Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 15
Friður um frídaga Framhald af 4 sí3u. stöðum á laugardags- og sunnu- dagskvöld, og var þar margt manna, en allt fór skikkanlega fram. í Hjaltalundi var dansað á laugardagskvöld. Dansleikir voru einnig víðast á fjörðunum, svo að fólkið dreifðist á marga staði. Síldarbátarnir komu flest ir inn á sunnudag, en söltunar- fólk er smám saman að tygja sig heim. Engin slys urðu um helgina. Veður var víðast þurrt, en kalt. í Vestmannaeyjum var geysi legur fjöldi fólks, eins og venja er á þjóðhátíðinni, og mun aldrei hafa verið fleira en nú. Gizka sumir á, að þarna hafi safnast saman allt að 7000 manns. Hátíðahöldin gengu sam kvæmt áætlun, veður var ágætt. Fólk var flutt á milli kaupstað arins og hátíðasvæðisins á vöru bílum með grindum. Hefur svo verið gert undanfarin ár og aldrei hlotizt nein slys af. Ölv- un var talsverð en óspektir litl ar. Hið eina, sem skyggir á þessa velheppnuðu samkomu, er slysið, sem sagt hefur verið frá í sambandi við flugeldaskot. Vinna var lögð niður i Vest- mannaeyjum fyrir helgina, og hefst að öllum líkindum ekki aftur fyrr en undir 20. ágúst. Talsvert af aðkomufólki var enn þá í bænum í gær, því að ekki hafði gefizt flugveður, en það var smá.m saman að tínast í burtu sjóleiðis.. Þannig hljóða þá fréttirnar af helztu samkomustöðum lands ins eftir þessa sérstöku helgi, og mega allir vel við una. Þegar blaðið spurði lögregluna, hvað hún héldi að hefði valdið þess- um óvenjulegu rólegheitum, fengust þau svör, að sunnan- lands hefði góða veðrið átt sinn þátt í því, fólkið hefði dreifst meira, en á Norður- oð Austur landi mundi kuldinn hafa dreg ið úr ferðamannastraumnum. Aukin löggæzla hefði að sjálf- sögðu haft sitt að segja, en hvað mest áhrif hefði e.t.v. haft, hve blöðin og aðrir aðilar hafa ráðizt hatramlega á ólæti, sem orðið hafa, bæði um verzl- unarmannahelgi liðinna ára, og eins skrílslæti þau, sem urðu á Þingvöllum, bæði um hvíta- sunnuna og í sambandi við hestamannamótið í ár. Rafstrengurinn bilaður Framhald af 2 síðu. vegar verða svona strengir alltaf viðkvæmir fyrir sveigjum og sjáv- arbotni, svo ekki sé talað um botn vörpur eða jafnvel akkeri, sem stundum er fest í síma- og raf- strengi neðansjávar. Er þá ekki um annað að ræða, en lyfta þeim upp úr sjó og gera við þá. Stytti sér aidur Framhalö jl Ib siðu og saman brutust læknarnir inn í herbergið um gluggann. Leikkonan lá þá látin í rúmi síun. Hún var nakin en með teppi breytt yfir sig. í hendinni hafði hún símtól, eins og hún hefði reynt að ná í hjálp á síðustu stundu. Læknarnir töldu að hún hefði ver ið látin í nálægt sjö kulkkustund- ir. Marilyn Monroe var einhver frægasta kvikmySdaleikkona á síð ari tímum. Talið er að myndir hennar hafi skilað HollyvVood 70 milljóna dollara gróða. Hún var 36 ára að aldri og skilin fyrir hálfu öðru ári frá þriðja manni sínum, leikritahöfundinum Arthur Miller. Frá Marylyn Monroe verð- ur nánar sagt á 2. síðu Tímans á morgun. Önnur fór sömu leiS Dauði Marilyn Monroe hefur þegar haft eftirleik í för með sér. í NTB-skeyti segir, að enska^ leik- konan, Patricia Marlowe, hafi fund izt látin í heimkynnum sínum í London. Marlowe var 28 ára að aldri og er talið að sjálfsmorð Monroe hafi komið henni til að svipta sig lífi, en leikkonurnar höfðu verið kunnugar í Holly- wood. Marlow hafði látið svo um- mælt á mánudaginn, að tíðindin um dauða Marilyn tæki mjög á sig, en hún gæti vel skilið, að Marilyn hefði ekki talið sig eiga annars úrkosta. 2. síSan ræðustól, og hún var potturinn og pannan í stofnun ótal kvenna- klúbba, sem spruttu upp á bylt- ingarárunum, en var illa tekið. Jakobínarnir voru ekki sérlega byltingarsinnaðir í kvenréttinda- málum. „Konur eiga að vera við arin heimilanna, en ekki á sam- komum“, sögðu þeir. Og þegar jakobínar urðu stöðugt áhrifa- meiri, voru kvennaklúbbarnir bannaðir og þeir leystjr upp, sem til voru.. Eftir það fór stjarna Theo- rignes lækkandi. Stuðningi jakobína glataði hún með öllu í apríl 1792, þegar hún sagði í ræðu, að hún bæri ekki lengur neina virðingu fyrir Robespierre. Hún færðist þá yfir til girondina- flokksins, flokksins. sem laut í lægra haldi Hún varð ekki leng- ur átrúnaðargoð fjöldans. Eitt sinn greip..múgur hana höndum, og pilsin voru dregin upp um hana til þess að hýða hana opin- berlega. Þessa svívirðu þoldi hún ekki. Brjálsemi greip hana full- um tökum og allt til dauða síns 1819 sat hún geymd bak við lás og srlá, haldin ólæknandi geð- veiki, iðulega í spennitreyju. (Þýtt úr grein eftir Leif Gunnarsen). Leiicararnir gíSir v 'v'lf, > I -V . 1 1J erfitt fyrir danska og yfii'leitt skandinavíska áhorfendur. Kvik- myndahúsgestir væru vanir að heyra bæði enskú og þýzku, sagði hann, en ekki yrðu margir, sem skyldu íslenzkuna. Annars hefur verið ákveðið að setja danskan teksta á myndina fyrir Norður- landamarkaðinn. Af( lokurn spurðum við Balling, hvort leikararnir gætu átt fram- tíð fyrir sér í kvikmyndaheimin- um. Hann kvað já við því. Þeir hefðu allir mikla hæfilekia, og það væri það, sem mest væri um vert, en málið yrði þeim ætíð nokkur fjötur um fót, ef þeir færu til annarra landa og tækju að' leika i kvikmyndum þar. Gunnar Eyjólfsson, sem leikur annað aðalhlutverkið, sagði að mikill mundur þæri á því, að vinna með Erik Balling og dönsku kvik- myndatökumönnunum og leika í þessari kvikmynd, en þeim, sem hann hefur áður verið í, en eins og kunnugt er lék Gunnar í mynd- inni Milli fjalls og fjöru. Það eina, sem við gátum fengið hina aðal- stjörnuna, Kristbjörgu Keld, til þess að segja var: Eg vildi að þetta væri ag byrja.“ Dönsku kvikmyndatökumennirn ir fara héðan í dag, og á fimmtu- Útför móöur okkar ValgerSar Arnoddsdóttur, sem lézt 1. ágúst, fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 9. ágúst kl. 2 e.h. Börnin. Faöir okkar Jón Á. Ólafsson andaðist sunnudaginn 5. ágúst 1962, a3 Hrafnistu, Reykjavík. — Jarðsett verður laugard. 11. ágúst frá Dómkirkjunni kl. 10,30 f.h. Börn hins látna. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför föður okkar Magnúsar Bergssonar frá Skriðufelli Börn hins látna. p0k T rúlofunarhringar Fhó’ afgreifisla GUÐM ÞORSTEINSSON qullsmi8ur Bankastraet' 12 Sim' 14007 Sendum eegn nóstkrnfu SKIPAUTGCRd RIKISINS Ms, Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar 14. þ. m. Vörumóttaka á miðvikudag og fimmtudag til Sveinseyrar, áætlunarhafna á Húnaflóa og Skagafirði og Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á mánudag. Ms. Esja vestur um land 1 hringferð 15. þ. m. Vörumóttaka á föstudag til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þing eyrar, Flateyrar, Súganda- fjarðar, ísafjarðar, Siglufjarð- ar, Dalvíkur. Akureyrar, Húsa- víkur og Raufarhafnar. Farseðlar seldir- á mánudag. Ms. HerSubreiS austur um land í hringferð 14. þ. m. Vörumóttaka til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar. Þórshafnar og Kópaskers á miðvikudag og fimmtudag. Farseðlar seldir á mánudag. Ms. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna fjarðar 15. þ. m. Vörumóttaka til Hornafjarð- ar á mánudag. daginn verður byrjað að klippa filmuna. Ætlunin er að hægt verði að fiumsýna myndina í október, og er það nokkru fyrr, en ákveð- ið var í upphafi. Hér verður mynd- in sýnd í Háskólabíói og í Austur- bæjarbíói. Eddafilm, sem sér um allan kostnað við tökuna, mun leigja kvikmyndahúsin, og sýna myndina sjálft. Alls mun kostn- aður við kvikmyndatökuna nema um 2 milljónum króna. Tjaldsamkomur Framhald af 9. síðu. myndum frá Eþíópíu, í samkomu- húsinu við hlið tjaldsins (áður UngmennafélagshúsiS). Verður það ásamt öðru varðandi samkom- urnar auglýst síðar. Von vor er, að Reykvíkingar kunni að meta þessa tilraun vora með að ná, einnig á þessum tíma árs, til yngri sem eldri, með þau áhrif er varða heill vora mest. Fyrir hönd nefndarinnar Ólafur Ólafsson. Kaupum málma hæsta verði Arinbjörn Jónsson Sölvhólsgötu 2 Sími 11360 Laugavegi 146 — Sími 11025 Höfum til sölu í dag og næsti daga: Volkswagen af öllum árgerðuir með alls konar greiðsluskilmál um. 4ra og 5 manna bíla 1 mjög fjöl breyttu úrvali með afborgunar- skilmálum og í mörgum tilfell- um mjög góðum kjörum. 6 manna bíla nýja og eldri með alls konar greiðsluskilmálum. Bifreiðir við allra hæfi og greiðslugetu Auk þess bendum við yður sér- staklega á: Opel Rekord 1962, ekinn 16000 km. Volkswagen 1962 sem nýjan. Ford Taunus 1962, ekinn 14000 km. Opel Caravan 1959. RÖST hefur áreiðanlega réttu bifreiðina fyrir yður. Við leggjum áherzlu á góða þjónustu, fullkomna fyrir- ^•eiðslu og örugga samninga. Leitið upplýsinga hjá okkur um bílana. Skoðið hjá okkur bílana. Þér ratið leiðina til RASTAR. RÖST s/f Laugavegi 146 — Sími 11025 Akið sjáif nvium bíl Almenna bifreíðaleigan h.f. Hringbraut 106 — Sími 1513 Keflavík AKIÐ SJALF NÝJUM BÍL ALM. BIFREIÐALEIGAN Klapparstég 40 SÍMI 13776 — -'Og búvélasalan Hef kaupanda að Mercedes Benz vörubíl. árgerð 1961 —62 hálf frambyggðum. Þarf að vera sem minnst keyrður Staðgreiðsla, ef um semst Bíla-og búvélasalan EskihJíð B V/Miklatorg, sími 23136 Húseigendur HIÐ VÍNSÆLA AMERÍSKA SILIC0NE RAKAVARNAREFNI aftur fyrirliggjandí í ljósum og fallegum litum. Úti- lokið raka og slaga úr híbýlum yðar með SILITEX. SILITEX er notað bæði utan og innan húss. MÁLNING 0G JÁRNVÖRUR Laugavegi 23. — Sími 11295. f' ’ÍJVl I N N, miðvikudaginn 8. ágúst 1962 lf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.