Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 8
 T f MI N N, miðvikud ~ Minnzt var 10 ára starfs- afmælis Elli- og dvalarheim ilisins Efri-Áss í Hveragerði þann 28. þ. m. Stofnunin er rekin í sameiningu af Árnessýslu og Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Forstjóri þess er Gísli Sigurbjörnsson. Á heimilinu, sem er mjög vistlegt og snyrtilegt, utan húss sem innan, eru nú 24 fastir dvalargestir auk 17 sumardvalargesta. Gestir þess eru eingöngu aldrað Elll- og dvalarheimilið Efri-Ás í Hveragerði, Gu5 hjálpar þeim, sem hjálpa öðrum Elliheimili Ámessýslu 10 ára staddur á hans vegum viður- kenndur sérfræðingur í garð- yrkju, sem væri að kynna sér íslenzka garðyrkju og myndi hafa fund með garðyrkjumönn- um. Hann sagðist hafa í þessum efnum og fleirum lagt spilin á borðið fyrir ráðherra og nú væri það rí'kisstjórnarinnar að spila úr þeim. Sjálfur sagðist hann ekki nenna því lengur að berja höfðinu við stein skiln- ingsleysis og heimsku. Hann sagðist oft minnast orða gamals manns, þegar hann væri spurður um möguleika á því, að framkvæma hugsjónir sínar. Gunnar Thoroddsen hefði sagt við háaldraðan vist- mann á Grund, að hann myndi hafa komizt svo vel áfram í lífinu og náð svona háum aldri af því, að Guð hjálpaði þeim, sem hjálpuðu sér sjálfir. Þá hefði gamli maðurinn sagt: „Guð hjálpar þeim, sem hjálpa öðrum“. Að lokum þakkaði Gísli sam- vinnuna við Elliheimilisnefnd Einnig flutti ræðu Sigur- björn Gíslason og gjafir bárust. í þessu sambandi skal minnzt á sérfræðing þanrt í garðyrkju, sem Gísli minntist á. Var hann viðstaddur afmælishófið, enda kominn til að ráða heilt um rekstur garðyrkjustöðvar Elli- heimilisins. Heitir hann prófessor Rich- -ard Maatsch, deildarstjóri bot- anisku stofnunar Tækniháskóla Hannovers. Sagðist prófessor Maatsch hafa mikinn áhuga á því, að skipti tækjust milli fs- lands annars vegar og Þýzka- lands og Niðurlanda hins vegar á garðyrkjunemendum og garð yrkjumönnum til kynningar. Kvaðst hann þess fullviss, að íslenzkir garðyrkjumenn gætu ýmislegt lært í tæknilegri út- færsiu starfsins af starfsbræðr- um sínum í þessum löndum og einnig taldi hann, að nemendur þessara landa í garðyrkju gætu kynnzt hér mörgum merkileg- um viðfangsefnum til að spreyta sig á. Sagðist hann ekki sjá líkur til Fólk, sem hefur góða ferli- vist, en þeir, sem þurfa hjúkrunar eða aðhlynning- ar við, fá vist á Grund í Reykjavík. Viðstaddir, afmælishá.tíðina var Elliheimilisnefnd Árnes- sýslu, stjórn Grundar, hrepps- nefnd Hveragerðis, sýslumað- ur Árnessýslu, héraðslæknir Hveragerðis og ýmsir fleiri, auk forstjóra og starfsfólks. Formaður Elliheimilisnefnd- ar Árnessýslu, Guðjón A. Sig- urðsson, bóndi í Gufudal, skýrði frá tildrögum að stofnun og rekstri elliheimilisins. Kvað hann sýslunefnd Árnessýslu hafa ákveðið það 1946 að hefja rekstur elliheimilis, en það hefði ekki verið fyrr en 1951, er 2 húseignir voru keyptar í Hveragerði til rekstursins, að hafizt var handa. Var þá gerður samningur við Grund í Reykjavík um félags- rekstur Árnessýslu og Grundar á stofnuninni og var Gísli Sig- urbjörnsson ráðinn forstjóri. Árnessýsla á 4 húseignir og Grund 8 í Hveragerði, og eru allar þessar 12 húseignir hag- nýttar fyrir stofnunina. Próf. MAATSCH Guðjón sagði að lokum: „Nú eru rúm 10 ár, síðan þessar 2 systurstofnanir voru tengdar saman undir stjórn Gísla Sig- urbjörnssonar, forstjóra, þessa þjóðkunna og víðsýna dugnað- armanns. Ávallt síðan hafa all- ar götur verið greiðar í Elli- heimilismálum Árnessýslu. Við þökkum samstarfið, sem allan þennan tíma hefur verið hið á- kjósanlegasta. Við höfum séð þetta heimili gamla fólksins spretta upp á blásnum melum Hveragerðis, en verða með hverju árinu hlýlegra, nota- legra og fegurra, svo að í dag er það ekki einungis vel skipu- lagt og myndarlegt heimili í öllum rekstri, heldur og augna yndi öllum, sem á líta. Þetta ber að þakka fyrst og fremst forstjórahjónunum, þeim Gísla og Helgu. Afmælisbarninu bið ég svo blessunar um alla fram- tíð“. Forstjórinn, Gísli Sigur- björnsson, ávarpaði og gestina og kvað margs að minnast og margt að þakka. Sagðist hann hafa fallizt á samvinnu við Ár- nessýslu um rekstur þessa elli- heimilis fyrst og fremst til að fá tækifæri til að sannreyna hugsjón sína um það, að bæir og byggð ættu að vinna saman að lausn vandamála. Sagði hann,- að í Hveragerði væru tækifæri til að nota ýmsar heilsulindir náttúrunnar í þágu fólksins og að því bæri að keppa, að þeir heilsubrunnar yrðu notaðir út í æsar. Hann sagðist oft hafa verið að því spurður, hvaðan honum kæmi fé til rekstursins, en sannleik- urinn væri sá, ag það gengi alltaf vel, sem gert væri fyrir aðra. Gísli sagði, að elliheimilið Efri-Ás væri komið yfir byrjun arörðugleikana og væri nú þeg ar fast mótað í nokkrar þær höfuðgreinar, sem sé ekki það eitt, að hlúa að öldruðu fólki. heldur einnig að útvega þvi störf við sitt hæfi og veita þorpsbúum öðrum atvinnu eft- ir því, sem föng væri á. Með því móti einu, að stofnunin tæki virkan þátt í lífi og kjör- Stjórn elliheimHisins Efr-Áss í Hveragerði, ásamt forstjóra þess og sýslumanni Árnessýslu, Páli Hallgrimssyni. um fólksins, sem byggði stað- inn, myndi hún verða eðlileg- ur og lífrænn þáttur í kjörum þess, og með því móti myndi gamla fólkið telja sig heima- fólk á staðnum og finna sér þar eðlilega lífstilveru. Sagði hann, að honum væri það gleðiefni að geta skýrt frá því, að nú væru ýmsir Vestur- fslendingar farnir a& leitái HftiT." vist á heimilinu.1 Gísli sagði enn fremur, að hann hefði bent þjóðinni á ýmsa atvinnumöguleika í sam- bandi við náttúruauðlindir landsins, en þær ábendingar hefði hann ekki gert út í blá- inn. Hann hefði fengið til lands ins aftur og aftur ýmsa erlenda sérfræðinga, sem væru viður- .kenndir fræðimenn, hver á sínu sviði, og þeir hefðu tekið þessar ábendingar til athugun- ar og gagnrýnt og það væri síðan á niðurstöðum rannsókna þessara manna, að hann hefði reynt að vekja áhuga yfirvalda á þessum geysilega merku möguleikum. Óvíða í heimi væru t. d. möguleikar betri en hér á landi til reksturs heilsubaðstaða. Með skynsamlegum vinnubrögðum mætti einnig stórauka verð- mæti garðyrkjunnar. Gísli sagði, að einmitt nú væri hér GISLI SIGURBJORNSSON OG FRU. Árnessýslu og við stjórn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund ar. Einnig þakkaði hann sýslu- manni Árnessýslu,' Páli Hall- grímssyni, fyrir óhvikula stoð. Starfsfólkinu þakkaði hann vel unnin störf og síðast þakk- aði hann konu sinni, sem hann kvað hafa verið sína aðra hönd í þessu starfi. Páll Hallgrímsson, sýslumað- ur, afhenti stofnuninni að gjöf frá sýslunefnd fagurt málverk frá Þingvöllum. þess, að ísland gæti orðið út- flutningsland grænmetis til neyzlu, en hins vegar væru hér miklir möguleikar til að rækta kartöflur og tómata til sölu til útsáningar erlendis. ísland væri laust við flesta þá plöntu sjúkdóma, sem nágrannalönd- in ættu við að stríða og því myndu þau vafalaust sækjast eftir útsæði héðan, ef það væri falt. Matthías Ingibergsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.