Tíminn - 08.06.1962, Page 9
Ólafur Túbals
opnar synmgu
Ólafur Túbals, listmálari, opn
ar málverkasýningu í Lista-
mannaskálanum klukkan 8,30 í
kvöld. Þetta er stór sýning, full-
ur skáli mynda, flestar nýlegar.
Margar þeirra eru auðvitað aust
an úr Fijótshlíð eða frá öðrum
stöðum á Suðurlandi, en þó eru
nokkrar vestan af Snæfellsnesi
og frá ýmsum öðrum stöðum.
Ólafur Túbals virðist hafa verið
á ferðalagi.
Ólafur er löngu landskunnur
málari og hefur málað ágætar
landslagsmyndir. Mun mörgum
þykja fengur í því, að liann
skuli nú opna nýja og stóra sýn
ingu, sem að ýmsu Ieyti hlýtur
að vera nýstárleg, þar sem hann
sækir nú lengra til fanga en oft
áður.
Hringskonur hafa afhent 5
milljónir til barnaspítalans
Kvenfélagið Hringurinn hélt
aðalfund sinn þann 3. maí s. I.
og fóru þar fram venjuleg a3-
Hugmyndakeppni
Patreksfirði, 1. júní:
Þann 14. f.m. lauk í Reykjavík
hugmyndasamkeppni um gerð upp
dráttar að félagsheimili á Patreks-
firði, sem efnt var til í samráði
við Arkitektafélag fslands og sam-
kvæmt keppnisreglum þess félags.
Samkeppnin var lokuð, og í henni
skyldu taka þátt fjórir tilgreindir
arkitektar.
Markmið samkeppninnar var að
fá fram hagkvæma lausn á bygg-
ingu félags- og gistiheimilis á Pat-
reksfirði. Þrjár úrlausnir bárust,
er dæmdar voru af sérstakri fimm
manna dómnefnd, er til þess var
skipuð. í henni áttu sæti tveir sér-
fræðingar frá Arkitektafélagi ís-
lands og þrír menn, skipaðir af
félagsheimilisnefnd Patreksfjarð-
ar, þar á meðal Þorsteinn Einars-
son, íþróttafulltrúi ríkisins.
Dómnefndin varð sammála um
aö íæma tillögu merkta 17117
bezta til grundvallar frekari úr-
vinnslu efnisins vegna mjög vel
leystrar grunnmyndar. Höfundur
þeirrar tillögu reyndist vera Sigur
jón Sveinsson arkitekt en höfund
Framhald á 15. síðu.
alfundarstörf. Stjórnarkosning
ar fóru ekki fram að þessu
sinni, þar sem þær eru annað
hvort ár samkvæmt lögum fé-
lagsins. Félagið varð fyrir því
mikla áfalli, að formaður þess
frú Soffía Haraldsdóttir, sem
verið hafði formaður síðan
1957, andaðist þann 19. maí
síðastl., og verður sæti hennar
vandfyllt.
Stjórnina skipa nú frú Sigþrúð-
ur Guðjónsdóttir, sem var varafor
maður en hefur nú tekið við störf
um formanns, frú Guðrún Hvann-
berg, frú María Bernhöft, frú
Laura Biering, sem er gjaldkeri,
og frú Dagmar Þorláksdóttir, sem
tekur nú sæti í stjórninni sem
fyrsti varamaður. í varastjórn eru
þessar konur: frú Hólmfríður
Andrésdóttir, frú Herdís Ásgeirs-
dóttir og frú Ragnheiður Einars-
dóttir. í fjáröflunarnefnd eru:
frú Helga Björnsdóttir, formaður,
frú Ólöf Möller, frú Björg Thor-
oddsen, frú Anna Hjartardóttir,
frú Sigurlaug Þorsteinsdóttir, frú
Ingibjörg Kaldal og frú Sigríður
Zoega.
Alls námu tekjur Barnaspítala-
sjóðs á árinu kr. 781.297,20. I jan-
úar s.l. voru afhentar kr. 250.000,
00 til byggingar Barnaspítalans,
og nemur þá framlag sjóðsins til
Saklausi svallarinn
Gamanleikur eftir Arnold og Bach
Leikstjóri Lárus Pálsson
Hið dugmikla leikfélag Kópa
vogs heldur áfram að sýna
betri gamanleiki en sýndir eru
annars staðar nú um skeið.
Að þessu sinni fer leikfélagið
af stað með „Saklausa svallar-
ann“ eftir Amold og Bach, sem
eru hugkvæmir og snjallir gam
anleikjah öfun d ar.
„Saklausi svallarinn" er
hvorki frumlegur né efnismikill
en bráðskemmtilegur og kem-
ur öllum í gott skap.
Þungamiðja verksins er per-
sónan Max, dyggðablóð og al-
gjörlega verðlaus á hjúskapar-
markaðinum. Og ráðið, sem höf
undar nota til að koma Max í
verð, er hið sama og allir skáid-
sagna- og leikritahöfundar virð-
ast grípa til; — Ijúga á hann
kvennafari. — Um leið og dauð-
yflið Max er álitið í tygjum við
kvenmann, stígur hann í verði
og verður eftirsóttur.
Margþvældari hugmynd er
ekki til í bókmenntum en
reynslan sýnir, að menn njóta
þessarar endurtekningar eins
og börn ævintýra.
Leikstjórn Lárusar Pálsson-
ar var með ágætum, enda Lár-
us með mestu kunnáttumönnum
okkar á sínu sviði. Hér koma
fram nokkrir nýliðar og sýnir
það hina miklu grósku félags-
ins. Af þessum nýliðum vakti
Rósa Karlsdóttir mesta athygli
og verður ekki annað séð en
hér sé gott leikkonuefni á ferð.
Magnús B. Kristinsson leikur
aðalhlutverkið, Seibold verk-
smiðjueiganda, af mikilli kunn-
áttu og öryggi. Magnús er einn
af beztu leikurum félagsins og
vaxandi í list sinni. Hann er eld
fjörugur og lætur kímnina
njóta sín til fulls.
Sigurbjörg Magnúsdóttir leik
ur Gertz, nútímakonuna, dóttur
þeirar Seiboldshjónanna með
miklym glæsibrag og var mjög
örugg og eðlileg á sviðinu. Bæði
hún og Rósa Karlsdóttir eru
bráðefn.iegir byrjendur, enda
bendir margt til þess, að hæfi-
leikar yngstu kynslóðarinnar í
leiklist séu mun meiri en hér
hefur áður þekkzt.
Arnhildur Jónsdóttir lék
frúna, allerfitt hlutverk og fell
ur nokkuð í skugga hinna, en
Arnhildur leikur það á látlaus-
an og eðlilegau hátt.
Stjarna kvöldsins var ungur
maður, sem ég hef ekki séð
leika áður, Björn Magnússon.
Björn skapar hér ógleymanlega
persónu og er meinfyndinn í öllu
látbragði, einkum meðan hann
fékk að vera „durgurinn Max
Stieglits". Hins vegar ræður
Bjöm ekki fullkomlega við að
þróa persónuna, enda er það
ekki á færi annarra en færustu
leikara. En þrátt fyrir það var
leikur hans í heild stórskemmti
legur og á leikstjórinn vafa-
laúst sinn þátt í því með hinu
kostulega gervi, sem hann velur
skrifstofumanninum.
Pétur Sveinsson er orðinn
reyndur leikari, en leikur hans
heppnaðist ekki sem bezt að
þessu sinni. — Kurteisin allt
of íslenzk til að verka sem kurt
eisi!. —
Aðrir leikarar, sem fóru með
minni hlutverk, voru: Ámi
Kárason (Riemann), Helga
Harðardóttir, Jóhanna Axels-
dóttir, SigríSur Einarsdóttir og
Þorsteinn Sigurðsson. — í heild
var leikritið hið ánægjulegasta
og á örugglega eftir að koma
mörgum í gott skap.
Gunnar Dal.
hans tæpum 5 milljónum króna.
Eignir Bamaspítalasjóðsins eru
ávaxtaðar í verðbréfum og í spari-
sjóðsbókum. Reikningar sjóðsins
og félagsins eru endurskoðaðir af
löggiltum endurskoðanda, og verða
þeir birtir í B-deild Stjórnartíð-j
indanna. Nú nýlega bárust sjóðn-l
síðan, og vill félagið færa gefend-
unum, svo og öllum þeim, sem
styrkt hafa Barnaspítalasjóðinn á
einn eða annan hátt, sínar inni-
iegustu þakkir. Félagið vonar að
fá að njóta áframhaldandi velvild-1
ar og skilnings almennings á þessu j
nauðsynjamáli er félagið berst fyr!
um kr. 10,000,00 til minningar um >r> Því brátt fer að koma að því |
litla stúlku sem lézt fyrir skömmu að takmarkinu verði náð.
Minningarspjöld og heillaóska-
kort Barnaspítalasjóðs Hringsins
fást á eftirtöldum stöðum: Hann-
yrðaverzl. Refill, Aðalstræti 12,
Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61,
Verzl. Spegillinn, Laugavegi 48,
Holtsapóteki, Langholtsvegi 84,
Vesturbæjarapóteki og hjá yfir-
hjúkrunarkonu Landspítalans frk.
Sigríði Bachmann.
TÍMINN, föstudaginn 8. júní 1962
Q