Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 2
Undanfarnar tvær vikur hefur vsriS staddur hér á landi hópur stúdenta, að- allega norrænna, og hefur hann ferðazt hér talsvert um. Ferðin hefur verið á vegum ferðaþjórvustu stú- denta á Norðurlöndum (SSTS), en íslenzkir stúdent- ar hafa margvísleg sam- bönd við þá stofnun og njóta fyrirgreiðslu hennar í ferðalögum erlendis, þótt ekki séu þeir beinir aðilar að samtökunum. Þessi íerðasamtök stúdenta gángast á hverju sumri fyrirhóp ferðum víðs vegar um Evrópu, en íslandsferð hefur ekki ver- ið farin á vegum þeirra fyrr en nú. Ferðaþjónusta stúdenta hér átti hugmyndina að þessu ferða lagi og hefur annazt allan und- irbúning og framkvæmdir hór- lendis. Standa líkur til að þess- um ferðum verði haldið áfram og jafnvel fjölgað eitthvað næstu sumur, en þessi ferð núna þykir hafa tekizt afar vel. Hópurinn kom til Reykjavík ur með Gullfossi 11. júlí síðast liðinn. Fyrsta daginn óku þeir um Reykjavík og nágremni og Hluti þátttakenda i stúdentaferðinni. Tallð frá vinstri: Tor Leif Andersson, Trelleborg, Anna-Maria Kerkkonen, Helslngfors; Gunhild Edlund; Lindesberg; Árni Stefánsson, fararstjóri; Gunnel Fredberg, Stokkhólmi; Chrlstian Holmback, Uppsölum og Anders Johnsson, Lundi. Suiigu með lögreglunni og syntu í jökulám skoðúðíi sig um, en síðan var haldið í aðalferðalagið, sem lá um Borgarfjörð og þaðan til Þingvalla og Laugarvatns, síð- an var haldið að Gullfossi og Geysi og þaðan upp í Land- mannalaugar, þá um Jökuldal að Eldgjá og komið að Kirkju- bæjarklaustri og í Núpsstaða- skóg, síðan farið í Þórsmörk og gengið á Heklu og svo ekið um Hveragerði og til Reykja- víkur. Úr landi hélt hópurinn svo í gær með Gullfossi. Far- arstjóri í þessari för var Árni Stefánsson, skólastjóri á Sel- fossi. Við hittum nokkra úr hópn- um að máli ag loknu ferðalag- inu vestur í Hafnarhúðum, þar sem feðralangarnir gistu í Reykjavík. Þátttakendur í ferð inni voru alls 15, þar af voru 11 Svíar (9 Svíar sögðu þó sum ir og tveir Skánverjar), ein finnsk stúlka, einn Svisslend- ingur og einn Japani. Við þessa tölu bættist svo einn fararstjóri og eldabuska, auk bílstjóra, svo að alls var í förinni 18 manns. litir og landsiag — Þetta hefur verið stórkost leg ferð, verið eitthvað allt svo óraunverulegt. Það á við bæði um litina og landslagið. Þessir litir minna mann á léleg kvik- myndatjöld, þ. e. a. s. hefði maður séð þessa liti á kvik- mynd, hefði maður haft á orði að tjöldin væru léleg og ýkt. Maður hélt stundum, að mann værj að dreyma. Landslagið er líka svo ólíkt Svíþjóð, hraunin eru geysi undarleg og allar and stæðurnar. Maður hefur ekki við að taka þvj nýja. Áhrifin hrúgast saman og maður á eft- ir að vinna úr þeim. — Og maður rak sig á ýmis- legt skrýtið. Það var undarlegt í fyrsta sinn að aka beint út í árnar, maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Og sums stað ar fórum við yfir ár á vaði, jafnvel þótt brú væri alveg við hliðina. En það hafa eflaust verið gamlar og veikburða brýr og þeim ekki treyst til að þera okkur uppi. Skandinaviskan gott mál — Strax og við komum til Reykjavíkur uppgötvuðum við að það var mikið léttara að gera sig skiljanlegan en við héldum fyrirfram. Flestir virð- ast skilja sænsku og geta svar- að á skandinavisku. Það er geysigott mál, skandinaviskan, sem íslendingar tala og miklu auðskildari fyrir Svía en t. d. danska. Þá rak maður sig strax á hjálpsemi og vinsemd, bæði í verzlunum og annars staðar og það, þrátt fyrir að þjórfjárgjöf virðist ekki tiðk- ast. — Hvers vegna við fórum í ferðalagið. Ástæðurnar eru að sjálfsögðu ýmsar. Komast á stað, þar sem hægt er að kom- ast í snertingu við sjálft land- ið og umhverfið og maður sér eitthvað annað en túrista. Það fara geysimargir Svíar til Mall- orca og þar er hægt að bjarga sér eins vel með sænsku eins og heima, og einr er það víðar í Evrópu. Þar sér maður sjaldn ast annað en sænska ferða- menn. — Þá er ísland alltaf dá lítið freistandi land, það stend ur eins og einhver ljómi frá því, einhver sögustemning Ferðin var líka lögð þanníg upp, að hún var lokkandi, tæki færi til að ferðast mikið um og liggja úti ( tjaldi. Flest í hópnum voru óvön þessum ferðamáta, en likaði vei við hann, þótti hann vera talsvert ævintýri. Sungu með lögreglunni — í Landmannalaugum hitt- um við heilan bíl af lögreglu- þjónum, sem voru þarna í fríi. Við héldum þar ágæta hátíð saman. Við sungum með lög- reglunni, við sungum sænsk lög, en þeir íslenzk. Japaninn var oftast forsöngvari hjá okk ur og söng sænskar þjóðvísur, og lögregluþj ónarnir sungu ís- lenzk lög. Svo sungum við öll saman sama lagið, við sungum sænskan texta, en þeir íslenzk an. Það hljómaðj dálitið und- arlega, en þetta var sem sagt afar skemmtilegur fundur. Og íslenzka brennivínið er miklu betra en það sænska. — Einhvern tíma í ferðinni sagði Árni okkur a$ hafa til baðföt, því að við skyldum kom ast í bað fljótlega. Þetta var einhvers staðar uppj í óbyggð- um og við héldum að hann væri að ljúga þessu, sáum ekk- ert nema jökulfljót til annarr- ar handar. Svo námum við stað ar á árbakkanum, og við vorum reiðubúnir að kasta Árna út í fyrir svikin, en til þess kom þó ekki, þvi að þarna var sund- laug ekki nema tuttugu metra frá. Og við syntum þar í laug- inni og sumir fóru meira að segja i ána líka. Einn var svo harður a?j hann fór fyrst í ána, en það var þó einkum til að láta taka af sér mynd. Fuglar cg þjóSlög. Hópúrinn er auðvitað dálít- ið sundurleitur, þarna er fólk sem leggur stund á ýmsar náms greinar. Enginn þeirra hefur þó lagt stund á neina grein. sem varðár ísland sérstaklega, þarna er enginn norrænufræð- ingur og enginn, sem hefur lært íslenzku og enginn, sem hefur komig áður til landsins. Stærðfræðinemar eru einna fjölmennastir. Einn er fugla- áhugamaður og kom ekki hvað sízt með til að athuga fugla- lífið. Og hann kvaðst ekkj hafa orðið fyrir vonbrigðum, sá ýmsar tegundir, sem hann hafði ekki kynnzt áður, fugla, sem annaðhvort eru ekki til á Norðurlöndum eða mjög sjaldséðir þar. Alls sá hann i ferðinnj frá því að lagt var af ■stag frá Höfn 19 fuglategundir, sem hann hafði aldrei séð áður. Japaninn, sem tók þátt í ferð inni, heitir Tatsnya Sekine og er frá Tokyo. Hann starfar sem aðstoðarkennari í ólífrænni efnafræði við verkfræðiháskól- ann í Stokkhólmi og talar prýð isgóða sænsku. Honum þótti landslagið ekki eins framandi og mörgum hinna. Eldfjöllin og hraunin minna ekki svo lít- ið á Japan, það er margt líkt þar og hér. Og við Japanir er- um mikið gefnir fyrir fisk, eins og íslendingar. Eg var sá eini, sem gat borðað harðfisk, við verkum fisk ekki ósvipað í Japan. Tatsnya Sekine er mik- ill áhugamaður um söng og syngur í kór í Stokkhólmi. Hann hefur þvj í ferðinnj lagt sig mjög fram vig að komast yfir íslenzk þjóðlög, og hefur hug á því að kynna löndum sín um norræn þjóðlög, þar á með- al islenzk. 0g ekki gleyma kokknum Við spjöllum góða stund vjð hópinn og margt ber á góma, þótt hér sé einungis fás eins Framhald 'á 15 síðu Tjöld 2ja og 4ra manna með föstum og lausum botn, og rennilás í dyrum. TJALDBOTNAR SVEFNPOKAR HLÍ FÐARPOKAR Fæst í kaupfélögum um land allt Verksmiðjan MAGNI h.f. Sími um Hveragerði 22090 Afgreiðslusími 82 FÓTÓFIX-MYNDIR sssss Framköllun Kopering Stórar myndir Fallegar myndir Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu FÓTÓFIX Vesturverj Rvk. Mynd er minning VARMA EINANGRUN. Þ Porgrfmsson & Co. Gorgartúni 7 Simi 22235 SKIPAUTGCRÐ RIKISiNS Ms, Herjóifur fer til Vestmannaeyja og Horna Ejarðar 1. ágúst. Vörumóttaka til Hornafjarðar á þriðjudag. 2 T f M I N N laugardagurinn 2? júlt 196».

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.