Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 13
Borgin við sundið Framhald al 9. síðu. eins áxs. Það er augljóst, sagði ráðherrann, að það verða að vera kosningar eða þjóðaratkvæði um þetta mál til þess að andstæðingar EBE geti ekki sagt, að málsmeð- ferð hafi verið ábótavant í svo mikilvægu máli. Kampmann var spurður um álit hans á nýjum samningum um verð landbúnaðarafurða í Dan- mörku, er koma eiga til fram- kvæmda 1 ágúst n. k. Ráðherr- ann upplýsti, að það hefði verið hann, er hvatti Krag, utanríkis- ráðherra, til þ-ess að taka upp samninga að nýju við forsvars- menn landbúnaðarins, en samning ar þessir voru komnir í strand og alvarleg deila upprisin vegna nýs skattafrumvarps, er samþykkt var eftir miklar umræður í þing- inu. Frumvarp þclta var samþykkt sem lög og koma þau til fram- kvæmda 1. ágúst n. k. Annars sagði ráðherrann, að menn gætu ekki búirt við að geta selt jafn- mikið við hækkandi verði, en gerða samninga yrði að halda og deilur væru allténd úr sögunni. VIGGO KAMPMANN Ráðherrami var að því spurður, hvort hann hlakkaði til að taka þá.tt í stjórnmálunum að nýju. — Hann sagði svo ekki vera, en hins vegar hefði hann ekkert á móti því. Ég hef það svo gott hér á Fanö, sagði ráðherrann, að ég held að það verði ekkert erfitt að slíta sig algerlega frá stjómmál- unum, þegar ekki verður um ann- að að ræða. Ég hef alltaf beygt mig fyrir staðreyndum. Kampmann bankastjóri, Krag forsætisráðherra? Veikindi Kampmans hafa kom- ið af stað vmsum tilgátum un’ ráðherraskipan i Danmörku í ná- Vini framtíð. Einkum hafa blöð íiti á landi látið sér tíðrætt um það, að Kampmann muni hafa í hyggju að gerast bankastjóri Þjóð- bankans á ræsta ári, en þá mun Svend Nielsen, núverandi banka- stjóri láta af störfúm. Þetta myndi hafa í för með sér miklar tilfærsl- ur á ráðherraembættum og er tal- ið að meirihluti þingmanna d^nskra sósíaldemókrata hafi ekk- ert á móti slíkri hreyfingu. Jens Otto Kra.g, núverandi ut- anríkisráðherra, er fyrstur til- nefndur i embætti forsætisráðh. Talið er, að hann muni fá mikið fylgi innan flokks síns. Hins veg- ar halda menn, að Krag hafi ekki verulegan áhuga á embættinu. — Krag er eindreginn fylgjandi sam einingar Evrópu og nvtur mikils álits meðal manna sömu skoðun- ar. Er talið sennilegt, að honum standi til boða hár sess innan stofnana sameinaðrar Evrópu, ef Danmörk gerist aðili að EBE. — Dómsmálaráðherrann Hans Hækk- erup og samgöngumálaráðherrann Kai Lindberg eru og nefndir sem væntanlegir forsætisráðherrar auk Erik Ib Schmidt, skrifstofustjóra. Per Hækkerup er talinn likleg- ur utanríkisráðherra og verkalýðs- leiðtoginn Hans Rasmussen, sem er einn áhrifamesti maður sósíal- demókrata, er talinn viss með eitt- hvert ráðuneyti, ef hann óskaði þess. Honum hafa áður boðizt ráð herraembætti, en hann hefur jafn- an hafnað slíkum tilboðum og ger- ir sennilega enn, þar sem hann vill örugglega heldur halda á- hrifastöðu sinni sem forseti verka- lýðssambands smiða. Þetta eru auðvitað allt tilgátur, en þær gefa nokkuð ljósa mynd af pólitískum styrkleika vissra manna í Danmörku, stöðu þeirra út á við og styrk innan flokks sósíaldemó krata. Geir Aðils. Markvörgyr slegiRi! Framhald aí 12 sí'íu þessi úrslitaleikur hefði getað orð- ið rnjög tvísýnn hefði Víkings- markvörðurinn ekki fengið hið ör- lagaríka högg í leiknum en Ragnar Jónsson hefði vissulega átt að víkja af leikvelli það sem eftir var fyrir fólskubragð sitt. Hjá FH voru það ungu mennirn ir, sem mestan þátt áttu í sigrin- um. Kristján Stefánsson var í sér- flokki, en Guðlaugur og Sverrir sýndu einnig ágætan leik, auk Loga í markinu, sem lék síðari hálfleikinn af prýði. Hjá Víking bar Rósmundur af, en Pétur og Sigurður Hauksson léku einnig mjög vel fyrri hálfleikinn og fram an af þeim síðari. ’ Eftir leikinn afhenti • formaðjur Handknattleikssambandsins, Ás- björn Sigurjónsson, sigurvegur- unum verðlaunapeninga og hinn fagra verðlaunagrip, sem keppt er um, og FH vann nú í þriðja sinn. Einn annar leiknr var háður í meistaraflokki þetta_ síðasta leik- kvöld, og vann ÍR Ármann með 20:18. í úrslitaleik 3. flokks mætti Ármann,. ekki til leiks, og varð Valur því sigurvegari án keppni. Valbjörn nærri meti Framhald af 12. síðu. að mestu úr sögunni, því til þess að setja nýtt met varð Valbjörn að hlaupa 1500 metra á 4:41.0 mín. — en til þess voru vægast sagt engar líkur. Hann hljóp líka á 4:57.0 min. — og varð þvi 110 stigum frá metinu. Hins vegar sýnir þessj árangur vel, að Valbjörn getur meg smá- æfingu í nokkrum greinum t.d. kúluvarpi, grindahlaupi — og með betri árangri í stangarstökki, bætt met Arnar talsvert og ætti að geta komizt talsvert yfir 7000 stigin, sem getur gefið, möguleika á stigi í tugþrautarkeppni Evrópu- meistaramótsins, ef Valbjörn vel- ur að keppa í þeirri grein á mót- inu í haust. Meg þessum árangri náði hann lágmarksskilyrði FRÍ til þátttöku í EM í tugþraut. Þrír aðrir keppendur voru í tugþraut- inni. Annar varð Kjartan Guð iónsson, KR, og setti nýtt drengja- met 4961 stig. Eldra drengjamet ig átti Gylfi S. Gunnarsson, ÍR. Þriðji varð Páll Eiríksson, FH. með 4693 stig og tjórði Sigurður Sveinsson. HSK, meg 3725 stig. Yfirburöir Fram Framhald af 12. síilu. sín/.r hendur og skora með stuttu millibilj 3 mörk, Baldin 2 og Þor- eeir Lúðvíksson 1- Endaði leikur- inn þannig. 4—1, sem teljast mega sanngjörn úrslit eftir gang leiks- ins. , Beztir Framarar í þessum leik voru Baldvin, sem skoraði 3 mörk, og framverðirnir Þorgeir og Hrannar, sem öll tök höfðu á miðju vallarins. . Beztur Dananna i þessum leik var miðframherjinn Nielsen, sem sýndi oft frábæra leikni . Næsti leikur Fram verður einn- ig gegn Vordingborg, og mætast þá B-Iig félaganna. A.Þ. 2. síðan svo að einhverjar séu nefndar. Árið 1920 kom svo enn ný tækni fram. Þá kom D. W. Griffith með myndir sinar. Mynd hans „Fæðing þjóðar", sem olli gjörbyltingu í kvik- myndatækninni, var sýnd hér í ársbyrjun 1920, og síðan komu fleiri myndir Griffiths hingað. Þessa mynd Griffiths er nú verið að sýna í nýrri kópíu í Kaupmannahöfn, og trúlegt ag hún komi hingað aftur. Stór, opinn gluggi — Á þögla tímabilinu voru framleiddar geysimargar stór- myndir, og hægt að velja úr að vild þær beztu. Þá voru sýndar hér margar afar góðar myndir. Það var eins og Guð-1 mundur skáld Kamban sagði einu sinnj í fyrirlestri, sem hann hélt og kallaði „Reykja- víkurstúlkan“: — Kvikmynda- úrvalið er svo gótt, að það er eins og stór opinn gluggi að heimsmenningunni.“ — Þess verður líka að geta í sambandi við þöglu mynd- irnar, að þá héldu kvikmynda- húsin uppi hljóðfæraslætti á sýningum. Áður hafði verið látinn nægja einn píanóleik- ari, en við byrjuðum með þriggja manna hljómsveit. í henni léku þeir bræðurnir Þórarinn Guðmundsson og Eggert Gilfer og Þorvaldur Árnason. En svo komu tal- myndirnar, og hátalararnir tóku vig af hljómsveitinni. — 1930 byrjuðu bæði bíóin hér að sýna myndir með tali og tónum, en fyrsta talmynd- in „Sonny Boy“ hafði verið gerð 1927. Þá voru auðvitað til margs konar sýningartæki, en bæði bíóin hér keyptu það íullkomnasta, sem til var. Þetta vakti dálitla athygli erlendis, að við, þótt litlir værum, létum okkur ekki nægja annað. Ekki eins internationalar og áSur v- Tæknilegu framfarirnar á kvikmyndunum hafa verið stórkostlegar, eai myndirnar hafa við þær, talið sérstaklega, hætt að vera eins internation- alar og áður. Þær verða svið- rænni heldur en þær voru með gömlu tækninni. Þá skýrðu myndirnar sig sjálfar. Sumar höfðu jafnvel engan texta nema byrjunartexta, en samt skildi hver einasti maður myndirnar. — Árið 1917 settum við fyrst íslenzkan texta með mynd. Það var umhverfis jörðina á 80 dögum, sem þá var geysivinsæl. Síðan höfum við nokkrum sinnum reynt það aftur, sett texta á samtals átta myndir, en þetta er of kostn- aðarsamt, til þess að það sé í rauninni hægt, og við urðum að hætta því. Við verðum að kaupa eintökin, sem við setj- um texta á, og það er ekki hægt hér í fámenninu. Það líður á daginn, og Ól- afur þarf að fara niður í Bíó. „Sóknarbörnin mín bíða“, seg- ir hann, og vig þökkum hon- um kærlega fyrir gireinagóð- ar upplýsingar. Litlu síðar kveðjum við Bjarna og þökk- um móttökur hans og víkjum aftur að því, sem nefnt er í upphafi frásagnarinnar, gjöf fyrirtækisins til Reykjavíkur- borgar. — Jú, þessu á ag verja til að fegra bæinn með listaverkum. Ég er sannfærður um, að þeg- ar sjóður er einu sinni kom inn á f þessum tilgangi, þá verði mariyir til ag byggja þar ofan á. Að minnsta kosti von am við að svo verði. Kb. Nauðungaruppboð Annað og síðasta uppboð á 4/5 hlutum í jörðinni Geldingaholti í Seyluhreppi í Skagafjarðarsýslu fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 10. ágúst n. k. kl. 14. Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýsln, 28. júlí 1962. Jóh. Salberg Guðmundsson. fbúð til solu Húsnæðismálastjórn óskar hér með eftir kauptil- boðum í íbúðarhæð og rishæð hússins nr. 30 við Nökkvavog í Reykjavík, í því ástandi, sem eignin nú er. í tilboðum vprði nákvæmlega tilgreint: 1) Verðtilboð. 2) Útborgun (greiðslumöguleikar við móttöku). íbúðin verður til sýnis 1., 2. og 3. ágúst n. k. kl. 2 e. h. til kl. 5 e. h. hvern dag. Skriflegum tilboðum sé skilað í skrifstofu Hús- næðismálastofnunar ríkisins fyrir klukkan 5 e. h. föstudaginn 10. ágúst n. k. Húsnæðismálastjórn. Ódýrar skemmtibækur Höfum fengið gríðarmikið if ódýrum og skemmti- legum reyfurum handa fólki í sumarleyfið. Fornbókaverzlun Kr. Kristjánssonar Hverfisgötu 26 — Sími 14179. VIÐAVANGUR niðurstöðu í forystugrein I gær, að menn verði um fram allt að vara sig á því að treysta Fi^msóknarflokknum i utanrík ismálum, því að „það sé næsta ótraustur grundvöllur“. Hins vegar sé það eina leiSin „til þess að tryggja hagsmuni ís- lenzku þjóðarinnar að efla Al- þýðubandalagið". Það er gott, að blessuS þjóð- in á þó einn alveg öruggan og traustan verjanda. Og svo bak- tryggingin. Það er vafalaust mest um vert, hvað endur- tryggingin austur í Moskvu er frábær. Það skal hreinlega ját- að, að Framsóknarflokkurinn hefur alls ekki eins viðamikla 'endurtryggingu erlendis og íhaldið og kommar. TÍMINN, miðvikudaginn 1. ágúst 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.