjá bankanum. Afgreiðslusalurinn er á götuhæð, en á annarri hæð er salur fyrir bókhald, biðstofa. skrifstofa bankastjóra og aðal- bókara auk fundarherbergis bankaráðs. Iðnaðarbanki íslands heíur selt Félagi íslenzkra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðar- manna fjórðu hæð hússins, og munu þessi félagasamtök hafa þar til húsa skrifstofur sinar Byggingameistari hússins var Jón Bergsteinsson, og hafði hann aðalumsjón með byggingu þess. Jón Karlsson arkitekt sá um teikningar að innréttingu i afgreiðslusal og skrifstofur á 1. hæð og teikningar á húsgögn- um. Húsið er allt hið vistlegasta. hátt til lofts og vítt til veggja og mjög nýtízkulegt. I gær kl. 16 var opnuð' á Akra- nesi málverkasýning Alþýðusam- bands íslands, og verður hún opin almenningi í dag og á morgun frá kl. 14 til 22. Sýningin er í Iðn- skólanum á Akranesi. Arnór Hannibalsson forstöðu- maður safnsins opnaði sýninguna, en á henni eru 36 málverk eftir alla helztu listamenn þjóðarinnar. í dag kl. 16 mun Hjörleifur Sig- ui'ðson listmálari, leiðbeina gest- um um sýninguna og kl. 17 verða sýndar kvikmyndir um myndlist á íslandi fyrr og nú. Björn Th. Björnsson mun flytja formálsorð með kvikmyndinni. Enginn aðgangseyrir er að sýn- ingunni, en gestir hafa gerzt áskrif endur að listasögu og listaverka- bók þeirri, sem gefin verður út á næsta ári, en allur ágóði að henni rennur til safnsins. F.í. 25 ÁRA Á sunnudaginn eru 25 ár liðin frá stofnun Flugfélags íslands. Það var stofnað 3. júní 1937 á Akur- eyri og hlaut þá nafnið Flugfélag Akureyrar. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins var Agnar Kofoed-Hansen, núverandi flugmálastjóri. Fyrsti formaður þess var Vilhjálmur Þór. Núverandi formaður er Guðmund- ur Vilhjálmsson, en forstjóri er Öm Ó. Johnson. Á þeim 25 árum, sem fiugfélag- s ið hefur starfað, hefur það flutt um 850 þúsund farþega. Nú á flugfélagið 7 vélar og hefur auk þcss á leigu 2 vélar. | hann í gær, þar sem hann starfar I að augngervismíðinni á elliheimil- | inu Grund, og kvaðst hann mundi verða hér til næsta laugardags. Mörg gerviaugu hafa þegar verið pöntuð, og bjóst Miiller-Uri við að afgreiða 70—80 manns í þetta sinn. Augað kostar 1000 krónur ísl., en Miiller Uri-tekur 100 kr. sænskar fyrir stykkið. Eichmann (Framhald af 1. síðu). Eichmann hafði tvisvar sótt um náðun og margir höfðu lát- ið þá skoðun í ljós, m.a. verj- andi hans Servatíus, að hann yrði ekki tekinn af lífi. Bent var á, að aldrei frá stofnun ísraels- ríkis, fyrir 14 árum, hefur nokk ur fangi verið tekinn þar af lífi. Ríkissaksóknari hafði strax við upþhaf réttarhalda lýst því yfir, að engin refsing önnur en líflát kæmi til greina. Margir hafa látið í ljós und- un yfir því, hve skjótt dómar- inum var fullnægt, eftir að for- seti hafði.hafnað náðunarbeiðn- inni. Benda menn á, að þetta sýni ljóslega, að aldrei hafi ann að hvarflaö að ísraelskum yfir- völdum en að láta sakborning- inn sæta fullri ábyrgð gerða sinna. Strax og ættingjum Eich- manns var kunugt um að dóm- inum yfir honum hafði verið fullnægt, kröfðust þeir þess, að líkið væri fengið þeim í hend- ur til greftrunar í fæðingarbæ Eichmanns, Linz i Austurríki. Samkvæmt gamalli venju var lík hans hins vegar brennt og öskunni dreift á hafi úti. Synir Eichmanns og kona hans segja, að aftakan hefði komið þeim á óvart. Eichmann hafi verið saklaus, og því hafi verið framinn glæpur með af- töku hans. Blöð um allan heim birtu frétt ina um aftöku Eichmanns með stærsta letri á forsíðum í dag og ljúka flest upp einum munni um það, að hér hafi endað líf sitt mesti glæpamaður sögunn- ar. Allt til hinztu stundar hafi hann ekki látið neinn bilbug á sér finna og engrar iðrunar var vart hjá honum. Hann var kald- ur og beiskur í lund, og er snör- unni var brugðið um háls hans rétti hann úr sér og hrópaði: „Lifi Þýzkaland, lifi Austurríki, lifi Argentína. Eg hlýddi kalli þjóðar minnar á stríðstímum og gerði það sem skyldan bauð mér.“ Sölusýning á handavinnu vistfólks á ellihelmilinu Grund verður opln j dag frá klukkan tvö tll sjö á loftinu í austurálmu hússins. Á sýningunni er fjöldi aðskiljanlegra muna, sem mlkll prýði er að og verðinu mjög í hóf stillt. Frú Magnea Hjálmarsdóttir kenndi handavlnnu á elllheimilinu í vetur. Nemendur hennar voru 50 vist- menn. Elzta konan, sem á handavinnu á þessari sýningu, er 98 ára gömul, og önnur kona, 87 ára gömul, á þar 60—70 muni. — Myndin er frá sýningunni. (Ljósm.: TÍMINN, GE). T I M I N N, laugardagur 2. júní 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.