Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 14
Fyrrí h/uti: Undanha/d, e/tir Arthur Bryant Heimi/dir eru sem gert er við flugvélavólar og framkvæmdar hvers konar skoðan ir og athuganir. Þaðan ókum við til Heliopolis- flugvallarins og flugum þaðan til Abu Suire, en þar eru s'prengju- flugvéladeildir staðsettar. Borð- uðum þar morgunverð og ókum því næst til deildarstöðva 51. her deildarinnar í Quassassin. Hún er rétt nýkomin þangað, en var fyrir skömmú á Chamberley-Alder shot-Hartley-Wintney-svæðinu. Dvöldum þar í hálfa aðra klukku srtund, en ókum svo aftur til baka og komum heldur seint í hádegis verðinn. Að loknum hádegisverði kallaði forsætisráðherrann mig og Alex inn á lesstofuna til sín til að ræða um horfurnar á því að Rommel gerði áhlaup þann 25. þ. m. Þetta mun verða síðasta kvöld- ið okkar hér. Þessar þrjár síð- ustu vikur hafa verig mjög við- burðaríkar . . . og skemmtilegar . . . en á margan hátt erfiðar og þá einkum vegna hins stöðuga sambands við Winston. Og þó hefði enginn getað verið betri og skemmtilegri en hann hefur ver- ið á öllu þessu ferðalagi. 23. ágúst. Cairo. Borðaði morg- unverð með forsætisráðherranum og Gort. Því næst langar viðræð- ur við Platt um hernaðaraðgerð- ir á Madagaskar og myndun Austur-Afríkuhers. Fórum síðan báðir til fundar við forsætisráð- herrann og ræddum lengi við hann m. a. um fyrirkomulag her- stjórnar í Írak-Persíu. Öllum undirbúningi lokið fyrir hina leynilegu brottför okkar. Forsætisráðherrann fer fyrst eins og hann ætli að heimsækja Casey, en laumast í þess stað til flug- vallarins. Cadogan og ég förum héðan klukkan 5,15 e.m. Eg held, flugvél sé ætlað að leggja af stað klukkan 7 e.m. Eg er feginn því, að við skulum nú vera á förum, þar eð ég vil sem fyrst taka upp; þráðinn heima, þar sem svo margt; þarf að gera. Engu að síður þykir mér inni- lega vænt um, að við skyldum fara í þessa för og þannig koma mörgu því í framkvæmd, sem ella hefði ekki verið framkvæman- legt. Það hefur einnig verið bæ<5i gagnlegt og gaman að hitta menn, eins og Stalin og Smuts, þvílík- ar andstæður! Smuts, eitt mesta göfugmenni, sem ég hef kynnzt, skilningsrikur, áhugasamur um öll mál og gæddur frábærri dóm- greind. Stalin, hins vegar slægur, gáfaður og raunsær, sneyddur mannlegri miskunnsemi og góð- vild. Seinna: Klukkan 5,15 fórum við Cadogan frá sendiráðinu til flugvallarins. Forsætisráðherrann var farinn áður. Flugvöllurinn var í slæmu ástandi, vegna stöð- ugs sandroks. Lögðum loks af stað klukkan 7,30 e.m., fjmmtán mínútum eftir brottför forsætis- ráðherrans .... Ástæðan fyrir því, að brottför okkar var haldið leyndri, var sú staðreynd, að Þjóðverjar höfðu nú fengið nánar upplýsingar um dvöl forsætisráðherrans í Cairo og vissu, að hann myndi bi’áðlégh væntanlegur heim aftur. Þeir vissu líka, að ef hann færi með flugvél. þá yrði hann að fljúga yfir landssvæði, sem þýzkur og ítalskur her hafði á sínu valdi. Ef þeim bærust nánari upplýsing ar frá Cairo mátti vel búast við því, að þeir gerði einhverjar ráð- stafanir til að hefta för hans. Með því að leggja af stað kl. 7,30 e.m., yrði þess ekki langt að bíða, að myrkrið veitti okkur aukið ör- yggi í skjóli sínu. Það var mikil raunabót, að hafa komið Winston í burtu, áður en sókn Rommels hófst. Eg varpaði öndinni alls hugar feginn, þegar ég sá flugvélina hans hefja sig til flugs . . . “. Áður en Broooke yfirgaf sendi- ráðið, settist hann niður og skrif aði Montgomery kveðjubréf. „Kæri Monty. Áður en ég yfirgef Egyptaland, verð ég að senda þér nokkrar lín ur til þess að segja þér, hversu það gleður mig, að áttundi her- inn skuli vera í þinni umsjá. Eg hef verið að reyna að bæta úr einhverju því hér, sem aflaga hef ur farið, og það veldur mér mik- illi ánægju, ag vita stjórnartaum- ana í höndum ykkar. Þú hefur mörg góð tækifæri hér og ég er þess fullviss, að þú munir notfæra þér þau, eins og bezt verður á kosið. Þú getur treyst því, að ef það er eitthvað, sem ég get gert þér til hjálpar, þá mun ég gera það. Gættu þess, að vera ekki of harð ur við sjálfan þig eða erfiða meira en heilsan þolir. Guð veiti þér alla þá hjálp, sem þú kannt að þarfnast. Guð blessi þig og gefi þér styrk til að gegna hinu erfiða og áhættusaima hlutverki þínu í þágu lands þíns og þjóðar Þinn einlægur. Brooke“ „24. ágúst. Gibraltar. 13% klukkustund. 2500 mílur. Ferða- félagarnir voru: Cadogan. Jacob. peter Dunphie, (sérlegur aðstoð- armaður minn), Mr. Kinna (einn af riturum Winstons) og' flug- mennirnir okkar. Við stefndum í 72 suðvestur og beygðum svo í vest- ur og fórum aðeins 200 eða 250 mílur fyrir sunnan Benghazi; það an beint áfram yfir Suður-Tripoli, Algier og loks yfir spánska Mar- occo og inn yfir vestanvert Gi- braltar-sundið. Þar stefndum við nokkra stund í norður, en beygð- um frá austri til þess að nálgast „Klettinn", eins og við værum að koma að heiman, í öryggis- skyni. Mjög lágskýjað, svo að flug brautin sást ógreinilega. Engu að síður lenti flugmaðurinn vel og örugglega klukkan 9,15 e.m. Af flugvellinum fórum við beint til landstjórabústaðarins til þess að fara í bað, raka okkur og borða morgunverð. Forsætis- ráðherrann hafði komið í sinni flugvél ásamt þeim Harriman og Sir Charles Wilson, réttum fimm tán mínútum áður. Veðurlýsing- in frá Englandi er óhagstæð, þoka og slæmt skyggni. Mögulejk inn á að halda áfram eftir nokkr ar klukkustundir og ferðast að degi til, í stað nætur, er nú til athugunar .... Seinna: Klukkan 1 e.m„ rétt þegar við vorum að setjast að há degisverðarborði, var okkur til- kynnt, að London hefði samþykkt það, að ferðazt væri að degi til og að við ættum að leggja af stað klukkan 1,30 e.m. Okkum var því sannarlega ekki til setu boð- ið, ef okkur átti að takast að hafa fataskipti, ganga frá farangr inum, borða hádegisverð og kom- ast til flugvallarins á einum þrjá tíu mínút.um. London. 8 klukkustundir. 1600 mílur. Klukkan 1,45 vorum við lagðir af stað og flugum með- fram strönd Spánar, allt til Traf- algarhöfðans, en frá því misstum við landsýn og stefndum til hafs. Meðan við vorum inni á Biscay- flóanum, flutti ég mig í sæti ann- ars flugstjóra og var þar, það sem eftir var ferðarinnar. Hvergi urö um við varir við þýzkar flugvélar og ferðin var hin notalegasta, þar 62 Nú komst allt á annan endann í Hvammi. Frú Ragnheiður bað dætur sínar að kveikja á stóra lampanum í gestastofunni og vinnukonur að bera þangað glóð- arker. Solveig fór með systrunum og áður en þær höfðu gengið frá öllu, kom fyrsti gesturinn í stof- una. Var það vörpulegur maður nokkuð við aldur, mcð sítt vanga skegg og kafloðnar brúnir. Sýslu- mannshjónin komu bæði með honum, svo allir máttu sjá, að gesturinn átti mikið undir sér. — Og hér eru heimasæturnar í Hvammi, sagði hann og heilsaði ungmeyjunum. — Ekki áttu þrjár dætur? sagði hann og sneri sér að sýslumanni. — Eg á þessar tvær, sagði sýslumaður og benti á dætur sín- ar. En þessi unga mær er sama sem dótturdóttir fyrirrennara míns, Sveins sýslumanns í Ási. — Dóttir Guðrúnar í Ási, sagði maðurinn, sem virtist öllu kunn- ugur. — Lofaðu mér að sjá þig, stúlka mín, sagði hann og þrnif til Solveigar og sneri henni að ljósinu. — Eg held þú sért fallegri en mamma þín og þó var hún gull, sagði hann enn fremur. Sol- veig flýtti sér út í skuggann. Hún var óvön slíkri meðhöndlun sem þessari og vildi yfirgefa stofuna. Frú Ragnheiður vék sér þá að henni, tók innilega í hönd henn- ar, varð það til þess að unga stúlkan frestaði flóttanum, enaa fylltist nú stofan. Tíu manna sveit dreif að. Allt voru það gjörvilegir menn, á ýmsum aldri. Fremstur þeirra allra og sá, sem allt sner- ist um, var burgeisinn, sem fyrst ur kom í stofuna. Er allur mannsöfnuðurinn hafði heilsað ungu stúlkunum og öðrum, yfirgaf frú Ragnheiður stofuna og fylgdu ungmeyjarn- ar. En hávært samtal og liressi- legir hlátrar heyrðust á eftir þeim. Það var því ekki einasta vörpuleg sveit, sem komin var, heldur glaðvær sveit og gaman- söm. Óefað fréttarík sveit og fas mikil. Er ungmeyjarnar komu í sitt herbergi, greip Sólveig vinnu sína, beygði sig yfir hana og hugs aði sitt. Hvað kom honum til að ráðast á hana, sveifla henni í kring um sig og skoða hana, eins og sýningargrip? Ekkert þekkti hún hann. Og ekkert skildi hún í frú Ragnheiði. Hún, sem hafði með hæglátri góðvild umgengizt hana eins og bezta móðir. Nú hafði hún brugðizt henni. Eina rétta svarið við móðgun þeirri, er hún hafði orðið fyrir, var það, að snarast út, þóttafull og reið. Það hafði hún ætlað að gera, en frúin komið í veg fyrir það. Sólveig gætti þess ekki, er hún gerði þetta upp við sig, að flótti henn- ar úr stofunni hefði orðið beint í fangið á öllum hópnum, sem var á leið til stofunnar. Þar gat orð- ið árekstur í myrkrinu. Meira að segja eftirminnilegur árekstur. Sólveigu hafði til þessa fundizt heimilishættir í Hvammi svipmeiri en hún átti að vcnjast. Var þó Ás heimilið enn í fremstu röð fyrir- myndaheimila. Og ekki allfáir höfðu látið svo ummælt í henn- ar eyru, að Ásheimilið væri engu minna heimili nú, en á dögum Sveins sýslumanns, jafnvel meira heimili, alþýðlegra og betra. Og bæri þó meg sér svipmót horfinna daga, þegar höfðingjar áttu þang að erindi, ekki síður en almúg- inn. En Hvammur var virðulegra heimili. Það hafði Sólveigu fund- izt og meira menntasetur. Meiri aðalsblær á öllu. Og átti frú Ragn heiður ekki minnstan þátt í því. En þetta kvöld i Hvammi skildi hún ekki. Ag hjónin i Hvammi skyldu líða það, að ráðizt væri að varnarlausri stúlku og gera hana að umræddum sýningargrip. Og húsmóðirin sjálf, frú Ragnheiður, ag taka því með elskulegheitum. Það g'at.Sólveig okki skilið. Hvað sem öðru leið, skyld: frú Ragn- heiður fá að vita það, að hún. Sól veig í Ási, léti ekki bjóða sér upp á annað eins í annan tíma. Með- an Sólveig gerði þann veg upp við sig reikninginn, héldu hendur hennar áfram og fallegi verndar- engillinn, sem hún var að sauma í, óx hröðum skrefum og breiddi út frá sér hógláta mildi, sem fór honum svo vel. Systurnar höfðu líka sitt að hugsa, og létu Sólveigu afskipta- lausa. Signý gekk fyrir spegilinn og skoðaði sig hátt og lágt. Hún var hrein og snyrtilega búin eins og venjulega. Glóbjart hárið vand lega greitt og fór vel. Hún var búin fegursta meyjarblóma. Og bar það með sér að hafa lifað við allsnægtir og áhyggjuleysi. Hún hefði kannske ekki verið talin sér stök fegurðardís. En æskuroðinn æskugleðin og æskufjörið gáfu henni sérkennilegan svip, sem dró að sér. Signý var stúlka, sem gat valið sér mannsefni. Og mannsefn ið var valið Það var hvorki hún né mannsefnið, sem átti frum- kvæðið ag því vali, heldur feður þeirra. En svo vel hafði til tek- izt, að hjónaefniri undu valinu vel, bæði tvö Nú var mannsefni Signýjar komið þangað til næturgistingar ^ BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn í Hvammi fyrir það fyrsta. Pilturinn hét Jó- hann og var einkasonur Sigurðar, dannebrogmanns, umboðsmanns konungs- og klaustursjarða í; þremur sýslum og hreppstjóri að auki. Það var sami Sigurður, sem móðgaði Sólveigu. Það var ekki ag undra þó að Signý gengi fyrir spegilinn þetta kvöld. Og það gerði hún svikalaust. Valgerður, yngri systirin hafði. tekið langspilið sitt. Hún snart strenginn og framkallaði hina blíðustu tóna. Hún var vön að syngja með hljóðfærinu gleðiljóð. En nú raulaði hún eitthvað án orðaskila. Hún ^iorfði hátt og virt ist hugsi. Helzt leit hún tii systur sinnar. En svipurinn var óráðinn og draumkenndur í senn. Valgerð I ur hafði mikið jarpt hár. Hún | var lág og þrekin, vel vaxin og samsvaraði sér vel. Ýmsir töldu hana andlitsfríðari en systur henn ar, en varla eins myndarlega, er á allt var litið. Hún var hæggerð ( og dul í skapi. Hafði það þó til j að vera fyndin, jafnvel stríðin og kom það einkum fram við systuri hennar. Margt eldra fólk sagði, I að hún væri engu minni kven- kostur en systirin, þó að hægar( fari og sýndist fljótt á litið minni fyrir mann að sjá. Þá var líka bú ið að hugsa henni fyrir manns- efni. Var það bróðursonur Sigurð- ar dannebrogmanns og stjúpson- ur, nítján ára gamall piltur. Hét hann Jónas. Það hafði gerzt sama misserið, meira að segja sama mánuðinn, ag Sigurður hafði misst eiginkonu sína og bróður. Bróðirinr. kom að jarðaför mág konu sinnar og drukknaði á heim leiðinni. Þetta var seint á út- mánuðum. Vorig eftir fór mág- kona Sigurðar til hans sem ráðs- kona og giftist honum um haust- ið. Engin börn áttu þau. Og Jón- as var einkabarn hennar af fyrra hjónabandi, tæpra tveggja ára, er faðir hans drukknaði. Sigurður hafði heitið konu sinni því, að hann skyldi reynast stjúpsyninum eins og eigin barni. Þess vegna var það, að hann bað fomvin sinn sýslumanninn í Hvammi, um báð ar dætur sínar handa piltunum tveimur. Var þá sonur hans inn- an við tvítugt, en stjúpsonurinn á sextánda ári. Gerðist þetta i fermingarveizlu Valgerðar. Höfðu þessi fjögur ungmenni sézt nokkrum sinnum og kynnzt lítils háttar og farið vel á með þeim. En ekki höfðu þau tekið þessu 14 TÍMINN, laugardagur 2. júní 1962,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.