Tíminn - 01.08.1962, Page 16

Tíminn - 01.08.1962, Page 16
’E_______<t. Miðvikudagur 1. ágúst 1962 173. tbl. 46. árg. Annað slysið varð um helgina Mótmæli sjómanna Gerðardómurinn í deilunni um hlutaskiptin á síldveiðum hefur víða vakið mikla óánægju sjómanna, enda fá þeir samkvæmt honum mun lakari hlut en áður. Frétlaritarar blaðsins á síldar- stöðunum hafa greinilega vorðið' varir við þessa óánægju, sérstak- lega eftir að menn fóru að átta sig á, hver eru hin raunverulegu aðalatriði dómsins. M. a. fékk blað ið í gær eftirfarandi afrit af bréfi frá skipshöfnum 12 skipa á Raufar- höfn til sjávarútvegsmálaráðherra: Hr. sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, sjávarútvegsmála- ráðuneytið, Reykjavík. Skipshafnir á undirrituðum bát- um, sem eru staddir á Raufarhöfn, föstudaginn 27. júlí 1962, vilja bera fram harðorð mótmæli gegn úrskurði gerðardómsins á síldar- samningum. Skipverjar mb. Helga RE 49, skip- verjar mb. Leifur Eiríkss. RE 333, Danir óttast markaðshrun Kaupmannahöfn, 31. júlí. Danir fóru þess á leit í dag við stjórn V-Þýzkalands, að hún kæmi í veg fyrir markaðshrun, sem yrði við hömlur á útflutningi Dana á eggjum til V-Þýzkalands. Ber- lingske Aftenavis skrifar, að þetta séu hættuleg frumviðskipti Dana við EBE. Stöðvunin á eggjaútflutn ingi Dana til V-Þýzkalands sé orð- ið skóladæmi um það, hvernig landbúnaðarskipulag EBE getur Framh. á 15. síðu. skipverjar mb. Smári ÞH 59, skip- verjar mb. Víðir II GK 275, skip- verjar mb. Valafell SH 157, skip- verjar mb. Eldey KE 37, skipverj- ar mb. Hávarður ÍS 180, skipverjar mb. Gjafar VE 300, skipverjar mb. Fagriklettur GK 260, skipverjar mb. Steingrímur trölli ST 2. Drápu jafn- aldra Einkaskeyti frá Kaupmanna höfn, 31. júlí. — Fjórtán ára drengur, Jens Christian Pet- ersen, fannst s. I. nótt myrtur í Randers. Tveir félagar hans, 14 og 16 ára gamlir, hafa ját- að á sig morðið. Aðdragandi þessa glæps er óskiljanlegur og hræðilegur. Drengirnir tveir segja, að þeir hafi ekki ætlað að drepa Jens Christian, þeir ætluðu aðeins að deyfa hann ofurlítið, svo að hann yrði meðfærilegri. Þeir tældu hann með sér á leikvöll, þar sem þeir slógu hann niður með hamri og bundu fyrir augu hans. Þeir slógu hann fimmtán sinnum með hamr- inum, og þegar þeir sáu, að þeir höfðu gengið að honum da-uðum, földu þeir líkið í hálmi og flýðu heirn til sín. Sá yngri sagði heimaíólki sinu Framh. á 15. síðu. Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því hér í blaðinu, að bíll hefði farið út af veginum skammt frá ísafirði, er hann var að koma frá Arnardal. Það er trú manna á þessum slóðum, að þarna verði alltaf þrjú slys í einu, og á sunnu- daginn varð annað slysið að þessu sinni, en óhugur er kominn í menn, og beðið er eftir því þriðja. Um klukkan fimm á sunnudag- inn var Veturliði Veturliðason frá Úlfsá á leið milli Súðavikur og Hamarsins, þegar hann allt í einu fór að finna brunalykt í bílnum, sem hann ók. Fór hann út úr og ætlaði að líta inn í vélarhúsiðl en I þá var allt orðið svo heitt, að hann gat ekki opnað húsið. Veturliði lét þá samferðafólk sitt fara út úr bílnum, en alls | voru 5 manns í bílnum, að bílstjór j anum meðtöldum. Eldur var í vél- j arhúsi bílsins, og breiddist hann , mjög öit út. Réði fólkið ekki við 1 neitt og brann bíllinn til kaldra kola á stuttri stundu. Bæði fram- dekkin brunnu undan bílnum og einnig brann öll klæðning innanj úr honum. Eldurinn stöðvaðistj rétt framan við afturhjólin, og varð það til þess, að eldurinn komst ekki í benzíngeyminn, en hefði það gerzt, myndi bíllinn hafa sprungið í loft upp. Hann mun þó vera gereyðilagður eins og hann er núna, enda var hitinn svo mikill, að allt bráðnaði, sem bráðn að gat. Eigandi bílsins var Valdís Vetur- liðadóttir, og hafði hún nýlega keypt hann frá Hafnarfirði. Val- dís er rúmlega tvítug, og tók fyrir skömmu meirapróf og var leigu- bílstjóri á ísafirði, önnur tveggja kvenna, sem þann starfa stunda þar. Faðir Valdísar hafði fengið bílinn að láni á sunnudaginn til þess að aka í til Álftafjarðar. Enn er ókunnugt um eldsupptök. Svona Ieit bíllinn út eftir brunann. (Ljósm-: Í.J.). Síldar víða vart I gærkveldi voru nokkur skip að fá góð köst 30 mílurj norðaustur úr Langanesi. Síld arleitarskipin voru öll að leita síldar. Fanney fann föluverða síld á Þistilf jarðardýpi í fyrra kvöld, en í gær var Pétur Thor steinsson að leita á Húnaflóa. Þar eru skilyrði sögð góð nú sem stendur, og nokkuð mikið þar af síld. Ægir hafði einnig orðið var við mikla síld á Reyðarf jarðardýpi. 1 gær og fyrrinótt fengu nokk- ur skip góð köst vestur og út af Siglufirði. Þá fékk Sæfari 1150 mál og tunnur í einu kasti, Rán ÍS 1000 og Víðir II. svipað magn, einnig í einu kasti. Veður var sæmilegt í gærkvöldi á miðunum fyrir norðan, austan kaldi, en þó ekki svo mikið, að tefði fyrir veiðum. Dofri frá Pat- reksfirði hafð fengið mjög gott kast út af Langanesi, og heyrðist hann bjóða Straumnesi, að koma og hirða úr nótinni. Af þessu mátti ráða, að veður var sæmi- legt. Síldarbræðslan hefur gengið mjög vel á Raufarhöfn í sumar. Löndunarbið er þar komin nið- ur í 12 til 18 tíma. t gærkvöldi komu tveir bátar til Eskifjarðar með bræðslusíld. (Framhald á 15 sfðu) Ný skáldsaga úr blaðaheiminum Komdu kötturinn Branda // // Kjartan varðstjóri hjá slökkviliðinu hringdi til okkar í gær og sagði, að kötturinn Branda væri horfinn. Við hittum Kjart- an að máli eftir hádegið og spurðum hvort þeir væru búnir að heimta kött sinn. — Nei, sagði Kjartan. Það hefur ekkert til hans spurzt; það liggur við sorg hjá okkur út af þessum missi. — Hvenær hvarf kötturinn? — Hann sást síðast í gær- morgun.Þetta var kettlingsgrey frá þvf í vor, en hann var orð- inn stór og sprækur, fór hér suður um alla garða, og krakk- ar voru farnir áð taka hann. Það er stutt síðan strákar komu.meg hann hingað. Þeir höfðu tekið hann af öðrum strákum vestur á Hólavalla- götu, en nú er ég farinn að óttast um köttinn. — Hvernig litur hann út? — Hann er grábröndóttur og þekkist vel á eyrnasne^lun- um. Þeir eru harðir og hár- lausir. Auk þess var hann með hvítan borða um hálsinn, merkt ur Slökkvistöðinni. — Af hverju er kötturinn hárlaus > á eyrunum? — Hann lentj í eldsvoða. — Þann 14. maí í vor kviknaði í skúr á Digranesvegi 48. Skúr- inn hafði lengi verið mannlaus og ekkert kvikt i honum nema flækingsköttur, sem hafði lagt þar. Hann hafði komið þess- um kettlingi út og líklega far- ið inn til að sækja hina, því við fundum kettlingshræ í rústunum. Vig tókum þennan í fóstur, daufan og illa hald- inn, brunninn á eyrunum. Það var náð í brúðutúttu til að sprauta ofan í hann mjólkinni, og svo fengum við fisk hjá Steingrími til ag fóðra hann. Það var ákveðið verkefni að elda fisk í köttinn, tvisvar til þrisvar á sólarhring. Slökkvilismenn voru allir mæddir yfir missi kattarins Bröndu, og þeir biðja hvern, sem kynni ag verða hans var að skila honum á stöðina. Hættumar eru svo margar fyr- ir litinn villuráfandi kött, sem hefur misst sína nánustu. : spennandi, 241 bls. að ?tærð. Brauðið og ástin heitir anna, sem höf. þekkir harla vel. skáldsaga eftir Gísla J. Ást-, ^in er jbráðfyildin ,á köflum og þórsson ritstjóra, sem var að koma út hjá Almenna bóka- félaginu, og er hún ágústbók g|gg félagsins. Brauðið og ástin er Reykjavíkm' saga, sem gerist rétt fyrir heims- styrjöldina síðari. Aðalpersónurn- ar eru ungur blaðamaður og unn- usta hans, Birna Jónsdóttir, stúlka úr verklýðsstétt og framarlega í verkalýðsbaráttunni. í sama mund og þau ætla sér að ganga í hjóna- band skellur á mikig verkfall. Unnustinn neyðist til að rita í blað sitt magnaðar greinar gegn verkfallinu og foringjum þess og kemst fyrir þá sök í allóþægilegar kringumstæður, þó að nokkuð raknj úr að lokum fyrir aðstoð hins' óviðjaínanlega Gríms, rit- stjóra blaðsins. Brauðið og ástin sýnir lesand- anum inn í ýmsar stofnanir í borginni, þar sem hann hefur e. t.v. ekki verið kunnugur áður, svo sem ritstjórnarskrifstofur blað- GÍSLI ÁSTÞÓRSSON

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.