Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 6
7 5 ára: Guðmundur Pétursson „Lítilla sanda, lítilla s'æva lítil eru geð guma“. Þeir, sem hafa hugleitt, hvort nokkur sannleikur er fólginn í þessum fornu hendingum, hafa naumast komizt hjá því að leita eftir dæmum meðal samtíðar- manna, sem sanna eða afsanna réttmæti þeirra, og þá jafnframt orðið á að setja sér fyrir sjónir andhverfuna. ísland er land mikilla sanda og mikilla sæva, og ég er meðal þeirra, sem trúi því ag sú stað- reynd sé mikils verð, ef rétt skal metið og virt, en þar fer sem um margar Guðs gjafir, að misjafn- lega eru menn verðugir að njóta. Meðal þeirra manna, sem ég dáði mest á uppvaxtarárum voru bræðurnir Guðmundur og Sigurð- ur Péturssynir, þá kenndir við Þorvaldsstaði í Breiðdal. Sigurð- ar var einkum getið vegna ein- stakra krafta og líkamsatgervi og margir munu þeir Austfirðingar, sem trúa því. enn ásamt mér, að fáir hafi fundizt öllu sterkari á þeim tíma, þótt fátt muni í letur fært af aflraunum hans, Guðmundur var að vísu ekki talinn jafnoki bróður síns að afli og mátti þó vel við una. Hitt hefur mér stundum komið í hug, þegar ég hef lesið og heyrt sagt frá afreksmönnum síðustu tíma, um ferðalög og hesta- mennsku, að Guðmundur hafi hingað til goldið þess að sjóferðir hafa verið Austfirðingum hug- stæðari en útreiðar. Ef einhvern tíma yrði skráð saga hestamanna á Austurlandi, hygg ég að nafn „Guðmundar á Stræti“ en svo var hann jafnan nefndur í Suður-Múlasýslu, yrði einna efst á blaði, þótt honum sjálfum muni s'ennilega aldrei hafa komið slíkt til hugar og skýrir það nokkuð manninn. Þorvaldsstaðir í Breiðdal, þar sem Guðmundur sleit bernsku- skóm, liggja að hálendi Austur- lands. (Stræti, þar sem hann bjó lengst af, liggur fyrir opnu hafi þar sem grunnbrot munu verða einna mest hér við land, og það ætla ég muni sannmæli þeirra, er þekktu Guðmund á Austur- landi, að traustari ferðafélaga hefðu þeir ekki getað kosið, hvort sem var á Gagnheiði eða fyrir Hvarf, í hvaða veðri sem var. Ég geri ráð fyrir að Guðmundi frá Stræti gruni nú ekki ' hve margir Austfirðingar minnast mannsins, sam átti beztu hest- ana, sat þá bezt og fór „mikinn“ ef þess þurfti með. Mannsins, sem hafði það mót á sér að mörg- um sveini fannst að svona ættu menn að vera, menn „mikilla sæva, mikilla sanda“. Austfirðingur. Nýja fjárfesf- ingin í Gufunesi f Tímanum 11. þ. mán er greint að nokkru frá aðalfundi Áburðar- verksmiðjunnar, sem haldinn var í Gufunesi 8. f. mán. Á meðal þess, sem blaðið minnist á, eru nokkur atriði úr skýrslu stjórnarformanns- ins, en hann er Vilhjálmur Þór, Seðlabankastjóri. Einkum eru það framkvæmdir verksmiðjunnar, sem athygli vekja. Þær eru einkum tald ar bessar: 1. Geymsluhús, 2800 fermetrar að grunnfleti og 15 metra hátt. — Reist til að bæta úr geymslu- sko-rti kjarnaáburðar, að sögn formanns. Hann getur þess ekki, livað þessi risabygging kostaði né heldur, hvað áætlað var að hún mundi kosta. 2. Tæki til kornastækkunar á Kjarna og blöndunar áburðarteg unda, sem formaður telur, að áætlaður kostnaður við hafi ver ið 15 millj. króna. 3. Tæki „til að annast meðferð á lausum áburði“ og var kostnað- urinn „áætlaður" við þau um „4 milljónir króna", Það vekur athygli þeirra, sem frásögnina lesa, að ekkert er til- greint um kostnaðinn við geymslu húsið. Þó er þess getið, að hún hafi verið tekin í notkun í marz, væntanlega hefði verið vinnandi verk að hafa talið saman í byrjun | maí, hvað skemman þá kostaði. — En það er eins og svo hafi verið litið á, að hluthafar gætu látið sér það í léttu rúmi liggja. Þó er hér vafalaust um stórkostlega fjárfest- ingu að ræða, þegar öll kurl eru til grafar komin. Kornstækkunartækin voru kom- in til landsins um áramótin síð- ustu og var talið víst, að þau yrðu komin til fullra nota, þ.e. gætu kornað allán kjarnann frá miðjum febrúar. En sú sorglega saga er í frásögur færð, að um það leyti, sem aðalfundur var haldinn, hafi aðeins verið búið að korna kjarna sem svaraði til rúmlega 300 smál. en hefði átt að vera nú um eða yfir 4000 smál. ef í lagi hefði ver- ið um miðjan febr. Mönnum finnst undarlegt, "* formaðurinn skuli nefna áætlaðan kostnað við tækin en ekki hinn raunverulega kostn- að. Verð þeirra skiptir þó veru- legu máli, því að kostnaður sá. sem af kaupunum leiðir, kemur þó fram í verði áburðarins óhjákvæmi Gunna litla er að fara i afmælisveizlu litlu frænku — og brúðunnj hennar hefui einnig verið boðið Mamma vill að þær veki eftirtekt er þær korna t boðið — og þess vegna eru þær báðar klæddar 'íjoiuro — þvegnum úr RINSO Mamma notat ávallt RINS'J. þvi reyns'an he ur kennt henni að RINSO tryggir þvotturinn nennar ei alltaf snjóhvitur og fallegur RINSO inniheldur aðems hrein sapttefm þess vegna evði leggur það ekki þvottmu og skaða; ’kki hendurnar tfinnig fer það vel með kjörgripinn henxsat mömmu - Ovotta vélina RINSO bvottur er ávallt fullkominn og skilar líninu sem nýju lega. Sömu aðferð beitir hann um kostnaðinn við kaup annarra tækja „til að annast meðferð á lausum áburði“. Aðeins nefnt áætlað verð, 4 millj. króna — Tækin hvorutveggja kosta þann- ig eftir áætluðu verði nítján millj- ónir, og heyrzt hefur, að geymslu- húsið hafi verið „áætlað" 7—8 millj. króna. Er því í þessu þrennu orðin fjárfesting að minnsta kosti 26—27 millj. króna samkv. áætlun, en engum kemur annað til hugar en að hún sé miklu meiri og hafa menn nefnt 3. millj. króna í því sambandi. Um það virðist formað- urinn hafa varizt allra frétta á fundinum. En hvers vegna? Þetta er þó alt gert vegna vinnslu áburð arins og verzlunarinnar með hann. Þeir, sem hann kaupa, verða að borga framkvæmdirnar, — hvern eyri, fyrr eða síðcr og er því mjög í hug að fá vitneskju um kostnað- inn. Að heyra hið „áætlaða" verð, er þeim á engan hátt nægilegt, heldur heimta þeir að heyra hvert er hið raunverulega verð. Þeir sem aðalfund verksmiðjunnar sátu, segja að Skúli Guðmundsson, alþm. hafi þar spurzt fyrir um hvernig samningar hefðu verið gerðjr við ríkisstjórnina um rekstur Áburð- arsölu ríkisins, en að ekkert svar hafi hann um það fengið, hvorki frá ráðherra, Ingólfi Jónssyni, sem var á fundinum, né heldur verk- smiðjustjórn eða framkvæmda- stjóra. Áður nokkru hafði svipaðri spurningu um sama efni verið beint til þessara aðila í blaði. En. ekkert svar hefur heyrzt né birzt við henni heldur. Hluthafar í Áburðarverksmiðj- unni eru ekki virtir svars um at- riði, sem getur skipt þá miklu og stofnunina sjálfa. Sama er að segja um kaupendur áburðarins, þeim er aðeins sagt „áætlað vérð“ á hús- inu, stórfelldum framkvæmdum og miklum vélakaupum, sem þegar eru gerð. í samræmi við það er að minn- ast alls ekki á, hvað nauðsynlega verði að gera i framhaldi þess,'sem þegar er gert, svo sem bryggju- smíði og margt annað. Hlutliafi. Efnahagsbandalag arahiskra landa NTB-Kairo, 6. júní. — Arabiska sambandslýðveld ið, Sýrland, Jórdanía, Mar- okko og Kuwait hafa undir- ritað samning um fullkom- ifl efnahagsbandalag allra arabiskra landa. sem taki gildi innan tíu ára. Eins og menn muna stofnuðu Egypt ar og Sýrlendingar nýtt lýð veldi, Arabiska sambands- lýðveldið. þann 1. febrúar 1958, og tóku upp sameigin lega stjórn og fána. Sýr- land sagði sig hins vegar úr bandalaginu í september í fyrra, er deilan um fursta- dæmið Kuwait hófst, en Sýr lendingar telja þag hluta af sínu landi og viðurkenna það ekki sem sjálfstætt 6 T f MIN N, föstudaginn 8. júní 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.