Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allf land. Teklð er á móli auglýsingum frá kl. 9—5 i Banka- stræfi 7, sími 19523 sunnudagskvöld, 5. ágúst n. k. Á sýningunni hafa Norðurlöndin hvert sína deild með sinu sérstaka sniði, og kennir þar margra grasa. íslenzka deildin er stærst, og . eru þar sýndir munir, sem sendir * hafa verið hvaðanæva af landinu. Sérstök ástæða er til að vekja at- hygli á einu horni salarins, þar sem til sýnis eru munir, unnir af S'júklingum á Kleppi. Sýningin er í gær var norræna heimilisiðn- bæði falleg og fróðleg. að'arsýningin í iðnskólanum opnuð Myndin hér er af norskum heim- almenningi, og mun hún verða ilisiðnaði, dálítið' sérkennilegum, opin daglega frá kl. 2—10 frani á en það eru glös. — Ljósm. Tíminn FALLEG HEIMILIS- IÐNAÐAR- SÝNING NORDMENN GETA SELT HANA! „SALTET ISLANDS-SILD blir en skrikende mangelvare í aar“, segir dagblaðið Vísir í gær, að standi í stórri fyrirsögn norska stjórnarblaðs- ins Bergens Arbeiderblad. Hefur Vísir það eftir norsku blöðunum almennt, að ægilegur skortur sé á saltsíld í Noregi og m. a. sé ekki hægt að sinna pöntunum frá Rússlandi. Ef þessar fréttir eru réttar, virðist svo sem afgreiðsla norsku stjórnarinnar á síldarsölumál- unum sé talsvert önnur en hér heima, er Norð- menn geta ekki með nokkru móti saltað upp í markaðina, en hér heima er söltun alveg bönn- uð, þar sem ekki er unnt að selja meira af salt- síld, og enn er beðið eftir svari frá Rússum um kaup á henni. Samt er íslenzka síldin ekki talin verri. JEPPAFERÐ A SPRENGISANDI Nokkrir ferðaáhuga- menn sunnan lands og norðan hafa komið sér saman um að efna til jeppaleiðangurs milli landsfjórðunga yfir Sprengisand. Elna veru- lega torfæran á leiðinni er Tungnaá, en þar verð- ur dagana 11. og 12. ágúst stór vatnatrukkur, sem ferjar jeppana yfir. Halldór Eyjólfsson á Rauðalæk verðuf með vatnabílinn við Tungnaá á Haldi þessa dagana. Þar verður einnig benzínbíll með olíur og benzín og líka viðgerðar- maður með algengustu varahluti. Frjálsir ferða sinna Fyrir sunnanmenn verður Stein grímv<r Pálsson á Raforkumála- skrifstofunni fararstjóri, en leið- sögumaður norðanmanna verður Ásmundur Jóhannsson <á Akur- eyri. Annars verða þátttakendur í leiðangrinum alveg frjálsir ferða sinna og geta farið hvert á land sem er á öræfunum, nema hvað að þeir verða að vera við Hald annaðhvort 11. eða 12. ágúst, ef þeir vilja fá far yfir. Aðeins jeppar verða teknir með í ferðina, og ef einhver vill fara eigin götur, er mælzt til þess, að hann hafj þó samflot við einn annan jeppa ag minnsta kosti Ekki er ætlazt til, að ferðalang- arnir fylgi allir leiðöngrunum, t.d. munu sunnanmenn ýmist vilja fara niður í Eyjafjarðardal, Bárð- ardal eða inn í Öskju. Margir munu líka vilja taka ýmsa króka á hálendinu og skoða sig vel um. Vatnabíllinn var nýlega reynd- ur á vaðinu á Haldi. Þar er klapp- arbotn, og reyndist tilraunin vel. Bílinn fór auðveldlega yfir með mikið hlass, en hann mun ferja jeppana ýfir á pallinum, þegar þessi hugmynd verður framkvæmd um aðra helgi. SUNDUR HER - SAMAN ÞAR Kjötiðnað.armenn sömdu í gær við atvinnurekendur um nokkrar kjarabætur. Meginefni nýju samn- inganna er hækkun kaups til sam- ræmis við kaup annarra iðnaðar- stétta, og er kaup þeirra nú sama og járnsmiða. Þá sömdu þeir um aukin laugardagsfrí á sumrin, þannig að nú hafa kjötiðnaðar- menn sex fría laugardaga, auk þeirra laugardaga, sem falla inni í orlofið. Samningarnir eru gerðir til 15. apríl. Slitnað hefur upp úr samninga- viðræðum rakarasveina og meist- ara og j gær fór fram allsherjar- atkvæðagreiðsla rakarasveina um vinnustöðvun. Einnig mun hafa slitnað upp úr viðræðum milli pípulagningamanna og pípulagn- ingameistara. Frá Trésmíðafélagj Reykjavík- ur hefur blaðinu borizt eftirfar- andi athugasemd: „Að gefnu tilefni vill Trésmiða- félag Reykjavíkur láta þess get- ið, að af þess hálfu hefur ekkert verkfall verið boðað og vinna tré- smíðasveinar hjá öllum, sem greiða kaup samkvæmt auglýstum taxta félagsins.“ Kortlögðu nær 2000 fer kílómetra á tveim vikum Fjórir menn eru ný- komnir ofan úr óbyggðum úr gróðurkortlagningar- ferð, þar sem hver góður- torfa var teíknuð inn á kort. Þeir kortlögðu þann ig á hálfum mánuði næst- um 2000 ferkílómetra svæði. á milli Tungnaár og Þjórsár allt norður fyr- ir Hágöngur að Sprengi- sandi Ingvi Þorsteinsson magister stjórnar þessari gróðúrkortagerð fyrir búnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans, en ætlunin er að kortleggja á skömmum tíma allar afréttir á landinu. Tíminn hafði í þessu sambandi í gær tal af Ingva og spurðist fyrir um ferðalagið og rannsóknirnar. Þeir fóru á bílum um svæðið mestallt. Þarna er afrétt Holta- manna og hluti af afrétt Land- manna. Holtamannaafrétt hefur verið friðuð í 20 ár og er skemmti legt að sjá, hve gífurleg á,hrif frið unin hefur haft á gróðursældina þar. Tefkna á Ijósmyndir Við kortalagninguna voru not- aðar loftljósmyndir í hlutfallinu 1:30.000, en á þeim má þekkja hvert drag og hvern hól. Inn á þessar ljósmyndir teiknuðu þeir félagar kortin. Hvert gróðurlendi er flokkað eftir þeirri tegund gróð urs, sem þar ríkir, og eru venju- lega alveg hreinar línur með það. Ljósmyndirnar eru átta sinnum nákvæmari en níu blaða kortin af landinu, svo að mjög nákvæm mynd af gróðurfarinu ætti að nást. Reikna úi beitarþolið Tilgangurinn með þessari korta gerð og uppskerumælingum, sem henni fylgja, er að finna beitar- þol afréttanna, en þetta mun vera nákvæmasta aðferð, sem til er til þess. Fundin er stærð gróðurland anna og gerð gróðursins á hverju landi og út frá því og uppskeru- magninu má reikna beitarþolið, eða bókstaflega reikna sauðféð inn Framh. á 15. síðu. INGVI ÞORSTEINSSON magister

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.