Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.08.1962, Blaðsíða 9
/' darbræðsla rís Ef ti'l vill nær Reyðarfjarðarverk- smiðjan í sporðinn á sfldarvertíð- inni. Nú S'tendur yfir bygging síldar-' verksmiðju á Reyðarfirði á veg- um Síldarverksmiðja ríkisi'ns, og standa vonir til, ag ef til vill geti | hún tekið til starfa áður en ver- tíðinni lýkur í sumar. Tíðinda-; maður Tímans náði tali af Krist- jáni Þorkelssyni, sem ráðinn hefur verig verksmiðjustjóri. Kristján Þorkelsson er Siglfirðingur, starf- aði hjá Ríkisverksmiðjunum frá i 1935 til 1949. Árið 1949 gerðistj hann verksmiðjustjó~i hjá Síldar-1 og fiskimjölsverksmiðjunni í Stykkishólmi. Tvo síðastliðin sum- j ur var hann hins vegar verk- ; smiðjustjóri við síldarverksmiðj-; una á Eskifirði. Verksmiðjuhúsið 1000 m2 stálgrindahús. — Hvenær var byrjað á verk- inu? — Byggingarfélagið Snæfell hóf undirbúningsvinnu í apríl, en járn smiðir frá Landssmiðjunni komu hingað austur 9. maí. Landssmiðj- an tók að sér að reisa verksmiðju- húsið, sem er 1000 fermetra stál- grindahús innflutt frá Englandi. Auk þessa smíðar Landssmiðjan þær vélar, sem smíðaðar eru inn- anlands. Tilbúnir um miðjan ágúst? — Hvenær búizt þið nú vig að geta farið að bræða? — Ja, þeir hafa áætlað að þeir yrðu búnir með þetta verk um miðjan ágúst. — Á þá allt ag vera tilbúið? — Já. —Og lízt þér á að áætlunin standist? — Já, hún ætti að geta það. — Og þið ættuð þá að geta það. — Já. Húsið miðað við 3000 mála verksmiðju. — Hvag er gert ráð fyrir að verksmiðjan afkasti miklu? — Hún kemur til með að af- kasta 12 til 1500 málum á sólar- hring núna. En nú verður bara reist önnur samstæðan af tveimur. Húsið er byggt með vélasamstæð- ur fyrir augum, alls 3000 mála vinnslu á sólarhring. Siðari sam- stæðan verður reist síðar. Verður að aka síldinni í þrærnar — Núna verður síldinni bara ekið á bílum utan af hafnar- bryggju.það er um 400 metra vegalengd. Þar verður henni land- að með krönum. Síðar, þegar hafn argarðurinn verður kominn hérna innfrá, þá verða náttúrlega sett upp l.öndunartæki þar. Mjölskemmu vantar — Eg sé hér aðeins eina bygg- ingu. Hvar ætlarðu að geyma mjölið? Sildarverksrmð jan Reyðarfirði — Mjölskemma er enn þá eng- in. En það er dágott pláss í verk- miðjunni sjálfri, af því þar kemur bara önnur samstæðan. Þar getum við því geymt nokkuð af mjöli í sjálfu verksmiðjuhúsinu Allt nýtt — Allar vélar komnar austur? —- Já, allar höfuðvélar. — Allt nýtt? — Það er allt nýtt nema press- an. Hún hefur verið notuð áður á Raufarhöfn, en hún er nýuppgerð Alveg sem ný. Geymsluþrærnar verða tankar, en það er bara gall- inn á, að ég hef ekki séð af þeim teikningarnar. Þeir munu eiga að taka 2000 mál hver. Þeir verða sið- an notaðir undir lýsi. þegar líður á vertíðina. — Verða þeir líka smíðaðir af Landssmiðjunni? smíðum. Þetta er stálgrindahús, og þarf stóran krana til þess að relsa það. Myndin er tekin fyrir nokkru. — Já, já. Þeir eru að ljúka við j koma svo hingað undir helgina 11 það Landssmiðjumenn að reisa talsins, en eru hér 15 fyrir. stóra tanka á Seyðisfirði. Þeir K.I. Tjaldsamkomur Föstudaginn 10- ágúst kl. 8,30 s.d., hefjast tjaldsamkomur við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. — Samkomurnar verða haldnar á veg um Sambands íslenzkra kristni- boðsfélaga.Áætlað er, að þær verði tíu kvöld í röð, dagana tíunda til nítjánda ágúst. Aðalræðumenn verða þeir Felix Ólafsson kristni- boði, Gunnar Sigurjónsson, kand. teol., Jóhannes Sigurðsson prent- ari og Ólafur Ólafsson kristniboði. Auk þeirra taka þátt í samkom- unum nokkrir ungir menn, með ávörpum og vitnisburðum. Síra Sigurjón Þ. Árnason verður aðal- ræðumaður sunnudagskvöldið 12. ágúst. — Mikill söngur og hljóð- færasláttur verður á öllum sam- komunum, og hefur verið gefið út nýtt söngvahefti í tilefni af þeim. Flestir söngvanna eru þó gamlir kunningjar. Laugardaginn 11. ágúst kl. 5 siðd., verður samkoma fyrir börn og unglinga. Er sérstaklega óskað eftir að hún verði fjölsótt. Ennfremur er svo ráð fyrir gert að sýning verði á munum og Framh á 15. síðu. mitt gamla heimilisfræðslan eða frumþættir þess anda, sem var hvort tveggja í senn: þekking- aratriði og lífsgildi trúar. En það verður ekki gert með öðr- um hætti en að byggja skóla, sem í fullu samræmi við nútím- ann gefur þeim sjónarmiðum gaum, sem um aldir urðu ís- lenzku þjóðlífi ómetanlegur styrk ur í þrengingum þess. Og það finnst ekkert skólakerfi, þar sem viðleitni uppalandans og fræðsl- unnar stefnir í þá átt nema hjá lýðháskólunum. Nú virðist svo sem margir á- líti, að allar framkvæmdir á Skál holti eigi að leggja undir kirkj- una, og að andleg leiðsögn Skál- holtsstaðap eigi að lúta krikju- valdinu. Þessi hugsun er ekki óeðlileg, þar eð Skálholt hefur verið biskupssetur í 750 ár og þannig unnið sér mikla hefð sem kirkjulegt höfuðból, Þess ber lika að gæta, að áhrif kirkjunn- ar og prestanna á heimiliskennsl una voru mikil. íslenzka kirkjan hefur og ekki barizt fyrir að þrengja upp á fólk trúarlegu of- stæki, en fremur reynt að gerast andlegur félagi einstaklinganna. Samt sem áður veita skoðanirn ar á Skálholti og kirkjuvaldinu nokkra hugmynd um það,; hvern ig íslendingar líta á skólamál. Til þess að hægt sé að knýja þau fram, er engu líkara en að verði fyrst að tryggja, að þau séu ekki algerlega óháð einhverju valdi, andlegu eða veraldlegu. Skugga- valdur einokunar og ófrelsis virð i ist hafa sáð nokkurs konar ein- j okunarhyggju í þjóðarsálina. En . hugsjónir koma aPtaf á undan ' staðreyndunum og lífrænni kunn áttu og menningarviðleibni er, aldrei hægt að marka ákveðinn bás. Endurreisn Skálholts hefur aftur og aftur dagað uppi einung is vegna þess, að fáir hafa íhug-! að, hvaða hugsjón á að endur-: reisa staðinn, en hins vegar von- að, að vakningaraflið eða þróun- arferillinn kæmi einhvern veg- inn af sjálfu sér ef ríkið byggði þar einhver hús eða kirkjuvaldið veitti staðnum móttöku. í þessu sambandi er vert að minnast þess, að menntahugsjónir Grund vigs voru svo oddhvassar gegn hjátrúnni á almætti ríkisins og kirkjuvaldáins, að hann á tíma- bOi var 'settur undir ritskoðun. Hann sagði, að kirkjusagan hefði kennt sér það, að ýmsir sérsöfn- uðir bæru enga virðingu fyrir sönnum lærdómi og fræðslu og löguðu jafnvel allt siðferði í • höndum sér eftir eigin þörf eða ; með bitlinga valdhafanna fyrir augum. Skólahugsjónir Grundvigs virð ast hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá íslendingum og eiga þeir þó þessum hugsjónum frem- ur öllu öðru frelsi sitt að þakka, og nú síðast — endurheimt hand- ritanna, sem framundan er. í síð- ustu bók minni um handritin hef ég stuttlega gert grein fyrir því, hvernig danskir Grundvigssinn- ar í meira en hundrað_ ár fylgd- ust með frelsisbaráttu íslands og voru alltaf reiðubúnir að berj- ast gegn ofurefli steingerðra of- stækismanna fyrir íslands hönd. En þó danskir lýðháskólamenn hafi vænzt þess, að sú bók kæmi fyrir sjónir íslendinga hefur ekki mikið borið á áhuga á að koma henni út á íslenzku. jafnvel þó að loforð um það liggi fyrir, þykjast þó margir hafa barizt sveittir fyrir því, að verðskulduð j viðurkenning á starfi lýðháskóla ; manna í þessum leik yrði ekki gerð að andlegri hornreku. Þetta atriði bendir til þess, hve lítinn áhuga íslendingar virðast hafa á kjarna þeirra mennirigar- átaka, sem liggja bak við skiln- ing danskra manna á íslenzkum málefnum; en þeir eru hins veg- ar reiðubúnir til að flagga með þá diplómatísku fyrirgreiðslu, sem lýtur engri hugsjónabaráttu, en má líkja við starfrækslu á söltunarstöð, sem aðrir hafa bar- izt fyrir að reisa- 2. Það verður ekki, svo að gagni sé, gerö grein fyrir mennta- stefnu lýðháskólanna, nema skrif uð verði bók um helztu braut- ryðjendur þeirra. Sú, sem gefin var út 1927 af Holgeir Begtrup í þýðingu Séra Hálfdáns Helga- sonar, nær of skammt, og er auk þess eingöngu um Grundvig sjálfan. En hugsjónir mikilla andans manna eru útsæði, en síðar meir, er ávöxturinn sýnir sig, fara kostirnir að koma í ljós, og þá tekur framþróunin við. Það var til dæmis eingöngu áhrifum lýðháskólanna og hugsjónabar- áttu þeirra að þakka, að nazisrn- inn náði engum tökum á Norður löndum, og enn þá breyta þessir skólar almennri þátttöku í menn ingarmálum tilgangslausu hringli í skapandi afl. Svo að nefnt sé eitt dæmi, legg ur lýðháskólinn áherzlu á að hjálpa nemendunum til að hugsa sjálfstætt og á þann hátt undir- búa þá undir það ævistarf, sem þeir hafa hugsað sér að velja. Það er ein af ástæðunum til þess, að þeir verða að hafa náð 18 ára aldri, áður en þeir koma, til greina sem nemendur. Álitið er, að á þeim aldri séu þeir orðn ir hæfari til að semja sig að þeirri fræðslu, sem ekki leggur áherzlu á augnabliksþörf, en reynir a-ð vekja skilning á and- legum verðmætum. Meðan þeir voru 14-15 ára börn, var ekki hægt að ætlazt til, að þeir gætu áttað sig á köllun sinni, en á þroskaárunum er hægt að vekja hjá þeim ábyrgðartilfinningu og jafnvel staðfesta hana menning arlega, til þess að vakni hjá nem andanum vitund um þá ábyrgð, sem hann ber gagnvart þjóðfé- la^i sínu. Tökum dæmi: Það eru árlega drepin og limlest hundruð þús- unda af fólki í heiminum í um- ferðinni af ábyrgðarlausum akstri unglinga og ölvaðra manna. Hvers vegna kemur svona lagað fyrir? spyrja menn ..taslegnir, þegar þeir sjá sorg ættingjanna og kynnast örlögum þeirra, sem þurfa fyrir limlest- um börnum að sjá. En skýringar þessara viðburða er ekki að leita hjá einstaklingnum og ábyrgðar- tilfinningu hans, heldur í hinni hraðstígu teknísku þróun og „framkvæmdum nútímans". Það er hinni teknísku framvindu að kenna segja menn. og svo yppt- ir æskumaðurinn öxlum og ek- ur hraðara næsta dag. Alkunn- ugt er líka, hvernig sú stjórn, sem situr við völd, er álitin upp- haf allra meinsemda í þjóðfélag- inu. Menn rekja og ranglætið til stjórnmálakerfa. Stríðshættan eða hin „köldu“stríð er alltaf Rússum og Ameríkumönnum að kenna, og þannig hliðra menn sér hjá allri ábyrgð Málsmeð- ferðin miðar öll að því að losa einstaklinginn undan þegnskap- arskyldunni og flytja hana á ein- hvern „abstarktan“ og fjarlægan stað. Einstaklingurinn er ekki sekur um neitt Glö;:in eiga eng- in upptök í honum sjálfum, en eiga rætur í jórnmálakerfum eða hinni „teknísku" þróun. Og svo getur hver og einn látið sér í léttu rúmi liggja, hvernig hjól- ið snýst. Hann er ekki ábyrgur um neitt. Lýðháskólafræðslan gerir sér far um að kenna mönnum, að lausn vandamála lífsins er ekki neitt, sem liggur fyrir utan manninn sjálfan, en hann er á- byrgur aöili að því öllu. í bar- áttunni milli lífs og dauða hill- ir undir hverja spurninguna ann arri vandasamar, og þessar spurn uigar eru sprottnar a-f ábyrgðar- ... nningu mannsins. Á þroska- skeiði einstaklingsins þarf að fella þessar spurningar í lífræna heild, þannig að svörin við þeim verði á grundvelli bróðurhug- sjóna og menningar. Það frjóvgar anda mannsins að tai>._ íhugun- aröflin í þjónustu sína og það mannar hann. þegar hann, sem spurult barn gagnvart lífinu Lýðhá.skóli — 4. uppgötvar, að einnig hann getur stutt meðbræður sina með því, sem hann leggui til málanna. Þess vegna leggur lýðháskólinn mikið upp úr namræðum, og fylgir sérstök setustofa hverjum skóla, þar sem samtöl og sam- ræður fara fram um það, sem nemendurnir hafa lesið eða heyrt í fyrirlestrum. En þegar slík fræðsla er lögð Framhald á 13. síðu. iTÍMINN, miðvikudaginn 8. ágúst 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.