Tíminn - 09.06.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.06.1962, Blaðsíða 15
Um ^w^rpamkepgjní i'raíimdlJ aí' 'a. aiou. móti, nokkrum pökkum meira. Þetta er vafalaust kjaftæSi, upp fundið af spekúlöntum til rétt- lætingar á iðju, sem þeir vita að er óþokkaleg, og jafnvel þótt röksemdin ætti sér stoð í veru- leikanum, er slík sölumennska smánarleg, hún er of dýr, reikn að á mælikvarða sem er alls endis óskyldur peningum og fiski. Það er sjálfsagt að selja Bandaríkjunum fisk í alls kon ar skrautumbúðum sem þeir leggja ósköpin öll upp úr, jafn- vel pakkaðan í jólapappír og með málverkaeftirprentunum þrykktum í sellófanið, ef það skyldi geta greitt götu þorsks- ins ofan í þá, en íslenzkar stúlk ur eiga hvergi að koma þar 2. síðan Framhald af 2. síðu. þau vandamál, sem heimilislíf og störf skapa þeim. Lolli heldur því fram, að til þess að geta rækt starf sitt með árangri, þurfi menn að hafa tíma til að slappa af og hvíla taugakerfið. Þess vegna mælir hann með einu glasi eða tveim- ur fyrir kvöldverð, þegar annríki dagsins er lokið og tími til að halda kyrru fyrir. En oft leyfa taugarnar ekki hvíld. Og þá getur hæfilegur skammtur áfengis verið til hjálp- ar. Á ráðstefnunni voru margir tals •menn áfengisneyzlu af þessu tagi. En það má þó ekki koma okkur til að gleyma þeim rottum, sem í tilraunum Greenbergs urðu áfeng inu að bráð af því að þær voru um of farnar á taugum, þegar þær fengu lyfið. Niðurstaða ráðstefnunnar virS- ist vera sú, aS Smááfengisskammt ur daglega getur verið þeim til hjálpar, sem eiga erfitt með að slappa af. En séu taugarnar farn- ar úr lagi, er engin leið ag bæta úr því með vínneyzlu. nærri. Fegurðardísir eru engin| landkynning, sú kynning höfðarj einungis til fólks sem einu sinni má gilda hvað hugsar, ef það þá hugsar nokkuð. íslenzk menningarverðmæti, listir og bókmenntir, gamalt og nýtt, sem nær augum og eyrum út- lendinga, er hin eina landkynn ing sem máli skiptir, það er eftir þeim hlutum sem við erum vegnir og dæmdir og virt ir, en ekki eftir kvenfólki, ekki einu sinni fiski, jafnvel ekki þótt hann glitri silfri skærar í sellófani. Þeir menn, sem tala hér hæst um landkynningu, eru menn sem skilja ekkert nema peninga. Þeir hugsa sér að gera þjóðarsöguna og fegurð lands- ins að féþúfu, öræfin, jöklana, heiðarnar og helga jörð Þing- valla. Bjartasta framtíðarsýn þeirra virðist vera sú að álitleg ur hluti harðduglegrar þjóðar, sem þeir eru brot af, eigri með örvasa auðræflum um holtin og heiðarnar og fjöllin íslenzku og stjani við þá á hótelum. Menn leggja óneitanlega rækt við hinar fjölbreytilegustu hug- sjónir. Einar Jónsson heitir maðurinn, sem lagt hefur ástríðufylistan dugnað í að strípa fegurstu einstaklinga kyn stofnsins og gera þá að land- hlaupurum. Allt hans starf hefði þó verið unnið fyrir gýg, ef blöðin með einbert sölusjón armið í huga, hefðu ekki veitt honum ríkulegan stuðning. — Myndum af kvenfólkinu er smurt yfir nálega helming for síðnanna, fyrir utan myndaflóð- ið á innsíðum. Og Einar hefur hátt og hælist um og hefur ekki enn hugmynd um, maður kom- inn á miðjan aldur, að lifið er ekki eintómur hávaði og skrall og rall, heldur sitthvað fleira. Það blað, sem yrði fyrst til að skipa þessum fréttum það rúm, sem hæfir þeim, smáfrétta rúm á innsíðu með samsvarandi mynd, mundi lengi munað. Og ’ það ætti að vera lágmarkskrafa, að þátttakendur í keppnunum hafi náð 21 árs aldri, þannig að þeir séu ekki aðeins komnir til líkamsþroska, áður en þær eru sendar utan, heldur líka til vits — þess vits, sem sennilega mundi fækka að mun þátttak- endum. Sýning á líkama sín- um er hreinn barnaskapur, sem mörgum keppandanum mun svíða síðar á lífsleiðinni, og það vita, sem betur fer, margar stúlkur sem eru jafn fagrar þeim, sem krýndar eru í flóð- Ijósunum. Karlarnir í bæ einum í Frakk landi tóku hvatamann fegurðar samkeppninnar og veltu honum upp úr tjöru og fiðri og hótuðu að kveikja í honum ef hann ekki hypjaði sig stytztu leið úr bænum. Eg legg til að Einar með allan sinn dugnað verði settur í fiskútflutninginn með bókina íslands þúsund ár í veg arnesti, en við hinir ættum að kappkosta hver fyrir sig að leggja fram okkar litla skerf til að halda landinu, virðing- unni og kvenfólkinu og taka með góðvild — en ekki peninga brosi — við þeim útlendingum sem hingað koma af sjálfsdáð- um til að skoða jökla, baldurs- brá og norðurljós. Málverkasýning Ólafs Túbals 1 Listaraaunaskálanum er opin daglega frá 2—10 e. h. I;n 61 VBIR FRAMLEIÐSLA IVORY TWILL Buxurnar, sem allir karlmenn kjósa sér til hvers kyns útiveru í sumri og sól; jafnframt því sem þær eru eftir- sóttur klæðnaður við öll hreinleg störf. Framleiddar i ljósum litum. Model 3318. ’Steinþér Þórðarson Framhald af 8. síðu hafa margra hendur og margra hugir unnið. Kynslóg þessara tíma hefur ekki legiS á liði sínu og getur glaðzt yfir því, sem áunnizt hefur. Steinþór á Hala hefur lagt drjúg- an skerf til þess, sem miðað hefur áfram og hvergi dregið sig í hlé. Yfir því er ástæða til að gleðjast. Steinþór og kona hans, frú Steinunn, hafa átt og eiga gott heimili, friðsamlegt og með ánægjulegum sveitablæ. Börn þeirra eru tvö: Þóra, frú 1 Reykja vík, gift Ólafi Guðjónssyni, hús- gagnasmið, og Torfi skólastjóri í Borgarhafnarhreppi og bóndi á Hala, kvæntur Ingibjörgu Zóphón íasdóttur. Er þetta fjölmennt heimili og stórt. Þar er gestrisni mikil og gestkvæmt, bæði af inn- ansveitarmönnum og þeim, sem eru langferðamenn. Þar er öllum tekig opnum örmum og veittur beini eftir því sem bezt á við og þörf er fyrir og þaðan fara gest- irnir að jafnaði í betra skapi og ánægðari en þeir voru, o- tá bar að garði. Steinþór hefur lengi ;• g um 'Störfum fyrir sveit . u og gegnir enn, enda gerhugull og að- gætinn. Hann er vel máli farinn og góður málafylgjumaður, eina og þeir hafa kynnzt, er fundi hafa sótt með honum. Hann er ritfær vel, og á margar greinar í blöðum og tímaritum en annríki hefur hamlag því að hann gæti stundað þau störf eins og hann hefði ósk- að. Steinþór er enn með fullum starfskröftum, þrátt fyrir þennan aldur og mikil störf, sem hann hefur innt af hendi. Vinir hans og sveitungar munu í dag votta hon- um og fjölskyldu hans virðingu sína og þakkir og á hann án allí efa þess von, að fjölmennt verði í kringum hann á afmælinu, sem fellur saman við hátíðina í dag, er ber hið fagra nafn — hvíta- sunna — fegursta hátíðarnafnið á okkar máli. Ég og vandafólk mitt þökkum Steinþóri og konu hans fyrir löng og góð kynni. Ég minnist sam- starfsins við hann, sem oft var náið, í meira en tvo áratugi og hið ánægjulegasta. Ég flyt honum og heimili hans einlægar heilla- óskir um framtíðina og um að hann megi áfram hafa mikil störf með höndum, eins og undanfarið. Á þann hátt veit ég að framtíðin. verður honum að skapi og ánægju leg. Jón Ivarsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinátfu við andlát og útför Önnu Guðmundsdóttur Nesi, Rangárvöllum. Börn og tcngdabörn. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og iarðarför manns míns Ólafs Guðmundssonar, bifrelðastióra, er andaðist 19. mai. Unnur Óiafsdóttir, börn, tengdasynir, systkini hans og aðrir aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýndasamúð og vináttu við andlát og jarðarför Oddbjargar Kristínar lllugadóttur Smáratúni 2, Seifossl. Einnig þökkum við hlýhug og hjálp i veikindum hennar. Jón Guðfinnsson Kristín Benediktsdóttir Sóiveig Jónsdóttlr Oddbjörg Jónsdóttir Þökkum af alhug öium þeim, er á margan hátt auðsýndu okk- ur samúðu og vinarhug við andlát og jarðarför Gísla Ingvars Hannessonar, bónda á Skipum. Guðfinna Guðmundsdóttir, börn, fengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Sólveigar Hjálmarsdóttur, Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Útför Björns H. Jónssonar, fyrrv. skóiastjóra, fer fram frá Fo'ssvogskirkju þriðjudaginn 12. júli kl. 3 e. h, Jónína Þórhallsdóttir og börn. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar hjartans þakkir flyt ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu þann 8. mai s.l. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengda- börnum og barnabörnum og samstarfsmönnum á liðnum árum. Lifið heil. Óskar Kr. Júlíusson, Kóngsstöðum, Svarfaðardal. lt> TIMINN, laugardaginn 9. júní 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.