Tíminn - 02.08.1962, Qupperneq 3

Tíminn - 02.08.1962, Qupperneq 3
LAUSN ALS R-DEILU KUNNGJORÐ I DAG? NTB-Algeirsborg, 1. ágúst. aöalstuöningsmaöur Ben Beila, varaforsætis- ráöherra og formanns 7- manna stjórnarnefndar- innar í Alsír, Mohammed Khider lýsti því yffir í dag, a'ð deiluaðilar í Alsír myndu á morgun, fimmtu bjartsýni, sagði Khider. dag, leggja fram sættar- gerð, og væri þar með lokið mánaðarlangri deilu miili foringjanna um völd in í landinu. Þessi lausn mála mun gefa þjoðinni nýja von og fylla hana Khider lét þessi ummæli frá sér fara, eftir að hafa setið í þrjár klukkustundir á fundi með aðal- andstæðingum Ben Bella, þeim Balkacem Krim og Mohammed Boudiaf, ásamt Mohand Ouel Hadj, ofursta og yfirmanns 3. héraðs- hersins. Reiknað er með að sættar gerðin verði birt opinberlega að loknum nýjum viðræðufundi á morgun. Strax að loknum fundi í dag fór Khider til Oran, til að gefa Ben Bella skýrslu um viðræður sínar, en Krim sagðist fara til Tizi Ouzou í Kabýla-héraði, en koma að vörmu spori aftur til Al- geirsborgar. Khider sagði eftir fundinn í dag, að allir íbúar í Alsír væru orðnir þreyttir á stjómmálaþrefinu í landinu og vildu skjóta lausn. Síðdegis ákvað Ben Bella að fresta för sinni og stjórnarnefnd- arinnar til Algeirsborgar, sem ráð gerð hafði verið í dag, þar sem nú væru svo góðar horfur á endan- legri lausn deilunnar. Strangara frétta- # eftirlit í Katanga NTB-Elizabethville, 30._ júlí. FRA ÞVÍ var skýrt í Eliza betville í dag, að Tshombe, valdamaður í Katanga hefði gefið út skipun um strang- ara eftirlit með útvarpssend- ingum vegna þess, að í síð- ustu viku var í frétt einni ráðizt liarkalega að Samein- uðu þjóðunum og ummæli hö’fð um U Thant, sem voru freklega móðgandi. Þá var og deiit á stjórnina í Leo- poldville. Sagt er, að Tshom be vilji koma i veg fyrir að slíkt endurtaki sig, því að svona fréttaþjónusta geti veikt menn í trúnni á yfir- lýstan vilja hans til að ráða málum í Kongó, friðsamlega til lykta. 7 IL. ' , Síðast liðin tvö ár hafa Svíar beitt með mjög góðum árangri nýrri og stórmerkilegri aðferð til | að lífga við andvana-fædd börn og börn, sem fæðast fyrir tímann. Að- fcrðin er í stuttu máli fólgin í þvi, að börnin eru kæld í ísköldu vatni þegar eftir fæðinguna. Hefur að- ferð þessi mikið verið notuð við Sabbatsbergs-sjúkrahúsið síðan ár- ið 1960. með höfuðið eitt upp úr vatninu. Að þessari kæliugu Iokinni er barnið svo flutt í hitakassa, þarí sem það er látið vera hæfilega! langan tíma. I i Telja Svíar, að með þessari að- ferð hafi tekizt að vekja mörg börn til lífsins. ~ ] Á myndinni sést hjúkrunarkona, Brita Bröms, sem vinnur við NTB—Lundúnum og Briissel, 1. ágúst. I dag hófust að nýju viðræður um Efnahags- bandalag Evrópu i Briiss- el, og á sama fíma var væntanleg aðild Breta að bandalaginu tekin til um- ræðu i efri deild brezka þingsins og hafði Home, utanríkisráðherra, fram- sögu. Home sagði m. a., að hann ætti bágt með að trúa því, að gagn- kvæm viðskipti Bretlands og sam- veldislandanna . næstu 50 árin myndu svara til þarfa hvors um sig, ef Bretland stæði utan EBE. Vandamálið er ekki það eitt, hvort Bretland eigi að gerast aðili að EBE, heldur hitt, hvort það muni gera góð viðskipti með inngöngu cagði Home. Home sagði ennfremur, að áhrifa EBE gætti æ meir, er rætt væri um framtíðarskipan mála í Evrópu, bæði stjórnmálalegra og pólitískra, en þessir tveir þættir væru samslungnir. Brezka stjórnin verður fyrst og fremst að hafa markaðsmöguleik- ana í Evrópu í huga, og þvi má hún ekki gleyma, að hún ber ábyrgð á lífi og vclferð nær 50 milljónum manna, sagðj Home. í lok framsöguræðu sinnar vék Home að samveldislöndunum og s-agði, að þau yrðu að líta raun- hæft á málið, enda væru hagsmun- ir þeirra og hagsmunir Bretlands eitt og hið sama. MÚTMÆLI Eftir fæðinguna er barnig eða fóstrið lagt þegar í stað í flát með „ ., . . ... , . ,,, ísköldu vatni og látið liggja þar Sabbatsberg-sjukrahus.ð. hta eft.r um kyrrt í um það bil sólarhring, I barni, sem er í kælivatninu. NTB-Helsingfors, 1. ágúst. í BRÉFI til Karjalainen í dag, mótmælir yfirstjórn heimsmóts æskunnar árið 1962 og stjórn finnsku þátttakendanna í mótinu, skrílslátum ungmenna í sambandi við mótið, sem átt hafa sér stað. Vélin fórst af nannavöldum NTB-Washington, 1 ágúst. FRÁ ÞVÍ var skýrt í dag, að óyggjandi sannanir hefðu nú fengizt fyrir því, að Bo- eing-707 flugvélin, sem fórst á lciðinni frá Chicago til Kansas City, þann 22. maí s. 1., hafi verið grandað af mannavöldum. Thomas Doty frá Kansas City sem var einn farþega, er nú talinn sannur að sök um að hafa komið dýnamíti fyrir á salerni í flugvélinni í þeiin tilgangi að granda henni. Thomas hafði keypt mik- i'ð af sprengiefni skömmu fyrir ferðina og líftryggt sig fyrir 300.000 dollara. Skilyrði Tshombe fyrir sameiningu NTB-Elizabethville, 1. ágúst. MOISE TSHOMBE, valda- ma'ður í Katanga gaf í dag út opinbera yfirlýsingu þar sem segir m. a., að hann hafi skýrt talsmönnum SÞ frá því, að hann fallist á samciningu Katanga og Kon gó, með því skilyrði að ein- stökum héruðum landsins verði veittur sjálfstjórnar- réttur innri málefna, skv. stjórnarskrárákvæði. Ulbricht i Moskvu NTB-Moskvu, 1. ágúst. — Vestrænir fréttamenn skýrðu frá því í dag, að Walter Ulbricht, forsætisráð herra A-Þýzkalands væri kominn til Moskvu, og telja þeir hugsanlegt, að heim- sóknin standi í sambandi við væntanlegan sérsamning milli A-Þjóðverja og Sovét- ríkjanna, en líkur eru taldar á slíkum samningi þegar á hausti komanda, segja frétta tnenn. TIMINN, fimmtudaginn 2. ágúst 1962 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.