Tíminn - 23.06.1962, Síða 16
Laugardagur 23. júní 1962
140. tbl.
46. árg.
BÚID AD GERA
SKEMMTIGARÐ?
Lýiháskóli
í Skálholti ?
Prestastefnu íslands var
slitið í gær, en hún hefur eins
og kunnugt er staðið yfir sið-
an á þriðjudag. Störf síðasta
dagsins hófust kl. 9 árdegis
með bæn í kapellu háskólans,
STOKKHÓLMUR
- REYKJAVÍK
Svart: F. Ekström
m m m
Ssí
am mmm
!*■■ ■ m.
Hvítt: F. Ólafsson
Hvítur lék í 44. leik Bc3xa7.
Svartur svarar með 44. Rc3xb5
sem séra Sveinn Ögmundsson
í Kálfholti flutti.
Síðan flutti söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar, dr. Róbert Abraham
Ottósson, erindi og flutti skýrslu
sína. Fóru á eftir fram talsverðar
umræður og voru allir, sem til
máls tóku, sammála um, að efling
kirkjukóra væri mikið hagsmuna-
mál fyrir kirkjuna, þar eð kirkju-
kórarnir hefðu mikil áhrif á kirkju
sókn, einkum í dreifbýlinu.
Eftir hádegið fór svo fram próf-
astafundur, en engar fregnir hafa
borizt frá honum, meður því aðj
venja mun vera, að beir fundir séu
ávallt lokaðir. Að honum loknum
hófust svo umræður um nefndaá-
lit og önnur mál. Aðalmál fundar-
ins var að þessu sinni lýðmenntun,
og var samþykkt um það ályktun.
Var í henni kveðið svo á, að kosin
skyldi 7 manna nefnd til að vinna
ásamt biskupi að undirbúnlngi
stofnunar kristilegs lýðháskóla, er
helzt yrði staðsettur í Skálholti.
Framsögumenn í málinu voru séra
Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðs-
vörður á Þingvöllum og Þórarinn
Þórarinsson, skólastjóri á Eiðum,
og voru báðir kjörnir í nefndina.
Prestastefnunni var síðan slitið
með sálmasöng og bæn í kapellu
háskólans kl. 6. í gærkvöldi sátu
prestar síðan kvöldboð hjá bisk-
upi.
EINN Á BÁTI OG
FÉLL í SJÓINN
ÍSAFIRÐI, 22. júní.
í gær henti þaS vestur á Ós-
hlíð, að Magnús Jónsson frá
Hnífsdal féll í sjóinn, er hann
var að tína sprek. Friðþjófur
Kristjánsson, sem er 17 ára
gamall kom þarna að og kast-
aði sér til sunds og náði
Magnúsi.
Magnús hafði farið á lítilli
skektu til þess að safna sprek-
um, er hann var staddur rétt ut-
an við Seljadal var hann að baksa
vi2 að koma staur upp í skektuna
og hvolfdi henni. Magnús komst á
kjöl. Rétt á eftir þar þar að bif-
reið með fólki, sem var á leið til
Bolungarvíkur. Magnús var þá um
20 metra frá landi. Friðþjófur
Kristjánsson, sem er aðeins 17 ára
garnall lagðist til sunds og náði
haan í Magnús og var þegar flutt
ur á sjúkrahúsið á ísafirði. Hon-
um var orðið kalt eftir volkið, en
leið vel, er blaðið hafði síðast
spurnir af honum í gær.
Guðm.
Björn Guðmundsson flutti á
borgarstjórnarfundi í fyrra-
kvöld að nýjú tillögu um
skemmti- og hvíldargarð í
sunnanverðri Öskjuhlíð niður
að sjó, sem hann flutti fyrir
tæpum átta árum í bæjar-
stjórn, en hlaut þá ekki nægi-
legt fylgi.
Meirihluti, SjálfstæðisflokksLns f
borgarstjórn vísaði tillögu Björns
frá með tillögu, sem hófst á þess-
um orðum: „Með því að búið er
að gera skemmtigarð í Öskjuhlíð-
. “ (leturbr. Tímans). Gísli
Halldórsson hafði orð fyrir frávls-
unartillögunni og lýsti framkvæmd
um, sem hafa verið gerðar í Öskju-
hlíð og lýsti enn nánar því, sem
stendur í síðustu Bláu bók um,
hvað þar skuli koma í framtíðinni.
Tillaga Björns um Öskjuhlíðina
og greinargerð, sem fylgdi henni,
birtast á 7. síðu blaðsins I dag. Um
ræður >um tillöguna urðu mjög
skemmtilegar og greindi borgar-
fulltrúa mjög á um, hvort þaps.a
væri búið að gera skemmtigarð eða
ekki. Lýstu nokkrir borgarfulltrúar
gönguferðum sínum um „skemmti-
garðinn“ og voru ekki á eitt sátt-
ir um, hvað þar væri að finna. Al-
freð Gíslason hafði gengið þarna
um og rekizt á alls konar hindran-
ir, svo sem járnarusl, mannheldar
girðingar og skilti, sem á stóð: „Að
gangur bannaður“. Einn borgarf jll
trúi Sjálfstæðisflokksins var svo
gersamlega villtur á höfuðáttum
og landslagi í sunnanverðri Öskju-
hlíð, að aðrir borgarfulltrúar urðu
að grípa til landakorta til að sýna,
Framhald á 15. síðu.
í gærmorgun hélt hinn danski
gestur prestastefnunnar,
Westergaard-Madsen, Kaup-
mannahafnarblskup, guðsþjón
ustu fyrlr vlstfólk á elllhelm-
ilinu Grund. Sr. Sigurbjörn Á
Gíslason þýddi predikunina
jafnharðan á íslenzku, og naut
fólkið vel þessarar helmsókn.
ar. Myndina hér til hliðar tók
Guðjón Binarsson að guðsþjón
ustunni lokinni og sýnlr hún
öiskupinn og elna vistkonuna
Norðmenn hafa fengi
100 þúsuncf hektóiítra
í fyrradag fékkst síld
vi« Vestmannaeyjar, en
aðeins einn bátur er nú
viS veiðar þar um slóðir.
Raufarhafnarbúar búa sig
undir að taka á móti og
verka síldina, sem kann
að berast í sumar. Norð-
menn hafa nú fært slg
austar, en eru ánægðir
með aflann til þessa.
Norski síldveiðiflotinn færði sig
pustur á bóginn í fyrradag og var
í fyrrinótt djúpt út af Þistilfirði.
Veiðin var nokkuð misjöfn og
síldin stendur nú alls staðar
djúpt. Norðmenn hafa nú fengið
um 100.000 hektólítra af síld við
fsland og eru mjög ánægðir með
þann árangur.
Blaðið talaði við Jakob Jakobs-
son á Ægi í^gær og fékk þessar
upplýsingar. íslenzku skipin komu
á veiðisvæði norsku skipanna í
fyrrinótt og köstuðu. Skipin
hpldu áfram að kasta í gærdag,
en enginn hafði tilkynnt afla
nema Helgi Helgason, 600 tunn-
ur.
Ægir var staddur 55—60 sjó-
mílur norður af Rauðunúpum og
fann þar stórar toríur. Hafa stór-
ar torfur ekki fundizt jafn vestar-
lega í þessari viku. Ekkert veiði-
skip var þá statt á þeim slóðum.
í gær var hæg norðaustan gola
á miðunum en kalt í veðri og
slydda í gærmorgun.
Framhald á 15. síðu.
FUNDUR UM
KJARAMÁLIN
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands boðaði til fundar kl.
9 í gærkvöldi um kjaramálin. Verk
efni fundarins var að ræða um
kaup og kjör yfirmanna á síld-
veiðiflotanum. Vegna þess, hve
seint fundurinn hófst, höfðu þó
engar fregnir af niðurstöðum hans
borizt, þegar blaðið fór í prentun.