Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 16
 Sunnudagur 29. júlí 1962 171. fbl. 46. árg. 50 ÁRAI TYRK- LANDIEINNIG I gær bárust okkur þrjú tyrknesk írímerki, sem gefin hafa verið út í tilefni 50 ára afmælis skátastarfsins í Tyrklandi, en það hófst einmitt árið 1912, sama ár og fyrstu íslenzku skátarnir tóku til starfa. Tyrknesku frímerkin komu út 22. júlí s.l. og verða til sölu fram til 22. nóvember n.k. En þau verða þó í gildi fram til ársloka 1965. Á öllum merkjunum er rauð skátalilja með tyrkneska hálfmán- anum og stjörnunni innan i. Verðmesta merkið er Ijósbrúnt, o.g á því er mynd af tveimur skátum, dreng og stúlku, sem heilsa með skátakveðjunni. Annað merkið sjáið þið hérna fyrir ofan, það er ljósgi’ænt. Rafmagns- reikningar í bankanum Eftir mánaðamótin næstu veitu Reykjavíkur greitt reikn geta gjaldendur Rafmagns- inga sina í Landsbankanum j e®a útibúum hans, en þurfa Varðinn afhjúpað- ur í gær 300 ár voru í gær liðin frá erfðahyllingunni í Kópa- vogi, er andlegir og verald- legir valdsmenn þjóðarinn- ar undirrituðu skuldbind- jTiguna um óskorað einveldi Danakonungs. f tilefni af þessum af- drifaríka atburði hefur Lionsklúbbur Kópavogs lát ið gera minnisvarða, og var hann afhjúpaður síðdcgis í gær á hátíðlegri samkomu, sem Kópavogskaupstaður efudi til á hinum forna þing hól, þar sem Kópavogsfund urinn stóð, skammt vestan og norðan Kópavogsbrúar. Ljósm.: Tímjnn R.E. ekki að fara í skrifstofu Raf- magnsveitunnar til þess að greiða þá. Breytingin er iólgin i þvi að þeir sem ekki greiða reikninga sína við framvísun, geta nú greitt þá í bankanum eða útibúum með fram vísun reikninganna. Til þess að unnt sé að taka við greiðslum á þennan há.tt, verða ógreiddir reikningar með viðfest- um greiðsluseðli afhentir hlut- aðeigandi ókvittéraðir, og verður því að framvísa hinum ókvittaða reikningi á greiðslustað, til þess að gjaldkerar geti tekið við greiðslu. Reikningur gildir ekki sem kvittun fyrir gjöldunum nema á honum sé greiðslustimp- ill. Frá 1. ágúst verður hægt að greiða reikningana á þessum stöð- um: Landsbanka íslands í Austur stræti, útibúunum á Laugavegi 77, Laugavegi 15, Langholtsvegi 43, í Sparisjóði Kópavogs á Skjólbraut 6 og í innborgunarstofu Rafveit- Framh. á 15. síðu. 1000 TJALDA BORG SKÁTA í dag verður setf á Þing- völlum 13. landsmót ís- lenzkra skáta, hið fimmta, sem haldið er á Þingvöll- um og allra fjölmennasta, sem haldið hefur verið á ís- landi fram til þessa. Mótið sækja skáfar frá einum 10 löndum auk íslands, og er talið líklegt að um 2000 skátar verði á mótinu, þeg- ar flest verður, og ekki færri en 1000 tjöld. Skátar buðu blaðamönnum til Þingvalla á fimmtudaginn til þess að lita á það, sem þat hafði verið gert. Unnið hefur verið að undirbúningi mótsins uppi á Þingvölium síðan í júní-mánuði, og eina helgina komu þangað á annað nundrað skátar í sjálf- boðavinnu. 12 fermetrar á mann Tjaldbúðirnar standa á Leir- unum og ná yfir um eins fer- kílómetra stórt svæði, en reikn að er með, að hver þátttakandi hafi 12 fermetra svigrúm, svo ekki ætti að verða þröngt um mannskapinn. Búðunum hefur verið skipt í fimm garða. Einn nefnist Útgarður, og þar búa kvenskátar. Drengir verða í As- garð'i, en í Hólmgarði eru fjöl- skyldutjaldbúðir. Mikligarðúr heitir sá, staður þar sem reist- ar hafa verið opinberar bygg- ingar, og í Miðgarði eru sýn- ingartjöld. Vatn — sími — rafmagn Það mátti greinilega sjá á fimmtudagskvöldið, að skátarn- ir hafa ekki verið iðjulausir þessar heigar, sem þeir hafa unnið upp á Þingvöllum. Þar hefur verið lögð milíi 2 og 3 km löng vatnslögn, sem sér tjaldbúðunum fyrir drykkjar- vatni, þvottavatni og einnig hef- ur verið komið fyrir full- komnustu vatnssalernum. Símvirkjar skátanna hafa lagt símalínur um allt mótssvæðið. og eru 15 línur innan búðanna, en auk þess tvær beinar línur i Reykjavík, og samband við Val- höll. Skiptiborði hefur verið komið fyrir í simstöðvartjald- inVu, símastúlkurnar verða tvær, og auk þeirra símstöð'varstjór- inn Ágúst Valur Einarsson. En það verður fleira en sími og rennandi vatn á Leirunum næstu dagana. Þar hefur einn- ig verið komið upp 10 kw raf- stöð, og öll stærstu tjöldin verða raflýst. Tjöldin eru úr mjög dökkum segldúk, og hefði því orðið ógjörningur að vinna í þeim, ef þau hefðu ekki verið lýst. Einnig er sjúkratjaldið' sem getur tekið við 10 sjúkling um í einu hitað upp með raf- magni. Fimmtíu fánar Á einum stað hafði verið kom ið fyrir stórum sýningarpalli, en þar átli mótssetningin að fara frarn. í hálfhring umhverf- is pallinn voru 50 hælar rekn- ir niður í jörðina. Við hælana eiga að standa 50 fánar á með- an á mótinu stendur, sem tákn um þau 50 ár, sem skátarnir hafa starfað á íslandi. Fyrir framan pallinn voru á fimmtu- daginn komnir litlir gulir hæl- ar, sem virtust hafa verið sett- ir niður eftir einhverri reglu. Við nánari athugun kom í ljós að þarna áttu skátarnir að raða sér upp og standa við setning- una. Mismunandi langt var milli hælanna, og fór það eftir því, hversu margir skátar voru yæntanlegir frá hverju félagi. Benzínknúin eldavél Mikið verður notað af kós- Framhald á 15 síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.