Tíminn - 26.08.1962, Síða 13

Tíminn - 26.08.1962, Síða 13
Frakkar hafa enn tögl og hagldir á Fílabeins- strönd Framhald af 7. síðu. séu fyrir hendi, en þeir séu ekki reiðubúnir. Stúdentar frá Fílabeinsströndinni gerðust orðhvatir í Paris í fyrra, en þá var flogið með þá til Abid jan, samkyæmt kröfu forset- ans. Þar voru þeir í fangelsi um tíma en síðan sendir aftur til Parísar til þess að halda áfram námi. Meðlimir hins fámenna hóps ungra, óánægðra menntamanna eru auðfundnir í Abidjan, en þeir tannhvössustu eru ekki í stj órnarf lokknum. Þeir menn, sem láta uppi verulega óánægju, eru fáir og stjómarvöldin þekkja þá alla. Þeir eru ekki skipulagðir og ekki taldir svo hættulegir, að vert sé að hafa þá í haldi að staðaldri eða svipta þá störf- um, þó að sumum þeirra hafi verið stungið inn um stundar sakir. Forsetinn er fimur við að kippa fótunum úndan þeim róttæku. Hann hefur út vegað þeim sjálfstætt land, sem honum var þó einu sinni á móti skapí, og gert er ráð fyrir að hann geti brátt lofað þeim að hlusta á dálítið rót- tækari stjórnmálaræður en áður. En framkvæmd er ann- að mál- Kerfið leysir sitt hlutverk vel af hendi að því er Frökk um og forsetanum virðist. Hugmyndin sýnist einlæg: Halda samvinnu við mömmu meðan bömin þokast hægt og hægt til ofurlítið aukins þroska. Þegar margar raddir hrópa upp um samvinnu mis munandi kynþátta er erfitt að komast hjá að trúa á slíkt. Sumar spurningar grafa þó um sig og leita á: Hve langt ér þangað til að íbúar Fílabeinsstrandarinnar fara aS líta á nærveru Frakka sem tímatalsskekkju? Það getur orðið drjúgur tími. Fá ir eru sendir út í heim nútim ans og þeir, sem fara, eru sam lagaðir sem bezt má verða. (Uppáhalds lækning ungra ákafamanna er að gera þá að aðstoðarráðherrum). Uggvænlegust er sú hugs- un, að þarna séu Afríkubúar alls ekki farnir að vakna. Þeir stjórna ekki og eru ekki þjálf aðir til þess. Færu Frakkar allt í einu, þá væri ekkert eft ir. Filabeinsströndin yrði þá að mestu eins og hún var, þeg ar landkönnuðirnir fundu hana, að undanteknum nokkr um auðum byggingum í Abid- jan og glæsilégri skel forseta- hallarinnar. En frönsk yfir- völd eru alls ekki að búa sig undir brottför frá Abidjan. Allra sízt allt í einu. Skrifað og skrafað Framhald af 6. síðu. þá hættu, er slíkt, að það kall ar á ýtarlegar umræður, sem verða mættu til haldbetri úr- ræða en þegar hafa fram komið. Bæjar- og sveitarfélögin neyðast nú til að leggja fram meiri fjárskerf til kennara- launa en lög ætla þeim og við það raskast það hlutfall, sem löggjafinn ætlaðist til að væri á milli ríkis og bæjarféaga i þessum efnum. í þessu__ er enga lausn að finna. Málið allt verður að leysa með miklu stærri og víðtækari átökum þings og ríkisvalds. myam Klemens Jónsson Framhald af 9. síðu. samkvæmum, en hann var þó fyrst og fremst sívinnandi starfs- maður. Síðasta árið er hann lifði, kom hann oft upp í landsbókasafn og sat þar við handritalestur tím- um saman, en þá var hann svo farinn að heilsu, að hann varð að láta aka sér í vagnj fram og aft- ur, og honum gekk erfitt að kom- ast upp stigann í safnhúsinu, og varð oft ag styðja hann. En sami var áhuginn; hann vann að rann sóknum sínum í ættfræði og sögu íslands, svo að segja, fram í and- látið. Klemens var lengst af æfirinar mjög heilsuhraustur, en síðustu ár in kenndi hann hjartabilunar, er dró hann til dauða. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 20. júlí 1930.“ Hið frábæra danska SÖNDERBORG Prjónagarn fæst í verzlunum um allt land Allir litir Líz/''?'j' < t Margar tegundir ö IIIIm v" •* Biðjið ekki um venjulegt prjónagarn, biðjið um SÖNDERBORG-garn — og þér sjáið hvers vegna þetta prjónagarn hefur náð almennri hylli um land allt á skömmum tírna. — Mjög hagkvæmt verð — Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. HALLDÖR Skólavörðustig 2. Fjölhæfasta farartækið á landi DÍESEL EÐA BENZÍN LAND- -ROVER BENZÍN EÐA DÍESEL „Fjölhæfasta farartækið á landi" — þetta er fullyrðing, sem þér getið fengið staðfesta hvar sem er á landinu, því Land-Rover eru nú komnir um land allt, og reynslan er öruggasti mælikvarð- inn. — Þér ættuð að spyrja næsta Land-Rover eiganda og kynnast reynslu hans. Land-Rover benzín eða diesel — til afgreiðslu fljótlega HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Sími: 11275. T f MIN N , sunnudaginn 26. ágúst 1962 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.