Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FR AMSÖKN ARFLOKKURINN
Framkvæmdast.ióri l'ómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
‘ Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
tngastjóri' Sigurjón Daviðsson Ritst.iórnarskrifstofur i Gddu-
húsinu: aígreiðsia. auglýsingat og aðrar skrifstofur i Banka-
stræti 7 Símar 18300-18305 Auglýsingasimi: 19523 Af-
greiðslusími 12323 - Askriftargjaid kr 55 á mánuði innan-
lands í lausasöiu kr 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Framséknaríiokknum
má treysta
Síðastliðinn föstudag hljóðaði stærsta fyrirsögn Alþýðu-
blaðsins á þessa leið: Framsókn fær að vita allt. Greinin,
er fylgdi á eftir, hljóðaði þannig;
„Ríkisstjórnin hefur í meira en eitt ár veitt Fram-
sóknarflokknum aðstöðu til að fylgjast nákvæmlega
með öllum viðræðum, sem ráðherrar eða aðrir trúnað-
armenn stjórnarinnar hafa átt við aðrar þjóðir um
Efnahagsbandalag Evrópu.
Jafnframt hefur Framsóknarflokkurinn fengið að-
gang að öllum skjölum og upplýsingum um málið, og
mörg tækifæri til að ræða allt þetta efni við ráðherra.
Hafa þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson
oftast haft samband við stjórnina um þessi mál, en
ráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason og Bjarni Benedikts-
son hafa tekið þátt í viðræðunum af hálfu stjórnarinn-
ar.
Alþýðublaðið getur upplýst þetta í tilefni af dylgj-
um Þjóðviljans í gær um að Framsókn hafi fengið að
vita eitthvað, sem þjóðin megi ekki vita.
Eins og ríkisstjórnin hefur margsinnis skýrt frá,
hefur aðeins verið um könnunarviðræður að ræða, en
ákvörðun um stefnu íslands hefur ekki verið tekin.
Hafa margar viðræður verið spurningar og svör um
túlkun hinna ýmsu atriða, sem málið varða, svo og
önnur tæknijeg atriði.
Tilgangur kommúnista með skrifum sínum er að
læða þeirri trú inn hjá almenningi, að ríkisstjórnin sé
búin að taka ákvarðanir og jafnvel sækja um aðild að
Efnahagsbandalaginu, en haldi því leyndu fyrir þjóð-
inni. Þetta er hin mesta fjarstæða enda má geta nærri,
að Framsóknarflokkurinn hefði rofið samband sitt við
stjórnina í þessu máli og skýrt frá því opinberlega ef
svo væri. Má nærri geta, að væri rikisstjórnin að svíkj-
ast aftan að þjóðinni eða leyna hana einhverju, mundi
hún ekki setja Framsókn svo rækilega inn í málið."
Það er rétt, að fulltrúar Framsóknarflokksins hafa
fengið að fvlgjast með öllum formlegum viðræðum um
þessi mál, en Framsóknarflokkurinn bar fram ósk um það
á síðastliðnu sumri, þegar sterkur orðrómur var uppi
um, að' þá þegar kynni að verða borin fram ósk af hálfu
íslands um fulla aðild að Efnahagsbandalaginu.
Jafnframt er það rétt hjá Alþýðublaðinu, að Framsókn-
arflokkurinn er bezta trygging þess, að ekki verði flanað
í þessu máli. Hann myndi vissulega gera þjóðinni Ijóst,
ef hann yrði þess var að bregðast ætti í málinu eða eins
og Alþýðuflaðið segir „rjúfa þá samband sitt við stjórn-
ina og skýra frá því opinberlega, ef svo væri.“ Þeir, sem
ætluðu að bregðast þjóðinni, myndu ekki heldur þora að
segja Framsóknarflokknum frá því eða eins og Alþýðu-
blaðið orðar það, ,,að væri ríkisstjórnin að svíkjast aftan
að þjóðinni eða leyna hana einhverju. mundi hún ekki
setja Framsókn svo rækilega inn í málið.“
Niðurstöður Alþýðublaðsins eru þannig þær, að þótt
menn beri misjafnlegan trúnað til ríkisstjórnarinnar í
þessu máli, megi treysta Framsóknarflokknum. Þetta er
hárrétt og stutt af reynslu fyrr og síðar. Framsóknar-
flokkurinn hefur jafnan sýnt mesta aðgætni og einbeitni
í utanríkismálum. Stefna hans hefur jafnan verið alís-
lenzk, laus við öll framandi sjónarmið Þess vegna er
það höfuðnauðsyn að bjóðin tryggi honum úrslitavald á
Alþingi áður en til þess kemur að ráða til lykta því mikla
vandamáli, sem afstaða íslands til Efnahagsbandalagsins
verður.
I T í M I N N, sunnudagurinn 29. júlí 1962. —
mFORMATION;
Lemnitzer - nýr yfirhershofö-
ingi Atlantshafsban daiagsins
LAURIS NORSTAD hershöfð-
ingi hefur, eins og kunnugt
er, sagt af sér sem yfirmað-
ur herja Atlantshafsbanda-
l'agsins, en hann hefur gegnt
því starfi í sex ár. Fastaráð
Atlantshafsbandalagsins hef-
ur útnefnt Louis Lemnitzer
hershöfðingja sem eftirmann
hans„ en Kennedy forseti
hafði áður gert hann að yfir-
manni alls herafla Banda-
ríkjanna í Evrópu.
Eftirfarandi grein um hers-
höfðingjann er þýdd úr
danska blaðinu Information:
I.YMAN LOUIS LEMNITZER
er fæddur árið 1899 í Hones-
dale í Pensylvaníu. Faðir hans
starfaði þar fyrst sem skósmið-
ur, en framaðist vel og gerðist
forstjóri skóverksmiðju.
„Lem“ sonur hans sýndi strax
í æsku mikinn áhuga fyrir her-
mennsku. Leikfélagar hans
undruðust, þegar hann kom á
vettvang með heimagerðar fall-
byssur sem leikföng. í nágrenni
æskustöðva hans var grjótnám
og þar tók hann þátt í spreng-
ingum. Stundum sat hann uppi
á þaki heima hjá sér og æfði
sig í að skjóta af skammbyssu.
„Lem“ nam við herskólann
í West Point og útskrifaðist það
an 1920, en hlaut ekki sérlega
háar einkunnir. Hann var 86.
af 271 foringjaefni, sem útskrif
uðust það ár. 1926 réðst hann
sem kennari til West Point og
kenndi þar til 1930 og aftur
1934—1935. Þá gekk hann á
lierforingjaskólann í Fort Lea-
venworht í Kansas og útskrif-
aðist þaðan 1936.
FLJÓTLEGA kom í Ijós, að
Lemnitzer var hneigður til
skrifstofuvinnu. Hann vakti oft
heilar nætur við að kanna dag-
blöð, tæknitímarit og handbæk
ur í hermennsku. Og brátt fór
að fara orð af góðum hæfileik-
um hans til skipulagningar og
samningsgerða.
Þegar síðari heimsstyrjöldin
skall á var Lemnitzer orðinn
majór, en í stríðslok var hann
orðinn hershöfðingi.
1942 var Lemnitzer orðinn
stórfylkisforingi og vann í á-
ætlanadeild hermálaráðuneytis-
ins. En þá var hann allt í einu
scndur í leynilegum erindagerð
um til Gíbraltar. Þar fól Dwight
Eisenhower yfirhershöfðingi
honum fyrsta stórverkefnið,
sem honum var trúað fyrir. Það
var undirbúningur fyrstu inn-
rásar Bandamanna, innrásarinn
ar í Norður-Afríku, undir for-
ustu Mark Clark hershöfðingja.
Þetta var sameiginleg innrás
sjó-, loft- og landhers. Slíkt
hafði aldrei verið reynt áður og
var þvl alger nýjung.
Innrásarundirbúningur Lemn
itzer tókst svo vel að til hans
var ávallt gripið við svipuð
tækifæri, meðan á hernaðarað-
gerðum stóð við Miðjarðarhaf-
ið. Hann undirbjó til dæmis
landgöngu 7. hersins á Sikiley,
var aðstoðaryfirmaður liðsfor-
ingjaráðs Alexanders marskálks
meðan á framsókn hersins stóð
á Ítalíu og var að Iokum' út-
nefndur yfirmaður liðsforingja
ráðs á öllu Miðjarðarhafssvæð-
inu.
LYMAN LOUIS LEMNITZER
ÞEGAR Lemnitzer undirbjó
innrásina í Norður-Afríku kom
það í hans hlut að vera leið-
sögumaður Mark Clarks her.s-
höfðingjá, þegar hann lagði í
leynilega ferð með kafbáti til
stranda Norður-Afriku. Þar
báru yfirmenn bandamanna-
hersins ráð sín saman við yfir-
menn hins frjálsa franska hers,
áður en innrásin hófst.
Leyniþjónusta Viehy-stjórn-
arinnar hafði komizt á snoðir
um, að eitthvað var á seyði,
og útsendarar hennar lögðu
leið sína til íbúðarhúss þess,
þar sem Bandaríkjamennirnir
hvíldu sig, eftir að þeir gengu
á land, og meðan þeir biðu
eftir frönsku foringjunum.
Lemnitzer flýði í nærklæð-
unum út um glugga, og faldi
sig í skógi þarna skammt frá.
Þar varð hann að hírast, skjálf-
andi af kulda, þáð sem eflir
lifði nætur. f sólarupprás
komst hann loks um borð í kaf-
bátinn, og á þilfarinu mætti
hann buxunum sínum og í þeim
var Mark Clark.
Lemnitzer var yfirmaður liðs-
foringjaráðs 15. sameinaða hers-
ins þegar hann átti í samning-
um við Badoglío forsætisráð-
herra á Ítalíu, en í þeim samn
ingum var uppgjöf ítala undir-
búin.
í síðustu samningagerð sinni
í síðari heimsstyrjöldinni var
Lemnitzer í borgaraklæðum og
með hund í bandi. Allen Dull-
es 'var þá leiðsögumaður hans.
en hann varð síðar yfirmaður
bandarísku leyniþjónustunnar.
Þetta var í Ascona í Sviss, en
þar samdi Lemnitzer við storm
sveitarhershöfðingjann Wolff
um uppgjöf þýzku hersveitanna
á Ítalíu.
LEMNITZER liélt heim til
Bandaríkjanna 1945 og tók saqti
í herfræðilegri nefnd, sem
starfaði beint undir liðsfor-
ingjaráðinu í Washingtón. —
Þremur árum síðar eða 1948
var hann formaður sendinefnd- i
ar Bandaríkjanna á fimmvelda-
fundinum í London og tók þátt
í að skipuleggja hernaðárað-
stoð Bandaríkjanna við Vestur-
Evrópuríkin. 1949 var hann
gerður að ráðgjafa hermálaráð-
herra Bandaríkjanna í þeim
málum, sem snertu hernaðar-
aðstoð til annarra ríkja, og
síðar á því ári varð hann yfir-
maður skrifstofu þeirrar, sem
fjallaði um samræmingu liern-
aðaraðstoðarinnar við meðlima
ríki Atlantshafsbandalagsins.
1950 hvarf Lemnitzer hers- l
höfðingi um stund frá störfum
og hélt til Fort Benning í
Georgíu, til þess að taka þar
þátt í námskeiði í fallhlífa-
stökkum, þá 51 árs að aldri.
Hann lauk því með prýði og
árið eftir var hann gerður að
yfirmanni 11. fallhlífaherfylk-
isins. í Kóreustríðinu var hann
yfirmaður 7. fótgönguliðsher-
fylkisins og var sæmdur silfur
stjörnu fyrir framgöngu sína
þar.
LEMNITZER naut nú svo
mikils álits, bæðj sem hermað-
ur og samningamaður, að hann
mátti heita sjálfkjörinn sem
yfirmaður herafla Bandaríkj-
anna og Sameinuðu þjóðanna í
hinum fjarlægari Austurlönd-
um, þegar Maxwell D. Taylor
hvarf frá því starfi til þess að
gerast yfirmaður liðsforingja-
ráðs.
1957 varð Lemnitzer aðstoðar
yfirmaður liðsforingjaráðs.
1959 yfirmaður þess og 1960
varð hann formaður samnefnd-
ar liðsforingjaráðanna1 í stað
Nathan F Turning.
Lemnitzer hershöfðingi hef-
Framli. á 15. síðu.
i