Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 13
■ □ A G B I. A Ð Þau sölubörn sem hafa fengið loforð fyrir sölu- hverfi komi til viðtals k afgreiðslu dagblaðsins Mynd, Hafnarstræti 1, eftir kl. 3 í dag. Nokkrum hverfum óráðstafað. Dagblaðið Mynd. Skálholf Framhald af 9. síðu til grundvallar starfi, er auðvit- að ekki hægt að byggja hana á bollaleggingum einum saman um hlutina. Þegar nemendur og kennarar komi saman til að velja á milli menningarverðmæta, játa einhverja trú og í raun og veru prédika boðskap, verða þeir að hafa eitthvað við að styðjast. Þess vegna velja þeir söguna, trúarbrögðin og bók- menntírnar sem bakhjall. Fyrir- lestrar eru haldnir um ýmsa frumherja mannkynsins og skoð anir þeirra, en til þess að sjálf- stæði nemandans verði ekki raskað um of af skoðunum kenn- aranna á þessum efnum. fylgir hverjum skóla mikið bókasafn, og mikil áherzla er lögð á það að kenna nemendunum að notfæra sér bækur. Finnst nemendanum bækurnar of þungar og langlesn- ar, getur hann snúið sér í blaða- greinasafnið, en á lýðháskólun- um er lögð stund á að koma sér upp skráðu safni tímarits- og blaðagreina um margvísleg efni og frá sem víðtækustum sjónar- miðum. 3. Ég nefni þetta sem dæmi um það, a8 hverju beri að hyggja, þegar lýðháskóli verður reistur í Skálnólti. En þar eð byggð hef- ur verið vegleg kirkja á staðn- um ,má geta þess, að mörgum lýðháskólum fylgir kapella eða kirkja, og þar hefst dagurinn með bæn og sálmasöng. Þetta gefur æskumanninum hátignar- fulla tilfinningu fyrir því, að það, sem hann er kominn til að fræð- ast um, eru alvarlegir hlutir, sem hafa trúarlegt og menningarlegt gildi. Yfirleitt fylgir lýðháskólinn þeirri reglu, að stjaka ekki al- mennri kennslu frá, en gera hana sem einfaldasta. Auk móð- urmálsins eru kennd eitt eða tvö mál á skólunum eftir óskum nem endanna, en enginn sérflokkur fær að taka sér fyrir nema eitt erlent mál, svo að orka nemnd- anna hverfi ekki í svo margar námsgreinar, að ekkert verði lært til hlítar. Þjóðernisfræði og fjölskyldufræði er einnig meðal námsgreinanna, en lýðháskóla- kennarar taka á því talsvert öðr- um tökum en þar, sem einkunna spanið er framundan. Þeir kenna t. d. hinum ungu mönnum að skrifa skattaframtalið sitt, svo að í lagi sé, að géra reikninga og bókhald yfir það starf, sem þeir stunda eða ætla sér að stunda, o. s. frv. Allt er þetta gert með það fyrir augum að gera þá starf- hæfa meðborgara og vekja hjá þeim ábyrgðartilfinningu og rétt- an hug til gildandi reglna í þjóð félaginu. Þá ber bæði skólastjóra og kennurum skylda til að hafa mötuneyti með nemendunum, svo að þeir myndi ekki borðsið- ina hver eftir sínu höfði, en læri að taka tiU.it til annarra. Um- gengni á nerbergjunum i kring um skólann er höfð undir eftir- liti og reynt að blása menningar- anda í hegðun nemenda. Nemendur eru flestir á aldrin- um 18—25 ára og sumir eldri, jafnvel yfir þrítugt. í öllum þjóð- félögum er talsvert af fólki, sem hefur lært eitthvað í æsku, tekið landspróf (mellemskoleeksa- men), gagnfræðapróf eða stúd- entspróf og svo hætt námi. Kann ski hefur þeim fundizt tilgangs- laust að halda áfram, og álitið sig hafa numið nóg af stagl- kenndum smámunum, eða þurft að ganga til annarra starfa vegna daglegrar afkomu. En þegar þeir fóru að vitkast, fundu þeir kann- ski til þess, hve lítið þeir vissu og sérstaklega, hve þekking þeirra var skammvinn á eðli þeirrar tilveru, sem þeir voru hluti af. Þá langaði ekki til að endurtaka það, sem þeir einu sinni höfðu rekið nefið í, en vildu hins vegar fá meiri þekk- ingu á vandamálum tilverunnar og jafnvel vita dálitið meira um grundvallaratriðin í þjóðfélag- inu. En hvar var skólinn fyrir þá? Þeir höfðu nú eignazt tals- verða reynzlu, átt sínar ofætlan- ir og vonbrigði, en gátu ekki almennilega hugsað sér að setjast á skólabekk með 14—15 ára börn um. Þar að auki fannst þeim, að prófstaglið ætti ekki við þá þekkingu, sem þeir höfðu aflað sér, þekkingu, sem ekki byggðist beinlínis á ásköpuðu gáfnafari, heldur áreynslu, sem sprottin var af baráttu við hégóma líð- ándi stundar. Gat það hugsazt, að einhverjar ríkisfyrirskipanir um kennslufyrirkomulag (kann- ski samþykktar fyrir 50 árum) væru svo sniðnir eftir breyti- legum þörfum einstaklingsins, að þær ættu samleið með fræðslu þrá þeirra og sálarfari? Nei, þeir óttuðust mest af öllu menntahroka og staðnað mót dauðans með fyrirmannsblæ í kennslutímunum. En hvar var skólinn fyrir þá? Á íslandi var hann enginn. En á hinum Norð- urlöndunum voru þeir allt að 400 að tölu. Þeir kallast lýðháskólar. 4. Einn þessara skóla á að rísa í Skálholti. Hann á að rjúfa skarð í múr hinnar römmu efnishyggju, sem er þess valdandi, að fslend- ingar margir hverjir eru hættir að hafa á.huga á bókmenntum, hættir að læra ljóð og standa sem álfar út úr hól, ef minnzt er á hin einföldustu atriði sögu þeirra. Skólinn á að eigriast sína söngbók og lestrarbók, þar sem áherzla er lögð á fagra tjáningu og göfugra hugsana. Það er ekk- ert aðalatriði að feta frá fortíð- inni til nútíðarinnar eftir venju- legu lesbókarformi, heldur að megintilgangurinn njóti sín: — Vakning nemandans til ástar á helgustu hugsjónum mannlífsins. Lýðháskólinn í Skálholti á að vera gróðurstöð í uppblæstri efn ishyggjunnar. Hann á að kenna ungviðinu að hyggja að eigin rót um og leita kjarnans í rás tím- anna. Bjarni M. Gíslason. Póstsendum TÍMINN, miðvikuda«rinp. 8. írúst 1962 NOTIÐ. HARPO HÖRPU SILKI HÖRPU JAPANLAKK HÖRPU BÍLALAKK $0$ /péb HORPU FESTIR i Jíaxpa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.