Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 6
T f M I N N, sunnudagurinjr .99. júl* 13C?'. — Falsbréfið Mánudaginn 31. maí 1937 birti fcafold, sem þá var vikuútgáfa Mbl., á forsíðu stóra fyrirsögn, sem hljóðaði á þessa leið: „Bréf úr Framsóknarher- búðum. Sannanir fyrir sam- sfeaxfi Framsóknar' og komm- únista". í grein þeirri, sem fylgdi á eft- ir, segir, að'stjórnarflokkarnir, þ. e. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, reyni að neita þvi, að þeir hafi samvinnu við kommúnista í kosningunum, sem standi fyrir dyrum, en nú hafi ísafold borizt bréf, sem taki af allan vafa [ þessu efni, — „bréf, sem einn af aðalforingjum Fram- sóknarflokksins sendi trúnaðar- mönnum flokksins út um land um áramót í vetur, nokkru eftir að þingrofið var ákveðið, bak við tjöldin, en áður en það var gert opinskátt". ísafold birtir síðan eftirfarandi kafla, sem eiga að vera úr bréf- inu: „Vi'ð (þ. e. Framsóknarmenn) höfuín gert munnlegan, en þó vottfastan samning við vinstri flokkana (þ. e. Alþý'ðuflokkinn Oig Kommún'istaflokkinn) um samvinnu, þannig, að Framsókn arflokkurinn fámar vinstri flokk- unum öll sín atkvæði í öllum kauipstöð’um 'I.andsins á víxl eft- ir ástæðum hvers um siig, gegn því, að þeir ábyrgjast okkur öll sín atkvæði út um sveit'ir lands- ins í þeim kjördæmum, þar sem þeir hafa ekki menn í fram- boði. Þú, sem trúnaðarmaður flokks ins, verður að standa vel á verði ag gianga ríkt eftir og tafarlaust a® tilkynna það til m'iðstjórnar fiokksins, ef út af er brugðið, og senda nöfn þeirra manna, sem svíkja eða líklegir eru til a'ð svíkja, til miðstjórnar flokksins, svo að hún geti gert fcafarlaust kröfur til Viðkomiandi flokka á viðeigandi hátt“. ísafold klykkir svo út með því að segja, að þetta bréf taki af allan vafa um samninga Fram- sóknarmanna og kommúnista. Fáum dögum sfðar var þetta bréf srvo einnig birt í Mbl. „Framsókn í heljar- greipum kommún- ista“ Af hálfu Framsóknarmanna var strax lýst yfir því, að þetta bréf væri falsað og skorag á ritstjóra Mbl., að greina hver sá forustu- maður Framsóknarflokksins væri, er hefðj átt að skrifa bréfið, og hvernig þetta bréf hefði komizt til Mbl. Ritstjórar Mbl. neituðu algerlega ag svara þessu, en ann. ar þeirra bar fyrir rétti, að hann hefði aldrei séð bréfið sjálft, held ur hefði sér aðeins borizt afrit af umræddum köfíum úr bréfinu og þetta afrit hefði hann strax rifið sundur og hann var búinn að birta bréfkaflana í ísafold! Hins vegar teldi hann sig hafa fulla vissu fyr ir því, að þetta bréf hefði verið til. Á þessu bréfi, sem var hreint falsbréf, var svo byggð nær öll bar átta Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum 1937 Það var birt grein eftir grein i Mbl oe ísafold um samninga Framsókn armanna og kommúnista, um að Framsóknarmenn o.s Alþýðuflokks menn væru að eefa kommúnistun oddavaldif á þingi. um ag þjóðin yrði að reka þessa rauðu hættu af höndum sér o.s.frv. Eitt helzta vígorð Mbl. var: Framsókn í helj- argreipum kommúnista. Öllum þessum mikla áróðri var haldið uppi, þótt forystumenn Sjálfstæðisflokksins vissu vel, að engir samningar hefðu átt sér stað milli Framsóknarmanna og komm únista, og falsbréf væri notað sem sönnunargagn. Það var J þessum kosningum, er núverandi formaður og vara formaður Sjálfstæðisflokksins voru fyrst í framboði og áhrifa þeirra gætti verulega á störf og stefnu flokksins. Fyrirmyndip. Þeir, sem fylgdust með erlend- um stjórnmálum á þessum árum, sáu vel, hvar forkólfar Sjálfstæð- isflokksins höfðu fengið fyrir- myndina að þessum starfsháttum sínum. Þetta gerðist fjórum árum eftir, ag Hitler brauzt til valda í Þýzkalandi. Eitt aðalefni í áróðri hans var að allir lýðræðissinnar og frjálslyndir umbótaflokkar væm bandamenn og undirlægjur kommúnista. Þeir væru í leynileg um samtökúm meg kommúnistum og ætti að heyja baráttuna gegn þeim á þeim gruhdvelli. Til þess að sanna slíkan áburð, voru svo oft birtar glefsur úr stolnum eða fölsuðum leyniskýrslum, sem eign aðar voru andstæðingunum. Rétt þykir að rifja hér nokkuð nánar upp, — m. a. vegna þess áróðurs, sem nú gengur aftur í Mbl. frá þes'Sum tíma — uppruna og ætterni framanefndra alburða sumarið 1937. Maðurinn, sem allir „treysta og blessa“ Vorig 1933 var stofnuð hér í Reykjavík svokölluð Þjóðernis- hreyfing fslendinga, er stældi flokk Hitlers á flestan hátt. Þessi hreyfing gaf út tvö blöð, íslenzka endurreisn og Þórshamar. Stefnu þessarar hreyfingar má nokkuð marka á eftirfarandj ummælum, sem birtust í íslenzkri endurreisn 10. ágúst 1933: „Og jafnlengi mun þýzka þjóð- in fagna og gleðjast yfir því, að á hörmungar- og neyðartímum rís upp maður, sem flytur þjóð- inni boðskap um sameinaða og sterka þýzka þjóð. Um ókomnar aldir mun nafn hans hljóma fagnandj af vörum þýzkra manna. Adolf Hitler hefur skráð naf.n sitt við hliðina á fremstu mönn- um hins germanska kynstofns. Hann flutti þjó'ð sinni trúna á sannleikann, á sinn eigin m'átt og rnegin". Nokkru síðar segir í Islenzkri endurreisn á þessa leið: „Adolf Hitler er sá maður, sem þjóðin trúir fyrjr málum sínum, mað’urinn, sem fátækir og ríkir, ungir og gamlir treysta og b'lessa“. i Gamalt Reykjavíkur Trjágöng í LaugardalsgarSi. Það gerðist um þetta leyti, að Bjarni Benediktsson kom heim frá námi í Þýzkalandi og tók að starfa j Sjálfstæðisflokknum Hann og Gunnar Thoroddsen vorj þá ráðamestir meðal yngri manna flokksins. Hér skal ekki dæmt um, hvaðan þau áhrif voru runnin, að í Reykjavíkurbréfi Mbl. 14. mai 1933, var farið þessum orðum um Þjóðernishreyfinguna: ,, „Sósíalistar inman Alþýðu- og Framsóknarflokksins hafa fengi'ð hálfgert æðiskast út af þjóðernis hreyfingunni. Tími.nn og Alþýðu blaðið keppast um að ausa óhróðrj og svívirðingum yfir þjóðernissinna, nefna þá upp- reisnarmenn, svartli'ða, einræðis (men,n og jiafnve'J manndrápara. í ofurhjartnæmri grein, er Jón- as Jónsson skrifaði nýlega, bent'i hann á þann mcguleika, að liann og þeir velu.nnarar hans í Alþýðu flokknum myndu e. t. v. þurfa að grjp.a til þeirra ráða að sækjia um aðstoð erlendra þjó'ða til þess að bæQa þjóðerniishreyfing una niður. Hin nývafcnaða þjóðernishreyf inig fær á mi.argan hátt byr undir vængi frá andstæð'ingum sínum. Hrjflungar þjót.a upp og heimta útvarpsumræður um „ofbeldis- stefnur" og „verndun þjóðernis ins“ . . . En útvarpsumræðunum er stefnt gegn þjóðern’issinnum . . . Óþarft er a'ð taka það fram, að þjóðernissinnum detta engin apjöil lýðræðis í hug en fylgja af a'lhug eflingu ríkisvaldsins, er spornar við hvers konar yfir- gangi ofbe!disseggjía“. Morgunblaðið birtir margar fleiri greinar um þessar mundir, þar sem hið mesta lof var borið á þessa hreyfingu. -Ljúft að bakka... “ Hvort sem þeir Bjarni og Gunnar hafa stjómað þessum skrifum um Þjóðernishreyfinguna eða ekki. er hitt staðreynd, að þegar dró að bæjarstjórnarkosningunum 1934. voru þeir helztu hvatamenn þess að stofnað var til kosningasam- vinnu milli Sjálfstæðisfl. og Þjóð- ernishreyfingarinnar. Samkvæmt því hlaut Þjóðernishreyfingin 6. og 9. sætið á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. Bjarni hlaut ag launum 2. sætið á listanum fyrir . milligönguna og hófst með því pólitísk ganga hans. Bandalag þetta staðfestj Jón Þorláksson með svohljóðandi yfir- lýsingu i Mbl. 19. janúar 1934: „Því hefur ekki verið haldið nægi'lega á loft i blöðum Sjálf- stæðisflokksins, að það eru fleiri en fé'lög Sjálfstæðismanna hér í bænum, sem standa arð C-listan- um og styðja hann. Listinn nýtur einnjg stuðnings félagsskaparins „Þjó'ðern'ishreyfing fslendinga". Aðalráð þess fétagsskapar birti yfirlýsingu um stuðning þennian um það leyti, sem C-listinn var tilbúinn, og hefur síðan beitt sér Öfluglega fyrir að afla listanum fylgis í sinn hóp. Sama hefur fé- lag yngri manna, sem þátt tekur í þessari hreyfingu, gert oig sömu lei'ðis biöð Þjóðernishreyfingar- innar, fslenzk endurreisn o,g Þórshamar. Tel ég mér og okkur öllum Sjálfstæðismönnum ljúft og skylt að þakka stuðning þenn an, sem sýnir það, að Þjóðernis- hreyfingin hefur ekki misst sjón ar á því aðalmarki sínu að berj ast á móti rauðu flokkunum, kommúnistum, krötum og Tíma- b»lsum“, í framhaldi greinar Jóns er svo tekið fram, að sérstakur listi, sem studdur sé af vissum mönnum úr félagsskapnum Þjóðernishreyfing fslendinga, sé aðeins sprengilistj og eigi allir sannir þjóðernissinn ar og Sjálfstæðismenn að kjósa C-listann. Nazistar innlimaðir Endalok Þjóðemi'Shreyfingar ís lendinga urðu þau, að hún rann alveg inn í Sjálfstæðisflokkinn og sú varð einnig raunin með það brot, sem klauf sig úr henni í bæjarstjórnarkosningunum 1934 og hélt uppi sjálfstæðrj starfsemi nokkur næstu árin. Aðalmennirnir þar voru Guttormur Erlendsson og Birgir Kjaran. Þessi samrumi nazista við Sjálf itæðisflokkinn var heldur ekki óeðlilegur, því að flokkurinn tók upp nazistísk vinnubrögð { sívax- andi mæli á þessum árum. Hitlers dýrkunin var mjög áberandi og gat Mbl. t. d. ekki dulig fögnuð sinn, er Kitler hafði innlimað Tékkóslóvakíu og Pólland. Það gerðist og á þessum árum, að Sjálfstæðisflokkurinn stofnaði sérstakan flokksher, sem kallað var fánalið og gekk í einkennis- skyrtum ag sið stormsveita Hitl- ers. Þá voru stofnuð málfundafé- lög Sjálfstæðisverkamanna að nazistasið. höfg sérstök hátíðahöld 1. maí að þýzkum nazistasið, og tekið upp ránsfuglsmerkið, einnig eftir þýzkri fyrirmynd. Á þes'sum árum eða nánara til- tekið á árinu 1937, eins og áður er greint frá, var fyrst notuð lyga- sagan um þjóðfylkingu Framsókn- irmanna og kommúnista og hún höfð fyrir aðaluppistöðu í kosn- ingaáróðri Sjálfstæðisflokksins þá. Ættemi hennar var auðvelt að rekja, því að hér var um nákvæm lega sama áróðurinn að ræða og Hitler beitti gegn öllum lýðræðis sinnuðum andstæðingum sínum. Afturgengin lyga- saga. Það kom glöggt í ljós { sveitar- og bæjarstjórnarkosningunum í vor, að „viðreisnarstefna" ríkis- stjórnarinnar á litlu fylgi að fagna. Foringjar Sjálfstæðisflokks ins fundu þá, að þeir hafa næsta óhæga málefnalega vígstöðu. Þess vegna byrjuðu þeir þá á ný og hafa haldig því áfram síðan að hampa þessari 25 ára gömlu lyga- sögu sinni um að Framsóknar- menn og'kommúnistar hafi mynd- að leynilega þjóðfylkingu, sem ætlunin sé að taki völdin eftir næstu kosningar. Þetta er nú meginefnið í áróðrf íhaldsleiðtog- anna og mun hann vafalaust eiga eftir að magnast fram að næstu þingkosningum. Bersýnilegt er ag foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa engu gleymt af því, er þeir lærðu á Hitlerstímanum. Mikið má því vera, ef nýtt falsbréf eða eitthvað svipað á ekki eftir að sjá dagsljósið fyrir næstu þing- kosningar! Samtímis verðUr svo Mbl. lát- ið hald.a uppi mikilli krossferð gegn kommúnistum, Ifkt og gert var fyrir kosningarnar 1937. Al- varan í þeirri krossferð var hins vegar ekkj meiri en svo, að því kjörtímabili, sem hófst eftir kosningarnar 1937, lauk á þann veg, að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði hreina flokksstjórn með stuðningi kommúnista, er fengu það i staðinn að mega ráða ferðinni í verðlags- oig kaup- gjaldsmálunum með þeim afleið ingum, að dýrtíðin tvöfaldaðist á sjö mánuðum. Þannig Iauk þeirri krossferð Sjálfstæðisflokksins gegn komm únistum. Skyldi núverandj kross ferð þeirra Ijúka á svipaðan veg? OG MÁLEFNS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.