Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.07.1962, Blaðsíða 15
Skátaméfið Fram'nald af 16. síðu. angasi og olíu í tjaldbúð'unum, og ekki var búizt við því, að hver maður gæti komið með nægilegar birgðir með sér, var komið með tanka, þar sem hægt er að fá fyllingar eftir þörfum. Skátarnir munu sjálfir sjá um alla sína eldamennsku, með þeirri undantekningu þó, að matráð'skona og kokkur annast eldamennskuna fyrir foringja, starfslið og gesti. í foringja- eldhúsinu er benzínknúin elda- vél, og er hún ekkert smásmíði. í henni má matreiða fyrir 200 manns í einu, og fylgja henni sérstakir pottar og pönnur. Sérstakur sfimpill Nokkrar eru þær opinberar byggingar, sem enn hefur ekki verið um getið. Fyrst má nefna sparisjóðinn, sem hefur leyfi til þess að skipta erlendum gjaldeyri fyrir gesti mótsins. Sparisjóðarinn verður starf- ræktur af skátum. Pósthúsið mun selja öll fáanleg frímerki. Þar verður notaður sérstakur stimpill, sem Póststjórnin hef- ur látið í té. Einnig verða seld sérstök hátíðamerki, sem Banda lag íslenzkra skáta hefur gefið út. Á pósthúsinu starfa vanir afgreiðslumenn úr pósthús’inu í Reykjavík, og er það eina stofn unin, sem skátarnir sjá ekki sjálfir um rekstur á. Hægt verð- ur að senda bréf frá Þingvöll- igum hvert á land sem er, og einnig verður séð um bréfa- dreifingu til þeirra, sem á mót- inu verða. Góðir gestir Aðalmótstjórinn, Páll Gísla- son, varaskátahöfðingi skýrði blað'amönnum frá því, að búizt væri við fjölda gesta til Þing- valla á meöan á mótinu stend- ur. Lady Baden Powell alþjóða- kvenskátahöfðingi kom til lands ins í gær, og verður hún við- Kommúnismi Framhald af 8 síðu Augljóst er, að fátt hefur haft dýpri áhrif á Djilas en af- staSa sovézku stjórnarinnar til fjölda mála, er upp komu í sam- bandi við nauðganir og rán hermanna Rauða hersins, þegar þeir frelsuðu Júgóslavíu. Djilas og aðrir leiðtogar Júgóslavíu höfðu hvað eftir annað mótmælt ofbeldisverkum af þessu tagi, en Sovétstjómin brást illa við. Og þá keyrði um þverbak að því er Djilas snerti, þegar Stalin sjálfur komst þannig að orði, er júgóslavnesk sendinefnd gckk á fund hans í Moskvu, en í henni átti m.a. kona hans sæti: „Getur hann (Djilas) ekki skilið það, ef hermaður, sem gengið hefur mörg þúsund kílómetra gegnum blóð og eld og dauða, vill eiga gleðistund með konu eða hefur á brott með sér einhverja smámuni?“ En Djilas átti eftir að finna enn betur smjörþefinn af kaldhæðni Stalíns, þegar í hlut áttu pnnur lönd og þjóðir, eink- um kommúnistar. Djilas varð mikið um, er hann frétti, að Stalín hafði bann- að Dimitrov, gömlum formanni búlgarska kommúnistaflokksins og fyrrverandi Comintemleiðtoga, að snúa aftur heim, fyrr en búlgarskir kommúnistar, sem voru honum leiðitamari, höfðu fest sig í sessi. Hann kunni illa lítt duldum tilraunum Sovét- stjórnar að egna búlgörskum og júgóslavneskum kommúnistum saman. . Honum brá við að heyra afdráttarlausa yfirlýsingu Stalíns varðandi samskipti Júgóslavíu og Albaníu: „Við erum ykkur (Júgóslövum) sammála — þið ættuð að gleypa Albaníu — því fyrr því betra“. Hann brást reiður við, er honum varð ljóst, að til eins af stærri kvöldverðarboðum Stalíns hafði verið efnt í þeim tilgangi fyrst og fremst að fá liann í lið gegn vini sínum og flokksforingja, Tító. Og þá varð hann æfur, þegar ráðgjafi Stalíns í utanríkisviðskiptum, Mikoyan, svaraði beiðni hans um að sleppa júgóslavneskum járnbrautarvögnum scm Þjóð verjar höfðu rænt og haldið, var á hemámssvæði Rússa í Þýzka- landi, með þessum orðum: „Það er ekki mitt hlutverk að út- hluta gjöfum“. Þetta var einn af síðari atburðunum, sem Djilas minnist frá ferðum sínum til Sovétríkjanna, áður en til vinslita kom með Júgóslövum og Rússum í júní 1948. Og þannig segir Djilas frá hugleiðingum sínum, er flugvél hans hóf sig á loft af Vnukovo-flugvellinum við Moskvu og síðustu heimsókn hans til þessa Iands var lokið: „Var ég sami maður og skundað hafði á fund flokksbræðra minna í Sovétríkjunum fyrir fjórum árum, fullur af trúnaðar- trausti og hollustu? Enn einu sinni hafði draumur verið rofinn úr tengslum við veruleikann“. Djilas kemst að þeirri niðurstöðu, að enn í dag sé margt í Sovétríkjunum svipað og á Stalínstímabilinu, eins og hann kynntist því síðast árið 1948. Um það segir hann: „Hið ráðandi pólitíska skriffinnalið flokksins hafði cinmitt not fyrir slíkan mann — mann, sem var óskammfeilinn í ákvörð- unum sínum og praktískur í ofstæki sínu. Það fylgdi honum auðmjúkt og undirgefið. Á meðan flokurinn segir ekki skilið við allt það, sem ber keim af Stalín og Stalínisma, það er að segja hina hugsjónalegu samhygð og einræðislegu uppbygg- ingu flokksins, bæði í orði og á borði, er það ljótt en glöggt merki þess, að hann hefur ekki enn brotizt undan skugga Stalíns". Leonard Calo. Innilega þökkum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu vlð andlát og jarðarför JÓRUNNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Litlu-Brekku í Hörgárdal. Hermann Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. stödd mótsetningu í dag. Jlinn 4. ágúst n.k. raunu forsetahjón- in heimsækja skátana, og auk þess hefur ríkisstjórninni og boi'garstjóra verið boðið auk margra annarra. MessaS á Þingvöllum Sunnudaginn 5. ágúst verður opinn dagur á mótinu, og er þá búizt við að fjöldi fólks komi á Leirurnar. Þá um morguninn verða tvær messur að Þingvöll- um. Biskupinn yfir íslandi mun messa fyrir mótmælendur, en séra Hackings, prestur í Landa koti, syngur messu fyrir ka- þólska, og er það að likindum í fyrsta sinn, sem kaþólsk messa er sungin á Þingvöllum síðan snemma á 16. öld. Mánudagskvöldið 7. ágúst fara fram mótsslit, og næsta dag fara skátarnir að halda heim, að undapteknum þeim, sem sjá um að hreinsa mót- svæðið. Nokkrir erlendu skáta- hópanna hafa einnig í hyggju að ferðast um landið, áður en þeir hverfa af landi brott. Mótsstjóri verður eins og fyrr segir Páll Gíslason, læknir, að- stoðarmaður hans verður Aðal- steinn Júlíusson. Magnús Steph- ensen er yfirtjaldbúðastjóri, og hefur verið framkvæmdastjórí mótsins fram til þessa. Anna Kristjánsdóttir er tjaldbúða- stjóri kvenskáta. Lemnitzer Framhald af 7 síðu. ur verið forsvarsmaður þeirrar kenningar, að „til þess að vernda mennina á þessum hnetti verði að hafa nægan borði jarðarinnar, landinu". — landher til þess að ráða yfir- Þetta þýðir, að ekki megi slá slöku við venjulegan her og þerbúnað vegna kjarnorkuvopn anna. ÞAÐ ER sem sé skoðun Lemnitzers, að aukin kjarnorku vopn geti ekki leyst venjuleg hergögn og herstyrk af hólmi. Þegar hann gerðist yfirmaður liðsforingjaráðsins hóf hann barttu gegn þeim herfræðing- um, sem trúðu því, að hægt væri að komast af með risaeld- flaugar, hlaðnar nægum eyði- leggingarkrafti, en vanræktu að samræma hinn venjulega her nútíma hertækni í hernaði. Lemnitzer heldur því fram, að jafnvel hin öflugustu kjarn- orkuvopn geti ekki komið í stað herstyrksins á yfirb*rði jarðar, hvorki í „heitu“ né „köldu“ stríði. Eigi að hindra hina smærri „skógarelda“, er nauð- synlegt að koma í veg fyrir „staðbundna ógnun“ á sama hátt og „allsherjarógnun" er hindruð með risaflugskeytum, sem draga milli heimsálfa og nýtízkubúnaði flughers. Hann heldur því fram, að hersveit- irnar séu það eina, sem geti komið í veg fyrir „staðbundna ógnun“ svo fremi að þær séu búnar nútíma hergögnum, í góðu ásigkomulagi og vel þjálf aðar í réttum hernaðaraðferð- Framhald at bls 1. og skömmu seinna komu á eftir honum til Genfar þeir Hocine Ait Ahmed og Mohammed Yazid, upplýsingamálaráðherra. Við komuna til Genfar sagði Dahlab við blaðamenn, að ekki myndi koma til neinnar borgara- styrjaldar í .Alsír. Treystið okkur, sagði Dahlab, þjóð okkar hefur þjáðst of mikig og lengi til þess að eyða nú dýrmætum tíma eftir fengið sjálfstæði, í flokkadrætti og innanlandserjur. Hraðinn FramhalH af 9 síð'u. ★ Smíði flugvéla, er væru hag- kvæmari í rekstri en nú er. ★ Aukin tækni til þess að lend- ingu og flugtaki verði komið við í hvaða veðri sem er. ★ Smíði lítilla flugvalla nálægt miðbiki stórborga, þar sem ávinningurinn af lóðréttu flug- taki og lendingu fengi skýrt komið í ljós. En hvað sem líður þessum vitur- legu orðum Lundbergs segja for- ystumenn Sud Aviation verksmiðj- anna í Toulouse í Frakklandi, að Super Caravelle muni fljúga um loftin blá á því herrans ári 1967. (Lauslega þýtt úr Berlingske Aftenavis) Fiimmvörðuháls Fi'Bmhríri .. ’ síðn jökli, 1666 metra yfir sjávarmál, og auðveld leið á Mýrdalsjökul, allt að Kötlu. Þá er allgóð gönguleið frá skálanum um Heljarkamb nið- ur í Goðaland og Þórsmör'k, en jökullinn á Heljarkambi hefur dregizt mikið saman á undanförn- um árum. Fjallamenn fara venjulega í skál annn á páskunum en fleiri leggja leið sína bangað, meðal annarra skólapiltar frá Skógum, sem fara i gönguferðir þarna um hálendið. lallamenn hafa séð um vega- iina á heiðinni og hlotið til Húdenfarnir Framhald af 2. síðu. getið. Einum þótti undarlegt, hve hér væri mikið af nýjum amerískum lúxusbílum og hægt' að rekast á þá á ólíklegustu stöðum, i. d. lengst uppi í óbyggðum að baki óbríiaðra vatnsfalla og torfærra vega. Öðrum fannst skrýtið, að ekki skyldi vera meira um sumarbú- staði þarna uþp frá. Það hlyti að vera dásamlegt að búa þar. En allir lofuðu kokkinn _eða réttara sagt eldabuskuna. Árni kvaðst hafa verið hálfsmeyk- ur fyrirfram, að hann þyrfti að ná í hjálparkokk, en á því þurfti ekki að halda. Eldabusk- an hafði staðið sig með geysi- legri prýði, enda lofsungu þátt takendur hana mjög og kváð- ust hafa fengið mikinn og góð- an mat, einkum væri skyr Ijúf feng fæða. Harðfiskurinn fékk hins vegar misjafnari dóma. Og hákarl hafði Árnj ekki lagt í að gefa þeim að smakka. En hvað sem öllum bollalegging- um matinn leið, var eldabusk- unni hælt á hvert reipi. Það hlýtur að vera mikill fyrirmynd - Hlimnaríki Jvífi Framhald af 9. síðu blessaðir útgerðarmennirnir. Nú, enda erum við hér til að svara spurningum og veita upp- lýsingar. Þennan mann er ég til dæmis farinn að nauðþekkja en hef þó aldrei séð hann. Þag kom í Ijós, að maðurinn á hinum endanum var Páll Frið- bertsson útgerðarmaður á Súg- andafirði að spyrja eftir bátum sínum Freyju og Friðbert Guð- mundssyni. Einar veit það síð- ast um skipin, að síðastliðna nótt höfðu bæði verið sunnan við Langanes. Voru fyrst í flot anum, sem hélt sig á Rifsbank anum, en hélt svo suður eftir, þegar skipin fóru að fá hana út af Bjarnareynni. — Svona gengur það allan daginn, segir Einar, — sífelld- ar hringingar. Við erum jafn- vel spurðir að, hvort þorandi muni vera að fara f Ásbyrgi. Og Jónas í kaupfélaginu hring- ir í okkur og spyr, hvernig út- litið sé upp á mjólkurkaup frá Húsavík að ræða. K.I. Rafmagnsreikningar Framhald af 16. síðu. unnar í Hafnarhúsinu. Geta gjald endur notað þann greiðslustað, sem þeim hentar bezt. Þessi ráðstöfun nær aðeins til reikninga, sem koma til innheimtu eftir 1. ágúst. Eldri ógreidda reikn inga verður að greiða í skrifstofu Rafmagnsveitunnar. Æðardúnsængur Vöggusængur Æðardúnn — Hálfdúnn Koddar — Sængurver Drengjajakkar — Drengjabuxur Drengjajakkaföt frá 6—14 ára Patonsullargarnið í 5 grófleikum, flestir litir PÓSTSENDUM Vesturgötu 12 - Sími 13570 arkvenmaður. —Kb. HÚNVETNINGAR \ Húnvetningafélagið í Reykjavík efnir til útisam- komu við Þórdísarlund í Vatnsdalshólum n.k. sunnudag þann 5. ágúst, kl. 4,30 síðdegis. D a g s k r á : 1. Samkoman sett, Jón Snæbjörnsson 2. Ávarp, form. félagsins Friðrik Karlsson 3. Ræða, próf. Sigurður Nordal 4. Upplestur Þorsteinn Ö, Stephensen 1 5. Stutt ávörp flvtja: Þorsteinn B. Gíslason prófastur Skúli Guðmundsson alþm ~T 6. Dansað á palli. Hljómsveit Björns R. r i Einarssonar leikur íA' Lúðrasveit leikur milli dagskrárliða. "ÍHfP Húnvetningafélagið BINN, sunnudagurinn 29. júlí 1962. — i I ■'IU- t r t i i i . . i i 1 / ♦ i i i > * . 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.