Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 8. ágúst 1962 178. tbl. 46. árg. Leíkararnir voru góðir í gær lauk kvikmyndatöku ,,79 af stöðinni". Hafði hún þá staðið yfir í 31 dag. Teknir hfðu verið 12 þúsund metrar af filmu, en að klippingum loknum er ætlunin, að eftir verði um 2600 metrar, nægi- legt fyrir 100 mínútna sýn- ingu. Erik Balling kvikmyndastjóri sagðist hafa stjórnað 12 kvikmynd- um og tekið þátt í töku 45 mynda, en aðeins einu sinni eða tvisvar áður hefði kvikmyndataka gengið jafn snuðrulaust og nú. Tökunni hafði verið ætlaður 31 dagur, og stóðst sú áætlun algjörlega. Kvikmyndastjórinn kvaðst hafa verið hálfhræddur í upphafi, þar eð hann þekkti ekki leikarana, um að þeir væru einskorðaðir við gamlar leiksviðsvenjur. Hins veg- ar kom allt annað upp úr kafinu, og mest furðaði Balling sig á að frétta, að flestir leikaranna höfðu gengið á leikskóla annað hvort í New York eða Lundúnum. Við spurðum Balling, hvort hann áliti, að' kvikmyndin myndi falla í geð danskra kvikmyndahúsgesta. Sagði hann, að erfitt væri um það að segja, að svo komnu máli. Hann fyrir sitt leyti teldi myndina góða. Sagan hefði verið ágæt til kvik- myndunar, en málið yrði nokkuð Framh á 15. síðu r 14 bíl- slys í Eyja- fírði Akureyri, 7. ágúst. Umferðarslys voru með meira móti norðanlands um þessa verzlunar- mnnahelgi, þó að heigin væri annars venju frem ur tíðindalítil þar eins og annars staðar á land- inu. Lögreglan á Akureyri upplýsti, að frá því á há- degi á laugardag til mánu- dagskvölds lentu fjórtán bílar í árekstrum og um- ferðarslysum á svæðinu frá Ljósavatnsskarði til Öxna- dalsheiðar Ekki urðu al- varleg slys á fólki. Þó fór einn bíll utanbrautar í Öxna dalnum, sem í voru fjórir, og voru allir fluttir á sjúkra hús. Rannsókn þar leiddi ekkert alvarlegt í ljós, en ein kona liggur þó enn þá á sjúkrahúsinu. Flestir bílanna eru skemmdir, sumir mikið. Bílarnir voru ýmist merkt- ir A, R, G, F eða Þ. Tveit bílstjóranna, sem í slysi lentu, voru ölvaðir, og er mál þeirra í rannsókn. — E. D. Felldi 2 staura og 10-20 flöskur Jeppabifreið var ekið á 60—65 kílómetra hraða austur Hring- braut. Við stýrið sát karlmað- ur og við hlið hans kona, sem þurfti á eldi að halda í síga- rettuna sína. Athygli ökumanns ins beindist þá að því að upp- fylla ósk farþega síns, með þeim afleiðingum, að hann missti stjórn á bifreiðinni og lenti hún upp á gangstéttina vinstra megin, aðeins vestan við gatnamót Miklubrautar og Njarðargötu. Þar braut hún ljósastaur, þaut áfram yfir Njarðargötu og beygði annan ljósastaur niður að jörðu, og þar valt hún loks. Konan meiddist nokkuð, en meiðsli ökumanns eru ekki teljandi. — Bifreiðin er stórskemmd. Slysið varð um klukkan 5—6 síðdegis síðastliðin sunnudag. — Mynd- ipa tók GE af slysstaðnum. — Konungur ekki íslenzku Þótt vitaó sé að Mennta Beiðni synjas -I >-«• i."* - ■__■___ Samkvæmt upplýsingum raðu- málaraðuneytíð íslenzka neytisins var ekki hægt að verða við beiðni prinsaTina, þar sem ís- fái margbreytileg verkefni frá alis konar aðilum tii úriausnar, mun það varla gerast á hverjum degi, að það fái persónulega beiðni frá kóngafólki í hínum fjarlægu Austurlöndum. Þetta átti sér þó stað nú fyrir helgina. Þá barfet Menntamálaráðuneyt- inu bréf frá hans konunglegu tign, Khaled Bin Abdul Aziz, prins og bróður hans hátignar, Saud Bin Abdul Aziz, konungs í Saudi-Ar- abíu, þar sem hann, fyrir sína ihönd og bróður síns, konungsins, fer þess á leit við íslenzk yfirvöld, að þau gæfu leyfi til útflutnings tveggja íslenzkra fálka, sem þá bræður fýsti til að fá sem veiði- fálka við hirð sína. TÍMINN aflaði sér nánari upp- lýsinga um þetta mál í gær. Eins og áður segir, var það bróðir konungsins í Saudi-Arabíu, sem formlega sendi beiðnina og í bréfinu m.a„ að ef hið háa ráðu- neyti sæi sér fært að verða við beiðninni, myndu þeir bræður senda sérstaka sendiboða til ís- lpnds til að sækja fálkana. Sagði prinsinn í bréfinu, að þeir bræður myndu sjá um allan kostnað við flutningana og annap í því bandi, og greiðsla myndi skorin við nögl, ef til kæmi. Gildir þetta jafnt um lifandi fugla og dauða, ef þeir hafa verið deyddir eða þeim hefur verið náð á ólöglegan hátt, svo og einstaka líkamshluta þeirra. Saud, konungur Saudi-Arabíu. Eins og af beiðni hinna hátt- settu bræðra má sjá, hefur hróð- ur íslenzka fálkans víða borizt og enn verður hann til þess að ebina athygli að eyjunni í norðri. Beiðni sem þessi hefði ekki þótt sérstök um tíðindum sæta hér fyrr á ár- um, er alsiða var, að íslenzkir fálk ar væri notaðir við veiðar hjá er- lendu stórmenni og um langa hríð skipaði fálkinn veglegan sess með- an hirðdýra erlendis. Áður fyrr var mikið veitt af þessum fugli og hann fluttur út, þar sem hann þótti eftirsóknar- lenzk lög leyfa ekki slíkt. Fálkinn er alfriðaður fugl, sbr. lög um fugl'aveiðar og fuglafriðun nr. 63/1954, 8. gr. í V. kafla þeirra laga er fjall- að úm inn- og útflutning, kaup og sölu fugla, og í upphafi kaflans, 26. gr. segir svo: „Fugla, sem eru alfriðaðir skv. lögum þessum, má eigi flytja úr landi, bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa eða þiggja að gjöf. verður sem veiðifálki. Á átjándu öld lögðust þær veiðar niður, enda hafði fálkanum fækkað svo mjög hér, að nauðsynlegt varð að friða hann og nú er hann alfrið- aður. Hún stytti sér aldur Kvikmyndaleikkonan Marilyn Monroe fannst látin í rúmi sínu snemma á sunudagsmorgun 1 Brentwood við Los Angeles. A náttborði við rúmið fundust nokk- sam-1 ur tóm lyfjaglös og tómur svefn- ekki taflnapakki. Bendir allt tii þess I að leikkonan hafi stytt sér aldur Til að ekki færi milli mála við j með því að taka inn of mikið af hvað átt væri, fylgdi bréfinu | svefntöflum, en á laugardag hafði mynd af íslenzka fálkanum, hvar læknir hennar gefið hendi lyfseð- svo sem hinir tignu komizt yfir hana. menn hafa il fyrir fimmtíu töflum, og lá pakk- inn undan þeim tómur á náttborð- ínu. Sex töflur af þessu lyfi eru taldar banvænar. Það var ráðskona leikkonunnar, Eunice Murray, sem fyrst uppgötv- aði andlát hennar. Hún sá ljós í herbergi leikkonunnar um mið- nætti, og aftur klukkan þrjú. Ráðs konan barði þá að dyrum, en fékk ekkert svar, og dyrnar reyndust læstar. Þá hringdi hún í lækni leik- konunnar, dr Greenson, sem náði í starfsbróður sinn, dr. Engleberg, Framh. á 15. síðu. MARILYN MONROE var 36 ára er hún fannst látin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.