Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 8
MILOVAN DJILAS Kommúnismi Álit Milovan Djilas MILOVAN DJILAS, á8ur varaforseti Júgóslavíu, fyrrver- andi flokksforingi og vinur Títós Júgósiavíuforseta, hefur verið' dæmdur í allt að níu ára fangelsi í Belgrad, fyrir að hafa skrif- a3 bókina „Viðtöl við Stalín“. Þetta hefur orðið til þess, að athygli alheims hefur beinzt að hinni nýju bók Djilasar, enda þótt það, sem þessi maður hefur að segja, sé í sjálfu sér svo merkilegt, að það þurfi engrar frekari kynningar við. Ástæðan er sú, að Djilas, maðurinn sem eitt sinn var talinn líklegastur eftirmaður Títós ritar um kommúnisma af innsæi og þekkingú, sem er á fárra manna færi. Annað er það, að „Viðtöl við Stalín“ er ekki síður frábær persónulýsing en framlag til stjórnmálasögu okkar daga. Höf- undurinn hlífir ekki sjálfum sér og tilfinningum sínum í'frá- sögn af atburðum og aðstæðum, er hann var vitni að í Sovét- ríkjunum á tímabilinu frá 1945 til 1948. Svo er að sjá, að því fleiri fundi, sem hann átti við sovézka forustumenn og því betur, sem hann kynntist lífi fólks í Sovétríkjunum, því fleiri nýjar spumingar og efasemdir hafi vaknað í huga hans unz þar rúmaðist ekki annað en tortryggni og vantrú. En þessi breyting kom hvorki skyndilega né þjáningarlaust. Það tók langan tima að losa um djúpar rætur áhrifanna af margra ára pólitískri fræðslu- og áróðursstarfsemi í Kommúnistaflokki Júgóslavíu, áhrif takmarkalausrar trúar á réttmæti sérhverra athafna sovézku stjórnarinnar og vizku Stalíns — hins óskeik- ula leiðtoga eða Vozhd. „Stalín var annað og meira en foringi í bardaga/, segir Djilas, er hann skýrir frá hugleiðingum sínum rétt áður en hann hitti Stalín í fyrsta sinn. „Hann var holdi klædd hugsjón, sem í hugum kommúnista varð sönn og hrein, og því var liann óskeikull og syndlaus. Stalín var ímynd hinnar sigursælu baráttu dagsins í dag og bræðralags manna morgundagsins . . . Skyndilega hvarf allt það, sem virzt hafði óskemmtilegt í sambandi við Sovétríkin, og allur ágreiningur milli okkar og sovézkra ráðamanna varð ómerkur hégómi, rétt eins og hann hefði aldrei verið til. Allt óskemmtilegt hvarf fyrir hinni óendanlegu dýrð og fegurð þess, sem var að gerast í minni viðurvist1,. „Menn lifa í draumum og veruleika", segir Djilas í hugleið- ingum sinum í lok fyrstu sendifararinnar til Moskvu árið 1944. Draumarnir voru trúin og vonin, sem hann hafði komið með — veruleikinn var lífið eins og það var í raun og sannleika. Einn af þeim veruleikum, sem Djilas kynntist i Moskvu, var sú viðleitni Stalíns að koma í veg fyrir, að júgóslavneskir kommúnistar tækju upp nánara samband við Breta og Ameríku- menn með því að hlaða skömmum og háði á Vesturveldin. Annað, sem ef til vill skipti minna máli, en var þeim mun átakanlegra, var það, að fyrir kom, að sovézka leynilögreglan kom á vettvang í ómerktum bfl og flutti hann á einhvern leyni- stað og spurði hann í þaula í hálfa aðra klukbustund um skoð- anir og skapgerð æðstu félaga júgóslavneska kommúnistaflokks- ins. Framhalri á 15 siðn í hvert eitt sinn er forustumenn flugmála koma saman til þinga, svífur eins konar vofa yfir þing- heimi. Forystumemnirnir þekkja hana og gera jafnvel um hana margs konar ályktanir, er allar miða að því að koma í veg fyiir, að hún verði blákaldur veruleiki a.m.k. næstu 10—15 árin. Það er sú staðreynd, að farþegaflug verði brátt með þotum, er fari hraðar en hljóðið, sem tekið hef- ur á sig þetta vofugervi og menn vilja fara gætilega minnugir þess, að innreið þeirra þota, sem nú eru notaðar til farþegaflugs var í raun inni með of skjótum hætti, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Menn höfðu tæplega tíma til þess að átta sig á hlutunum og mæta nýjum kröfum á þann veg, er þurft hefði í upphafi. En því miður er ekki svo þægi- legt að halda vofunni utan dyra. Hún sækir fast á, og er í rauninni nú þegar að taka á sig sýnilega1 mynd bæði í Bandaríkjunum og , Evrópu. Má í því sambandi nefna, að stjórn FAA (Federal Aviation Agency) í Bandaríkjunum hefur þegar varið 5 milljónum dollara til rannsókna í sambandi við far- j þegaflugvélar, er farið gætu hrað I ar en hljóðið. Mun ætlun félagsins ! að reyna vélar, er hafa tvöfaldan j hraða hljóðsins — svo nefndar Mach 2 — og hraða enn fremur enn kraftmeiri vélar með þre- til fjórföldum hraða hljóðsins — Mach 3—4. í Evrópu hefur til skamms tíma verið samvinna um þetta mál milli Frakka og Breta, þ. e. a. s. Sud Aviation verksmiðjurnar í Frakk- landi og British Aircraft Corpora- tion í Englandi hafa látið sérfræð- inga sína vinna að þessum málum og hugmyndin verið sú að fram- leiða Super Caravelle með hrað- anum Mach 2,2 (þ. e. 2,2 sinnum hraðar en hljóðið). Er stefnt að því að Super Caravelle verði til- búin til reynslu 1967. Hins vegar hefur slitnað upp úr þessari sam- vinnu mest fyrir tilverknað Frakka og hafa stjórnir þessara landa lát- ið slíkt óátalið, en þær standa að haki beggja fyrirtækjanna. Ekki verður sagt með vissu, hversu mikla áherzlu stjórnir V.- Evrópuþjóðanna leggja á þessa þróun, en hitt er vitað, að stjórn Bandaríkjanna telur ekki þýðingar- minna að verða á undan á þessu sviði en að hafa forskot í mönn- uðum geimförum. Ekki þarf að taka fram á undan hverjum er átt við. Ódýrari farseiill betri en aukinn hraði En allavega er málið á döfinni og það er komið á hreyfingu. Vofan hefur náð tangarhaldi á verkfræð- ingum og heilum ríkisstjórnum og e. t. v. verða það aðeins tilrauna- vélar e. t. v. verða þær fullar af farþegum. En hvag segja farþegarnir um þetta, en auðvitað er það velferð þeirra, líf og limir, er fyrir öllu skulu ganga. Óska þeir eftir þess- um hraðflugum. Eru menn í slíkri hraðaþörf, að þessar nýju hrað- flugur muni gleypa í sig megnið af flugfarþegunum? Sænski tæknifræðingurinn, Bo K. O. Lundberg hefur svarað þessu og sagt m. a. að lækkun flugfar- gjalda væii farþegum miklum mun meira kappsmál en aukinn hraði. Þeir vilja heldur ferðast ódýrt en spara sér eina til tvær klukku- stundir af flugtíma. Lundberg þessi er forstjóri rann sóknarslofu sæilsku flugmálastjórn arinnar. Hann þekkir vel til starf- semi flugsins og óskir farþeganna og Svíþjóð stendur framarlega á sviði flugtækni. Af þessum or- sökum er full ástæða til þess að taka vel eftir orðum hans, en hann hefur nýlega skrifað grein, þar sem hann svarar þeirri spurningu, hvort farþegaflug með vélum, er fara hraðar en hljóðið, samrýmist heilbngðri þróun farþegaflugs. IJann svarar þessari spurningu af- dráttarlaust neitandi. Hreinasta glapræði í þessari grein sinni segir Lund- berg, að mörg erfið vandamál bíði úrlausnar, áður en hægt sé að hefja farþegaflug með svo hrað- fleygum vélum og væri hreinasta glapræði að hefja farþegaflug að þeim óleystum. Slíkt gæti haft í för meg sér gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir viðkomandi flugfélög. Vandamálin eiu aðallega þrjú, en þau eru hvert um sig svo stór að nægja ætti til þess að fá menn ofan af að hugsa um farþegaflug með vélum, er færu hraðar en hljóðið'. Hér er um að ræða geisl- eða unarhættu, gífurlegan hávaða og öryggisleysi, sem slíkt hraðflug hefði óhjákvæmilega í för með sér. Þetta hraðflug yrði að vera í mun meiri hæð en þeirri, sem nú er flogið í. Þetta eykur á geislunar hættuna svo hún fer langt yfir það sem telja verður mönnum skað laust. Áhættan verður enn meiri ef eldsumbrot eru á sólinni eins oft ber til. Eina leiðin til þess að verjast þessu er að fljúga lægra og láta lofthjúp jarðar skýla sér fyrir geisluninni. Þetta myndi hafa i för með sér mun meiri óþægindi fyrhv farþegana en þeir hafa nú af þoku og illviðrum, er þeir ferðast með flugvélum nútímans. Annars vita vísindin ekki alltof mikið um geislunina, segir Lund- berg. Sízt af öllu þekkja menn á- hrif hennar til lengdar. T. d. vita menn ekki hver áhrif hún gæti haft á konu á barnsburðarskeiði. Menn eru þó vissir um, að í henni felst mikil hætta, hversu svo sem endanlegar afleiðingar geislunar- innar kunna að koma fram. DEILT UiVB HIMNARIKI- Kyniegt mál fyrir dómstóli í Bandaríkjunum — Lögfræóingur í Kaliforníu Næsta einkennilegt mál er nú fyrjr dómstólunum í Kaliforníu i Bandaríkjunum. Sannast að segja er málið svo furðulegt — eða svo skulum við ségja — að engum hefði nánast dottið í hug, að það yrði tekið upp fyrir dómstólum, enda þótt menn á vesturströnd Bandaríkjanna hefðu vitað um nokkuð skeið, að til stóð að reyna slíkt. Ja, þig skuluð ekki láta líða yf- ir ykkur. Það stendur nefnilega til hvorki meira né minna en það, að fá dómstólana til þess að skera úr því, hvort Himnaríki og Hel- víti séu til sem landfræðilega af- mörkuð svæði. Martin Lúther varði skilning sinn á þessu efni í Worms á sinni tíð, en annars hefur ekk- ert þessu líkt verig á borð borið a. m. k. rekur menn ekki minni til þess. Það er lögfræðingur nokkur i Kaliforníu, sem stendur fyrir þessum ósköpum. Nafn hans er Vincent Hallinan og hann má með réttu kallast lögfræðinganna svarti sauður. Hugmyndir hans um lög og rétt hafa oft komið æruverðugum dómurum Kaliforn- íufylkis í hreinustu vandræði og venjulegast vakið hjá þeim mestu hneykslun. Já. og Hallinan hefur verig settur í steininn fyrir hug- myndir sínar og túlkun laga og réttar. Það skeði m. a. fyrir liðlega 10 árum. Hallinan var þá verjandi Harry Bridges, er var forseti al- þjóða hafnarverkamannasambands ins. Bridges var ákærður fyrir óamerí'Ska starfsemi eins og fleirj á þeim árum. Hallinan hóf varn- arræðu sína sem lög gerðu ráð fyrir, en í miðju máli sínu sneri hann skyndilega óæðri endanum að háæruverðugum dómurum og ávarpaðj áheyrendur í réttarsaln- um: — Herrar mínir og frúr, byrj aði hann. Þér skuluð nú fá að verða áheyrendur að skemmtileg- asta sjónarspili, er þér munuð nokkru sinni fá tækifæri til að sjá og heyra. Sámur frændi með sinn pípuhatt, stjörnur á jakkan- um og bláar rendur á buxum ætl- ar nefnilega að dansa og syngja fyrir yður . . Hallinan komst ekki lengra. Starfsmenn réttarins þutu til og vörnuðu honum máls og háæru- verðugir dómarar lömdu hömrum sínum þungt í borðið. Lbks yfir- gnæfði þó raust ritara dómsins allt brauk og brak. Hinn virðulegi ritari tilkynnti, ag ef Hellinan héldi áfram j þessum dúr, yrði honum stungið í steininn án nokk urra vífilleng.ia Og þetta dugðí Hallinan breylti um bylgju- lengd,- en dans og söngur Sáms frænda var ekki gleymdur dómur- unum, þegar mál Bridges hafði verið útkljáð var um leið tilkynnt að verjandi hans, okkar ágæti Hallinan skyldi gista 180 nætur í steininum vegna móðgunar við dómstólinn. Hæstiréttur lét hann þó sleppa með helming þess tíma. En enn þann dag { dag veit enginn, hvað það var, sem Hallin- an ætlaði að segja áheyrendunum í réttarsalnum, þvi að það varð ekkort af sjónleiknum, er hann hafði lofað þeim. Hins vegar vakti framganga hans allmikla athygli, varð forsiðuefni blaðanna og nafn hans komst á allra varir. Frægur að endemum? Kannske, en hitt verð'Ur þó að játa, að Hallinan yann málið fyrir skjólstæðing sinn í þetta sinn. Nú beinist kastljósig að nýju að Hallinan og hann á enn einu sinni í dálítið erfiðu máli. Tildrög þess eru í stuttu máli á þessa leið: S. 1. haust lézt í borginni San Francisco maður að nafnj Davíð F. Supple Supple heitinn hafði safnað að sér álitlegum jarðargæð um og var ríkur vel að löndum og lausum auram. Hann var sann- u,- kaþólikki og arfleiddi kirkjuna að öllum eignum sínum. Nánasti ættingi hans og sjálfkjörinn erf- ingi eigna hans var annars maður T f M I N N, sunnudagurinn 29. júlí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.