Tíminn - 29.08.1962, Qupperneq 10

Tíminn - 29.08.1962, Qupperneq 10
Glerárgötu 34 — Akureyri TIMBUR — SEMENT — JARN Efni til hitalagna - Hreinlætistæki Málningavörur ALMENNAR BYGGINGAV ÖRUR Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar var stofnuð 1923. Stofnandi og stjórnandi var Tómas Björnsson, og rak hann verzlunina fyrstu árin að Hafnarstræti 71, en byggði þá sérstakt verzlunarhús, þar sem verzlunin var til húsa fram til 1934 að hún flutti í enn stærra húsnæði við Kaupvangsstræti. Auk venjulegrar efnissölu til húsbygginga var aðaláherzla lögð á efnissölu til hitalagna og hreinlætistækja, auk þess sem Tómas annaðist uppsetningu þeirra tækja og miðstöðvarlagnir í stórum stíl. Árið 1958 tók Árnj Árnason við stjórn fyrirtækisins, _en hann er jafnframt aðaleigandi þess. Á undanförnum árum hefur fjölbreytni verzlunarinnar aukizt að miklum mun. Árið 1960 flutti fyrirtækið í nýbyggingu að Glerárgötu 34, og rekur þar byggingavöruverzlun, sem er mjög smekklega fyrirkomin. Timbursala fyrirtækisins er mjög mikil og í nánustu framtíð mun það stækka athafnasvæði sitt að miklum mun. Fyrirtækið tekur að sér verkefni bæði á Austur-, Vestur- og Nörðurlandi, og leitast við að leysa vandamál viðskiptavina sinna á sem hagkvæmastan hátt. BYGGINGAVÖRUVERZLUN TÓMASAR BJÖRNSSONAR Glerárgötu 34 — Akureyri — Sími 1960 VÉLSMIÐJAN ODDI H.F. AKUREYRI Vélsmiðjan Oddi h.f, var stofnuð árið 1942. Stofnendur: Gunnlaugur S. Jónsson og Jón Þorsteinsson. Nokkur ár, áður en hlutafélagið var stofnað, hafði Gunn- laugur S. Jónsson haft vélaverkstæði í Gránufélagshúsinu, þar sem vélsmiðjan hefur nú aðsetur sitt. Árið 1945 sameinast vélsmiðjan Marz fyrirtækinu, og um sama leyti gerast útgerðarfélag KEA, Njörður h.f. og fleiri aðilar hluthafar í vélsmiðjunni. Núverandi framkvæmdastjóri er Gísli Guðlaugsson. Aðalverkstjóri er Óskar Ósberg. Hjá fyrirtækinu vinna að jafnaði 50 menn. Nýsmíöi — Viðgerðir Rennismíði, Blikksmíði i Árið 1952 var nýbygging fyrir plötusmíði tekin í notkun. Árið 1960 flutti rennismiðjan í nýtt hús- næði. Árið 1961 var lokið við stækkun á blikk- smiðjunni Marz, sem ennþá er rekin undir sínu gamla nafni, og er eina blikksmiðjan norð- anlands. Fyrirhugað er að auka húsrými vélsmiðjunnar enn að mun. Vélsmiðjan Oddi h.f. Akureyri. 10 TIMINN, mi'ðvikudaginu 29. ágúst 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.