Tíminn - 29.08.1962, Side 6

Tíminn - 29.08.1962, Side 6
ÞaS var heifur og annasam- ur dagur á Akureyri, og sím- inn hjá Arnþór Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Gefjunar, hafðí hringt látlaust allan matartímann, enda hefur hann á að skipa langflestu iðn- verkafólki, ef miðað er við aðra atvinnurekendur eða framkvæmdastjóra iðnfyrir- tækja í bænum, og hefur auk þess í mörgu öðru að snúast. Samt gaf hann sér tóm til að svara spurningum Tímans og fræða lesendur hans um iðn- rekstur á Akureyri, sem verið hefur í örum vexti á undan- förnum árum og er nú orðinn einn stærsti þátturinn f'at-j vinnulífi bæjarbúa. Blaðam. Tímans varð honum samferða út á Gef jun eftir hádegið. Arn þór bauð inn á skrifstofu sína, en út um gluggánn mátti sjá iðnverkafólkið streyma til vinnu sinnar í sólskininu. Manni varð hugsað á þá leið, að það hlyti að vera dapurlegt hlutskipti að verða að hverfa úr öllu þessu sólskini ágúst- dagsins inn ( verksmiðjur SÍS á Gleráreyrum, þó að góðar séu! — Hve lengi hefur þú starfað í þágu iðnaðarins á Akureyri, Arnþór? — Ég kom hingað í júlíbyrjun 1935 og er því búinn að starfa um 27 ára skeið við iðnað samvinnu- samtakanna. Þá störfuðu við ullar- verksmiðjuna Gefjun um30manns, og framleiðsluverðmætið nam sem næst 250.000 krónum á ári. Til samanburðar má geta þess, að nú starfa við verksmiðjuna um 210 manns, og mun láta nærri, að fram- leiðsluverðmæti ársins í ár nálg- ist 50 milljónir króna. Á þessu tímabili má segja, að bæði húsa- kostur og vélar verksmiðjunnar hafi verið margfaldað frá því, sem áður var. Árið 1935 var byrjað að starfrækja nýja grein 1 verksmiðj- unni, svokallaða kambgarns- vinnslu, sem bæði var starfrækt í þeim tilgangi að bæta dúkagerð verksmiðjunnar og auka fjöl- breytni í framleiðslu prjónabands. Öllum þessum vélum, sem byrjað var með, er nú búið að kasta úr verksmiðjunni, ef svo mætti segja, og við hafa tekið nýjar og mun fullkomnari vélar. Vegna grófleika íslenzku ullarinnar var strax Ijóst, að ef verksmiðjan átti að full- nægja kröfum tímans um bætta fataefnagerð, þá var engin leið önnur fær en að hverfa að því ráði að flytja til landsins erlenda ull, sem var að fínleika hæf til slíkrar dúkagerðar. Þetta hefur verksmiðj an gert í vaxandi mæli frá því 1951, og hefur á því tímabili tekizt að bæta svo dúkagerð verksmiðj- unn'ar, að margir teíja hana standa jafnfætis hliðstæðri, erlendri dúka gerð. Sama máli gegnir um marg- ar gerðir af prjónagarni, sem not- að er til heimilanna, — að það hefur verksmiðjan unnið úr inn- fluttri, erlendri ull og ýmist bland- að það með styrktarefninu grillon eða framleitt það sem hreint ullar- garn. Þessa tvo liði, sem hér hafa verið nefndir í starfsemi verksmiðj unnar, má telja stærstu þætti í starfsemi hennar í dag. Auk þessa vinnur verksmiðjan mjög mikið úr íslenzkri ull. Má þar til dæmis nefna hin landskunnu Gefjunar- ullarteppi, Gefjunar-húsgagna- áklæði, margs konar tweed-efni, og síðast en ekki sízt þau ullar- teppi, er verksmiðjan framleiðir fyrir erlenda markaði, _ eingöngu unnin úr íslenzkri ull. í því sam- bandi má geta þess, að í ár hefur verksmiðjan skuldbundið sig til að afgreiða rösk 46.000 ullarteppi til Rússlands og á að hafa lokið þeirri afgreiðslu fyrir 25. desember n. k. Samhliða þarf verksmiðjan að vinna ullargarn í 27.000 peysur, er Fataverksmiðjan Hekla hefur selt til Rússlands og einnig á að af- greiða á þessu ári. Munu báðar þessar verksmiðjur afgreiða á Húsgagnaverkstæðið Valbjörk. þessu ári iðnaðarvörur fyrir um 30 milljónir króna á erlendan markað, einkum til Rússlands. Ár- ið sem leið voru ofnir dúkar í verksmiðjunni 175.914V2 metri, spunnið kambgarn 61,494 kg og spunnið loðband 162.424 kg. Við reiknuðum út að gamni okkar í fyrra samanlagðanmetrafjöldaþess garns, er spunnið var í verksmiðj- unni á einu ári, og komumst að raun um, að samanlögð lengd þess var rösklega jöfn vegalengdinni frá jörðinni til tunglsins. Saman- lagt var unnið úr rúmum 200 tonn- um af íslenzkri ull. í ár er verk- smiðjan að auka við vélakost sinn með nýrri kembi- og spunavél auk sex vefstóla, en þessi eina spuna- vél er svo stórvirk, að líkur éru á, að hún geti unnið úr álíka miklu magni af ull og fjórar kembi vélar hafa unnið árið sem leið. (Þegar þetta er ritað, er önnur vél- in komin í verksmiðjuna og hin væntanleg eftir helgina). Tveir sér- fræðingar frá viðkomandi véla- firmum eru staddir í verksmiðj- unni við uppsetningu vélanna. Auk þess er verksmiðjan að fá tvær vélar í kambgarnsdeild sína, sem leysa af hólmi 12—14 vélar, sem hafa stritað í sömu deild áður, og munu auk þess bæta framleiðsl- una að mun frá því, sem verið hef ur. Notuðu vélarnar hefur verk- smiðjan selt til Englands, og verð- ur þeim skipað út í september n. k. Eftir þessar greinargóðu upplýs- ingar forstjórans um ullarverk- smiðjuna Gefjun virtist sjálfsagt að spyrja hann frekar um iðnað samvinnumanna á Akureyri. — Hvað viltu segja um Heklu? — Fataverksmiðjan Hekla er um þessar mundir að flytja í nýtt húsnæði, sem verið hefur- í bygg- ingu síðastliðið ár, en þeirri bygg- ingu er nú að ljúka. Gólfflötur þessarar nýju verksmiðjubygging- ar er um 2000 fermetrar. Samhliða byggingunni er verksmiðjan að bæta við sig margþættum véla- kosti til aukningar og endurbóta á framleiðsluvörum sínum. Hekla vinnur í þremur deildum, vinnu- fatadeild. prjónadeild og undir- fatadeild. í vinnufatadeildinni eru unnin hvers konar vinnuföt karla og kvenna, úlpur, frakkar og nú að undanförnu í vaxandi mæli tweed-frakkar úr tweed-efnum frá Gefjun. í prjónadeildinni vinnur verksmiðjan margar gerðir af kven og karlmannapeysum, karlmanna- sokka, leista og síðast en ekki sizt peysur fyrir erlenda markaði, eins og áður hefur verið getið. í undir- fatadeildinni eru unnar margar gerðir af kvenundirfötum. Þá ann ast verksmiðjan sölu á öllum fram leiðsluvörum „Fífu“ á Húsavík, en það fyrirtæki er einnig eign SÍS. Það mun láta nærri, að um 140 manns starfi við yerksmiðjuna, mest konur, og er um þessar mund ir mikil gróska I allri starfsemi hennar. — Þá er Iðunn eftir, áður en við skiljumst við Gleráreyramar, — Skinnaverksmiðjan Iðunn er tvíþætt fyrirtæki. Annars vegar er rekin þar sútunarverksmiðja' og hins vegar skógerð. Sútunarverk- smiðjan vinnur svo til allt yfirleð- ur og fóðurskinn, sem skógerðin notar. Er það allt unnið úr íslenzk um húðum og skinnum. Auk þess vinnur sútunin fjölda annarra skinnategunda fyrir belta- og tösku iðnað, söðlasmíði o. fl. að ógleymd- um loðsútuðum gærum, sem bæði eru seldar á innlendum og erlend- um mörkuðum. Við sútunina starfa rösklega 30 menn, aðallega karlmenn. Síðastliðið ár vann skó- gerðin 91.516 pör af ýmsum skó- gerðum, og nam framleiðsluverð- mætið 18.464.000 krónum. Við verk smiðjuna störfuðu um 100 manns. Iðunnarskór eru orðnir svo lands- þekktir, að ekki virðist ástæða til að fjölyrða um þá framleiðslu, því að segja má, að á umliðnum árum hafi annar hver maður í landinu gengið á skóm frá Iðunni. — Rekur SÍS hér fleiri fyrir- tæki? — Sambandið rekur einnig Saumastofu Gefjunar, sem fyrst og fremst vinnur karlmannafatn- að, lausar buxur og frakka, herra- sloppa o. fl. þess háttar. Við stof- una starfa um 30 manns, og nam framleiðsla hennar röskum fjórum milljónum árið, sem leíð. Þá rekur Sambandið hér ullarþvottastöð, og mun láta nærri, að í henni sé 6 T f MI N N , miðvikudaginn 29. ágúst 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.