Tíminn - 21.07.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 21.07.1962, Qupperneq 6
fam' iiíii ................... s Við teljum að sjálfsögðu ■ vini meðal beztu gjafa lífsins. Og vinir eru bæði sýnilegir og ósýnilegir. Við gleðjumst innilega yfir tryggð þeirra og ástúð. En svo eru ósýnilegir v;nir líka til og fylgd þeirra er á annan hátt og getur verið enn þá yndislegri. Sagt er, að hámenntuð kona hafi alltaf litið á bækurnar í skáp sínum sem vini. Hún sagði: „Þegar ég lít j einhverja þeirra, þá gefur hún mér alltaf eitthvað dýrmætt“. Og þegar hún lánaði bók, var hún Þáttur kirkjunnar Vinir á vegi vön að setja miða fremst í bók ina með eftirfarandi áletrun: „Bækur eru mínir beztu vin ir. Eg bið, að láta þær njóta þess. Gættu þeirra vel“. Meðal hinna mörgu bóka hefur ein þeirra alveg sérstöðu en það er sálmabókin. Hún er lítil og yfirlætislaus, en óend- anlega auðug a^ innihaldi. Og sálmarnir eru sannarlega „vin- ir á vegi“ hvers þess, sem les þá eða syngur eða nýtur þeirra. Sumir þeirra eru að efni til þúsund ára að aldri, en jafn- ungir og ferskir að áhrifum eins og þeir væru ortir í dag. Þeir eru meðal hins eilífa og þó síunga eins og tilfinningar og þrár mannshjartans sjálfs. Fátt hefur varanlegri áhrif en sálmar, sem lærðir eru utan að og sungnir í bernsku og æsku. Það er sem slík orð og tónar fylgi ævilangt, og séu sífellt viðbúin að svala, lækna og styrkja, eða þá til þess að göfga og gleðja, gefa kraft í raunum, ljós í myrkrum og þrautseigju, sem enga uppgjöf kann. Öldruð kona, sem fór ung til Vesturheims og nú býr vest ur á Kyrrahafsströnd, hefur skrifað mér, að ekkert hafi orðið sór dýrmætara til unun- ar og svölunar en sálmarnir, sem hún lærði sem barn hér heima á íslandi. „Versin, sem afi minn kenndi mér“, segir hún, hljóma enn fegri öllu öðru í vitund minni, og hafa gefið mér vizku og kraft til að veita mínum börnum og barna- börnum auðlegð míns fagra og göfuga móðurmáls, sem er öll- um tungum æðra“. Af þessum vitnisburði heTinar sést vel, hve góðir vinir þessi ljóð hafa verið henni. Langt úti í heimi fjarlægðar hafa þeir fylgt henni og hvíslað inn [ vitund hennar rödd íslands og orði Guðs. Það hefur orðið hér mikil breyting á síðarj tímum. Nú vilja kennarar ekki ofbjóða minni og andlegum kröftum bamanna með sálmanámi. Og talað er með lítilsvirðingu og háði um allan slíkan úreltan þululærdóm. Foreldrar og heimilisfólk hafa hvorki tíma né tækifæri til a^ sjá um, að börnin læri vers og bætialjóð líkt og í gamla daga. En hvernig verður sú kyn slóð síðar, sem ekki fær slíka andlega fylgd? Gæti hún ekki orðið furðu vinafá þessara ósýnilegu vina, sem hafa stund um orðið ljós í lágu hreysi og langra kvelda jólaeldur? Og hve auðug verður íslenzk þjóð að hugsun, trúareflingu og bænrækni, sem hefur týnt sálmabókinni sinni? Getur hún goldið slíkt afhroð með ein- hverju öðru? En það má kall- ast týnt, þegar fullorðið fólk gerir ekki sökum ókunnleika greinarmun á sálmanúmerum og blaðsíðutali í þessari al- mennustu ljóðabók þjóðar sinn ar. Þetta þurfa prestar og kenn arar vel að athuga. Ömmurn- ar eru horfnar flf flestum heimilum. Kirkjan þarf að koma í staðjnn, taka börnin í faðm sér meðan þau enn eru lítil og kenna þeim vers og sálma, lög og ljóð. Til þess eru sunnudagaskól--' ar ágætir og enn betra væri þó, að smábarnaskólar fyrir forskólabörn væru reknir sem nokkurs konar leikskólar við hverja kirkju í fjölmenni. Lít- il stund á dag til uppeldis o? æfinga í háttvísi, bænrækni og söng gæti verið ómetanlég til árangurs í trúarlegu og sið- rænu uppeldi næstu kynslóðar. Höfum þetta f huga og hefj umst sem fyrst handa til að veita börnum og barnabörnum ósýnilega vini á ölium vegum framtíðarinnar. Árelíus Nfelsson. Ferðafólk athugið Seljum kalda gosdrykki og öl, ís, tóbak. sælgæti, ávexti, kex í úrvali, blöð, tímarit og margt fleira. Benzín og olíuafgreiðsla. Stillum verði í hóf Verzlunin BRÚ, Hrútafirði. - Trúlotunarhringar ■ Fljót afgreiðsla GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Símj 14007 , Sendum gegn póstkröfu. Bíla • og búvélasalan selur Heyhleðsluvél Ámoksturtæki á Dautz 15 D alveg ný Garðtætara með sláttuvél Múgavélar Sláttuvélar á Massey-Ferguson 8 tonna dráttarvagn góðan fyrir búnaðarsam band Loftpressur Krana á hfólumí. HiSe ■ , Blásara S Dráttavélar Ámoksturstæki á Oliver Farmal Cub '58 Dautz 15 A '60 Zetor árgerð '60 Verð aðeins kr. 50.000,— Fordson major '58 og '59 með allskonar fylgitækjum, hentugt fyrir búnaðarsam- bönd Massey Ferguson með ámoksturstækjum árg. '59. Bíla- & búvélasalan Eskihlíð B v/Miklatorg, sími 23136. Laugaveg 146 — Sími 1-1025 Höfum fil sölu í dag Volkswagen ’62 Taunus Station ’62 Mercedes Benz ’55, sérlega glæsilegur Mercedes Benz vörubifreið ’55 í skiptum fyrir yngri vörubíl Fjölda bifreiða af öllum árgerð- um og tegundum Komið og skoðið bílana hjá okkur Leitið upplýsinga um bílana hjá okkur Kynnið yður hvort ROST hefir ekki rétta oílinn handa yður. Leggjum áherzlu á góða þjón- ustu og tullkomna fyrirgreiðslu Tilkynning um aöstöðugjald í Hafnarfirði 1962 Ákveðið hefur verið að innheimta í Hafnarfirði að- stöðugjald samkv. III. kafla laga nr. 69/1962, um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. og reglugerð nr. 88/1962, um aðstöðugjald, samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá: 0,5%: Rekstur fiskiskipa. 0,9%: Kjöt- og fiskverzlun og nýlenduvöruverzl- un. 1,0%: Rekstur fiskvinnslustöðva, landbúnaður og brauðgerðarhús. 1,3%: Verzlun ó. t. a. 1,5%: Iðnaður ó. t. a., matsala, útgáfustarfsemi 2.0%: Hvers konar persónuleg þjónusta, mynd- skurður, listmunagerð, blómaverzlun, um- boðsverzlun, fornverzlun, Ijósmyndun, klæðskerar, hattasaumastofur, rakara- og hárgré’iðslustofur, söluturnar og verzlanir opnar til kl. 23,30, verzlun með sportvör- ur, skartgripi, hljóðfæri, tóbak og sælgæti, kvikmyndahús, sælgætis- og efnagerðir, gull- og silfursmíði, fjölritun, lyfja- og hreinlætisvöruverzlanir svo og hvers kbn- ar önnur gjaldskyld starfsemi ó. t. a. Þeim, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts í Hafnarfirði, en eru aðstöðugjalds- skyldir þar, ber að senda Skattstofu Ha£parfjarðar sérstakt framtal til aðstöðugjalds innan 15 daga frá birtingu þessarar auglýsingar. Þá er og þeim, sem reka margþætta atvinnu, þann- ig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjald- flokks, skv. ofanskráðri gjaldskrá, bent á að senda skattstofunni, sundurliðun á gjöldum þeirra árið 1961 í aðstöðugjaldaflokka, til skýringar áður send- um framtölum, hið allra fyrsta og eigi síðar en 4. ágúst n.k. Hafnarfirði, 21. júlí 1962 Skattstjórinn f HafnarfirSi. Garðyrkjumaður Garðyrkjumaður getur fengið atvinnu við garð- yrkjustöðina Neðri Ás, Hveragerði 1. sept. n.k. Húsnæði fylgir. — Upplýsingar gefur Guðjón Björnsson, garðyrkjustjóri, Hveragerði, sími 104. VARMA PLAST EINANGRUN. Þ. Þorgrfmsson & Co. Borgartúni 7 Sími 22235 TÍ MINN, JaiicárdaBuriiVí' — -

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.