Tíminn - 29.08.1962, Qupperneq 3

Tíminn - 29.08.1962, Qupperneq 3
 Parjs — hústö stcndur enn í miðbænum og ber svip aldamótahúsanna. ið er á skipi inn á Akureyrarpoll, er sem komið sé inn í faðm bæj- arins. Brekkan, sem áður var með moldarskriðum, er nú öll gróin og víða klædd skógi. Stór og myndar- leg hús uppi á brekkunni setja mikinn svip á Bæinn, svo sem fjórð ungssjúkrahúsið, menntaskólinn, gagnfræðaskólinn, íþróttahúsið, s-undhöllin, barnaskó'linn og kirkj- an. Þar sem ekki eru hús eða skóg- garðar, eru græn tún, sem teygja sig upp undir fjallsrætur. En yfir hin grænu tún, skógarlundi og hús, gnæfa Súlur í vestri, pýramída-! lagaðar, en miklu stærri og tignar-1 legri en nokkur hinna 'egypzku pýramída. En hveigi nýtur fegurð , bæjarins sín eins vel og úr Strand götunni sunnan á Oddeyrinni, nema ef vera skyldi frá kirkj- unni, séð út yfir bæinn og Eyja- fjörð. Brekkan, holt og hæðir, klettar og gil eru nú á að líta sem fagurt málverk. Maffhiasarlíirkja Upp f-rá Kaupvangstorgi, sem er á milli Hótel KEA og aðal verzlun- ar- og sþrifstofuhúss kaupfélagsins, liggja tröppurnar upp að Matt- híasarkirkju, ir var vígð árið 1941. Á báðar hendur við tröppurnar ern stallar, blómum og'öðpfm gróðri skreyttir. Þar uppi á brekkunef- inu rís kirkjan með sínum tveim turnum. Er hún mjög fögur og til- komumikil, séð neðan úr bænum. í henni er stórt, nýtt orgel, sem talið er vandaðasta kirkjuhljóð- færi hér á landi og þótt víða væri leitað. Það ber af öðrum hljóð- færum á sama hátt og mestu hrifn ingarsálmar þjóðskáldsins, sem kirkjan er kennd við, bera af öðr- um andlegum kvéðskap samtíðar- innar. Tveir prestar þjóna Matthí- asarkirkju frá 1948. Nonnahús í gömlu timburhúsi inni á Ak- ureyri bjuggu foreldrar Jóns Sveinssonar — Nonna — árin 1865 —’70. Ólst þar upp hjá þeim sonur þeirra, er seinna varð heims- frægur fyrir sögur sínar. Frá Ak- ureyri fór hann til fjarlægia landa en hélt þó jafnan tryggð við bernskuheimkynni sitt. Enda kunni Akureyii að meta þenn- an víöfræga og ágæta fóstur- son sinn, og bæjarstjórnin gerði hann að heiðursborgara bæjarins, þegar hann kom í heimsókn 1930. Urn aldarfjórð- ungi síðar keypti Zonta-klúbbur Akureyrar hús það, er foreldrar hans höfðu búið i, og opnaði þar Nonna-safn á aldarafmæli hans 1957. í safni þessu er mikið af bókum Jóns Sveinssonar á fjölda tungumála, einnig er þar mikið af myndum og ýmsir munir, er minna : á bernskuár skáldsins. I AAafíhíasarhús Það var hafísá- og harðindavorið 1 1887, að 52 ára gamall prestur' fluttist húferlum með konu og átta i börn til Akureyrar. Eggeit kaupmaður Laxdal hafði keypt fyr- ir hann hús Björns Jóhssonar rit- stjóra, er þá var fyrir skömmu dá- inn. Presturinn var þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Honum þótti; aðkoman köld. Norðanstormur blés og móttökur flestra bæjarbúa ekki hlýlegár. Þeir vissu, að hann var efnalítill en barnmargur. Laxdai kaupmaður fylgdi honum að hinu nýkeypta húsi. „Heimtu krakkarnir mat“, segir Matthías í minningum sínum. ,,Bauð ég öllum að fylgja mér út til Jensens gestgjafa. En í því kall- ar kona inín á mig í búrlð og sýn- ir mér, að þar biðu allar hillur fullar af mat. Vissum við ekki fyrr en löngu síðar, að frú Rannveig hafði látið bera björgina suður í hið'tóma hús.“ Frú Rannveig var kona Eggerts Laxdals. | Seinna reisti séra Matthías sér hús úppi í hvamlni í brekkubrún Akureyrar, litið sunnar og neðar en Matthíasarkirkja stendur nú. Matthías fluttist aldrei búferlum frá Akureyri. Hann náði, eins og kun-nugt er, háum aldri. Hann batzt Akureyri föstum böndum, og Ak- ureyringar, háir sem lágir, urðu vinir hans, og bæjarstjórnin gerði hann að heiðursborgara bæjarins. Er Matthías andaðist, láðist þá- verandi ráðamönnum bæjarins að kaupa hús hans, húsgögn og bæk- ur. En fyrir allmörgum árum var því hreyft í bæjarstjórn, að bær- inn kevpti hús Matthíasar, en ekki tókst að ná samningum við þáver- andi eigendur þess. Var þessu máli samt haldið vakandi, og fyrir ' nokkrum áriím var stofrað Matthí- asarfélag. í því eru marg.r félagar, sumir búseUir á Akureyri og aðrir, sem áður hafa búið þar. Matthíasar- íélagið hefir nu meö styrk bæjar- ms keypt neðri hæðina í húsi Matthíasar, safnað þangað munum, myndum og húsgögnum, er verið hafa í eigu skáidsins, og auk þess ritum hans, sem það hefir getað náð í, bæð'i innlendum og útlend- um útgáfum I I fyrra vai Matthíasarhús og safn opnað með mikilli viðhöfn. ■I Að sjálfsögðu reynir félagið, þeg- ! ar það á þess kost, að ná eignar- , haldi á öllu húsinu. DavíSshús Ofantil í Akureyrarbrekku, upp af Oddeyri norðanverðri, hefir Dav- íð skáld Stefánsson frá Fagraskógi reist sér mjög myndarlegt ibúðai- hús. Davíð hefir búið á Akureyri um fjóra áralugi. Hann var lengi bókavörður Amtsbókasafnsins en hefir nú hátt á annan áratug ein- göngu helgað krafla sína ritstörf- um. Bókasafn á hann, eitt hið bezta og stærsta, sem til er í einkaeign á íslandi. Húsákynni hans eru hjn veglegustu, og sóma stórskáldi og andans höfðingja. Vonandi njóta Akureyrir.gar enn þá lengi samvista Da,víðs, en þegar hann er allur, þá stendur hús hans og minning hans mun lifa sem eins af mestu skáldum íslendinga fyrr og síðar. Sjálfsagt finnst mér, að húsbúnaður hans og bækur verði varðveitt eftir hans dag eins og hann skilur við það. Tel ég því rétt, og vil hvetja bæjarstjórn Ak- ureyrar eipdregið til, að leita samn inga við skáldið um þetta. Bæjarstjórn Akureyrar heiðraði Davíð á sextugs afmæli hans, með j því að gera hann að heiðursborg- ara bæjarins. ! ■ Skólabær Akureyri er nú mikill skólabær, en 1862 var enginn skóli þar. Árið 1870 var barnaskóli stofnaður, og var fyrsti skólastjóri hans Jóhann- es Halldórsson. Nú eru þrír barna- skólar í bænum, sá stærsti og elzti í stóru húsi skammt fyrir ofan kirkjuna, annar er úti á Oddeyri og sá þriðji í Glerárþorpi. Enn fremur hefur starfað fjölsóttur smábarnaskóli í bænum um all- mörg ár. Nokkru fyrir ofan barnaskólann á brekkunni er hús Gagnfræða- skóla Akureyrar. Hann var stofn- aður árið 1930, en fyrstu ár sín var hann lítill skóli í leiguhús'næði niðri á Oddeyri. Er hann fékk hið nýja húsnæði uppi á brekkunni fyrir nálægt 20 ár-um, fór hann ört stækkandi, og hefur nú um all- mörg ár verið fjölmennasti fram- haldsskóli landsins utan Reykja- víkur. Nokkru sunnar á. brekkunni en Gagnfræ*askólinn er Menntaskól- ir.'i. Sta-far hrnn aðallega í tveim- ur allstórum húsum. Eldra hús- ið, sem er timburhús, var reist 1904, mjög stílfögur bygging og bæjarprýði. En þá fyrir tvejm ár- um haíði hús Möðruvallaskóla brunnið, og var þá skólinn íluttur til Akureyrar. Ári.fj 1930 var skól- inn gerffur að menn'as'kóla og hef- ur síðan vaxið að nemendafjölda ! með ári hverju Hitt húsig er ný- legt stórhýsi úr steinsteypu. Er það aðallega ætlað heimavist skól- ! ans. j Ofan við Þórunnarstræti, beint I unp af Gagnfræðaskólanum, er Húsmæðraskólahúsið, allmikið hús i Þar eru haldin námskeið fyrir konur, og þar er nú IPnskóli Ak- ureyrar til húsa og auk þess deild- ir frá Gagnfræ^askólanum. Þess skal ge'ið, að um aldamótin var kvcnnaskóli starfandi um ailmörg í’’ á. Oddeyri Haustið 1901 var stofnaður hús- mæðraskóli á Akureyri, er var st.arfræktur sem einkaskóli í nokk- ur ár. Tónlista,'skól' hefur starfað á Akureyri hin síðari ár. Það mun láta nærri. að 2500 rnanns séu í skólum á Akureyri á vetru.m. eða mejra en fjórði hver bæjarbúi. Sund og íþróttir í hjarta bæjarins, efst á Odd- eyrinni en neðan við Brekkugötu, er aðalíþróttavöllur Akureyringa, og er þar frá náttúrunnar hendi ágætt áhorfendasvæði að vestan með góðu útsvni yfir völlinn. Þar eru og iðkaðar skautaferðir á vetrum, en annars er oft gott skautasvell á Akureyrarpolli, þó sjaldnar en áður var, meðan veðr- átta var kaldari. í boga sunnan vig Grófargil, sem liggur upp frá Kaupvangs- torgi, standa með nokkru millibili stórhýsin þrjú, sem áður eru nefnd, kirkjan, barnaskólinn og gagn- fræðaskólinn. Rétt fyrir ofan gagnfræðaskólann er íþróttahús bæjarins og norður af því, aðeins ofar, er sundhöllin, og lokar hún gilinu, að neðan séð. Ofan við sundhöllina er útisundlaug með. volgu vatni, sem leitt er ofan úr Glerárgili. Uppi í Hlíðarfjalli, utan við Glerá, hafa Akureyringar reist mjög myndarlegt hótel. Gaf bær- i.nn efniviðinn ú'- sjúkrahúsi Ak- ureyrar, sem þótti á sinum tíma veglegt hús. en var t'ifið, er nýja I fjórðungssjúkrahúsið var reist. , Þar sem hótelið stendur í Hlíðar- j fjalli, er snjóasamt á vetrum, og ! snjófamnir eru þar mikjnn hluta j ársins. Þangað sækir skólafólk og : íþróttamenn til skíðaferða, og þar hafa verið haldin landsmót skíða- manna. Þaðan er og skammt að ý;< Ryelsgarður — sá elzti á Akureyri. T IM IN N , miðvikudaginn 29. ágúst 1962 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.