Tíminn - 29.08.1962, Síða 5

Tíminn - 29.08.1962, Síða 5
landi, dróst útgerðin á mótorbát- um og smáskipum frá Akureyri til hafna, sem voru utar í firðinum. Síldarútgerð hefir þó oft verið þar allmikil. Þegar „nýsköpunartogararnir" komu til sögunnar, jókst útgerð frá Akureyri til mikilla muna, og hefir síðan verið rekin í stórum stíl. Hlutafélag, þar sem bærinn og þar næst Kaupfélag Eyfirðinga eru stærstu hluthafar, á nú 5 tog- ara. Hefir bærinn styrkt þessa út- gerð' með miklum fjárframlögum ' á síðari árum. Kaupfélag Eyfirð- inga og einstaklingar eiga og all- mörg veiðiskip, svo og skip til vöruflutninga. í sambandi við útveginn er margs konar iðnaður rekinn. Er þar fyrst að nefna stórt hraðfrysti- hús, tunnuverksmiðju, síldarverk- smiðju í Krossanesi, sem er eign bæjarins, svo og ýmis konar fisk- og síldariðnaður. Þessi fyrirtæki veita mörgum bæjaibúum atvinnu. Hér má og nefna tvær skipasmíða- stöðvar og Dráttarbraut Akureyr- ar, sem hefir mikið umleikis. Matjurtarækt er talsverð í bæn- um. Áður fyir áttu margir bæjarbú- ar kýr og kindur, en nú eru þeir fáir orðnir, aðrir en nokkrir bænd ur, sem búa utan við það' svæði i bæjarins, sem skipulagt hefir ver- j ið til húsbygginga. En í nágrenni i Akureyrar eru þéttbýlar og frjó-! samar landbúnaðarsveitir. Tekur i Akureyri við afurðum þeirra, sem i seldar eru, og verða þær hráefni | margs konar iðnaðar í bænum. Er j þar fyrst að nefna kjöt- og mjólk- j urið'nað, ullarþvottastöð, sem tek- ur við ullarframleiðslu landsins alls, ullarverksmiðju og fatagerð, skinnaverksmiðju og skógerð. Sum ar þessar verksmiðjur eru mjög mikilvirkar og hafa framleitt góð- ar vörur, sem hafa orðið markaðs- vörur um allt ísland og jafnvel erlendis. Verzlun og iðnaður hafa um langt skeið verið öflugustu at- vinnuvegir Akureyringa. Þat er rekin nokkur heildsala, og smásölu verzlun við hinar fjölmennu byggð ir Eyjafjarðar og jafnvel við' fjar- lægari héruð. Smásöluverzlanir munu vera nálægt hundrað. Miðað við fólksfjölda er Akur- eyri mesti iðnaðarbær landsins. Til viðbótar þeim iðngreinum, sem standa í beinu sambandi við sjáv- arútveg og landbúnað, og áður eru nefndar, er sérstök ástæða til að nefna umfangsmikinn byggingar- iðnað og húsgagnasmíði, vélsmíði og bifvélavirkjun, silki- og baðm- ullariðnað, bókagerð, matvæla- og efnaiðnað ýmiskonar, svo sem brauðgerð, smjörlíkisgerð) kex- verksmiðju, kaffibrennslu og kaffi bætisgerð, sælgætisgerð, sápugerð og margt fleira, svo og margs kon- ar handiðnað og almenna þjónustu. Öflugasta verzlun bæjarins er Kaupfélag Eyfirðinga, sem er jafn- framt langstærsti atvinnurekand- inn. Hefir það í sínum höndum nær alla verzlun með framleiðslu- vörur bænda í héraðinu og mjög fjölþættan ið'nrekstur. Samband ís- lenzkra samvinnufélaga rekur og •mikinn iðnað á Akureyri. En þótt Kaupfélag Eyfirðinga sé stærsta verzlunarfyrirtæki bæjar- ins og umsvifamesti atvinnu- rekandinn, eru þar samt margir aðrir mjög atorkusamir iðnrekend- ur, duglegir kaupsýslumenn og út- gerð'armenn. Hér er því miður ekki rúm til að skrifa meira um hina miklu at- hafnasemi Akureyringa. Gestir, er bæinn heimsækja, geta af eigin sjón sannfært sig um, að á Akur- eyri er mikið starfað og myndarleg átök gerð. Ferðamannabær Eins og áður er getið, liggur fjölfarin þjóðleið á landi um Ak- ureyri, og eni fólks- og vöruflutn- ingar á bifreiðum talsverður at- vinnuvegur í bænum. Skipasam- göngur eru og miklar, sem að lík- um lætur. Stór flugvöllur er rétt félag íslands stofnað á Akureyri, og þaðan barst ungmennafélags- hreyfingin ört út um landið, og í sambandi við hana þjóðernisvakn- ing og íþróttaáhugi. Verkamannafélag Akureyrar mun hafa verið meðal allra fyrstu verkamannafélaga, er stofnuð voru hér á landi. Kvenfélög hafa verið fjölmenn og mjög athafnasöm á Akureyri. Hafa þau unnið þarft verk einkum í sjúkrahúsmálum, bæði í sam- bandi við stofnun Kristneshælis og Fjórðungssjúkrahússins, svo og stofnun elliheimilis og dagheimilis fyrir börn og margt fleira. Fjölmenn íþróttafélög eru starf- andi í bænum og mörg önnur fé- lagssamtök, sem hér yrði of langt að telja. f engum bæ landsins hafa sam- vinnufélög orðið öflugri en á Ak- ureyri. Ekkert kaupfélag landsins mun vera eins fjársterkt og Kaup- félag Eyfirðinga eða reka svo fjöl- þætta starfsemi sem það, og er nánar að því vikið hér að framan. Félag það, sem nú heitir Flug- félag íslands, var s-tofnað af nokkr- um Akureyringum árið 1937 og hét hin fyrstu árin Flugfélag Ak- ureyrar. Stjórn bæjarins í bæjarstjórn sitja nú, og hafa setið um langt skeið, 11 fulltrú- ar. Af þeim nefndum, sem bæjar- stjórnin skipar, hefir bæjarráð fjölþættast verksvið. í því eru 5 menn. Aðalframkvæmdastjórj bæjarins er bæjarstjóri. Bæjarstjóri var fyrst kosinn 1919. í samráði við hann starfa forstjórar ýmissa greina bæjarrekstursins, svo sem raf magnsstj óri, vatnsveitustj óri, hafnarstjóri, bæjarverkfræðingur og byggingarfulltrúi. Meðan ég þekkti bezt til bæj- arstjórnar Akureyrar, var gott samkomulag innan hennar, og gætti þar lítið flokkarígs. Höfnin ! Akureyrarhöfn er stór og örugg.; Oddeyrin, sem skagar út í miðjan i fjörðinn að vestan, ver hana fyr- ‘ norð'an hafróti, sem sjaldan er \ innan við bæinn, vel búinn tækj-! ar um allt ísland. Góðtemplarar j þó mikið, eftir að kemur inn íyrir 1 um, og eru þangað flugferðir frá hafa oft verið fjölmennir á Akur-1 Hrísey. Reykjavík daglega og stundum oft eyri og gert þar mörg merkileg j Hafnarnefnd hefir verið í bær- á dag, og auk þess flugsamgöngur menningarátök. Þeir reistu sam-! um allt frá því að han.n var skilinn komuhúsið, sem nú er leikhús bæj- i frá Hrafnagilshreppi. Hafnarmann-: til Akur- j arins, og mun það þá hafa verið j virki eru allmikil, bæði inni á Matthiasarkirkju. Forhlið við aðra landshluta. Ferðamannastraumur eyrar er því mikill, einkum á sumr stærsta og veglegasta samkomu- in. Ferðamönnum gezt vel að bæn-, hús landsins. Þeir reistu og sam- um, þykir hann fallegur og með j komuhúsið Skjaldborg, þar sem myndar- og menningarbrag. Fyr- j Prentsmiðja Björns Jónssonar er irgreiðsla fyrir ferðamenn er góð i nú. Þeir keyptu fyrir allmörgum og gistirými nokkurt, en þó ónóg, árum Hótel Norðurland, eiga það í hótelum og auk þess í heimavist j enn og reiia þar ýmsa félagsmála- Menntaskólans þann tíma, sem j starfsemi, svo sem tómstunda- skólinn starfar ekki. Á allstóru j vinnu fyrir unglinga, auk þess sém auðu svæði, milli lóðar Gagnfræða- skólans og Þórunnarstrætis, sunn- j an við sundlaugina, er ferðamönn j um ætlaður tjaldstaður. Hefir ver \ ið komið þar upp snyrtiklefum I og njóta ferðamenn þessarar að-: stöðu ókeypis. Hefir þetta þótt til i fyrirmyndar. Fyrr í þessari grein er getið j margs þess, sem laðar ferðafólk til j Akureyrar. En til viðbótar má nefna, að ekki er langt þaðan til ýmissa staða norðanlands, sem ferðamenn sækja til, svo sem í Vaglaskóg og Mývatnssveit. Nafn- j kunnir sögustað'ir eru og margir í j nágrenni bæjarins. Hugsjónir og félagsmál Innarlega á Akureyri er gamalt | timburhús, sem kallast Friðbjarn- \ arhús. Góðtemplarastúkurnar í j bænum hafa nú keypt þetta hús og i ætla sér að varf'veita það. Hinn 10. janúar 18£' r ’uðu 12 mcnn, ; er komu sam; u húsi, hina : fyrstu góðtemi iku á íslandi, stúkuna ísafold ua bjó í húsinu Friðbjörn Steinsson, bóksali og oft bæjarfulltrúi. og var hann, á- samt Jóni Stephánssyni, sem fyrr var nefndur, meðal stofnenda stúk- unnar. Út frá Akureyri breiddust I svo hugsjónir Góðtemplarareglunn-1 þar er veitt viðtaka ferðamönnum. Árið 1906 var fyrsta ungmenna- Akureyri, við Torfunef, a Oddeyr- artanga og utan á Oddeyrinni. A síðastnefnda staðnum hefir verið: grafið inn í cyrina utánverða, þar sem dráttaibrautin cr. Við hafn-; armannvirkin á Oddeyri fcr frarn , upp- og útskipun á fiski og marg- víslegum þungavörum. Um mann-: virkin utan á Oddeyri urðu nokk-: ur átök, áður cn þau voru fram- kvæmd, en nú telja allir þau sjálf; Oddeyrinni og á Gleráreyrum er að verða mesta athafnasvæði bæj- arins. Rafveitan Árið 1922 virkjuðu Akureyring- ar Glerá til ljósa (330 hö.). En brátt varð það rafmagn, sem bær- inn fékk frá Glerárstöðinni, of lít- ið. Var þá farið að athuga um, hvar heppilegustu skilyrði væru til frekari orkuvirkjunar. Varð Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir valinu. Árið 1939 var Laxárvirkj- unin tekin til nota (2400 hö.), en þessi fyrsta virkjun Laxár reynd- ist ónóg, og var aukið við hana 1944 og enn 1953. Framleiddi þá stöðin alls 11500 hö. Var nún þá orðin sameign ríkis og bæjar, enda sér hún fyrir rafmagnsþörf Húsa- víkurkaupstaðar og nærliggjandi sveita, auk Akureýrar. Laxárgilið, þar sem stöðvarhús virkjunarinnar eru, þykir mjög fagurt og sérkennilegt. Akureyringar . Eg hefi heyrt ýmsa halda því fram, að Akureyringar væru þumb- aralegir. Þetta munu þó þeir ein- ir segja, sem aldrei hafa átt heima á Akureyri og ef til vill ekki kynnzt Akureyringum náið. Fjölmargir íbúar bæjarins eru aðfluttir, þar á meðal mjög margir úr sveitum Eyjafjarðar og öðrum héruðuð norðanlands, margt fólk austan af Fljótsdalshéraði og Aust- fjörðum og úr öðrum landshlutum. Þetta hefir haft sín áhrif á heild- arsvip bæjarbúa. Auðvitað er á Akureyri misjafnt fólk sem ann- ars staðar, og ef til vill eru marg- ir Akureyringar nokkuð seinteknir. Á hálfum fjórða áratug, sem ég hefi verið búsettur á Akureyri, hefi ég kynnzt bæjarbúum allnáið, Virðist mér það aðaleinkenni þeirra, að vera traustir menn og kurteisir. Eg var sáttasemjari í vinnudeil- um fyrir Norðurland í 18 ár. Á þeim árum sat ég á fjölda sátta- funda. Þar sem Akureyringar ein- ir ræddust við, var það undantekn- mg, ef nokkur ókurteisleg orð voru við höfð, og æfinlega tókust .sættir, áður en til verkfalla kom, þar sera Akureyringar voru einráð- ir. LokaorS íbúar Akureyrar munu nú vera full 9 þúsund að tölu. Hin síðari ár heíir mannfjölgun verið hæg- fara, c-n aftur á móti hefir húskost- ur bæjarbúa aukizt mjög, og sýnir það m. a., að fjárhagsleg afkoma bæjarbúa hefir verið góð. í landi voru eru margir fagrir staðlr, en flestum þeirra er svo far- ið, að fegurð þeirra nýtur sín svo Framhald á 15. síðu. Nonnahús. TIMINN, miðvikudaginn 29. ágúst 1962 5

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.