Tíminn - 16.08.1962, Side 13

Tíminn - 16.08.1962, Side 13
2. síðati túlkun þeirra á hugtakinu, skipt- ir öllu að ráða bezta, þ. e. a. s. dýrasta starfsliðið, leikara og leikstjóra með risalaun, ljósmynd ara, hárgreiðslumenn og klæð- skera, sem eru efstir á verðlist- anum. Sumt af þessu fólki er raunverulega mjög gott, en ann- að er ekkert nema tekjuháir svindlarar. En þetta skipulag hef ur í för með sér, að enginn lít- ur á myndina sem heild, allir vilja ota sér og sínu framlagi fram. Á þennan hátt er listrænni einingu svipt af myndum, sem þó vilja láta taka sig alvarlega, og fram kemur þessi slétti, útþynnti blær, sem einkennir svo margar amerískar kvikmyndir. Hver tog- ar í sína átt, og sá, sem ekki er vanur þvi að toga neitt, verður sundurtogaður af öllum hinum. Dæmi um þetta er hárgreiðsla mín í myndinni. Eg hef í höfuð- dráttum haft sömu hárgreiðslu alla ævi, og ég var „uppgötvuð" með hana, en nú^átti að „upp- götva“ mig aftur. Bezti, þ. e. dýrasti hárlagningamaður í Hollywood, var þá í London að greiða Elizabeth Taylor í Kleo- pötru. En hún var sjúk, og það var sent skeyti eftir honum. Hann kom, sá og „uppgötvaði“ mig (hann hafði aldrei heyrt talað um mig áður eða séð mig í mynd) andlit mitt og stórkostlega mögu- leika mina, hæfileikana, hárið. Hárgreiðslan var auðvitað óhæf. Henni varð að breyta, hún skyldi skapast af honum. Hann safnaði innstreymi í nokkra daga, færði svo lokkana til og tókst að brenna hárið smjörgult. Þegar hann fór aftur komst ég að því, að hann hafð'i ekki lesið handritið að myndinni, hann vissi ekkert um hlutverkið, ekkert um þá konu, sem átti að bera sköpun hans, og sem hárgreiðslan átti að stuðla að að móta. Svipað átti sér stað með bún- ingana. Þetta var stórmynd, þar af íeiðandi urðu að vera fjöl- breyttir búningar bæði fyrir mig og Glenn Ford. í hverju nýju at- riði höfðum við ný föt. Búning- ar mínir áttu að vera beztir, þ. e. dýrastir. Þeir sneru sér til Jean Dessés í París. En honum var bara ætlað að annast vinnuna, sérstakur svissneskur tízkuteikn- ari var fenginn til að teikna kjólana þrjátíu. Jean Dessés var trúlega ánægður með viðskipt- in, en um leið dálítið særður. Hann vann verkið mjög illa. Þeg- ar farið var að leika í Hollywood gátu fatasérfræðingarnir hjá MGM auðvitað ekki notað verk þeirra Dess'és og Svisslendings- ins. Eg fékk algérlega nýja bún- inga. Það er á þennan hátt, sem myndir MGM verða dýrar og lélegar. Óþægileg fortíS — Eg hef tvo samninga vestra, annan við MGM, hinn við Mirisch Company, óháðan framleiðanda. í báðum samningunum finnst á- kvæði, sem gefur mér rétt til að samþykkja söguna. Samþykki ég hana ekki, þarf ég ekki að vera með. Eg hef þegar neitað tveim ur handritatillögum í ár. Eg mun aldrei framar samþykkja neina hugmynd frá MGM, og þess vegna þarf ég aldrei framar að gera mynd hjá því fyrirtæki. Eg veit núorðið, að við að lesa hand- rit frá MGM, þarf ekki hugar- flug leikara, heldur pókerspila- manns. Leiki ég aftur í amerískrj mynd, verður það hjá Mirisch Company, og þá helzt í Evrópu. „Fjórir reiðmenn Opinberunar bókarinnar" tilheyra óþægilegri fortíð. En óþægilegir atburðir gefa gagnlega reynslu. Eftir frumsýninguna i París birtist í franska vikublaðinu L’Expresse löng grein, þar sem kvikmyndagagnrýnandi einn gerði óhemju djúpsæja greiningu á litatáknum myndarinnar: að í raun og veru fjallaði hún um baráttu þess græna gegn því rauða, baráttu dauðans gegn blóðinu. Sumir franskir gagnrýn- endur telja Minnelli vera séní. í Cahier de Cinema var sagt að myndin væri listrænn hápunktur hans, hún bæði sameinaði og næði hærra en öll hans fyrri listaverk. Enska tímaritið Sight and Sound átti viðtal við Minn- elli um frönsku dómana, og þar var hann nógu hreinskilinn að láta í ljós „skelkaða vantrú" þeg- ar hann heyrði, hve Frakkar teidu hann hafa gert góða hluti. Eg fyrir mitt leyti lít svipað á. Finnist einhverjum ég hafa gert eitthvað gott í þessari mynd, er það ekki mér að þakka. Sé ég léleg, er það heldur ekki mér að kenna. Eg segi eitthvað svip- að og stendur framan við amer- ískar myndir- — Öll líking milli mín og hlutverksins er einungis tilviljun — og skiptir mig engu nú orðið. Bændafundur Framhald ai 8 síðu. vara, en áður hefur verið gert, enda er nú svo komið, að margir bændur þUrfa að greiða æ stærri hluta af þurftarlaunum sínum til þess að standa undir þessum kostn aði. Hefur þetta leitt til þess, að landbúnaðurinn er nú orðinn al- gjörlega ósamkeppnisfær um vinnuafl þjóðarinnar og fjármagn, til nauðsynlegustu uppbyggingar. Auðsær samdráttur í land- búnaSi fyrir dyrum Vegna hins óhagstæða lánakerf- is, er landbúnaðinum er nú skammtað af hendi þjóðfélagsins og síminnkandi stuðnings við rækt un og annað uppbyggingarstarf, er óhugsandi fyrir efnalítið fólk að stofna til sjálfstæðs búskapar. Þetta allt, sem hér hefur verið sagt hefur stuðlað að því að þrýsta þeim bændum og bændafulltrúum, sem setið hafa þennan fund, til aukinnar samstöðu, um málefni stéttarinnar, án tillits til stjóin- málaskoðana, því þeir hafa þegar sannfærzt um það, að án raun- hæfra leiðréttinga á málefnum þeirra væri fyrir dyrum alvarleg- ur samdráttur í landbúnaðinum, sem hafa mundi í för með sér ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar, fyrir þessa elztu undirstöðuatvinnugrein landsins, — samdrátt, sem hag- fræðingar nútímans á íslandi virð- ast nú telja eitt af sínum höfuð- viðfangsefnum að stuðla að á sviði j efnahagslífsins. Til áréttingar fyr- ir þessum kröfum töldu bændur sig tilknúða, með þessum einstæða alvöruþunga fundi, að leggja fram sinn skerf til að styðja Stétt- arsamband bænda í baráttu þess fyrir leiðréttingu á afurðaverði bænda síðastliðið haust, er fulltrú- ar bændastéttarinnar gerðu rök- studdar kröfur um, er náðu þó ekki fram að ganga. SölustöSvun er óyndisúrræSi, sem þurft getur þó aS beita Er það vissulega von þeirra bænda, er að þessum fundi standa að skilningur neytenda of forráða- manna þjóðfélagsins verði meiri í þessum málum nú, en verið hefur, svo til þess óyndisúrræðis þurfi ekki að grípa, sem sölustöðvunar þessarar þýðingarmestu neyzlu- vara þjóðárinnar er. Slíkar aðgerð- ir mundu aldrei verða neitt til- hlökkunarefni fyrir þjóðina. Framhald af 2 síðu að hverfa — þetta cr mynd frá því fyrír viðreisn. Þetta kjör- tímabil hefur ekki veriS ráðizt í neina stórframkvæmdir eins og fyrri kjörtímabil síSustu ára tugi — sbr. virkjanirnar við Sogi'ð, Áburð.arverksmiðjuna og Sementsverksmiðjuna. í blað- inu í gær var gerð glögg grein fyrir því í ritstjómargrein, hvert ástandið er í vegamálun- um. íbúðabyggingar hafa stór- lega dregizt saman og er það marg sannað með opinberum tölum. Húsnæðisskortur er far- inn að standa sjávarþorpum fyr ir þrifum. Vill Mbl. ekki upp- lýsa, hvað hafi verið byggðar margar íbúðir í t. d. Vest- mannaeyjum og Hafnarfirði á s. 1. ári? — Lífskjör manna hafa aldrei verið bágari en nú, hlutur unga fólksins þó lang verstur. Er ekki hæpið fyrir Mbl. að vera að bregða upp gömlum myndum af íslenzku þjóðlífi „viðreisninni“ til lofs? Sönderborg Framhald á 13 síðu heimasveit frjálsrar þjóðar. —- Það er svo sem engin tilviljun, að aðalvegi umhverfis skólann hefur verið valið nafnið Frelsis leiðin, og við þessa götu Fri- hedsalleen býr landinn okkar og fjölskylda hans, þarna í frið sælum reit í skjóli skógarlund ar og með nokkur ávaxtatré í garði, rósarunna á beðum og sitt af hverju sælgæti í mold og ofan hennar, sem hjónunum Jóni og Ketty þóknast að rækta, til arðs og yndis. Ég sagði, að það væri hlut- skipti Jóns að gegna kennslu í íþróttum. En þetta er ekki eina hlutverkið. Kennslan nær einnig til bóklegra greina og sitt af hverju segir hann nem- endum sínum um sögueyna í norðri, landslag hennar, fólkið, sem þar starfar, um menntun þess og menningu fyrr og síðar. Það er máske þess vegna m a. að nemendur hans hafa stund- um flokkazt til íslands — eink- um í þá daga er hægt var að heimta svo mikil daglaun hér, að sumardvöl við sveitastörf á íslandi borgaði fargjöldin og eftir varð svipað og ef heima hefði verið unnið. Hér hafa nokkrir íslendingar stundað nám — ekki margir — en þeir hafa heimsótt þessa stofnun í bæði stórum og litl- um hópum. Sumarskólinn var í fullum gangi, er ég dvaldi þarna í önd- verðum júlí í sumar. Að vetr- inum eru hér bæði piltar og stúlkur, en að sumrinu aðeins kvenfólk. Vetrarskólinn er frá 3. nóvember til 28. marz, en sumarskólinn frá 3. maí til 28. júlí. Og svo eru stuttu nám- skeiðin, stundum samtímis skólahaldi, en aðallega utan skólatíma. Þegar ég dvaldi þarna, hafði ungmeyjakór Ríkis útvarpsins danska dvalið á staðnum nokkra daga til hress- ingar og heilsubætis og svo til þess að læra nokkuð nýtt. Allir geta eitthvað lært, sem þangað koma. Trúlofunarhringar Fllót afgreiSsla GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu ^nsflýsið í Tímanwm BUXURNAR N?TT AMERfSKT EFNl AMERÍSKA SNIÐIÐ HEKLA • AKUREYRl IÐNAÐARDEILD SÍS SÖLUDEILD SÍMI 1197J.17Q8Q VARMA PLAST EINANGRUN Þ Þorgrlmsson & Co Borgartúni 7 Símt 2223b Leiguflug Sími 20375 Kaupum málma hæsta verði Arinbjörn Jónsson Sölvliólsgötu 2 • Sími 11360 Laugavegi 146 — Sími 11025 Höfum til sölu i dag og næstu daga: Volksvvagen af öllum árgerðum með alls konar greiðsluskilmál- um. 4ra og 5 manna bíla í mjög fjöl- breyttu úrvali með afborgunar- skilmálum og í mörgum tilfell- um mjög góðum kjörum. 6 manna bíla nýja og eldri með j alls konar greiðsluskilmálum. 1 Bifreiðii við allra hæfi og greiðslugetu Auk þess bendum við yður sér- staklega á: Opel Rekord 1962, ekinn 16000 km. Volkswagen 1962 sem nýjan. Ford Taunus 1962, ekinn 14000 km. | Opel Caravan 1959. RÖST hefur áreiðanlega réttu ; bifreiðina fyrir yður. Við leggjum áherziu á góða j þjónustu. fullkomna fyrir- greiðslu og örugga samninga ; Leitið upplýsinga hjá okkur um bflana. Skoðið hjá okkur bílana. Þér ratið leiðina til RASTAR RÖST s/f Laugavegí 146 — Sími 11025 T f M I N N, fimmfcudaginn 16. ágúst 1962. 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.