Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 15
Minningarorð Framhald ai 6 sí5u. ast og verSa að liði á ýmsan hátt. Með öllum hennar afkomendum og systkinum ríkti ætíð samhug- ur og fjölskyldutengsl og átti hún sinn þátt í því. Hún var ættrækin trygglynd og vinamörg, vel minn- ug og sjálfmenntuð. Fríð sýnum og höfðingleg, svo sem hún átti kyn til. Óljóst man ég eftir, er hún bjó á Þorgeirsfelli, við fábreytt verald argæði, en hafði þó alltaf tíma til að víkja góðu að börnunum úr nágrenninu. Síðar kynntist ég henni á efri árum og skildi þá vel, hvers vegna móðir mín minnt ist hennar svo hlýlega og sakn- aði þess, er hún og hennar fólk flutti af nágrannabæjum. En Snæ- fellsnesið var Theódóru jafnan kært og hafði hún mikla ánægju af að fylgjast með framförum þar, en það átti hún auðvelt með, því að vestanmenn áttu oft leið um garða hjá þeim hjónum. Þetta eru fáar línur úr langri sögu alþýðukonu, en það fór ekki fram hjá neinum, sem kynntust henni, að hún var mikilhæf kona og grein af styrkum stofni. Góð- um félagsmálum lagði hún lið, starfaði mikið í reglunni svo og kvenfélagi Háteigssóknar. Trúræk in vár hún, og var annt um kirkju sína. Hún var sinnar gæfu smið- ur og tók örlögum sínum með æðruleysi í blíðu og stríðu. Öldruðum eiginmanni og öðrum ástvinum sendi ég fyllstu samúð- arkveðjur. Þórður Kárason. í dag er til moldar borin merk iskonan Theódóra Kristjánsdóttir, sem lézt á Landsspítalanum 23. maí s.l. Theódóra var fædd í Straum- fjarðartungu í Miklaholtshreppi 18. jan. 1883 og var því á 80. aldursári er hún lézt. Hún var dóttir Kristjóns Guð- mundákönar, sfðar bónda á Hjarð arfelli, og Sigríðar Jónsdóttur fyrri konu hans. Hún fluttist með foreldrum sínum að Hjarðarfelli á 1 .ári og naut þar sinna fyrstu vordaga meðal ástríkra foreldra og bræðra. En móðurhlýjunnar naut hún skamma stund, því fjögurra ára sá hún á eftir móður sinni í gröf ina og 9 ára var- hún, er faðir hennar féll frá. Ólst Theódóra því öðrum þræði upp hjá Ömmu sinni, Þóru á Mið hrauni og frænda sínum, Þórði Hreggviðssyni. Öllum Hjarðarfellssystkinum var mikið áfall, hve ung þau misstu foreldra sína, en þó mun það hafa aukið ástríki þeirra á milli og stælt kjark þeirra, til að komast.til þroska og manndóms. Theodóra fór að heiman frá Miðhlauni 17 ára gömul til Stykkishólms. Var hún þar í þjónustu á myndarheim ilum og nam jafnframt sauma- skap, sem hún síðar stundaði all- mikið og lék henni allt slíkt í hönd um. Úr Stykkishólmi fluttist hún til Ólafsvíkur og giftist þar árið 1906, eftirlifandi eiginmanni sínum, Þor keli Guðbrandssyni, og stofnuðu þau heimili þar. Var það mál manna, að ungu brúðhjónin hefðu verið óvenjulega glæsileg og búin gjörvuleik til starfa að þeirrar tíðarhætti. Þorkell stundaði sjómennsku um allmörg ár og kann frá mörgu að segja um upphaf vélbátaútgerð ar við Breiðafjörð, því að hann var meðeigandi fyrsta vélbáts, er þangað kom. Árið 1909 fluttu þau hjónin að Brekku í Staðarsveit, því að sveit in átti tryggan hug Theódóru alla ævi. Bjuggu þau þar og á Þor- gilsfelli til ársins 1921, er þau fluttu á Hellissand. Á þessum árum var við ýmsa erfiðleika að etja — slæmt árferð'i og þrengingar vegna lieimsstyrj- aldarinnar fyrri. Fátæktin var-því fylgikona ungu hjónanna á Brekku á þessum tíma eins og margra frumbýlinga fyrr og siðar. Þorkell stundaði sjó jöfnum höndum með búskapnum alla tíð, þangað til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur árið 1925. Eftir það stundaði hann mest hafnarvinnu og vann um langt árabil hjá Eim skip. Þau Theodóra og Þorkell eiga þrjú börn: Sigríði, Guðbrand og Ragnheiði. Hafa þau ásamt foreldr unum lengst af átt sameiginlegt myndarheimili á Háteigsvegi 28. Theodóra var óvenju glæsileg kona, myndarleg húsfreyja og hög til allra verka, ástrík eiginmanni og börnum og tryggðartröll syst- kinum og systkinabörnum, svo að mörg þeirra töldu hana sína aðra móður. Sama var að segja um mörg önnur börn, er hún fóstraði um skemmri og lengri tíma. Öll litu þau á hana sem móður sína. í dag verða henni færðar hinztu þakkir og kveðjur frá fjölmörgum frændum og vinum fyrir einstaka tryggð og vinfestu. Manni hennar og börnum eru jafnframt færðar samúðarkveðjur, og huggun er það harmi gegn, að maðurinn lifir þótt hann -deyi og endurfundir eru vísir síðar. Og æskusveitin hennar Theo- dóru blessar minningu sinnar glæsilegu dóttur. Ævistarf henn ar allt verður ungu fólki ævar- andi hvatning til afreka og dáða. G.G. Hækkanir í Sovét (Framhald af 16. síðu). Þegar fréttin um væntanlegar verðhækkanir barst út um borg- ina í gær, varð mikill handagang ur í öskjunni hjá matvörukaup- mönnum. Allar húsmæður vildu birgja sig sem bezt upp fyrir hækkanirnaí. Haft er eftir blaða manni í Moskvu, að raunar kæmu hækkanir ekkert flatt upp á íbú- ana, þeir væru vanir slíkum verð sveiflum. Opinberir aðilar á Vesturlönd- um telja, að verðhækkanir þessar, eigi rætur að rekja til hinnar miklu gagnrýni, sem beint var að landbúnaðarframleiðslunni í heild, á fundi miðstjórnar kommúnista- fiokks Sovétríkjanna í síðasta mánuði. Fréttamenn í Moskvu segja, aö athyglisvert hefði verið að sjá, að skömmu eftir verðhækkanirnar hafi matvörubúðir fyllzt af inn- fluttu svína- og kálfakjöti, svo og | kjúklingum, en til skamms tíma sáust þessar fæðutegundir varla í búðum. Vítir harðlega Framhald ai 7 siðu. en vítir harðlega þá leið að skattleggja bændastétti'na og neytendur landbúnaðarvara sérstaklega í þessu skyni. Vill fundurinn benda á að efling landbúnaðarframleiðslunnar er hagsmunamál þjóðarinnar allrar, en ekki sérmál þeirra sem búskap stunda á hverjum tíma, og því mjög ranglátt að þeir skuli sérstaklega skatt- lagðir í þessu skyni, ekki sízt þegar ákveðið er með lögum, að tekjur bænda skuli miðast við tekjur lægst launuðu stétta þjóðfélagsins. II Fundurinn vill beina því til allra frjálshuga bænda í land inu, að fylkja liði til samtaka átaks um að hrynda af sér slíkri skattkúgun. Fundurinn telur það mikið álitamál, hvort skattlagningar þessar samrímast ákvörð,un stjórnar skrárinnar um friðhelgi eign arréttarins og skorar því á félagsmálasamtök bænda að láta kanna það fyrir dóm- stólunum. Frá Bændafélagi Fljötsdalshéraðs I Dagskrá sjómanna- dagsins í Hafnarf. Eins og að undanförnu verður sjómannadagsins í Hafnarfirði minnst með hátíðahöldum á sjó- mannadaginn 3. júní n.k. og hefj- ast þau með því að kl. 9,45 verður safnazt saman við Slysavarnaskýl- ið við Vesturgötu og gengið það an undir félagsfánum til kirkju. Klukkan 10.00 messar séra Garðar Þorsteinsson í þjóðkirkjunni og Kristinn Hallsson syngur einsöng. Klukkan 14.00 hefjast svo útihá tiðahöldin við Thórsplan með ræð um sem fulltrúar félaganna halda, þar næst verða aldraðir sjómenn heiðraðir, að því loknu verða ýms ir skemmtiþættir. Svo lýkur úti- hátíðahöldunum með róðrakeppni sjómannadagsins. Um kvöldið verður danasð í tveimur samkomuhúsum bæjarins, Alþýðuhúsinu og Gúttó. — Miðar að dansleikjunum verða seldir á laugardaginn í Alþýðuhúsinu frá kl. 18.00 til 19.00. og á sunnudag eftir kl. 20.00. Kartöflurnar (Framhald ai 1. síðu). Aftur á móti hafa þeir ekki áhuga á gullauga og rauðum íslenzkum kartöflum, sem hjá okkur lenda í úrvalsflokki. Fyrir 1. flokk fæst við þessa sölu svipað verð og greitt var til framleiðenda í haust, er þær komu upp úr görðunum. Full trúi brezku kaupendanna sagði, er hann sá kartöflurnar hér, að þær væru eins góðar og beztu kartöfl- ur, sem koma frá Hollandi til Eng lands. Því miður var ekki til nægilegt magn bintje-kartafla svo helming- ur þess, sem nú verður flutt til Englands er gullauga. Jóhann Jónasson, forstjóri, tjáði frétta- manni blaðsins, að miklum áfanga værii/nú,! náð með því að tekizt hefði að fá leyfi brezkra yfirvalda til þess að selja íslenzkar kartöfl ur til Bretlands. Nú, þegar það leyfi væri fengið,, gilti mestu, að kartöflurnar reyndust vel, og mætti þá ef til vill halda áfram að selja kartöflur úr landi, ef framleiðslan eykst hér, og kartöfl- urnar reynast góð vara, sem hinir brezku kaupendur eru ánægðir með. Ástæðan til þess ,að Bretar kaupa kartöfur héðan að þessu sinni er sú, að uppskera hefur seinkað í Hollandi, en þaðan kaupa Bretar mikið magn ár hvert. fs- lenzku kartöflurnar verða þó að hafa borizt til Bretlands eigi síðar en um 20. þessa mánaðar, og aðal vandamálið í sambandi við söluna reynist nú vera að útvega skip til þess að flytja kartöflurnar á mark aðinn. Akureyringar skoruðu Framhald af bls. 12. loka hans, og náðu mú Akurnes- ingar í fyrsta sinn frumkvæðinu. Ríkharður gaf til Ingvars, sem lék upp kantinn, sendi til Þórðar, sem var frír á vítateig, og var hann fljótur ag afgreiða sendinguna með hörku skoti í netið. Gengu nú Akurnesingarnir berseksgang og síðasta hættulega augnablikið í hálfleiknum skapaði Ríkharður með hörku-skoti af löngu færi, sem Einar sló naumlega yfir. Þannig endaði hálfleikurinn 4—3 fyrir Akranes. Daufari leikur Seinni hálfleikur var miklu daufari en sá fyrri Akureyring- ar voru mun meira i sókn, enda spiluðu Akurnesingar algerlega varnartaktík. Ríkharður dró sig alveg aftur og lék lengst af sem anar miðvörður. Akureyringarnir sóttu fast, en höfðu ekki erfndi sem erfiði, því að hinir ungu varnarleikmenn ^ Akurnesinga, Bogi S., Þórður Á. og Helgi H. vörðust vel. Léku Akureyringar oft mjög vel upp að vítateig, en þá vantaði alltaf herzlumuninn til að skora. Einu sinni skall hurð nærri hæl um, er Bogi bjargaði á línu. Akur nesingar létu Ingvar og Þórð liggja nokkuð framarlega og ætl uðu með því að ná öðru hvoru snöggum upphlaupum, og í einu slíku tókst Þórði að skora úr þröngri aðstöðu. Það var ekki fyrr en 15 mín voru til leiksloka að Akureyringum tókst að jafna met in í þessum hálfleik með því að skora. Kári og Skúli voru báðir á Markteig, Helgi hljóp út, en Skúla tókst að renna fram hjá honum í netið. Síðustu mínúturnar fyrir leiks lok sóttu Akurnesingar aftur í sig veðrið, staðráðnir í að vinna leikinn. Áhorfendur tóku nú eftir því, að hinn alskeggjaði mark- vörður Akurnesinga var kominn fram á vítateig og farinn að syngja hástöfum. Þótti heima- mönnum það góðsviti. Þannig lauk svo þessum skemmtilega leik Akurnesingar voru vel að sigrin um komnir, og verður gaman að sjá þá seinna í sumar ef svo fer, sem nú horfir, og Ríkharður get ur verið með. Leiðinlegt er til þess ag vita, hve Akureyringar fá oft lítið út úr leikjum sínum, svo bráðskemmtilegt sem liðið annars er, með hinum ungu og frísku strákum. En reynsluleysið háir þeim enn, þá vantar herzlu muninn, og þá fyrst og fremst „taktískari“ leik. Með meiri agá og „taktísku“ spili geta þeir náð lang't og sannarlega verður gam an að fylgjast með þeim í sumar. Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi hann prýðilega. B.G. Burt með þýfið (Framhald af 16. síðu). bæta við sig. Þeir koumst inn bak dyramegin fyrirhafnarlítið, en urðu að brjóta eina glerhurð til að komast í víngeymsluna. Þeir höfðu sendisveinahjól til að flytja fenginn burt, en hjólinu höfðu þeir stolið einhvers staðar í ná- grenninu. Taldi hann þá ekki hafa komizt burt með meir en 7—8 flöskur og 100 pakka af vindling- um. Áfengið höfðu þeir drukkið og selt vindlingana með aðstoð þriðja manns, sem fyrr er getið. Hinn sem stóð að innbrotinu, náðist einnig í fyrrinótt, er lög- regluþjónar leituðu þjófa, sem höfðu brotizt inn við Birkimel. — Þeir eru nú báðir í gæzluvarðhaldi. Blaðið hefur fregnað, að þeir hafi brotið margar flöskur, er þeir voru að baxast með feng sinn úr húsinu. Framlína KR ■ Framhald af bls. 12. með knöttinn á vítateig hjá KR — ag spyrnti í átt að markinu. Knött urinn viar á leið framhjá mark- inu, þegar Heim’ir kastaði sér »g greip knöttinn, en missti hann aft ur og rann knötturinn í átt að m.arkinu. Steingrímur Dagbjarts- son hafði fylgt eftir og ýtti hann knettinum í markið. Þ.arna sk/apað ist mark úr ósaknæmu skoti. Og mínútu síðar hefðu Valsmenn átt að vera tveimur mörkum yfir. Þrír Va!lsmen,n komust þá xipp meg knöttinn og var einn KR-ing ur til varnar, en Bergsteinn fór ilia að ráði sínu og spyrnti yfir miarkið. KR-ingar fengu sitt bezta tæki færi í leiknum á síðustu mínútu hálfleiksins. Knettinum var spyrnt langt fram og komst Ellert Schram sem lék miðherja, en var sjaldan í stöðunni — innfyrir vöm ina. Björgvin markvörður hljóp gegn honum og þegar Ellert spyrnti á markið var'ð Björgvin fyrir knettinum og féll við. Sigur þór Jakobsson náði knettinum og markið var opið — en spyrna hans lenti í stönginni og hrökk út aftur, til Halldórs Kjartanssonar sem spyrnti framhjá. Mikið þóf f síðari hálfleiknum var mikið um þóf — en fátt fallegra upp- hlaupa — nema hvag Valsmenn áttu af og til snögg upphlaup. Knötturinn var mun meira á vall arhelmingi Vals — en þa'ð skap aði ekki mikla hættu við markið. Framverðir KR Garðar og Sveinn béztu menn vallarins — lögðu sig þó alla fram og unnu gífurlega. En þeir hlutu ekki laun fyrir erf iðið, þótt þeir væru á vítateigi Vals eitt augnablik og það næsta komnir að sínu eigin marki. En Sveinn Jónsson komst þó næst því af KR-ingum að skora. Eftir hornspyrnu fékk Sveinn knött- inn, lét sig falla á bakið og spyrnti knettinum aftur fyrir sig á markið — aðeins til ag sjá Þor steinn bakvörð spyrna frá á mark línu. En tilþrif Sveins hefðu verð skuldað mark, svo vel, sem hann vann að því. En hins vegar var nær öll hætt an við KR-markið. Strax í byrjun hálfleiksins átti Matthías góðan skallknött, sem straukzt framhjá og tvívegis átti innherjinn Þor- steinn Sívertsen stangarskot — að vísU hið síðara ofan á þverslána — en þetta voru tækifæri, sem vel hefðu getað gefið mörk. Þetta var ag vísu enginn stórleikur, en áhorfendur þurftu þó ekki að láta sér leiðast. Dómari var Baldur Þórðarson, Þrótti. Móðir okkar og tengdamóð'ir. Anna Guðmundsdóttir Nesl, sem andaðist 27. f.m. verður jarðsungin frá Odda mánudaginn 4. júní n.k. kl. 2 e.h. F h. aðstandenda Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Jónsson. Þökkum af alhug öllum þelm mörgu, er auðsýndu okkur samúð og vlnarhug vlð andlát og jarðarför Erlings Birgis Ólafssonar Ragnhelður Ásmundsdóttir Sigurbjörg Þorlelfsdóttlr Ólafur Gíslason og dætur. Móðir okkar og tengdamóðir Kristín Þorbjörg Guðmundsdóttir andaðist á Eliheimilinu Grund þann 1. júni. Marís Guðmundsson Guðmundur Júl. Guðmundsson Guðný Sigfúsdóttir María Guðmundsdóttir. ia T í M I N N, laugardagur 2. júní 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.