Tíminn - 26.08.1962, Side 9

Tíminn - 26.08.1962, Side 9
þykk og góð sósa með lauk og alls konar út í. Skálarnar hafa verið látnar á einn disk og ör- lögin haga því þannig að þessi diskur lendir ekki fjarri Mon- sieur Klaw. Og hann tekur hraustlega til mátar síns, þrífur skeið af borð inu og byrjar að háma í sig góðgætið. Kinkar kolli hróðug- ur á svip og sleikir út um. „Sagði ég ykkur ekki, ég veit nú nokk hvað ég geri“. Dýrðin stóð ekki lengi. Ekki færri en fimm þjónar hlupu til í írafári og fómuðu höndum, hrópuðu upp yfir sig, það varð almenn örvænting á franska vísu. Gómsæt sósan er þrifin af borðinu í einu vetfangi, Monsieur Klaw situr eftir með skeiðina í höndunum og horfir skilningsvana í kringum sig. Er kviknað í húsinu? Er byltingin hafin? En Fransmönnunum í kring er skemmt. Einhver heyrist tuldra í barm sér: Amerikani í París. Monsieur Klaw styður alnbog um á borðið, súr á svip. Já, þeir geta talað um Ameríkana i París, segir hann dapurlega, en látum þá bara koma til New York. Ætli þeir fölni ekki upp þegar þeir sjá skýjakljúfana og alla umferðina. Ætli verði mik- ið úr þeim við hliðina á Empire State Building! Anna María er ekki alin upp í skjóli skýjakljúfana í New York. Hún er frá Rhode Island eins og ég sagði áðan og hún trúir okkur fyrir því, að pabbi hennar sé „truck driver“. En sjálf hún sinn eigin sportbíl, MG. Þetta er Ameríka, eins og kallinn sagði. Anna María er mjög draum- lynd yngismær ef marka má af þeim sögum sem hún segir okk- ur. Hún segist „elska það að fara á fætur fyrir sólarupprás", setja sportbílinn sinn í gang og aka í rólegheitum upp á hæð eina í grennd við bæinn, ein síns liðs, og bíða þar eftir því að sólin komi upp. Þetta var eitt mesta yndið í hennar lífi. Enn fremur elskaði hún það að spila verk Johans Sebastians Bachs af grammófónplötum. Þessi ofurást á sólarupprás- inni og Jóhanni Bach kom stúlkukindinni á kaldan klaka. Fjölskyldan skaut á leynilegri ráðstefnu og það var samþykkt að koma stúlkunni til sálfræð- ings svo hún fengi bót meina sinna. Nú er Monsieur Klaw á för- um til Sviss, hann ætlar sér að skreppa þangað með kærust- una og dvelja eina helgi. Förin er ekki farin út í bláinn, tilgang ur hennar er sá, að kaupa kú- kú-klukku. Það er mjög merki- legar klukkur. Á hálfum og heilum tíma leika þær gjarn- an angurvær þjóðlög og síðan opnast á þeim hleri og út mars- érar heil hersing af litlum fígúr um í skrautlegum búningum og hneigja sig og pata með hönd- unum, ganga síðan inn aftur Það hefur lengi verið draum- ur Monsieur Klaw að eiga sér svona klukku. Að vísu má fá þær í New York og raunar einn ig í París. En þær ku vera upp- runnar í Sviss og Monsieur Klaw vill hafa það ekta, hann ætlar að skreppa til Sviss og kaupa sér svona klukku. Hann verður kominn aftur á mánu- dagsmorgun þegar fyrirlestrar byrja að nýju, hann vill ekki missa af neinu. Það er varla það mikið að skoða í Sviss. Aldarminning: Klemens Jónsson landritari Á morgun verða liðin hundr að ár frá fœðingu Klemens Jónssonar landritara. Hann fæddist á Akureyri 27. ágúst 1862 og var sonur hjónanna Jóns Borgfirðings Jónssonar og konu hans, Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur bónda að Vöglum og Botni í Eyjafirði Sigurðs- sonar. Jón Borgfirðingur, faðir Klem- ens, var kunnur og afkastamikill fræðimaður, þótt skólagöngu nyti hann engrar. Jón var fæddur á Svíra, koti einu skammt frá Hvanneyri og nú löngu í eyði, 30. sept. 1826. Hann var sonur Guðríðar Jónsdóttur, er þá var vinnukona á Hvanneyri, og faðir að honum var talinn Jón Jónsson, síðar bóndi að Norður-Reykjum. Var það faðernj þó dregið mjög í efa, að rétt væri, og sjálfur var Jón þess fullviss, að hann væri sonur séra Jóns Bachmanns, sem þá var prestur á Hesti í Borgar- firði. Jón ólst upp á Svíra og var síð- an í vinnumennsku í Borgarfirði um hríð, en flutti til Reykjavíkur árið 1852 og lagði þar stund á prentstörf og bóksölu um tveggja ára skeið. Þá flutti hann norður yfir fjöll, nam bókband og sett- ist að á Akureyri. Þar kvæntist hann Önnu Guðrúnu og bjuggu þau nyrðra allt til ársins 1865, er Jón fluttist til Reykjavíkur og gerðist þar lögregluþjónn. Þau hjón Jón Borgfirðingur og Anna Guðiún eignuðust sex börn, sem öll náðu fullorðinsaldri. Var Klemens þriðji í röðinni að aldri, en hin voru: Guðrún f. 7. ágúst 1856, giftist ekki og lézt í Reykja- vík 22. júlí 1930, tveimur dögum síðar en Klemens bróðir hennar, en hjá honum hafði hún lengst af átt heimili. Finnur, f. 29. maí 1858, d. 31. marz 1934, dr. phil., piófessor í Kaupmannahöfn. Guð- ný, f. 5. ágúst 1865, d. 30. nóv. 1930, gift Birni Bjarnarsyni sýslu- manni á Sauðafelli í Dölum. J Vilhjálmur, f. 30. ágúst 1870, d. | 8. febr. 1902, lagði stund á bók- i KLEMENS JÓNSSON Klemens, eins og reyndar þorri ís- lenzkra stúdenta, lagðist á sveif með hinum róttækari og frjálslynd ari öflum og kvað talsvert að hon- um. Hann var kjörinn hringjaii á Garði árið 1886, og mun ekki nema cinum íslendingi öðrum hafa hlotnazt sú upphefð. Lögfræðiprófj lauk Klemens í júní 1888 og fór þá til íslands. Hann gegndi ýmsum störfum í Reykjavík um eins árs skeið, en i gerðist síðan aðstoðarmaður við íslenzku stjórnardeildina í Kaup- fyrir Eyjafjarðarsýslu árið 1892, og var hann alltaf endurkjörinn meðan hann var sýslum. nyrðra, stundum með öllum greiddum at- kvæðum. Á þingj beitti hann sér einkum fyrir vegabóta- og sam- göngumálum. 1895 var hann for- maður samgöngumálanefndar neðri deildar og bar þá fram til- lögu um, að landið léti smíða gufuskip til strandferða og skyldi það geta tekið 100 farþega. Einn- ig lagði hann til að srtjómin léti leggja síma til landsins. menntir og málfræði við Hafnar- háskóla, en lauk ekki prófi, síðar póstafgreiðslumaður í Reykjavík, en lézt aðeins 31 árs að aldii. Ing- ólfur, f. 23. sept. 1874, d. 13. maí 1956, stúdent. verzlunarstjóri í Stykkishólmi og síðar gjaldkeri í Reykjavík. Af þessum barnalista má ráða. að Jóni Borgfirðing hefur verið mikið í mun, að synir hans mættu verða þeirrar menntunar aðnjót andi, sem hann varð sjálfur að fara á mis. Allir bræðurnir gengu í skóla og luku stúdentsprófi, en slíkt mun hafa verið næsta fátítt um syni ólærðra og efnalítilla manna á íslandi í þá daga, enda segir Ólafur Davíðsson um Jón, að „eins dæmi muni það vera, að! leikmaður hafi lagt jafnmikið' kapp og hann á það, að mennta hörn sín.“ Klemens Jónsson lauk stúdents- J prófi 1883 með fyrstu einkunn og , sigldi siðan utan til laganáms í J Kaupmannahöfn. Á Hafnarárun ■ um tók hann talsverðan þátt i fé-1 lagslífi háskólastúdenta, sem var j allfjörugt um þær mundir, enda J talsverðir umbrotatímar í Dan- mörku. Meðal stúdenta voru tals- verðir flokkadrættir. endurspegl- un þeirra átaka, sem þá áttu sér stað i dönskum þjóðmálum. mannahöfn. Þar starfaði hann til ársins 1891, er hann var settur sýslumaður i Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri. Sýslumannsembættinu gegndi Klemens í rúm tólf ár og þótti mjög röggsamt yfirvald. Fljótlega eftir að hann kom norður gerðist hann einn helzti forgöngumaður um framfaramál héraðsins. Hann fékk því m. a. til leiðar komið, að Akureyrarbær festi kaup árið 1893 á Eyrarlandi, sem lá að bæjarlandinu að vestan og skipti bænum í tvo hluta. Þótti mörg- um í djarft vera ráðizt, kaupverð- ið var 13,500 krónur, en íbúar innan við 1000. En við þessi kaup eignaðist bærinn mikið land, sem hefur síðar orð'ið honum drjúg lyftistöng. Þá beitti Klemens sér mjög fyrir bættum samgöngum, og kom m. a. fram með tillögu þess efnis, að föstum ferðum gufubáts yrði komið á milli Akureyrar og nálægra hafna Var að frumkvæði hans haldinn fundur urn málið á Akureyri árið 1894, og nokkrum árum síðar varð þessi hugmynd að veruleika Klemens átti og drjúgan þátt í umbótum á höfn- ,nni á Akureyri, og hann var hvata maður þess. að vatnsleiðsla var lögð um kaupstaðinn. Kiemens var kjörinn þingmaður Klemens fylgdi heimastjórnar- flokknum að málum á þingi, en var þó aldrei flokksmaður af því tagi, sem sér hvergi ljósan blett í málflutningi andstæðings. Var hann því stundum talinn linur, einkum á þinginu 1901, er deilurn ar um valtýskuna stóðu sem hæst. En samt naut Klemens stöðugt virðingar samþingmanna sinna og 1901—’03 var hann forseti neðri deildar. Ártð 1903 urðu þáttaskil í ís- lenzkri stjórnmálasögu. Það ár var merkum áfanga náð í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, er íslending- um var veitt eigið stjórnarráð og innlendur ráðherra, sem var á- byrgur gagnvart alþingi. Fyrsti ráðherrann var Hannes Hafstein og tók hann formlega við embætti 1. febrúar 1904. Stjórnarráðinu, sem þá var stofnað, var skipt í þrjár deildir og var sérstakur skrifstofustjóri yfir hverri, en yf- irmaður alls stjórnarráðsins var landritari Vat Klemens Jónsson fenginn til að gegna því starfi, og rækti hann það þar til í ársbyrj- un 1917, að ráðherrum var fjölgað og landritaraembættið lagt niður. Landritari var nánasti samstarfs maður ráðherra, fulltrúj hans og vfirskrifstofustjóri A þingunum 1907, 1909, 1913 og 1914 var Klem- T í MI N N , sunnudaginn 26. ágúst 1962 I » '/r f rt-r V f » l I • * T T • I r r"f T f T !.l " ens fulltrúi ráðherra á alþingi. Flestar stjórnarráðstafanir hafa gengið f gegnum hendur landritara og er ekki að efa, að hann hefur haft margvísleg áhrif á það, sem gert var. Ráðherrar komu og fóru eins og svipbyljir, en landritarinn sat um kyrrt. Hann var eins konar fulltrúi samhengisins í stjómar- störfunum. En hvern þátt Klemens hefur átt í að móta stjórnarstefnu ráðherra þeirra, sem hann staif- aði með á árunum 1903—’17, brest ur mig þekkingu til að ræða. Það atriði mun lítt kannað, en væri þó óneitanlega merkilegt rann- sóknarefni fyrir sagnfræðinga. Eftir að landritaraembættið var lagt niður, lagði Klemens einkum fyrir sig fræðimennsku og rit- störf. Þó greip hann aftur niður í stjórnmálaliaráttuna. 1922 var hann skipaður atvinnumálaráð- herra í ráðuneyti Sigurðar Eggerz og gegndi því 'embætti til 1924. Hann átti sæti á þingi fyrir Rang- æinga kjörtímabilið 1923—’27 og fylgdi þá Framsóknarflokknum að málum, en við sigurinn í sjálf- stæðismálinu 1918 hafði hin gamla flokkaskipan riðlazt algerlega og nýir flokkar, miðaðir við nýjar aðstæður, leyst hina gömlu af hólmi. Hugur Klemens Jónssonar stóð ætíð til sagnfræðistarfa, þótt hann gæti ekki sinnt þeim að marki fyrr en eftir að hann hafði látið af embætti. Hann átti sæti í stjórn Sögufélagsins frá 1906 til dauða- dags, og annaðist útgáfu á nokkr- um bókum félagsins. Heiðursfé- lagi þess var hann kjörinn 1917. Hafði hann öðlazt geysimikla þekk ingu á embættisskjölum 19. aldar og var afar fróður í ættfræði. Tók hann saman ættarskrá einnar fjöl mennustu ættar Eyftrðibiga (Sveinsætt), en sú skrá mun ekki prentuð. Klemens ritaði einnig fjölmargar greinar í tímarit, eink um Skírni og Andvara, og tók saman allmargar bækur. Helztar þeirra eru Saga Reykjavíkur I—II, Rvík 1929, Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á Islandi, Rvík 1930, Grund I Eyjafirði. Saga hennar Rvlk 1923—’27, Saga Ak- ureyrar, Ak. 1948, Lögfræðinga- tal, Rvík 1910, TJm fógetagerðir, Ak. 1903. Klemens var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þorbjörg (f. 3. júní 1866, d. 30. jan. 1902) Stefánsdóttir sýslumanns Bjarnar- sonar. Þorbjörg var systir Bjöms sýslumanns á Sauðafelli, sem Guð- ný systir Klemens, var gift. Þau gengu I hjónaband 6. júll 1889 og eignuðust þrjú börn. Elzt þeirra var Anna Guðrún, f. 19. júiní 1891 í Kaupmannahöfn, ekkja Tryggva Þórhallssonar fyiTum for sætisráðherra, og er hún ein þeirra alsystkina enn á lífi. Síðari k°na Klemens var Anna Maria (f. 1. júní 1879, d. 8. nóv. 1961) dóttir Hendrik Schiöth bakarameistara, síðar bankagjald- kera á Akureyri. Þau gengu í hjónaband 16. október 1908 og eignuðust tvö börn, telpu, sem lézt í æsku, og Agnar Kl. Jónsson, sendiherra í London. í minningargrein, sem maður nákunnugur Klemens, Hallgrímur Hallgrímsson bókavörðiur, skrif- aðj um hann í Andvara, farast hon um m. a. orð á þessa leið: „Klemens Jónsson var mikill að vexti og rammur að afli. Hann var að öllu hinn höfðinglegasti ásýndum og þótti mjög sópa að honum og hann vera yfirvaldslegri en almennt gerist. Er það haft eft ir þýzkum ferðamönnum, að hann líktist mest prússneskum liðsfor- ingja að útliti og framgöngu. Hann hafði sterka rödd og var hinn á- heyrilegasti ræðumaður. Þegar Klemens var sýslumaður í Eyjafirði, samdi hann sig mjög að siðum bænda á ýmsan hátt, og líkaði það vel. Hann var gleði- maður mikill og sló ekki hendinni á móti gæðum lífsins. Hann tók jafnan mikinn þátt í veizlum og (Framhaid á 13. siðu.i n ▼ 1 > V 'r V T

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.