Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 7
Wéwwm Úígefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson iáb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjó.rnarskrifstofur í Eddu- húsinu: afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka. stræti 7 Símar: 18300—18305, Auglýsingasími' 19523 Af. greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr 55 á mánuði ínnan. lands. f lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Stríðið gegn kaup- getu almennings Ef menn eru í einhverjum vafa um. að ríkisstjórnin hafi látið sér sæmilega líka þær framleiðslustöðvanir, sem hafa orðið á þessu ári, geta þeir sannfærst um það með því að kynna sér það, sem sérfræðingar stjórnar- innar láta nú hafa eftir sér í blöðum og útvarpi. Það, sem haft er eftir sérfræðingum stjórnarinnar, er í stuttu máli það, að hinar auknu þjóðartekjur, sem hlotist hafa af góðærinu og uppbyggingarstarfi fyrri ríkisstjórna, sé í þann veginn að skapa ofþenslu og „viðreisnin“ fari út um þúfur, nema gerðar verði ráðstafanir til að draga úr eftirspurninni. Hvað hefði þá þessum mönnum þótt, ef umræddar framleiðslustöðvanir hefðu ekki orðið og þjóð- artekjurnar væru orðnar mörgum hundruðum króna meiri en þær eru? Það ætti að vera orðið mæta vel kunnugt, hvað sérfræðingar stjórnarinnar eiga við, þegar þeir eru að tala um ráðstafanir til að draga úr eftirspurninni. Það, sem þeir eiga við, eru ráðstafanir, sem draga úr kaup- getu almennings og minnka þannig eftirspurn eftir vör- um og þjónustu. Það er samskonar ráðstöfun og 2% launaskattur- inn ,sem var lagður á bændur á seinasta þingi. Þennan skatt þurfti ekki að leggja á vegna lánasjóða landbún- aaðrins, þar sem frysta spariféð í Seðlabankanum nemur nú orðið mörgum hundruðum milljóna króna og því auðvelt að bæta úr þörfum lánasjóðanna, án nokkurra skattaálaga. Skatturinn var eingöngu lagður á til áð skerða kaupgetu bænda og minnka eftirspurn þeirra eftir vörum og þjónustu. Það, sem ríkisstjórnin og sérfræðingar hennar, eru alltaf á glóðum yfir, er að kaupgeta almennings verði svo mikil, að hún standi í vegi þess, að hér geti risið upp stórfyrirtæki og stórkapitalistar. Þess vegna bein- ist aðaláhugi þessara aðila að því að gera ráðstafanir til að draga úr eftirspurninni, þ. e. að minnka hina almennu kaupgetu. Þess vegna fyllast þeir irafári í hvert skipti, sem þjóð- arframleiðslan eykst eitthvað og láta sér ekki illa líka þótt framleiðslustöðvanir verði, eins og togaraverkfallið og verkbannið á síldveiðunum í vor. Þess vegna hrópa þeir nú, þegar góðærið hefur aukið þjóðartekjurnar, á ráðstafanir til að draga úr eftirspurn- inni! Hafa þeir ekkert lært? Áður en ríkisstjórnin og hagfræðingar hennar leggja út í ný ævintýri til að draga úr eftirspurninni, væri ekki úr vegi að beina þeirri spurningu til þessara aðila, hvort þeir hafi ekki lært neitt af atburðum seinasta árs. Þá flönuðu þessir aðilar út i algerlega tilefnislausa gengislækkun vegna þess, að þeir héldu sig þurfa að gera eitthvað til að draga úr eftirspurninni — þ. e. skerða kaupgetu fjöldans. Hvað uppskáru þeir? Glundroðan, sem hefur ríkt j launamálunum á þessu ári. Hér á íslandi vilja menn yfirleitt vera efnalega sjálf- N bjarga og geta notið framtaks síns. Þess vegna heimta menn fulla hlutdeild í þjóðartekjunum. Menn sætta sig ekki við kjaraskerðingar til þess eins, að hér geti risið upp stórfyrirtæki og stórkapitalistar. Það ter kannske hægt að bjóða upp á þetta á Spáni og í Portúgai, en ekki á íslandi. f í M I N N , mi'ðvikudaginn 8. ágúst 1962 | WaSíer Litrpmann rifar um alþfóðamál’ Vakning hinna vanþróuðu þjóða veldur átökum um viða veröld Fámennar og spiltar yfirstéttir hindra víða eðlilega þróun FRÁ PERU til Alsír og Kon- go til Suður-Viet-Nam blasa við sannindamerkin um það, hve bylting vorra tíma — vakning hinna vanþróuðu þjóða — er margbrotin, mikil og langdreg- in. Hin gömlu heimsveldi misstu völdin fyrir stuttu í Alsír og Afríku, en þau féllu í Ameríku fyrir meira en öld. En það er ákaflega erfitt að öðlast viðhlítandi sjálfsstjórn, eins og borgarastyrjöld Banda- ríkjanna sannar bezt. Við stöndum að alveg sér- stakri tilraun í Suður-Ameríku. Okkur hefur orðið það Ijóst, að ekki getur orðið um neina var- anlega festu að ræða, nema tak ast megi að bæta lífskjör fjöld- ans til muna. En jafnframt hef- ur okkur orðið það Ijóst, að þjóðfélagslegar framfarir eru ólíklegar meðan stjórnin er í höndum fámennrar og spilltr- ar yfirstéttar. Áður en varir er- um við farnir að reyna að koma á friðsamlegri og mjög hægfara byltingu innanlands, bæði í fé- lagslegum efnum og stjórnmál- um, til þess að við völdum taki stjórnir, sem færar séu um að nota aukinnar volmegunar þá fjármuni sem við érum fúsjr að lána þeim. VIÐ HÖFUM lært það í Perú, Argentínu og víða-r, að það er ekki auðvelt að upp-.; skera árangur byltingar,. áþ þess að bylting sé gerð- Yfir- stéttirnar, sem eiga sterk ítök í yfirstjóm hersins, gefast ekki að óreyndu upp fyrir framfara áætlun Suður-Ámeríku. Við verðum að halda áfram að gera allt, sem við getum, hvar sem við getum, en samt megum við ekki blekkja okkur sjálf. Völdum og áhrifum Banda ríkjanna hefur hrakað til mik- illa muna í Suður-Ameríku síð- an í byrjun aldarinnar. Á árun um milli heimsstyrjaldanna höfnuðum við hvað eftir ann- að hátíðlega rétti til hernað- arlegra afskipta í álfunni. Við getum að vísu enn sýnt sóma- samlegan styrkleika meðfram ströndum Mið-Ameríku, en í Suður-Ameríku höfum við að- eins þau áhrif, sem við höfum fyrir. Að svo miklu leyti sem „Framfaraáætlun Suður-Ame- ríku“ veltur á stjórnmálalegum og félagslegum byltingum í Suður-Ameríkuríkjunum, þá hefur hún ekkert vald að baki sér, aðeins dálítil áhrif. SVO langsóttar sem framfar- ir eru í Suður-Ameríku, sem hefur lotið eigin stjórn um langt skeið, þá eru þær þó miklum mun torsóttari í Afr- íku og Asíu. í Afríku eru þær svo erfiðar viðfangs, að ekkert er ýkt þó að sagt sé, að úrslita- a'flið sé framkoma stórveld- anna. í Kongo kemur þetta skýrt fram. Saga Kongó skiptist í tvo meginkafla. í fyrri kaflanum, sem hófst með flýttri burtför Belga, var meginviðfangsefnið að einangra Kongó og halda því utan kalda stríðsins. Dag- Hammarskjold tókst þetta með því að grípa mjög djarflega til Sameinuðu þjóðanna. Núna, Bræðurnir ROUL og FIDEL CASTRO áhrifin frá byltingu þeirra valda ekki sízt ólgu í Suður-Ameriku ári síðai;, getum við því sagt, að Sovétríkin og Atlantshafs- ríkni eigi ekki í hernaðarátök- um í Kongó. Síðari kafianum er ekki lok- íð, en meginviðfangsefnið þar eru tilraunir til að fá þá Kongó búa, sem lúta forustu Adoula í Leopoldville og hina, sem lúta Tshombe í Katanga, til þess að sameinast. En leiðtogar Kongó- búa eru því aðeins færir um þetta, að stórveldin utan Afr- íku, sem þeir njóta styrks frá, þrýsti þeim til einhvers konar einingar. Ríkisstjórn Bandaríkj anna er aðalaflið að baki Ad- oula. Að baki Tshombe kveður mest að hagsmunum einstakl- inga og stórfyrirtækja í Stóra- Bretlandi og Belgíu. Lyklarnir ag friði í Kongó eru því geymd ir í London, Brussel og Wash- ington. í ALSÍR kemur það enn einu sinni fram, hve breitt bil- ið er milli frelsis og sjálfs- stjórnar. Eins og sakir standa er útlitið ekki mjög slæmt, því að ekki verður séð, að neitt stórveldanna láti að marki til sín taka í Alsír-deilunni. Verði unnt að komast hjá afskiptum þeirra hljóta hagsmunir Alsír- búa að leiða til náinna tengsla við Frakkland. Hvað Suð-Austur-Asíu snert- ir, þá tel ég engar líkur á að þar takizt að korna á kyrrð og festu heima fyrir. Framtíðin veltur á stórveldunum, eink- um þó aðalveldunum tveimur. Sovétríkjunum og Bandaríkjun um. En bæði eru þau vissulega langt frá því að vera alls-ráð- andi. Suð-Austur-Asía liggur á útjöðrum áhrifasvæða beggja veldanna. Sovétríkin hafa mik- il áhrif í Norður-Viet-Nam, eins og Bandaríkin í Suður-Viet- Nam. En hvorugt er alls-ráð- andi. Mikilvægara kann það að reynast, að sennilega hafa Sov- étríkin úrslitavald til að hindra að Rauða-Kína hefji mikla styr- jöld með því að leggja Suð- Austur-Asíu undir sig. Og auð- vitað höfum við vald til að á- kvarða, að stríðsathafnir í Viet- Nam keyri ekki úr hófi fram Lyklarnir að friði — eða öllu heldur ekki of stórfelldum ó- friði — í Austur-Viet-Nam eru geymdir í ‘Moskvu og Washing- ton. ALÞJ ÓÐADÓMSTÓLLINN hefur nú kveðið upp úrskurð sinn um lagalegan rétt Samein uðu þjóðanna til þess að skatt- leggja meðlimarxkin vegna kostnaðar við að halda uppi friði á Gaza-svæðinu og í Kon- gó. Ef gert er ráð fyrir að Alls- herjarþingið fallist á úrskurð- inn, — sem telja má líklegt, — er það aðeins spurningin, hvort ríki þau, sem hafa þrjósk ast við að greiða, muni viður- kenna hann og hlýða honum, en atkvæðamest þeirra eru Sovét- ríkin og Frakkland. Neiti þau eftir sem áður að greiða, verður það alvarlegt á- fall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Það veikir ekki aðeins fjárhags- aðstöðu þeirra, heldur einnig aðstöðu þeirra sem allsherjar- samtök til varðveizlu friðar. Það veltur á mjög miklu fyrir Bandaríkin, að takast megi að bjarga Sameinuðu þjóðunum. Að vísu eru þær ekki færar um að ráða niðurlögum allra erfið- leika í heiminum, en þær hafa þó sýnt, að þær ráða við suma þeirra, þó að þeir gerist alvar- legir og mikilvægir. Neiti Rsúsland og Frakkland að greiða, sýnist mér rétt fyr- ir Bandaríkjamenn að reyna að hindra eyðileggingu Samein- uðu þjóðanna með þvi að sam- eina stuðningsríki þeirra um að hlaupa undir bagga, og láta síðan kalla saman stjórnlaga- samkundu. til þess að endur skoða og breyta sáttmála Sam- einúðu þjóðanna. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.