Tíminn - 26.08.1962, Síða 3

Tíminn - 26.08.1962, Síða 3
 Aukaaðild Grikkja aðEBE ÞANN 31. ágúst næstkom- andi verður mikið um dýrðir í Iiinu lieimsfræga Tívolí í Kaup- mannahöfn. Þá vcrí'ur minnst, a'ð 150 ár cru liðin frá fæðingu stofnand- ans, Georgs Carstensens. Þann 15. ágúst árið 1843 var Tívolí opnað formlega, og var þess merkisatburðar minnst nú í mánuðinum. Á myndinni, sem tekin er að kvöldlagi af glæsilegasta hluta Tívolí, sézt Ijósadýrðin við T.ívolí-vatnið og Kínverski turn inn í allri sinni dýrð í baksýn. NTB-Aþenu, 25. ágúst. í gær var gengið frá samn- ingum Grikklands við Efna hagsbandalag Evrópu um aukaaðild að bandalaginu. Er Grikkland íyrsta rikið, sem gerir samning við EBE um aukaaðiid. U Thant til Moskvu NTB-Lundúnum, 25. ágúst. U Thant, íramkvæmdastjóri S. Þ. kom i morgun til Lundúna frá Ncw York á leið sinni ti! í.loskvu, þar sem hann mun eiga viðræð- tir við Krústjoff, forsætis ráðherra Sovétríkjanna. Tal is er, að Krustjoff muni gefa U Thant ákveðin svör um það, hvort hann verður viðstaddur setningu Ails- herjarþings S. Þ. þann 18. september. NTB — Róm, 25. ágúst. Snemma í morgun mældust enn jarSskjálftar á Suður- ftalíu þar sem 18 manns létu lífið í gífurlegum jarðhrær- ingum fyrir fjórum dögum. í dag flýði fólk út úr bæn- um Montesarchio, sem hefur 8000 íbúa, af ótta við að hús hryndu í jarðskjálftunum. í öðrum smábæ í næsta ná- grenni varð allt rafmagnslaust af völdum jarðskjálftanna, en ekki er kunnugt um, að nokk- ur hafi látizt. Mörg þúsund manna eiga nú hvergi höfði sínu að halla, þar sem heimili þeirra hrundu til grunna í jarðskjálftunum mikiu í vikunni. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum hrundi allt að 60% húsa í sumum þorpanna á jarð- skjálftasvæðinu og eru nú alls sfaðar mikil húsnæðisvand- ræði, auk skorts á skjólflíkum og matvörum. Ranger-eldffaug til tunglsins! NTB—Washington, 25. ágúst. Frá þvi var skýrt í bandarísku geimrannsókn arstöðinni (NASA) í gær- kveldi, aö áöur en þrír mánuðir eru liðnir muní Bandaríkjamenn gera til- raun að senda Ranger- eldflaug til tunglsins. Meðal útbúnaðs í eldflauginni verða sjónvarpsmyndatökuvélar, sem eiga að senda til jarðar mynd- ir af yfirborði tunglsins, áður en sjálf eldflaugin molast í lending- unni á tunglinu. Þá var samtímis frá því skýrt, að fyrir lok þessa árs muni verða sendir á loft þrír Telstar-gervi- hnettir til viðbótar þeim eina, sem nú er á braut umhverfis jörðu. Meðal annarra fyrirætlana, sem eru á dagskrá hjá bandarískum geimvísindamönnum er sending geimfarans Walter Schirra á braut umhverfis jörðu í stóru geimskipi. Þá hafa bandarískir geimvísinda men í huga að senda gervihnött með margs konar mælingatækj- um i áttina til Venusar, einhvern tlma fyrir næstu áramót. Fulltrúi Pakistan for- seti Aiisherjarhingsins? NTB-New York, 25. ágúst. Fréttamenn i aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York telja, að fastafulltrúi Pakistan hjá samtökunum, Muhammed Zaffrulah Khan, verði skipaður forseti AIIs- herjarþingsins, sem kemur saman tii fundar 18. septem- ber næst komandi. Fréttamenn hafa leitað álits 104 sendinefnda á þinginu og er það einróma skoðun þeirra, að fulltrúi Pakistan verði skipaður forseti Allsherjarþingsins. Sagt er, að Zaffrulah Kahn hafi einungis einn skæðan keppinaut við að glíma í forsetakjörinu, full- trúa Ctylon, Gunapala Piyasena Malalasekera, sem er kennari í heimalandi sínu. Fullyrt er, að fulltrúi Ceylons hafi farið þess á leit við fjölda að- ildaríkja SÞ, þar á meðal alla full- trúa NATO-rikjanna, að styðja sig til forsetakjörs. í bréfi, sem sendiráð Ceylons í Ottawa hefur gefið út, segir Mala- lasekera, a'ð hann sé raunverulega eini frambjóðandinn til forseta- kjörs, sem sé algerlega hlutlaus. Þar se-m Pak:Rtan er aðili að SEATO-samningnum, sé ekki hægt að líta á fulltrúa þess ríkis sern lilutlausan aðila. í bandarísku geimferðaáætlun- inni fyrir árið 1964 er efst á blaði sending geimfars á braut umhverf- is jörðu með þrjá menn innan- borðs, og tveim til þrem árum seinna fullyrða geimvísindamenn, að unnt verði að senda tvo til þrjá menn í geimfari umhverfis tungl- ið og aftur til jarðarinnar. í skýrslu geimrannsóknarstofn- unarinnar er einnig fullyrt, að fvrsti Bandaríkjamaðurinn muni lenda í geimskipi á tunglinu fyrir 1967. 5000 í verk- falli í London NTB-Lundúnum, 25. ágúst. ALLT bendir til þess, að um 5.000 hafnarverkamenn í Lundún- um geri verkfall frá og með mánu- deginum. Ef svo verður, mun um helming- ur allra umsvifa við hafnir í Lund- únum leggjast niður. FuIItrúar verkamanna og at- vinnurekenda hafa setið á fundum undanfarna daga til.að reyna aS jafna ágreininginn, en þeir fundir hafa enn ekki borið .neinn árangu.r. Verkamen krefjast hærri lsuina og betri yiunuskiiyrða. 100 fórust NTB-Gangtoki Sikkim, Indlandi, 25. ágúst. — Ótt- azt er, að meira en 100 brú- arvinnumeun hafi farizt, er mikil flóð í ánni Tista í Norður-Indlandi sópuðu burt brú, sem verið var að vinna við. Ekki svo mikið gos síðan 1939 NTB-Tókíó, 25. ágúst. — Oyama-eldfjallið í Tókíófló- anum gaus í gær og hefur svo mikig gos ekki orðið í fjallinu síðastliðin 23 ár. Fólk í fjölda þorpa í ná- grenni eldfjallsms varð að yfirgefa heimili sín. Ekki er nein örugg vitneskja fyr- ir hendi um, hve margir hafa látizt af völdum goss- ins, né um skemmdir, sem það hefur valdið. Kaldasta sumarió í 117 ár NTB-Haag, 25, ágúst. — f skýrslu veðurstofunnar í Haag segir, að þetta sumar hafi verig það kaldasta, sem komið hefur í Hollandi síð- ist liðin 117 ár. Segja hol- lenzkir veðurfræðingar, að einungis hafi verið hægt að tala um 3—4 raunverulega sumardaga þetta árið. Rússar sprengja NTB-Stokkhólmj, 25. ág. Jaðrskjálftamælar ( Sviþjóð sýndu í morgun klukkan rúmlega 9 eftir ísienzkum tíma, að Sovétrikin hafa sprengt enn elna kjarnorku sprengju á tilraunasvæðinu við Novaja Semlja. Talið er \ að hér hafi verið um að £ ræða 11 megatonna kjam nrkusprengju Enn jarð- skjálftar Tókst að flýja NTB-Luneburg, 25. ágúst. Frá því var skýrt í Lune- burg í gær, að á fimmtudag inn hefði átján ára gamall austur-þýzkur liðsforingi flúið yfir til Vestur-Berlin- ar, og komizt þangað án nokkurra áfalla. TÍMINN, sunnudaginn 26. ágúst 1962 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.