Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 8
Löngnm hafa þær Bergþóra á Bergþórshvoli, Guðrún Ósvífurs- dóttir og Þorgerður Egilsdóttir verið' taldir mestir kvenskörungar í íslendingasögum. Þær voru kon- ur ráðríkar og stórlyndar og hvöttu menn til hefnda og víga að sið þeirra tíma. Auður í Máva- hlíð var kvenhetja af annarri gerð og því hefur verið hljóð- ara um nafn hennar. Þegar bar- dagi varð í túninu í Mávahlíð, reyndi hún að ganga á milli, kast- aði klæðum á vopn og fékk aðrar konur til að gera hið sama. Hún missti aðra hönd sína, en lét ekki á neinu bera fyrr en lokið var bardaganum. Mér finnst Bryndís Sigurjóns- dóttir vera ein þeirra kvenna, sem hefðu getað brugðizt við á líkan hátt og Auður í Mávahlíð í Mávahlíðarbardaga. Hún lagði gott til allia mála og gerði jafnan sitt ítrasta til að eyða deilum og mis- klíðarefnum. En Bryndís átti ekki aðeins þá góðvild og hjálpsemi, er vildi allt milda og græða. Að baki hinu hæverska og hógværa fasi hennar, bjó skapfestan og hugrekk ið, sem dugði Auði í Mávahlíð til að bera klæði á vopn og kvarta ekki, þótt hún missti hönd sína. Þetta sást m.a. vel á því, hverriig Bryndís mætti sjúkdómi sínum. Bryndís var fríð kona og glæsi- leg, er hvarvetna vakti athygli,1 og framkoma hennar var svo hátt- prúð og viðfeldin, að hún átti að því leyti fáa jafningja. Þegar hún | dvaldi vestan hafs, var sózt eftir að fá hana til að gerast fyrirsætu, og sýningardís, en allt slíkt var1 henni fjarri skapi. í hugum vina hennar verður það þó samt ekki mynd hinnar glæsilegu konu, sem lifir lengst, heldur hinnar góðu konu, sem vildi öllum vel og flutti með sér yl og birtu, eins og þeir gera jafnan, sem gæddir eru góðvilja og hreinu hugarfari. Bryndís var fædd í Reykjavík 9. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Alexandri Jónsdóttir og Sig- urjón Sigfússon, bæði búsett í Reykjavík. Móðir hennar er af kunnum vestfirzkum ættum, en faðir hennar á að telja til merkra ætta í Rangáivalla- og Árnessýsl- um. Bryndís ólst upp hjá móður! sinni. Hún stundaði fyrst nám við j gagnfræðaskólann í Reykjavík, en j las síðasta veturinn undir gagn- fræðapróf á Akureyri og lauk því \ þar. Að loknu gagnfræðaprófi,: vann hún á skrifstofu hjá Magnúsi Andréssyni útgerðarmanni í Reykjavík, en fór svo vorið 1946, 6V1 e N N ING: Bryndís Sigurjónsdóttir þá tæpra 18 ára, til náms í Banda- ríkjunum. Hún var þá heitbundin Magnúsi Blöndal Jóhannssyni, sem farinn var áður vestur til tón- listamáms. Hún hóf þegar nám við menntaskóla kvenna í New York og stundaði það i tvö ár. Þá inn- ritaðist hún í Columbiaháskóla og las þar næstu missirin tungumál, bókmenntasögu og sálfræði. Magnúsi giftist hún 5. júlí 1947 og bjuggu þau í New York um sjö ára skeið. Þau eignuðust þar tvo drengi, Jóhann Magnús, nú 14 ára, og Kristján Þorgeir, nú 9 ára. Fljótlega eftir heimkomuna, hóf Bryndís störf við Tímann og vann þar næstu árin við auglýsingasöfn- un og ýmsa skrifstofuvinnu. Nokkru eftir heimkomuna, tók hún einnig að sér umsjá óskalaga- Norðmenn geta ekki selt Rússum saltsíld Fréttatiikynning frá síldarútvegsnefnd Sendiráð íslands í Osló hefur staðfest, að Norðmönnum hafi hvorki í ár né í fyrra tekizt að selja neina saltsíld til Sovétríkj- anna, og er þetta staðfest skv. öðr- um áreiðanlegum heimildum. Fregnir, sem birtar hafa verið opinberlega um að Norðmenn hafi í ár og undanfarin ár selt 350 þúsund tunnur saltsíldar til Sovétríkjanna árlega, eru því gripnar úr lausu lofti. Út af fregn, sem höfð er eftir Arbeiderbladet í Bergen, þann 28. júlí, þar sem talað er um „æp- andi skort á saltsíld í Noregi", hefur Síldarútvegsnefnd fengið staðfest frá formanni samtaka síldarútflytjenda i Noregi, að fregnin í Arbeiderbladet sé algjör- lega villandi (total misvisende) og að Norðmenn geri ráð fyrir að geta saltað upp í gerða samn- inga. Síldarsöltun norskra skipa, sem stunda veiðar við ísland, byggist að mestu á sænska síldarmarkaðn um og að takmörkuðu leyti á sölu til Bandaríkjanna, e>n kaup- endur í þessum markaðslöndum hafa gert það að skilyrði fyrir kaupum af Norðmönnum. að síld- in sé veidd síðari hluta júlímán- aðar og í ágúst eða september Hins vegar hefur megin hluti þeirrar síldar, sem íslendingar hafa flutt út undanfarin ár, verið saltaður fyrir þann tíma, sem til- skilinn er i norsku sölusamning- unum. Fréttatilkynning þessi var sam- þykkt með atkvæðum allra nefnd- manna. (Frá Síldarútvegsnefnd.) þáttar sjúklinga í Ríkjsútvarpinu og flutti síðasta þáttinn fimm dög- um áður en hún dó — frá sjúkra- beði á Landspítalanum. Undir stjórn hennar varð þetta vinsæl- asti þáttur útvarpsins. Bryndís vann öll þau störf, sem henni voru falin, með mikilli skyldurækni og kostgæfni. Hún vann sér vináttu og traust allra, sem unnu með henni, og munu stai'fsfélagar hennar við Tímann jafnan minnast hennar með virð- ingu og þakklæti. Bryndísi var búið að vera það Ijóst í mörg ár, að hún gekk með ólæknandi sjúkdóm, er þjáði hana meira og minna. Vissuna um þenn- an sjúkdóm sinn bar hún með fá- dæma þreki og leyndi fyrir öðrum eftir megni. Við vandamenn sína og vini, lét hún sem minnst á veik- indum sínum bera, og treysti jafn- an þá von þeirra, að þetta myndi batna og allt snúas-t til betri veg- ar. Trú og öryggi hennar sjálfrar, duldi það fyrir öðrum, hvert stefndi. Þess vegna kom fráfall hennar svo óvart. Hjónaband þeirra Bryndísar og Magnúsar var frábærlega gott, en á vissan hátt óvenjulegt. Mér fannst oft, þegar ég var með þeim, að þau minntu mig helzt á ung leik systkin, þar sem aldrei féll skuggi á leikinn. Þau felldu ung hugi saman og tókst án nokkurrar fyrir- hafnar eða uppgerðar að láta Ijóma og leik æskuáranna haldast yfir samlífi sínu, þótt árin færðust yf- ir. Þau áttu flest hin sömu áhuga- mál og var því auðvelt að gerast góðir félagar. Þau unnu hvort öðru innilega og var því létt að taka gagnkvæmt tillit. Við þetta bættist svo hin góða skapgerð Bryndísar, sem gerði sitt til . að allt gekk svo léttilega. Þótt Magnús, sem er fjölhæfur lista- maður með mörg járn í eldinum, ætti oft annríkt, gáfu þau sér jafnan tíma til að vera saman og varpa af sér áhyggjum hversdags- stritsins. Bezt tókst þeim að hverfa aftur á svið æskuáranna, er þau ferðuðust saman, enda fóru þau í ferðalag um flestar helgar og svo í lengri ferðalög, er þess var i kostur. Hið seinasta, sem Bryndís | sagði mér rétt áður en hún lagðist hina hinztu legu, var það, að fljótlega eftir að hún kæmi af spítalanum, myndi hún fara í ferðalag með Magnúsi út á land og j myndu þau velja sér tjaldstæði á 1 fögrum stöðum. Það leyndi sér ekki, að hún hlakkaði til farar- innar. Örlögin urðu þau, að næsta ferðalag hennar varð annað og meira, en vera má, að hún verði samt ekki fjarri Magnúsi í næstu I ferðum hans. i Þvi má ekki gleyma, að heim- ili þeirra Bryndísar og Magnúsar átti sinn verndarengil, þar sem var móðir Magnúsar, Þorgerður Magnúsdóttir. Hún dvaldi á heim- ili þeirra frá upphafi og var því ómetanleg stoð. Milli Þorgerðar og Bryndísar tókst strax mikil vin- átta, er styrktist þó með árunum. Eg varð þess oft var, að Bryndís unni Þorgerði mikið og eigi mun Þorgerður hafa unnatf hennl minna. Faðir Magnúsar, ‘ Jóhann M. Kristjánsson, reyndist þeim Magn- úsi og Biyndísi jafnan góður hauk ur í horni og þá ekki sízt meðan þau dvöldu við nám vestanhafs. Bryndís bar mikið traust til hans og eins til stjúpföðurs síns, Páls Ólafssonar, en heimili móður henn ar var henni mjög kært, og dvaldi yngri sonur hennar þar löngum. Með fráfalli Biyndísar Sigur- iónsdóttur er að vandamönnum hennar kveðinn mikill harmur. Samúð okkar, sem vorum vin- ir og kunningjar Bryndísar, nær skammt til að bæta þann | harm. En vei má hér renna j huganum að því, hvernig Bryn- dís sjálf mætti örlögum sín- um og hvernig hún myndi hafa brugðizt við, ef hún stæði í spor- um þeirra, sem nú sakna hérna megin landamæranna. Ef þetta er rifjað upp, getur Bryndís enn hald •ið áfram að veita vandamönnum sínum styrk, trú og bjartsýni, eins og hún gerði svo ríkulega í lif- anda lífi. Þ. Þ. Bjarni M. Gíslason 1. AÐ UNDANFÖRNU hafa far- ið fram margvíslegar umræður um framtíð Skálholts, og að því er mér virðist, bera þessar um- ræður því vitni, að hinn frægi sögustaður höfðar til íslenzkrar þjóðarvitundar sem helgidómur. En það eru ekki einungis ísl., sem meta sögu Skálholts lið- inna alda, heldur ýmsir mætir menn meðal bræðraþjóða okk- ar. Þá menn er þó einkum að finna í flokki lýðháskólamanna víða um Norðurlönd. Þeir álíta, að þjóðum þeirra hafi borizt svo mörg menningarverðmæti frá íslandi, að þeim beri á einhvern hátt að bindast samtökum við þá menn, sem vilja reisa lýðhá- skóla í Skálholti og jafnvel styrkja þannig skóla að ein- hverju leyti efnalega. BJARNI M. GÍSLASON, rifhöfundur: L ÝÐHÁSKÓU í SKÁLHOL 77 Umræður um þetta eru nú að vakna á Norðurlöndum, og þess vegna ber íslendingum að at-! huga vel, hvort enilurreisn Skál holts sem lýðháskólasetur sé ekki j einmitt í samræmi við þann hljómgrunn, sem staðurinn virð ist eiga með þjóðinni. Sannleik- urinn er sá, að skólahugsjón Gruntvígs, sem varð undirstaða lýðháskólahreyfingarinnar, sótti frjósöm íhugunarefni til íslenzkr ar menningar. Hann lagði stund á guðfræði, heimspeki og nor- ræna goðfræði, en frá henni sneri hann sér að kirkjumálum og skólamálum. Eftir hið erfiða langskólanám komst hann að þeirri niðurstöðu, að prófskólarn ir fullnægðu ekki hlutverki upp alandans hjá nemandanum, en kæfðu hins vegar persónuleika hans undir ösku venjubundinna athafna. Og þegar hann aftur frá forneskju snerj sér að skólamál- unum og í kenningum sínum barðist fyrir próflausum alþýðu háskóla, sem umfram allt átti að vekja einstklinginn til ábyrgð ar á sínu eigin lífi, kom hann auga á íslenzku heimiliskennsl- una og kvöldvökurnar. Aðalinn- takið í þessan heimiliskennslu var að hans dómi lífsgildi trúar- bragðanna, því að skynsemistrú- in gat aldrei fullnægt þrá manns hjartans og jafnvel ekki brúað efasemdir skynseminnar sjálfr- ar. Grundvig gafst aldrei tæki- færi til að kynna sér íslenzku heimilin af eigin reynd, en það er óhætt að segja, að sem frjó- magn hafi islenzk menning orð- ið væntanlegri lýðmenntun hans að miklu liði. Samt sem áður eru íslendingar sú þjóð á Norður- löndum, sem minnst hefur af honum lært, og svo virðist sem þeir hrærist ekki lengur í þeim hluta menningar sinnar, sem snýr að uppeldismálum heimilis fræðslunnar gömlu, en séu hins vegar reiðubúnir til að fela opin berum „laboratorium" sálargæzl okkar allra. Af öllum íslenzkum þjóðarverðmætum hefur þó ekk- ert haft jafn mikilvæg áhrif á þjóðlífið og heimiliskennslan og kvöldvökurnar- í skauti þessara verðmæta varðveitti ísland tungu sína, sagnagáfu og ást á fögrum ljóðum. Enginn íslenzkur þjóð- helgidómur á sér réttlátari kröfu um að rísa úr öskustó en ein- 8 T í MIN N , miðvikudaginn 8. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.