Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 9
KAUPTÚNIÐ mun lögum sam-
kvæmt heita Búðareyri, en á dag-
legu máli kallast það aldrei annað
en Reyðarfjörður. Það stendur norð
anvert við botninn á þessum stærsta
firði A-usturlands, ellefu sjómílur
frá úthafinu O'g 35 kílómetra frá
Egilsstöðum. Reyðarfjarðarkauptún-
ið &r um það frábrugðið öðrum stöð
um eystra, að þar er bæjarstæðið
mikið og vítt, svo að ekki ætti lóða-
skortur að há þar byggingum í
næstu framtíð. Reyðarfjörður hefur
lengi verið hafnarbær og verzlun-
armiðstöð Fljótsdalshéraðs. Hið
fynra er hann enn og verður sjálf-
sagt fyrst um sinn, en þróunin í
verzlunar- og samgöngumálum hef-
ur nú að miklu leyti flutt smásölu-
verzlun Héraðsbúa upp í Egilsstaði.
Hann heitir Magnús og er Guð-
mundsson, maðurinn, sem við l’eit-
um til varðandi málefni Reyðfirð-
inga og innum fregna þar um. —
Magnús þekkja margir Austfirðing-
ar, enda hefur hann um 28 ára
skeið stjórnað flutninga-málum Kaup
félags Héraðsbúa og vöruafgreiðsl-
unni út um sveitirnar. Allir, sem til
þeikkja, vita, hvert vandastarf það
er, sérlega þó á vetrum, þegar allt
teppist. Ekki tel ég vafa leika á, >að
framtíðin muni telja þá Magnús og
samverkamenn hans hafa unnið
margt kraftaverkið er þeir við hin-
ar vonlausustu aðstæður hafa dregið
Héraðsbændum björg í bú, yfiir
kolófæra vegi í hríðarbyljum. Skal
þó ekki farið lengra út i það, að
telja uPP kraftaverk Magnúsar og
hans manna, því að svo segir mér
hugu'r, að engum þyki slík upptaln-
ing öllu ómaklegri en Magnúsi sjálf-
um. En tvö þurr upptalningaratriði
skulu fylgja hér í lok formála þessa,
er annað það, að Magnús er sýslu-
nefndarmaður þeirra Reyðfirðinga,
en hitt, að hann útskrifaðist af Sam
vinnuskólanum árið 1931. Vendum
svo okkar kvæði í kross.
,Fagridalur er ekkert
amb í vetrarveðrum"
j — Fagridalur er víst ekkert
! lamb að leika sér við á vetrum?
— Stundum er tenn það ekki,
j en stór bót er að nýja veginum,
sem kominn er á Dalinn, og við
horfum til þess vonaraugum, að
hann lengist alla leið. Samgöngu-
þörfin eykst, ekki sízt þegar tillit
er tekið til þess, að öll mjólkur-
framleiðsla er að leggjast niður
hér í þorpunum, og alla mjólk þarf -jim
að flytja af Héraði.
Fjölgar, en fjölgar hægt
— Hvað byggir margt fólk Reyð
arfjarðarhrepp, Magnús?
— íbúar munu vera 554, þar af
innan við 100 í sveitinni.
— Og fjölgar eða fækkar?
. —.' Ja, það náttúrlega heldur
fjölgar, ef miðað er við lengri
tíma, en það fer ákaflega hægt.
Til dæmis um það má benda á, að
1948 voru Reyðfirðin^ar 509 tals-
ins.
Samgöngumiðstöö
— Og hverjir eru helztu atvinnu
vegirnir?
— Margir hafa nú atvinnu sína
við Kaupfélag Héraðsbúa, héðan
eru gerðir út tveir bátar og nokkr-
ar trillur. Svo er það vegagerð rík-
isins. Hún hefur hér miðstöð fyr-
ir Austurland. Margir vinna hjá
henni, að minnsta kosti 15 yfir
veturinn við viðhald véla, snjó-
mokstur og viðgerðir á vegum eft-
ir því sem nauðsyn ber til.
— Er ekki stundum kaldsöm
útivist á Fagradal í vetrarhörkum?
— Jú, þær geta orðið það.
— Hafið þið ekki talstöðvar í
bílunum?
— Við höfum aðeins verið með
eina, sem sé í snjóbílnum, en það
standa nú líkur til, að þeim fjölgi.
Auk þess er svo vegagerðin með
talstöðvar í sínum bílum.
— Hvaða . bílategundir notizt
þið aðallega við?
— Við treystum aðallega á
Heinzelbíla 6 hjóla, með drifi á
öllum hjólum og húsi fyrir 6 far-
þega. Þegar við komum honum
ekki, þá notum við snjóbíl, sem
við erum búnir að ofbjóða mörg-
um sinnum. Þegar svona er, þá er
ekkert hugsað um, hvort fært er
eða ekki. Bara að komast, annað
ekki.
Þjónusta vegagerðarinnar við að
halda opnum veginum yfir vetur-
inn hefur stórbatnað á síðustu ár-
um.
— Og þið flytjið miklar vistir í
j þessum vetrarflutningum?
— Venjulega mikið af fóður-
i bæti, þó nokkuð af vistum, en
, mest fóðurbæti og olíu.
-g,r gjj-j-j 0ft erfitt að ferja
olíuna upp yfir, þegar þæfingur
er á Dalnum?
j — Jú, það er einmitt anzi oft
i erfitt.
— Hvað heldur þú um framtíð-
ina? Heldur þú ekki, að þessi mál
auðveldist á komandi árum?
— Aðstæðurnar koma allar til
með að batna með tilkomu nýjai
vegarins yfir Fagradal. Hvað okk-j
ur snertir, þá verðum við að eign-
ast annan snjóbíl. Eg hef annars
ekki tr ú á, að snjóbíll verði nokk-
urn tíma annað en tapútgerð. Þjónj
ustuhlutverk fyrst og fremst að
gera þá út. /
— Margt hlýtur nú að koma fyr- ]
Spjallað við Magnús Guðmundsson á
Reyðarfirði um framfaramál Reyða-
fjarðar, flutninga yfir Fagradal og fleira
og svo stendur yfir bygging nýrr-
ar síldarverksmiðju á vegum ríkis-
ins.
— Er langt síðan hafnarbygg-
ingin hófst?
— Nei, enn er bara kominn einn
garður. Efni í stálþil er líka kom-
ið hingað á staðinn.
— Verður þetta mikið mann-
virki?
— Já, þetta verður nokkuð
mikið mannvirki. Þarna verður
sérstök smábátahöfn. Síldarverk-
smiðjan, hún lendir þarna inn í
með sína löndunarbryggju, og
þarna verður aðalhafnarbryggjan
^ilff j í framtíðinni.
Enn þá hefur ekkert verið gert
( þessum málum í sumar, en það
j var búizt við, að þó nokkuð yrði
gert. Það líður nú óðum á sumar-
j ið, án þess að nbkkuð gerist.
MACNÚSÍTéQÐMUNDSSON,
ReySarfirSi.
ir sögulegt í þessum erfiðu vetrar-
feiðum á Fagradal?
— Nei, ekki man ég eftir því.
Þetta er bara erfiði og þæfingur.
Síðasti harðindaveturinn, það var,
held ég, 1950 til 1951. Þá var alltaf
vakað meðan menn héldust uppi.
Þá kom það fyrir, að menn sofn-
uðu við stýrið, bæði á ýtunum og
eins á bílunum.
— En ekki hlauzt samt slys af?
— Nei, aldrei.
Reyðfirðingar hafa ýmislegt ,
á prjónunum
— Mér skilst, að þið séuð með
ýmsar framkvæmdir á prjónunum
hér?
— Já, það er byrjað á nýrri höfn
Byggja skólahús
— Mér er sagt. að þú sért for-
maður skólanefndar. Þá ættir þú
líka að geta sagt mér frá skóla-
byggingu ykkar.
— Unglingaskólinn og smíða-
kennslan fluttu í nýja húsið í fyrra
vetur. Við vonumst til þess, að
barnaskólinn geti flutzt í húsið í
haust.
— Er þetta ekki orðið dýrt
mannvirki?
— Jú, það er það.
— Er hreppurinn með fleira í
undirbúningi en höfn og skóla?
— Já, hálflokna vatnsveitu, sem
hlýtur að verða að ljúka á næstu
árum. Búið er þegar að leggja í
hluta af þorpinu. Eftir er að
byggja upp vatnsbólið og leggja í
ytri hluta þorpsins.
— Eg man eftir því, að hér fyr-
ir eina tíð var Lúðrasveit Reykja-
víkur á ferðinni. Hún kom hér
við og lék fyrir okkur hérna við
kirkjuna. Þetta var í morgunmund
þegar verið var að hleypa kúnum
út. Þegar lúðrasveitin tók að blása,
komu um 60 kýr rásandi með
sperrta hala.
— Og bauluðu?
— Já, bauluðu, þangað til þær
fóru að hlusta, þá hlustuðu þær
með andakt og yfir sig hrifnar.
Slíkt undur höfðu þær hvorki
heyrt eða séð áður. En þetta hefði
ekki getað gerzt nú. því að nú eru
hér engar kýr til. Síðan farið var
að greiða niður landbúnaðarvörur,
eru allir hættir að framleiða fyr-
ir sjálfa sig, því að framleiðend-
urnir neyta miklu dýrari vöru en
aðrir neytendur.
| Reyðarf jörður á mikla framtíð
fyrir sér
| — Hvað heldurðu um framtíð
Reyðarfjarðar?
— Eg er alveg sannfærður um,
að Reyðarfjörður á mikla framtíð
fyrir sér. Hér er frá náttúrunnar
hendi góð höfn og lega staðarins.
góð, sé miðað við Héraðið. Það er
lengra til sjávar við norðanverðan
Héraðsflóa en tii Reyðarfjrðar.
— En heldurðu ekki, að Egils-
staðakauptúnið komi til með að
draga frá Reyðarfirði?
— Nei, það held ég ekki. Eg
held fremur. að stækkun Egilsstaða
kauptúnsins þýði stækkun Reyðar-
fjarðar. Því stærri Egilsstaðir,
þeim mun1 srtærri Reyðarfjörður,
vegna þess að því meiri verður þá
umferðin um höfnina hér. — K.I.
REYÐARFJÖRÐUR
Söltunarstöðvum f jölgar
— Hér er verið að stórbæta að-
stöðu til móttöku söltunarsíldar.
— Já, en hvernig fer nú í sum-
ar, ef síldarverksmiðjan verður
ekki tilbúin? Það hlýtur að verða
mjög erfitt fyrir stöðvarnar?
— Það verður nú efalaust saltað
minna éh ella hefði orðið, verði
bræðslan ekki tilbúin fyrr en seint
og síðar meir. En eitthvað verður
nú saltað samt. í fyrra var boðin
hingað til söltunar miklu meiri
síld en hægt var að anna. Hins
vegar þykir skipum miklu verra
að koma á þá staði, þar sem þau
geta ekki losnað við hvort tveggja.
Frystihúsið vantar fisk
Kaupfélag Héraðsbúa hóf bygg-
ingu frystihúss til fiskvinnslu á
togaraárunum. Það stóð í járnum,
að þegar frystihúsið var tilbúið, þá
voru togararnir farnir. Síðan vant-
ar hráefnið. Það er ekki nóg, þótt
rói einn bátur héðan að heiman
yfir veturinn Tveir væru lágmark.
— Er þá ekki um atvinnuleysi
að ræða hér yfir veturinn?
— Atvinnuleysið að vetrinum
hefur stórminnkað hér, en samt
er það nú svo, að menn verða að
'pita héðan burt yfir veturinn.
— Hafa menn ekki einhvern
landbúnað með?
— Nei, það hefur breytzt mjög
síðustu árin Þegar ég kom hingað
fyrir 28 árum, þá höfðu flest
I heimili einhvern búskap.
Kampmann tekur við
embætti á ný
Forsætisráð'herra Danmerkur,
Viggo Kampmann, býr sig nú sem
óðast undir það að taka við em-
bættisstörfum sínum að nýju, en
eins og flestir munu vita fékk ráð
herrann snert af kransæðastíflu
1. maí s. 1. og hefur ekki getað
sinrit embætti sínu frá þeim tíma.
Þessa stundina dvelur Kampmann
í sumarbústað sínum á Fanö, en
tilkynnt hefur verið, að hann
muni taka við störfum sínum í
forsætisráðuneytinu að nýju 6.
ágúst n. k.
í sambandi við þessa tilkynn-
ingu heimsóttu nokkrir blaðamenn
Kampmann í sumarbústað hans,
þar sem forsætisráðherrann veitti
ýmsar upplýsingar og spjallaði al-
mennt um hin pólitísku viðhorf
í landinu.
Þjóðaratkvæði um EBE
Kampmann sagði m. a. að hugs
anleg innganga Danmerkur í Efna
hagsbandalag Evrópu gæti haft í
för með sé þingkosningar innan
Framhald á 13. síðu.
TÍMINN, miðvikudaginn 1. áffiist 1962
9