Tíminn - 29.08.1962, Page 2

Tíminn - 29.08.1962, Page 2
ureyrar og Eyjafjarðarsýslu. Aður höfðu Akureyringar sótt kirkju að Hrafnagili. Er kirkjubygging- unni laulc, segir í grein í Norðan- fara: „ . . . var þá fagnaðarveifa á hverri stöng og siglutré, fall- byssunum var skotið, svo að berg- málaði í fjöllunum . . . gleðióp hljómuðu, staupin klingdu, full af gleðjandi og hressandi lög, sem oftast verður að vera annars veg- ar, þá mikið er um dýrðir og sam- koma manna á að vera sem ynd- ælust og minnilegust; en oss virð- ist, að Backus ætti hvergi að koma nærri við slíkt tækifæri." Þessi kirkja bæjarins stóð nærfellt 80 ár. Jarðeplarækt hafði um langt skeið verið mikil á Akuieyri. Var það norskur verzlunarstjóri, H. K. Lever, sem hóf hana árið 1808. En auk garðræktarinnar voru at- vinnuvegir bæjarbúa kvikfjárrækt, fiskveiði, síldveiði og selveiði. ýmsar handiðnir, svo sem trésmíði, járnsmíði, gull- og silfursmíði, skósmíði, prentun og bókband, svo og veitingasala og verzlun. Á heim- ilunum var unnið úr ull og gerðir íslenzkir skór eins og á sveitabæj- um. Bæjarfógeti, sem jafnframt var sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, var Stefán Thorarensen. Héraðslæknir var Jón Finsen, og var læknishér- að hans öll Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýslur báðar. Lyfsali var Jóhann Thorarensen. Um 40 íbúðarhús voru í bænum. Voru flest þeirra timburhús, en fáeinir torfbæir þiljaðir innan. Þá þótti lyfjabúðin í brekkunni norð- an við mynni Búðargils vegleg- asta hús bæjarins. Bæjarstæðið var ekki stórt. Það náði frá Krókeyri dálítið út fyrir lækinn, sem fell- ur úr Búðargili. í Norðanfara-greininni, sem áð- ur er nefnd, kemur fram, að vegur um bæinn hefir verið lítt gerður. Er þar talið, að gatan í nágrenni kirkjunnar sé oft nær ófær vegna sjávarflóða og stórgrýtis. í reglugerðinni um bæjarrétt- indi Akureyrar var heimilað að leggja Oddeyri undir kaupstaðinn, og var það gert skömmu eftir að hann fékk sína eigin stjórn. Fyrsta húsið á Oddeyri hafði verið reist 1859. Var það nefnt Lundur og stendur enn í dag. Nafnið Akureyri, sem ijpphaf- lega átti aðeins við eyrina undir brekkunni, og er stundum notað í þeirri merkingu enn í dag, var þá látið ná yfir kaupstaðinn allan. í þessari grein er orðið notað í báðum merkingunum. Fyrsta bæjarstjórn Akureyrar I reglugerðinni frá 1862 var á- kveðið, að fimm manna bæjar- stjórn skyldi kosin. Kosningarétt höfðu allir fullmyndugir menn, sem ekki voru öðrum háðir sem hjú, höfðu verið búsettir í kaup- staðnum síðasta árið og borgað að minnsta kosti tvo ríkisdali í bæj- argjald. Hinn 31. marz 1863 var kjörfund- ur haldinn til að kjósa hina fyrstu bæjarstjórn. Aðeins 15 kjósendur sóttu fundinn. Þessir voru kosnir fulltrúar: Edvald E. Möller verzb unarstjóri (með 12 atkv.), Jón Finsen héraðslæknir og Jón Chr. Stephánsson timburmeistari (með 11 atkv. hvor), Ari Sæmundsen um boðsmaður og Jóhannes Halldórs- son cand. theol. (með 9 atkv. hvor). Fyrsti forseti bæjarstjórnar (þá nefndur oddviti) var kosinn Ari Sæmundsen. Hann var settur bæj- arfógeti þá um haustið, en í hans stað var kosinn oddviti Jóhannes Halldórsson, er sat samfleytt 20 ár í bæjarstjórninni. Fólksfjölgun til loka 19. aldar Fólksfjölgun var lítil fyrstu ár- in eftir að bæjarréttindin voru fengin, erida var bæjarstjórnin ekki fús til að hleypa inn í bæinn fátækum, barnmörgum fjölskyld- um. Árið 1870 voru bæjarbúar að- eins 313, en 7. nóv. 1901 eru þeir orðnir 1370, og hafði íbúatal- an þá meir en tvöfaldast hinn síð- asta áratug. Akureyri — Oddeyri Oddeyri fór ekki að byggjast að ráð'i, fyrr en Gránufélagið var stofnað og reisti þar verzlunarhús um 1870. En brátt óx byggðin þar, enda var þar miklu meira land- rými en inni á Akureyri. Lengi var langt bil óbyggt milli bæjar- hlutanna og vegur slæmur, og oft fóru bæjarbúar ríðandi á milli. Talið er, að um skeið hafi verið nokkur rígur milli Akureyringa og Oddeyringa, en nú er hann löngu horfinn, enda hafa bæjarhlutarnir vaxið saman og bærinn þanizt langt upp fyrir eyrarnar, upp brekkuna og upp á brekkuna, langt upp um holt, mýrar og móa, þar sem áður voru beitilönd og mó- tekjuland bæjarbúa. Enn fremur hefir bærinn lagt undir sig Glerár- þorp, sem vex ört, og allan syðri hluta Kræklingahlíðar. 100 ára saga í biaðagrein sem þessari er ekki hægt að segja hina margþættu þróunarsögu Ákureyrar, heldur að eins minnast einstakra atriða og Þorsteinn M. Jónsson bæjarins, eins og hann er nú, og athuga, hvernig atorkusamir og smekkvísir borgarar hafa breytt hinu lítt ásjálega smáþorpi, er fékk bæjarréttindi 1862, í einhvem smekklegasta, hreinlegasta og feg- ursta bæ landsins, er margir inn- lendir menn og útlendir eru hrifn- ir af. Bærinn mun sanna þeim gest- um, er heimsækja hann nú á 100 ára afmæli hans, að hann er ekki aðeins fallegur bær að ytra útliti, heldur er þar einnig lifað fjöl- þættu athafna- og menningarlífi. Framlag skaparans — framlag borgaranna Akureyri heillaði engan höfð- ingja landnámsaldar svo mikið, að hann settist þar að. En Súlur stóðu tignarlegar vestan við Eyjarfjarð- arbotn eins og enn í dag, Kaldbak- ur hélt vörð norð-austan við fjörð- inn sem nú, og Vaðlaheiði sat með hátíðlegri ró austan við fjörðinn innanverðan. En hinn fagri og frjósami Eyjafjörður inn — en svo er héraðið inn af Akureyri nefnt — heillaði svo fyrstu land- nemana, að þeir reistu þar býli sín. Bær á Stóra-Eyrarlandi mun þó hafa verið reistur þegar á land- námsöld. Þar upp á brekkunni er fallegt útsýni, en sjálf var brekk- an sundur grafin af giljum, og moldarskriður féllu úr henni. Gróð ur hennar átti því ótryggt friðland. Veðráttan þar var betri en annars staðar við strendur Eyjafjarðar, eins góð og inni í dalnum. Eyjafjörður er langur eins og kunnugt er, og enginn kaupstað- ur landsins stendur eins fjarri út- hafinu og Akureyri. Moldin í landi Akureyrar er frjósöm, höfnin ein af beztu og fegurstu höfnum lands- ins. Oft er og góð veiði inni á firð- inum og jafnvel inni á Pollinum, þótt hún að visu sé minni nú en oft áður. Þjóðleiðin milli vestur- og aust- urhluta landsins er auðveldari norðan lands en sunnan, vegna jökulfljóta Skaftafellssýslu; sú þjóðleið hefir jafnan legið og hlýt- ur að liggja um Akureyri. Gróðursælar sveitir og héruð eru i nágrenni Akureyrar í öllum átt- um. Hún er því þannig sett, að hún hlaut að verða mesti bær um allan norðvestur- og norðaustur hluta landsins. Það, sem ég hefi hér að framan talið upp, er auðvitað allt framlag skaparans, en með það geta menn- irnir farið bæði vel og illa. En nú vil ég með fáum orðum reyna að sýna, hvernig Akureyringum hefir tekizt í því efni. Þegar ferðamaður ekur í bíl inn Akureyrarbæ, hvort sem er að sunnan eða norðan, þá blasa við trjágarðar, sumir allstórir og prýði lega hirtir, við flest húsin. Ef kom- T í M1 N N , miðvikudaginn 29. ágúst 1962 /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.